Morgunblaðið - 19.01.1968, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.01.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1968 5 % ■ . ' . Freddie Lennon og Pauline. GAT EKKI BEÐIÐ DANIEL Curmi, sem er níu ára, gat ekki beðið eftir af- mælisdeginum sínum og öll- um leikföngunum, sem hann bjóst við að fá. Svo hann fór inn í stórverzlun, þar sem nóg var af þeim, en dvaldist helzt til lengi. an hafa þúsundir vinnandi fólks fylgt fordæmi þessara stúlkna. Margir eru farnir að vinna kauplaust á laugardög- um og sumir jafnvel á sunnu- dögum. I'M BACKINC BRITAIN ið þessum sjálfboðaliðum lyk- ill að alls konar afslætti og ívilnunum, sem fólk lætur af hendi til að leggja sitt að mörkum til að útbreiða hreyf- inguna. Séra David Platt veit- ir t.d. hjónaleysum 10% af- slátt af því sem hann tekur fyrir að gefa þau saman, ef annað þeirra ber áðurnefnt merki. Orgelleikarinn tekur líka þátt í þessu með honum og fyrirtæki, sem leigir út brúðarkjóla í London lofar einnig 10% afslætti. Þrír stærstu stjórnmála- flokkarnir í Bretlandi hafa lýst sig fylgjendur þessarar stefnu og kveða hana ekki brjóta í bága við lög og regl- ur verkalýðsfélaganna í land- inu. Fjöldi fyrirtækja hafa JÁRNBRAUTARSLYSH) ÞESSI mynd sýnir afleiðing- ar þess, er hraðlestin frá Manchester til London rakst á risastóran Vöruflutningabíl, sem var að flytja straum- breyti yfir járnbrautartein- ana. Slys þetta varð 12 manns að bana og 40 særðust. Lestin er ein hraðskreiðasta og full- komnasta í Bretlandi, aðeins tveggja ára gömul og getur farið með 100 mílna hraða á klukkustund. Lögregluþjónar leiðbeindu vöruflutningabíln- um yfir teinana og ekkert var óeðlilegt við ferð hans, nema það láðist að tilkynna það svo hægt væri að vara lestina við og af því orsakaðist slysið, að því er talið er. sent peningagjafir til að styrkja útbreiðslu hreyfingar- innar og það er engu líkara en að þetta sé byrjun á sögu- legum og aðdáunarverðum kafla í sögu um þjóðina, sem tók höndum saman til að bjarga efnahagsmálum sínum og mættu líklega fleiri þjóðir nokkuð af þessu læra. Daniel Curmi. Daniel og William, vinur hans, sem er 8 ára, gleymdu sér alveg í leikfangadeildinni og þegar verzluninni var lok- að á laugardagskvöldi, voru þeir of niðursokknir til að veita því nokkra athygli. En skemmtunin var ekki lengi að breytast í örvæntingu, þegar þeir urðu þess varir, að þeir komust ekki út. Það var ekki fyrr en snemma á sunnudags- morgun, að vegfarandi sá lít- ið andlit, hreint ekki glað- legt, úti í búðarglugga í Brix- ton í London. Lögreglan hafði þá leitað þeirra í 13 klst. — Það var skömmustulegt af- mælisbarn, sem hélt upp á daginn heima hjá sér á sunnu- dag, en lofaði að reyna að bíða rólegt eftir afmælisgjöf- unum í næsta skipti. HREYFINGIN FÆR HLJÓMGRUNN ÞAÐ fer ekki á milli mála, hvað er vinsælasta umræðu- efni manna í Bretlandi þessa dagana. Fyrir rúmri viku buðu 5 skrifstofustúlkur fram sinn skerf til að bjarga fóst- urjörðinni úr því slæma fjár- málaástandi, sem hún á við að búa. Þær buðust til að vinna hálftíma á degi hverjum kauplaust. Þessi aðstoð við ættjörðina hefur haft meira í för með sér en nokkurn grun- aði. Allir starfsmenn fyrir- tækisins fylgdu á eftir og síð- Stefnuskrá hreyfingar þess- arar, sem nefnir sig „I’m Back ing Britain". er á þessa leið: „Trúum á Bretland. Reyn- um að koma með uppbyggi- legar hugmyndir í stað þess að skella skuldinni á Bret- land. Kaupum brezkar vörur alltaf, ef mögulegt er. Reyn- um að lækka vöruverð og halda verðlagi síðan stöðugu. Vinnum meira árið 1968, t.d. hálftíma á dag án kauphækk- unar ef mögulegt er“. Æ fleiri sjást með merki hreyfingarinnar í barminum, sem þýðir að þeir leggja fram sinn skerf fyrir Bret- land. Þetta merki er líka orð- MÁTTUGT BRAUÐ FYRIR 10 mánuðum byrjaði brauðgerð nokkur í Wigan í Lancashire að baka brauð eift- ir sérstakri uppskrift, sem enn er algjört leyndarmál. Nákvæmlega 9 mánuðum seinna fæddust 6 börn, öll innan 8 daga tímabils, og eng- in mæðranna bjó lengra en rúma 90 metra frá brauðgerð- inni. Þegar presturinn á mynd- inni skírði þrjú þessara barna, lagði hann út frá spurning- unni, hvort lífskraftur dag- legs brauðs gæti verið nógu sterkur til að bera svo ríku- legan ávöxt. Það er varla hægt að lá prestinum þó hann spyrji. ALLT MEÐ EIMSKIF A næstunni ferma skip vor til íslands, sem hér segir: i ANTWERPEN: Askja 20. janúar ** Reykjafoss 3. febrúar Skógafoss 12 febrúar Reykjafoss 21. febrúar ROTTERDAM: Reykjafoss 2. febrúar Goðafoss 6. febrúar ** Skógafoss 14. febrúar Reykjafoss 23. febrúar HAMBORG: Reykjafoss 31. janúar Goðafoss 13. febrúar ** Skógafoss 17. febrúar Reykjafoss 27. febrúar LEITH: Gullfoss 19. janúar Gullfoss 2. febrúar Gullfoss 16. febrúar. HULL: Askja 24. janúar ** Mánafoss 31. janúar Askja 15. febrúar ** LONDON: Askja 22. janúar ** Mánafoss 29. janúar Askja 13. febrúar ** NORFOLK: Fjallfoss 19. janúar * Brúarfoss 2. febrúar Selfoss 16. febrúar Fjallfoss 1. marz * NEW YORK: Fjallfoss 25 janúar * Brúarfoss 8. febrúar Selfoss 23. febrúar Fjalltfoss 7. marz * GAUTABORG: Tungufoss 23. janúar ** Bakkafoss 6. febrúar Tungufoss 20. febrúar ** KAUPMANNAHÖFN: Tungufoss 25. janúar ** Gullfoss 30. janúar Bakkafoss 8. febiúar Gullfoss 13. febrúar KRISTIANSAND: Tungufoss 19 janúar ** Bafckafoss 3. febrúar Tungufoss 17. febrúar ** BERGEN: Skip í lok janúar OSLO: Dettifoss um 23. janúar KOTKA: Dettifoss um 25. janúar VENTSPILS: Lagarfoss 19. janúar GDYNIA: Lagarfoss 20. janúar * Skipið losar á öllum að- alhöfnum Reykjavík ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. ** Skipið losar á öllum að- alhöfnum, auk þess i Vestmannaeyjum, Siglu firði, Húsavík, Seyðis- firði og NorðfirðL Skip sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykjavík. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.