Morgunblaðið - 19.01.1968, Page 15

Morgunblaðið - 19.01.1968, Page 15
MORGUNBLiAÐIÐ, FcSTUDAGUR 19. JANÚAR 1968 15 70 ára í dag: arlegustu alþýðuheimilum, sem maður sér, og þó víðar væri til- tekið. Karl Jónsson bifreiðastjóri Húsmóðirin, Þorgerður Magn- úsdóttir, bóndadóttir frá Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði, er annáluð fyrir fjölhæfni í hann- yrðum, og ber heimili þeirra þess augljósan vott. Tvö börn þeirra hjóna, Erla og Magnús, eru búsett hér í borg og komin með sín eigin heimili og börn. í DAG er hann Kalli dyravör'ð- ur á Þórscafé 70. ára. Þessi þéttvaxni heiðursmaður, Karl Jónsson, er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, hefur vaxið upp og stritað í höfuð- borginni og nágrenni hennar mestan hluta ævi sinnar. Og það er að sjá að blessuð borgin hans hafi farið um hann fremur mjúkum höndum, því hann Kalli er jafn unglegur og þegar ég sá hann fyrst fyrir rúmum 20 árum, þ.e.a.s. að hans 70 ár gætu eins verið 50, ef dæma á eftir útliti mannsins og „áferð“. Foreldrar Karls voru Jón Magnússon, fyrrverandi kaup- maður og bóndi á Elliðavatni, og Vigdís Eiríksdóttir, er upp úr aldamótum fluttist til Ameríku ásamt yngri syni, bróður Karls, er Guðmundur Kristinn hét. Uppvaxtarárin dvaldi Karl því hjá föður sínum og stjúpmóður, Rakel Ólafsdóttur frá Hábæ í Þykkvabæ. Jón Magnússon, faðir Karls, var mjög athafnasamur maður á uppvaxtarárum piltsins. Stund- aði stórbúskap að Elliðavatni, m.a., með verzlun og siðast en ekki sízt, fjárkaupmaður fyrir Englandsmarkað og fleira. Með Rakel, konu sinni, átti Jón fjóra drengi, þá Jóhannes, bónda í Ásakoti í Biskupstungum, Ólaf, fyrrv. bónda í Álftanesi á Kjal- arnesi, Gísla, loftskeytam., er dó 8. apríl 1941, og Ragnar, veitinga mann. Karl á því þrjá hálfbræður á lífi og hafa atvikin hagað því svo að samstarf hans og Ragn- ars bróður hans hafa ætfð verið mikil og góð. Hefur Karl m.a. starfað við dyravörzlu á Þórscafé yfir 20 ár. Það er vanþakklátt verk og erilsamt. Ég hygg að fólk það, sem komið hefur til að skemmta sér á Þórscafé sl. 21 ár, en það mun vera um 2,1 milljón gestir, sem sótt hafa þennan vinsæla skemmtistað á þessu tímabili, sé sammála um það, að Karl hefur verið traustur og farsæll í þessu starfi. Það má segja að gestir hússins og fyrirtækið, veitinga- stáðurin Þórscafé, megi vera Karli þakklátt fyrir óhappa- laust og gifturíkt starf við vandasama dyravörzlu, öll þessi ár, þó að sjálfsögðu sé þar einn- ig að þakka góðum samstarfs- mönnum hans. Sem títt var á uppvaxtarár- um Karls, þá var hann látinn vinna og aftur vinna öll þau störf er til féllu í samhandi við búrekstur og fleira, er faðir hans hafði á hendi. Frá 1910 vann Karl mikið við akstur hér í borg og nágrenni, þá með hestvögnum. Síðan vann hann nokkur ár hjá Helga Ei- ríkssyni ölgerðarmanni. Setti hann sjálfur á stofn ölgerðarhús og veitingastofu á Laugavegi 17. Aðalstarf Karls hefur samt orði'ð akstur, þó ekki á hestvögnum, því árið 1930 kaupir hann sér bifreið og gerist