Morgunblaðið - 24.12.1967, Síða 12

Morgunblaðið - 24.12.1967, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DES. 1997 Útgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías J.ohannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Rifstjórn og afgreiðsla: Aðaístræti 6. Simi 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. 1 lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. ÞÁ YNGIST ÖND OG TUNGA U'nn einu sinni rennur kristin jólahátíð upp úr myrkri og hretviðrum skammdegisins. Enn einu sinni hljómar boð- skapurinn frá jötunni í Betlehem milli heimshorna. Það er boðskapur hins eilífa kærleika, sem ber klæði á vopnin og boðar frið og sátt meðal manna. Þrátt fyrir blóðugar styrjaldir og ofurveldi heiftar og hefnigirni er þá kærleiksboðskapur kristindómsins sterk- asta aflið í mannheimi. Þess vegna tekzt ævinlega að græða þau djúpu sár, sem skammsýni og vonzka, eigingirni og þráhyggja valda þjóðinn og einstaklingum. Matthías Jochumsson, hið mikla trúarskáld, barðist mik- Inn hluta ævi sinnar við efasemdir um sum mikilvægustu rök mannlífsins og tilverunnar. Líf hans var fyrst og fremst leit að hinu æðsta, leit að almáttugum og algóðum guði. Og Matthías Jochumsson fann þann guð, sem hann leitaði að, guð kærleika og sannleika: í sanrileik hvar sem sólin skín, er sjáljur guð að leita þín. Þannig kemst þjóðskáldið meðal annars að orði, er það túlkar trúarreynslu sína og árangur innri baráttu. Bjartsýnin og trúin á mátt og sigur kærleikans var ævin- lega sterk í ljóðum Matthíasar Joehumssonar. Hann var ekki aðeins trúarskáld, heldur skáld hinnar miklu baráttu, og trúar á framtíðina. Þess vegna kemst hann á einum stað að orði á þessa leið: „ „Er öldin kemur unga, þá endar kaldur vetur, þá yngist önd og tunga, þá yrkja skáldin betur." Síðan þessar ljóðlínur voru kveðnar eru nokkrir áratugir liðnir. Sú unga öld, sem skáldið dreymir um hefur runnið upp yfir íslenzka þjóð. Og svo sannarlega hefur hún komið með yl í bæinn við sjó og í sveit. Hún hefur komið með bættan efnahag og mannúðlegri lífsbaráttu. En hæpið verð- ur að telja að hún hafi bundið enda á hinn kalda vetur vantrúar og efasemda, sem skáldið ræðir um. Hvað sem um það má segja, þá heldur íslenzk þjóð nú kristin jól. Friðar- og kærleiksboðskapur jólanna hljómar um heimili fólksins. Stéttastríð og dægurbarátta hljóðnar. Framundan eru kyrrlátir dagar, fjölskylduhátíð, þar sem ‘menn gera sér dagamun eftir efnum og ástæðum. Börnin gleðjast við jólatré og jólagjafir. I augum þeirra Ijómar fegurð og hreinleiki, sem engu meini er blandinn. Þótt þessa litlu þjóð greini á um margt og dægurbarátta hennar mótist oft meira af tortryggni en samhug og gagn- kvæmu trausti, munu þó flestir taka undir með þjóðskáld- inu, og gera þessi orð þess að sínum: „Græðum saman mein við mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan, plöntum, vökvum rein við rein rœktin skapar framann. * Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman.“ Þennan boðskap vits og þroska er hollt að rifja upp á hátíðisstundu, þegar boðskapm- kærleikans hljómar um heimsbyggðina. Morgunblaðið óskar allri hinni íslenzku þjóð, sjúkum og sorgmæddum, flugmönnum á langferðaleiðum, sjómönnum á hafi úti, ungum og öldnum GLEÐILEGRA JÓLA. UTAN ÚR HEIMI Jólahátíðahöldin í Betlehem JÓLAHÁTÍÐAHÖLDIN á þeim stað, þar siem Jesús Kristur er talinn vera fædd- ur, verða með sama hætti nú og í fyrra. Sá einn er mun- urinn, að fjórir liðsforingjar úr her ísraels eiga að standa heiðursvörð við hina glæsi- legu fornu kirkjubyggingu, sem Konstantin mikli lét reisa yfir helli þeim í Betle- hem, sem þegar á annarri öld var sagt vera fjárhús það, sem Jesúbarnið hefði fæðst í. Sex daga styrjöldin, sem átti sér stað í júní sl., hefux einnig opnað sex