Morgunblaðið - 15.12.1967, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DES. 1967
11
— Náttúrlega fer ek'ki hjá Iþví,
að nokkurs áróðurs gæti í frá-
sögn höfundarins, einkum af
ættfólki sínu og einkalífi, og
þarf e.t.v. að taka snirnu með
nokkurri varúð. Og þó hún fari
ekki sérfega mjúkum höndum
um föður sinn, þá tekst henni
samt, með réttu eða xöngu, vit-
andi eða óvitandii, að kippa hon-
um upp úr vökinni, til hálfs eða
vel það. í meðförum hennar
verður þessi mi'kli einvaldur og
harðstjóri þrátt fyrir allt
menns'kur maður, hverju sem
við annars vi'ljum um hann trúa.
Hann var einmana og tortrygg-
inn gamall maður, sem ekki
reyndist „hollt að hafa ból, hefð
ar uppi á jöku‘ltindi“ hinna
miklu valda, því beið hann tjón
á sálu sinni, — og einkalífi — að
túlkun höfundar, og því varð
„kerfi“ hanis svo blóði drifið,
sem raun bar vitni. — Hins veg-
ar mun þó engu-m tjóa að nedta,
að ýms-u hafi ver'ð snúið til
betri vegar í Rússlandi, þá og
síðan, en um það fjallar bókin
því miður ekki að neinu ráði, og
einungis með óbeinum hætti.
Séra Sveinn Víkingur:
Ég tel mig hafa haft bæði
ánægju og gagn af að lesa þessa
bók. Frásögnin er hreinskilin og
hógvær, laus við öfgar og áróð-
ur. Og mér finnst ég skilja 'bet-
ur hina örlagaríku sögu Rúss-
lands á síðasta aldarhelm-ingi,
eftir lestur hennar. Og það er
vegn-a þess, að hér er ljósinu
varpað fyrst og fremst á það
fóik, s-em þá sögu hefur skapað.
Faðir SVetlönu, Jósef Stalín,
er 'hér ekki hin ómenhska
ófreskja né heldur sá allsráðandi
eirevaldur, sem fréttir dagblað-
anna hafa viljað vera iáta. Hann
er eftir allt samn veikur og
breyskur maður, tilfinningaheit-
ur, o-ft áhrifagjarn og minnir
stundu-m meira á peðið, sem aðr
ir leika fram á hireu mdkla
skákborði, sjálfum sér til ávinn-
ings og framdráttar en á þann
sem taflinu stjórnar í raun og
veru.
Á hátindi fnægðarinnar er hann
einmana og óhamingjusamur.
Valdið gjörir -hamn tortryg.ginn
og í rauninni andlega sjúkan.
Það gerir hann eins og oft vill
verða að miklu verri manni en
efmi og upplag standa til.
Svetlana gerir enga tilraun til
þess, að afsaka né fegra föður
sinn. En ég held, að sú mynd,
sem ihún gefur ok'kur af honum
sé sannari og réttari em þær
sem við áður höfum séð, enda
dregin af dóttur hans ,sem bæði
hefur þekkt hann og skilið bet-
ur en aðrir.
Ég er þakklátur fyrir þessa
bók og tel hana tii þess fa'llna,
að vekja dýpri skilnimg á rúss-
nesku þjóðinni og ýmsum þeim
sem þar hafa komið mest við
sögu á síðari árum. Lýsingar
Svetlönu á móður hennar og
fóstru eru hugljúfar og fagrar
og ást hennar til landsims og
þjóðar sinnar vermir hjartað.
Ný skákbók komin út
,Fléftaia6 eftír P. A. Ronianovskij
BLÍÐBUBMRFOIÍ
ÓSKAST^M
GEFIN hefur verið út ný skák-
bók. „Fléttan“, eftir sovézka
skákmeistarann P. A. Romano-
vskij. Er það síðari bókin af
tveimur eftir þennan höfund um
miðtaflið, en hvor þeirra m
sig er þó sjálfstæð heild. Vænt-
anlega verður fyrri bókin, sem
nefnist „Áætlun“ gefin út á
næsta ári.
Hafundur bókarinnar, P. A.
Roma-novskij fæddist í Rússlandi
árið 1892 og var því jafnaldri
Aljekín-s. Hann lézt árið 1964.
Romanovskij varð skákmeistaii
Sovétríkjanna 1927 og í minning-
argrein. sem um hann birtist eft-
ir lát hans í tímaritinu „Skák
Sovétríkjanna" er honum lýst
sem frábærum skákmeistara og
merkum skákkennara.
Meira en 35 ár eru liðin, síðan
báðar þessar bækur komu fyrst
út, en síðan hafa þær verið gefn-
ar út mörgum^ sinnum og verið
endurbættar. Útgáfan, sem ligg-
ur til grundivallar þeirri bók.
sem nú kemur út á íslenzku,
kom út í Sovétríkjunum 1962.