vörubifreiðar- stjóri og þá atvinnu hefur hann stundað allt fram til þessa tíma, ásamt dyravörzlu, sem fyrr get- ur. Karl Jónsson er einn af þeim samborgurum okkar, sem við mundum segja gæfumann. Hann hefur komizt framhjá kreppu, „flúðum", og heilsuleysi á lífs- leiðinni, hingað til. Gæfa hans hefur m.a. fært honum traustan lífsförunaut, dugmikla og stór- myndarlega húsmóður. Ef til vill hefur vottað fyrir ögn af „konuríki" á lífsleið Kalla, en hvað skal um það segja, þegar aðeins gott af því leKSir. Heimili þeirra Þorgerðar og Karls að Meðalholti 2 hér í borg er eitt af allra snyrti- og mynd- Við óskum þér innilega til hamingju, Karl minn, á þessum merku tímamótum þínum og me’ð gæfuríkt lífstarf. Og ósk okkar er sú að þannig megi á- fram halda. Þá a'ð lokum er á- stæða að óska þér Karl fleiri, lengri, skemmtilegri ferða- laga, því þau esu þitt „hálfa“ líf. Ég man þá tíð, að þér þótti í nokkuð stórt ráðizt að skreppa umhverfis jörðina. Nú er því lokið hjá þér, ásamt mörgum smáferðum, svo sem til Spánar, ísafjarðardjúps og víð- ar. En nú vil ég ráðleggja þér heilt. Fylgstu me'ð, þegar ferða- skrifstofur fara að auglýsa „Geimferðir". E. B. M. Föstudagsgrein Vísis 12. janúar 1968 f FÖSTUDAGSGREIN sinni í Vísi í dag skrifar Þorsteinn Thorarensen um stjórnmál í Danmörku og nefnir grein sína: „Tekur Hartling við af Krag?“. í grein þessari er svo rangt sagt frá, að furðu gegnir að mað- ur, sem undanfarin ár hefur skrifað vikulega í Vísi um út- lend málefni og auk þess gefið út bók, eða bækur, sem hann mun ætlast til að taldar séu sagnfræðilegar, sku-li láta slíkar rangfærslur frá sér fara. Þegar hann skrifair um Axel Larsen og flokk hans segir Þor- steinn Thorarensen: „Fyrst kem- ur h.inn gamili Kommúnistaflokk- ur, sem í eru aðaliega gamlir Stalinistar eða Mao-Mao menn. Út úr honum klauf sig í kosning- unum fyrir tveimur árum hinn sósialiski þjóðarflokkur Axels Larsen og hélt því fram að kommúnistar mættu hugsa sjálf- stætt, en ættu ekki að vera blind dráttardýr fyrir rússneska heimsvaldastefnu". I þessum tveim stuttu máls- greinum tekst Þorsteini Thor- arensen að koma fyriir þremur rangfærslum. Fyrst: Það voru engar kosningar í Danmörku fyrir tveimur árum. Kosningar fóru þar fram síðari hluta nóv- ember 1966. Hinar rangfærslurn- ar eru, að hinn sósialislki þjóðar- flokkur Axels Larsen hafi klof- ið sig úr gamla kommúnista- flokknum „í kosningunum fyrir tveímur árum“. Hér er mikill skáldskapur á ferðinni hjá Þor- steini Thorarensen. Það fóru, sem fyrr segir, engar kosningar fram í Danmörku fyrir tveimur árum, heldur síðara hluta nóv- ember 1966. Það þing, sem þá var kosið, var rofið í desember 1967 og eru þetta 13 mánuðir en ekki tvö ár. Og sósialiski flokkur' Axels Larsen hefur aldrei klofið sig úr kommúnistaflokknum. Axel Larsen var hreinlega rek- inn úr kommúnistaflokknum ár- ið 1958. Svo sitofnaði Axel Lar- sen sósiaUska þjóðarflokkinn ár- ið 1959, varð þegar formaður þess flokks, hefur alltaf verið formaður og er það