km. langa nýja leið frá Jerúsalem til Betlehem fyrir kennimenn, sendimenn og þúsundir píla- gríma frá öllum hinum kristna heimi. Búizt er við, að mjeira en 26.000 guð- hræddra manna komi til guðs þjónttsbu í hinum fátæklega bæ í Judeu hinni fornu og þetta fólk mun nú geta farið efri Teiðina til Betlehem í skrúðgöngu þeirri, sem að venju er farin frá Jerúsalem á aðfangadagskvöld. íÞessi leið er kölluð leið stjarnanna, því að það var þessi leið, sem vitringarnir þrír fóru, er þeir fylgdu stjörnunni til Betlehem og fluttu með sér gjafir sínar, gull, reykelsi og myrru, handa hinu nýfædda Jesú- barni. í 20 ár — þar til í júní sl. sumar — var leið stjarnanna lokuð af gaddavírsgirðingum og jarðsprehgjum, sökum þess að hún lá um landamæri Jórdaníu og ísraels. Pílagrím- ar þeir, sem ætluðu til mið- næturmessu í Betlehem, urðu að taka á sig langan krók eftir svonefndri neðri ’eið, sem Jórdaníumenn höfðu lát- ið gera. Nú er allt það sviæði, sem kallað er landið heilaga und- ir yfirráðum ísraelsmanna. fsraelskir lögreglumenn á hestum hafa tekið að sér varð giæzluna á þessu svæði í stað Jórdaníumanna. Borgaralegir Gyðingar, ..em hafa hugsað sér að fara' til Betlelhem i þVí skyni, að horfa á hátíðahöld kristinna manna þar, munu hins vegar verða stöðvaðir við eftirlits- stöðvar, sem herstjórn ísra- els hefur komið upp við veg- inn. í stórum dráttum munu há- tíðaíhöldin nú ekki verða frá- brugðin hátíðahöldunum und- anfarin ár. Boðskapur friðar og kærleika mun berast frá kirkjuklukkunum í Betlehem út yfir landið. Frá klukku- turnunum yfir hinum forna helli, þar sem frelBarinn fædd ist, rnunu klukkurnar senda boðskap sinn nóttina heilögu yfir hæðir Júdeu og til alls mannkyns. Götur Betlehemis hafa verið skreyttar með hátáðaljósum og jólatrjám, en Sbúamir, sem eru arábískir og flestir kristn- ir, eru stoltir af sögu bæjar síns. Betlehem hefur lotið stjórn margra þjóða: ísraelsmanna í fornöld, Kaniverja, Rémiverja, Býzansmanna, Mameluka, Krossfara, Mongóla, Tyrkja og Breta. En í fyrsta simn, síðan Jesúbarnið flæddist, mun fáni fsraels blakta nú yfir Betlehem. f fyrsta sinn mun hátáðahöldunum nú einn ig verða sjónvarpað út um allan heim. Israelsstjórn væntir friðsamlegra jóla — Samgöngubanni aflétt á vesturbakka Jórdan, eftir oð upp komst um hryðjuverkasamtök Jerúsalem, 22. des. — NTB ÍSRAELSK stjórnarvöld segjast sannfærð um, að jólahátíðin verði friðsamleg í ísirael og píla- grímar geti komið til landsins helga óhræddir. Létt verður sam göngubanni á öllum stöðum á vesturbakka Jórdan, bæði á að- fangadagskvöld og jóladag. í Bethlehem er verið að leggja síðustu hönd á jólaundirbúning- inn, en þetta er í fyrsita sinn í sögunni, að jólahátíð er haldin hátíðleg í Bethlehem undir stjórn Gyðinga. ■Það var herstjórinn á vestur- bakka Jórdan, Ouzinarkiss, hers- höfðingi, sem skýrði frá því, að samgöngubanninu yrði aflétt. Áður haifði her landsins tilkynnt, að öryggislögreglan hefði haft hendur í hlári hryðjuverkasam- takanna „A1 Fatah“, er heflðu haft aðalbækis.töð á vesturbakk- anum. Hefði flokkur þessi not- ið rússneskrar aðstoðar. 54 rnenn úr samtökunum voru handtekn- ir og tveir felldir. Jafnfram<t' komst lögreglan að víðtækum áœtlunum Araba um hryðju- verk og sfcemmdarstarfsemi í fsrael yfir jólini. Telja ísraelsku blöðin nú, að úr því komiið var í veg fyrir frekari starf „A1 Fatah“, a.m.k. að sinni, muni allt verða með kyrrum kjörum umjólin. Samtökin „A1 Fatah“ höfðu auglýst í blöðum í Litoanon, að þau mundu ekki ábyr.gjast ör- yggi pílagríma, sem toæmu til írael um jólin. Varð það til þess, að 3—4 þúsund manns afpönt- uðu farmiða til landsins, en bú- izt er við, að um fimmtán þús- und aðkomumienn karmi ( til Bet'hlehem um jólin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.