Bóik þessi er ætluð þeim. sem
þegar hafa lært undirstöðuatrið-
in skáklistarinnar. í henni eru
skýrðar fjöldi skáka og skák-
hluta og þar er að finna 198
stöðumyndir. Sérstök áherzla er
lögð á, að skýra margar fegurstu
skákfléttur allra tíma. Helgi
Jónsson, verkfræðingur, hefur
þýtt bókina úr rússnesku. en hún
er 247 bls. að stærð útgefandi
er tíimaritið skák. Formála fyrir
bókinni skrifar Friðrik Ólafsson,
stórmeistari í skák og s-egir þar
m.a.:
Bók þessi markar þáttaskil í
sögu ísl. skákbókmennta, því að
hér er í fyrsta skipti farið inn á
þá braut að gefa út rit, sem
fjallar um skáik á fræðilegan
háitít eiingöngu. Þau rit, sem fram
að þessu hafa litið dagsins ljós,
hafa fyrst og fremst verið við
það miðuð. að ná til fjöldans og
afieiðingin hefur orðið sú, að
hinir kunnáttusamari í h-ópi ís-
lenzkra skákmanna hafa i æ rík-
ari mæli orðið að leita á náJir
erledra hiálpargagna, eftir því
s-em þekking þeirra hefur staðið
til. Þessi skortur á fræðiritum á
íslenzku hefur áreiðanlega stað-
ið skákmennt íslendinga mjög
fyrir þrifum og hindrað eðlileg-
an þroska fjölmargra skák-
manna. Með útgáfu þessarar bók-
ar er gerð tilraun til, að vinna
bug á þessari menningarlegu ein
angrun og lyfta íslenzkri kák-
mennt í æðra veldi. Er það von
mín, að tilraunin gefist vel og
verði vísir að enn umfangs-
meiri útgáfustarfsemi í framtíð-
inni.
Gjoiii til
Eeðverndar-
félagsins
KIRKJUNEFND kven-na Dó-m-
kirkjunnar í Reykjavík ákvað á
sl. fundi sínum að veita úr Lí'kn
arsjóði Dómkirkjunnar kr.
5.000.00 — fimm þúsund krónur
— til Geðverndarfélagis íslands
með innilegum jóla- og nýárs-
kveðjum og ósk um blessun í
starfi. Frú Elísabet Ámadóttir
afhenti gjöf þessa fyrir hönd
sjóðsins.
Geðverndarfélagið metur gjöf
þessa mjög mikils, svo og aðrar
þær gjafir, sem félaginu hafa
borizt að undanförnu, bæði frá
fyrirtækjum, félagssam'tökum og
e instaklingum.
Sérhvert framlag er Geðvernd
arfélaginu bæði kærkomið og til
miki'ls istuðnings vi ðframk'væmd
ir félagsin-s a-ð Reykjalundi.
Blaðið hefur verið beðið um
að flytja gefendum innilegt þa'kk
læti Geðverndarfélagsins.
Laugavegur neðri —
í eftirtalin hverfi
Laufásvegur I — Túngata
— Laufásvegur II — Aðalstræti — Hjallavegur.
To//ð v/ð afgreibsluna i sima 10100
ÓDÝR MATARKAUP
HREFNUKJÖT
Stór stykki eða smásteik í 1 kg. pökkum.
Bragðgott meirt, beinlaust, fitulaust, nýtist allt.
Beztu kjötkaup, sem hægt er að gera.
Fæst í flestum stærri matvöruverzlunum.
Heildsölubirgðir: SJÓFANG HF. Sími 24980.
Rauða krossfrímerkin
á jólapóstinn
Flugpóstur til Norðurlanda:
Burðargjald kr. 6/50 (RK-merki 3/50 og
RK-merki 3/00).
Flugpóstur til Bretlands:
Burðargjald kr. 7.00 (Tvö RK-merki 3/50).
Flugpóstur til U.S.A.:
Burðargjald kr. 7/00 (Tvö RK-merki 3/50).
Sendið jólakortin tímanlega!
Notiðfrimerki Rauða Kross íslands
Nýtízku gerðir og litir .. . • .
Falleg áferð . . . ■.
Fyrsta flokks vörugæði....
eru einkenni pólskra efna.
CETEBE
útflutningsfyrirtæki Lodz, Nautowicza 13, Póllandi.
Símnefni Cetebe, Lodz, Telex 88210, 88226. Sími 28533 —
Pósthólf 320.
býður: Bómullarefni og margs konar gerviefni í kjóla,
dragtir, kápur, barnafatnað, undirfatnað o. fl.
Gervisiikiefni úr rayon og steelon (nylon) einlit, marglit,
við allra hæfi.
Hör- nietravörur og tilbúnar vörur úr hörefnum eins og
handklæði, borðdúkar, sængurfatnaður o. fl.
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum okkar á íslandi:
*
Islenzk-Erlenda Verzlunarfélagið hf.
Tjarnargötu 18 — Sírai 20400, Reykjavík.