enn. Fyrir kosningarnar í nóvember 1966 hafði flokkur Larsens 10 þing- menn. Þá var aLlt með friði og spekt í þeim flokki. En í kosining unum í nóv. 1966 tvöfaldaði sá floikkur þingmannatölu sína, svo þar urðu alls 20 þingmenn. Gjörðist flokkur Larsens þá strax stuðningsflokkur Krag og stijórnar hans. En síðastliðið sumar fór að brydda á ósam- komulagi í þingflokki Larsen. Varð þar brátt fullur fjandskap- ur og enduðu þau ósköp með því, að sex af þingmönnum sósialiska þjóðarflokksins greiddu atkvæði gegn Krag, í fullri óþökk Axels Larsen. Gjörðist þetta í desem- ber s.l. Rauf þá Krag þingið. Hafa þessir sexmenningar stofn- að nýjan floikk, en Axel Larsen er, sem fyrr segir, enn formað- ur þess filokks, sem hann stofn- aði árið 1959. En kommúnista- flokkur Dana hafði hvorki fyrir eða eftir þingkosningarnar i nóvember 1966 nokkurn mann á þjóðþingi Dana. Þrátt fyrir þess- ar staðreyndir lætur Þorsteinn Thorarensen sósialiska þjóðar- flokkinn kljúfa sig úr kommún- istafilokknum „fyrir tveimur ár- um“. Þar fauk sú sagnfræði Þorsteins Thorarensein. En það eru fleiri gullkorn í „.sagnfræði" Þorsiteíns Thoraren- sen en það, sem hér hefur verið talið. Hann segir síðar í þessari grein sinni: „En nú hefur glappaskotið verið framkvæmt og eru menn þess vegna uggandi um að Jafnaðarmannaflokkur- inn muni tapa verulega fylgi. Telja menn að mikill fjöldi kjós- enda, sem ekki voru í eðli sínu sósialistar, hafi áður kosið hann til að tryggja jafnvægi í stjórn- málunum. Nú hafi Krag brugð- izt þeim og því muni þeir snúa frá flokknum. Ef það gerist er álitið að flokksforustu Krags muni ljúka og við taki Per Hækkerup, fyrrum utamríkisráð- herra, nú forseti þjóðþingsins". Þá veit rmaður bað. Pler Hækk- erup fyrrum utanríkisráðherra er „nú forseti þjóðþingsins" samkvæmt ummælum Þorsteins Thorarensen. Já, Þorsteinn Thorarensen virðist mikill ráðamaður í þjóð- þingi Dana. Hann gljörir sér lítið fyrir og gjörir Per Hækkerup að forseta þjóðþings Dana. Hækker- up hefur aldrei nálægt þeim for- setastó.1 komið. Forseti þjóðþings Dana hefur í allmörg undanfar- in ár verið Julius Bomholt, fyrr- um ráðherra, allt þar til Krag rauf þjóðþingið í desember s.l. En þrátt fyrir þetta munar Þor- sitein Thorarensien ekker.t um að skrifa að Hækkeruip sé „nú for- seti þjóðþingsins". Leyfiist að spyrja: Eru eingin takmörk fyrir því hvað Þor- steinn Thorarensen leyfir sér að bera á borð fyrir lesendur Vísis? Og ennfremur: Eru aðrar föstu- dagsgreinar Þorsteins Thoraren- sen og bók hans, eða bækur, jafn fullur af rangfærslum og þessi dæmaLausa Vísisgrein Þorsteins Thorarensen í dag? Reykjavík, föstudaginn 12. jan- úar 1968. Magnús Sch. Thorsteinsson. - KOSNINGARNAR Framhald af bls. 13. í kosningabaráttunni. Höfuð- markmið vinstri manna og ihaldsmanna er að koma á fót ingar, og til þess þarfnast þeir Radikala. Þeir vita, að það væru skýjaborgir, að gera sér vonir um að þeir nái meirihluta tveir einir, einkum þar sem fjöldi skoðanakannana — að vísu ekki sérstaklega