Morgunblaðið - 24.12.1967, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 24. DES. 1967
13
\u XJ
ry
kj
EINS og andlit
horfir við and-
liti í vatni, svo
er hjarta eins
manns gagn-
vart öðrum.
Hér I heimi
gera menn sér
áhyggju og leið
indi af mörgu
flestu
Fjölda
skortir
og sál-
Ýmsum
óhæri-
að lifa
dag —
hvað þá næstu
viku — og
margir falla.
Hugsýki er
eitur mannlegs
lífs. Hún er
undirrót eymda
og synda. Líti
menn í eigin
barm sjá þeir,
að þeir gætu
lyft oki svart-
sýninnar af sér,
því marga kvöl
ina höfum vér
af hörmungum,
sem mæta oss
aldrei. Áhyggja
og öfund hald-
ast innilega í
hendur.
Hversu marg-
ir gera sig ekki
seka í þung-
lyndi vegna
þess, að þeir
halda, að þeir
htfðu orðið á-
nægðari, ef
þeir hefðu get-
að orðið eitt-
hvað annað en
þeir eru.
Þess konar á-
hyggja brennir
líkamann jafnt
sem sálina.
Margur mað-
ur tortímir sér
af illsku einni
út í þá, er hann
öfundar. — Því
styttir ekki öf-
und og reiði líf
ið — og gerir
ekki hugsýkin
mann gamlan
fyrir timann?
Við þá öfund-
sjúku er sagt —
öfunda engan,
þótt hann veltist í peningum og
allsnægtum — öfunda engan,
þótt þér þyki hann hafa það,
er þú náðir ekki — því ef til
vill er hann hamingjusnauðari
en þú sjálfur.
En hvert teygir öfundin sig?
— Frá hjartanu teygir hún sig
í tunguna. Lygin — rógurinn
er „fegursta" afkvæmi öfundar-
innar.
Og mikils má rógburðurinn
sín, þótt svívirðilegur sé — og
þótt menn hafi andstyggð á
honum, þá hlýða þeir samt á
hann. og þótt menn fyrirlíti
hann, þá trúa þeir honum engu
að siður. Þannig gera margir
menn sig að lítilfjörlegum og
jafnvel engum mönnum.
Vesalingur eigin vesældar og
öfundar sér aldrei glaðan dag
— en sá — sem lætur liggja vel
á sér, er sífellt í veizlu. Á
marga vegu í starfi og lifi má
öðlast hamingju, ef beytt er at-
hygli og almennri skynsemi.
Ef menn vinna fyrir brauði
sínu með höndunum, ættu þeir
að auðga anda sinn með gagn-
legum fróðleik og varast að
láta hugsanalíf sitt slokkna. Ef
menn stunda líf sitt með heil-
anum, ættu þeir jafnt að var-
ast, að leggirnir stirðni ekki.
Vinni menn verk sín af alúð
og samvisku o g sinni síðan
hugðarefnum sínum. auðga þeir
sál sína til farsældar, en hafna
hugarvíli og vesöld allri. En
vesæll er iðjuleysinginn, því
bann fremur sjálfsmorð — deyr
andlega, siðferðislega og lík-
amlega. Starfa því og þú munt
lifa.
á
4V
Þegar við virðum fyrir okkur mynd af litlu
barni og hamingjusamri móður þess, barns
augun eru björt og saklaus, móðurástin á
sér engin takmörk, þá virðum við fyrir
okkur œðsta og helgasta tilgang lífsins. 1
veröld fullri af grimmd og hatri. t veröld,
sem gleymt hefur litla barninu og augun-
um saklausu, þar er kœrleikurinn okkar
eina athvarf. Og hvað þurfum við að leggja
af mörkum. Við þurfum að bera hlýjar til-
finningar í garð annarra. Við þurfum að
brosa til barnsins, sem örlítil ástúð, örlítil
hjartahlýja, getur gert svo óumrœðanlega
hamingjusamt. Við þurfum að hugsa um
fegurð og við þurfum að hugsa um betri
heim. Við þurfum að gera okkur Ijóst, að
í innstu djúpum mannssálarinnar leynist
hið góða. Það er okkur misjafnlega fjar-
rœnt en þó komumst við þangað öll, ef
við viljum. Með einlœgri von um hamingju
á komandi árum, óskum við ykkur gleði-
legra jóla.
Þórður Gunnarsson.
Björn Baldursson.
Vertu
— ekki
tnaður.
horftrm
margt
leysi og stað-
festuleysi meðal
vor. En þar get
ur hver vesæll
tekið í sjálfan
sig og gefið sér
og umhverfi
sínu staðfestu
— og geisli
hamingjunnar
mun skína
skært á kollinn
hans.
Margir vita
því miður eigi
hvert fara á —
hvað þeim er á
höndum í þessu
lífi — og þeir
láta því reka í
stað þess að róa
— farast í stað
þess að komast.
Sá, sem berst
með straumn-
um, sem lætur
ekki stjórnast
af háum lífs-
reglum, sem hef
ur engar hug-
sjónir, '' enga
sannfæringu —
sá maður er
dauður hlutur
— bergmál en
ekki rödd. Hver
vill haltra við
staf ístöðuleysis
ins meðal vol-
aðra — í stað
þess að styðja
stofn festu og
öryggis með fá-
um sáningar-
mönnum, sem
vart hemja sig i
moldviðri ver-
aldar. Hér er
einn pakki á
hamingjuvagn-
inn, sem hver
og einn getur
ekið á undan
sér — ef vill.
Volaðir finna
oft til lítillar
þakklátssemi og
virðingar, nema
í garð þeirra,
sem hjálpa
þeim í glötun-
ina — hjálpa
þeim — til að svíkja sjálfa sig.
Þegar volaðir verða þakklátir
munu þeir ekki vera volaðir
öllu Iengur. Því samstundis
munu þeir bera virðingu fyrir
sjálfum sér og um leið treysta
þeir sér, til að rísa í kurteisi
og hreinskilni. Fyrir þeim mun
því verða borin virðing — þar
til yfir lýkur.
Hvað hér er að framan skráð
mun sumum virðast fyrir utan
efni þeirra hátíðahalda, er nú
ganga í hönd.
En á hverjum jólum og með
hverju nýju ári ættu menn að
hugleiða þá vegi, er mega
færa birtu og yi inn í líf sem
flestra — og hvað þeir geta
gert, til að heimurinn þroskist.
Segja má, að íslendingar sem
þjóð — sé þjóð í dós — en
gildi þjóðanna er komið undir
gildi hvers einstaklings. Hver
einstaklingur verður því að
leggja áherzlu á að auka gildi
sitt og festu hver á sínu sviði.
Afneitum smáborgarapólitík —
— tengjumst öll í einu verki —
að skapa stórkostlegt íslenzkt
ríki. Og — enn svo sannarlega
— er gildi ríkisins undir því
komið — hvers virði einstakl-
ingarnir eru, sem mynda það.
Á þessum jóium og reyndar
alltaf á jólum býðst o>kkur heil-
agt tækifæri.
— Sem sannkristin þjóð skul-
um við safnast i guðshús lands
vors og strengja þess heit að
færa oss — og meðbræður vora
— fram til vísdóms, þroska,
hamingju og hlessunar — með
stoð drottins, er fæddist oss til
hjálpræðis.
BJÖRN BALDURSSON.