Morgunblaðið - 19.01.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 19.01.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1£ 3 ÞAÐ var fremur rólegt yfir Keflavíkurhöfn um miðjan dag, þegar við komum þang- að til að athuga- ástand og horftfr, því vissulega snertir það hvern einasta íbúa Kefla víkur hvernig rætist úr með sjósókn og aflabrögð. Fáir bát ar eru byrjaðir á vertíð, en ákvörðun um fiskverð og samningar sjómanna og út- Skipin við bryggjuna GENGID UM BRYGGJUR f KEFLAVÍK gerðarmanna hafa einnig taf- ið fyrir. Það sem af er janúar mánuði hefur veðráttan ver- ið mjög slæm og sjaldan gef- ið fyrir þá báta sem tilbún- ir eru og þau fáu skipti sem þeir hafa komist á sjó hefur afli verið lítill, 2 til 4 lestir. Við bryggjurnar í höfninni liggja bátarnir hlið við hlið og um borð í öllum þeirra er verið að undirbúa komandi sókn á miðin — sumir fara á línu, aðrir á troll, en neta- veiðin hefst ekki fyrr en um - mánaðamótin febrúar-marz Við hittum að máli Jónatan Agnarsson skipstjóra, sem er að búa bát sinn, Kristjönu á togveiðar. — Hvernig segir þér hug- ur um veiðiskapinn? —• Þeir hafa verið að fiska vel fyrir austan, en ég fer hérna suður fyrir í hæfilega fjarlægð frá Landhelgislín- unni, sem lítur vel eftir að beztu fiskisvæðin séu ekki stjórinn Halldór Halldórsson að setja nýjan nælonstreng í fokkublökkina. — Hvernig lýst þér á kom andi vertíð? — Maður er alltaf að vona að vel rætist úr. Við verðum að vera bjartsýnir þvi svart- sýni leysir engan vanda. — Hvað um fiskverðið? p — Fiskverðið er ekki kom- ið ennþá. Við vitum ekki Halldór (með hatt) og háseti á Hagbarði (Ljósmyndir: Heimir Stígsson) Hörður á Sæhrímni notuð. — Hvað um fiskverðið? — Það hefði mátt vera meira. Tilkostnaður allur bæði við bát og mannskap hefur vaxið svo hröðum skrefum, að erfitt verður að ná endunum saman — en við sjáúm hvað setur þegar veðr- ið batnar. Um borð í Hagbarði er skip hvað verður um breytingar milli gæðaflokka hjá fiskmat inu, en það hefur sín áhrif ef þær verða miklar til lækkun ar. — Eðlilega vilja seljend- ur fá hærra verð, en kaupend ur borga minna. Reynslan er nú undanfarið, að aflamagn er stöðugt minnkandi og það spáir ekki góðu í framtíð- inni . Attatíu Færeyingar eru væntanlegir til landsins Koma í atvinnuleit með Cullfossi og fleiri með nœstu ferð ÁTTATÍU Færeyingar munu væntanlegir til fislands í at- vinnuleit og koma þeir með Jónatan skipstjóri Við hliðina á Sæhrímni er Hörður Ólafsson vélstjóri og spyrjum við hann hvað sé framundan hjá þessu stóra og fallega skipi? — Ég veit það ekki ennþá, segir Hörður, við erum með síldarnótina um borð — en talsverðar breytingar þarf að gera ef farið verður á línu, en netaveiðin hefst ekki fyrr en í febrúar-marz. Flokkun aflans í gæðaflokka hefur mik il ábrif á afkomu og nú horf ir illa með vinnslu í skreið, svo að ég veit satt að segja ekki hvað framundan er. — Það var greinilega nokk ur óhugur í mönnum, sum- part yfir fiskverðinu. gæða- matinu og veðráttunni, en flotinn býr sig til átaka eigi að síður og allir vona að vel takist, bæði birti í lotfti og að endarnir nái fjárlhagslega sam an. Þessi stóri og velbúni fiskifloti í Keflavík verður með einhverjum ráðum að komast til starfa. Það snertir ekki Keflavík eina heldur allt þjóðarbúið. — hsj — SIAKSTtl^AR Gullfossi, sem fer frá Fær- eyjum hinn 20. janúar, þ.e. á morgun. Þessar upplýsing- ar símaði Arge, fréttaritari Morgunblaðsins í gær og sagði hann jafnframt að fleiri myndu koma með næstu ferð skipsins. I gær voru skráðir atvinnulausir í Reykjavík 263 menn og kon- ur. Samkvæmt upplýsingum Lands sambandis íslenzkra útvegsmanna koma þessir Færeyingar ekki til landsins á þess vegum. Munu þeir koma sumpart til lanckins á vegum einstakra útgerðar- manna og einnig óráðnir, menn, sem vonast etftir að £á atvinnu hér. Mlbl. ræddi í gær við frétta- ritara sína í tveimur verstöðvum í Kefiavík og í Vestmannaeyj- um, og spurðist fyrir um það, hvort kunnugt væri um að Fær- eyingar væru ráðnir þar til vinnu. Björn Guðmundsson í Vest- mannaeyju.n, sagði að Færeying um hefði fækkað ár frá ári á verbíð í Eyjum. Eitthvað myndi þó um það, þótt ekki væri í stór um stíl, að Færeyingar væru nú ráðnir á vertíð. Væru það ytfir- leitt menn sem verið hefðu und anfarin ár og likað hetfði verið vel við. Væru þessir menn orðn ir hagvanir hér og nærri við það að ílendast. Einnig hefði bor ið á því að Færeyingar hafi ver ið tregÍT til þess að koma til ís- lands vegna gengislækkunarinn ar og borið hefði á ertfiðleikum við að manna bátana. Helgi S. Jónsson í Keflavík sagði, að 12 menn hefðu verið skráðir atvinnulausir í Keflavík í gær, þar af helmingur sjó- menn. Þrátt fyrir þetta vantar töluvert á að bátar séu mann- aðir og stöðugt er auglýst bæði eftir sjómönnum og landmönn- um. Atvinnnuleysistalan væri því að sínum dómi of há, menn hefðu, meðan ekki var róið, af hræðslu látið skrá sig atvinnu- lausa, en eftir að róðrar hefðust væri þetta úr söguni. Ekki var Helga kunnugt um að gerðar hefðu verið ráðstafanir til þess að ráða Færeyinga í Keflavík. Útlitið ekki gott Vísir segir í forustugrein f gær: „Þegar gengi íslenzku krón- unnar var lækkað í nóvember og afnumdar voru uppbætur á útfluttar fiskafurðir, var ástand ið í fisksölumálunum ekki gott. íslendingar höfðu á annað ár bú ið við verðfall á frystum fiski og síldarafurðum, skreið seldist ekki vegna borgarastyrjaldar í Nígeríu, og aflatregða hafði dregið úr nýtingu fiskvinnslu- stöðvanna. Þó voru menn hóflega bjart- sýnir á, að verðið mundi ekki lækka meira og jafnvel snúast til hækkunar á þessu ári. Enda virtist efnahagsþróunin í fisk- kaupalöndunum vera að örvast. Verðfallið hafði verið samhliða samdrætti í efnahagslífi Vestur- Evrópu, og um þetta Ieyti virt- ustu löndin vera að losna úr kröggum sínum. Þessi bjartsýni var fyllilega réttmæt á þeim tíma.“ Ný áföll „Nú hefur þróunin hins vegar orðið á ýmsan hátt önnur en ráð var fyrir gert. Það virðist ætla að taka nágrannalöndin lengri líma að losna úr erfiðleikunum. Hagvöxtur þeirra er áfram til- tölulega hægur, miðað við fyrri ár. Þess vegna eru litlar horfur á hækkuðu fiskverði í þcssum Iöndum, fyrr en þá eftir langan tíma. Þar við bætast ýmis áföll. Borgarastyrjöldin í Nígeríu held ur áfram af fullum krafti og er e'kki séð fyrir endann á henni. Þess vegna eru engar horfur á ■ikreiðarsölum, nema nýir mark aðir verði fundnir. Þá eru fisk- sölur fslendinga til Sovétríkj- nna að dragast saman og að verða óhagstæðari. Sovétmenn hafa undanfarið stefnt að þvi að verða sjálfum sér nógir um fisk. Er því ljóst, að markaður þar “■un dragast saman, þrátt fyrir fögur ummmli fiskimálaráð- ura þeirra. Og nýtt verðfall á frystum fiski í Sovétríkjun- um getur spillt fyrir góðum söl- um annars staðar í heiminum. Þá hefur bætzt við enn eitt áfallið. Rannsóknir Efnahags- stofnunarinnar á rekstri og af- komu frystihúsanna hafa leitt í : ljós, að tap þeirra í heild undan- 1 farin tvö ár hefur verið miklu i meira en áður var talið. Þau j munu því ekki geta staðið undir j þeirri hækkun fiskverðs, sem ! nýlega var ákveðin. Þetta er vissulega mikið vandamál. Þetta mál kalla á skjótar að- gerðir, bæði vegna vertíðarinn- ar, sem þegar er hafin, og vegna atvinnuástandsins í landi. Það er aðalviðfangsefni ríkisstjórn- arinnar um þessar mundir, og má vænta útkomu úr því dæmi inn- an tíðar. En erfiðleikarnir gefa lika til- efni til að hugsa fram í tím- ann. Verða sölusamtökin ekki að fara út í yfirgripsmeiri mark- aðsrannsóknir og herða sölu- mennskuna? Hvað hefur t.d. ver ið gert til að afla skreiðinni nýrra markaða? Annað umhugs unarefni er, hvort athuganir á aðild íslands að EFTA gangi nógu greiðlega. Tollmúrar við- skiptalanda okkar hækka stöð- ugt, án þess að skriður komist á formlegar aðildarviðræður vi® EFTA."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.