víðtækar — sýnir mikla fylgisaukningu Radíkala. Einkanlega reyna fhaldsmenn að fá Radíkala til samstarfs við sig með því að bjóða þeim forsætisráðherraembættið. For- maður þingflokks íhaldsflokks- ins, Pouil Sörensen, var nýlega spurður í sjónvarpsviðtali: — Álítið þér, að stefna radí- kala-flokksins í utanríkis og varnarmálum sé þess eðlis, að stjórnmálamaður úr þeirra flokki geti ékki komið til greina sem forsætisráðherra? — Það álít ég ekki, svaraði Sörensen. Poul Sörensen benti þó ekki að því sinni á Baunsgaard en sagði að fhaldsmenn hefðu í huga hinn pólitíska málsvara síns eigin flokks, Poul Möller. Annars mun það sennilega verða eins og í Noregi á sínum tíma, að borgaraflokkarnir fresti að velja hugsanlegan for sætisnáðherra þar til eftir kosn ingar. Hvað Sósíaldemókrötum við- kemur, þá er það augljóst. að Krag stjórnin mun halda áfram að styðjast við sósíalskan meiri hluta, ef hún fær hann. Per Hækkerup hefur líka sagt, að stjórnin muni styðjast við sósíalskan meirihluta, þar sem Vinstri Sósíalistar verði með- reiknaðir. enda þótt það væru frjálslyndari stjórn eftir kosn- þeir, sem brugðust stjórninni í desemiber. En jafnhiliða segir Hækkerup, að Sósíaldemókratar telji sig ekki bundna af nein- um stjórnarsamvinnusamning- um, ekki einu sinni af samn- ingum við Sósíalska þjóðar- flokkinn, Sósíaldemók'ratar vilja hafa sem frjálsastar hen-d ur. Þeir hafa ekki enn tekið hreina afstöðu til óska radí- kala flokksins uim samsteypu- stjórn á breiðum grundvelli. Þegar um nýár tók Bent A. Koch, aðalritstjóri, frumkvæð- ið í umræðum um þjóðstjórn eða stjórn á breiðum grund- velli, með hliðsjón bæði af hin um efnahagslegu erfiðleikum og óvissunni um stjórnarmynd- unarmöguleika að kosningum loknum. Hugmyndin hefur unn ið sér nokkuð fylgi, meðal ann- ars hefur þekktur atvinnurek- andi og fyrrverandi þingmaður Vinstri manna, Anker Lau stórkaupmaður, lýst fullum stuðningi við hana. Einnig hef- ur fyrrverandi forustumaður Radikalaflokksins, Bertel Dahl gaard, lýst yfir stuðningi við hugmyndina opinberlega. Samstjórnarhugmyndin bygg ir á því, að eigi að setja djörf og áhrifamikil lög, þá verði stjórnin að styðjast við mik- inn meirihluta þjóðarinnar. Kooh gerði ráð fyrir, að stjórn- in samanstæði af Sósíaldemó- krataflokknum og að minnsta kosti öðrum aí hinum tveimur stóru stjórnarandstöðuflokk- um, Vinstri flokknum. eða íhaldsflokknum, gjarnan báð- um, og sennilega helzt einnig radíkölum. Þeirri hugmynd hefur einnig verið hreyft að kalla heim fyrrverandi fjár- málaráðherra úr tveimur ríkis stjórnum Vinstri flokksins, nú verandi framkvæmdastjóra Efnalhagssamvinnustofnunar Evrópu, Thorkil Kristensen prófessor, og fá hann til að mynda stjórn. En þessi hug- mynd mun þó almennt talin of fja'rstæðu'kennd. Leiðtogar Sósíaldemókrata hafa ekki gefið Skýr svör við uppástungunni um stjórnarsam vinnu á breiðum grundvelli. En formaður Vinstri flokksins, Poul Hartling, og formaður þingflokks fhaldsflokksins, Poul Sörensen hafa báðir hafn að henni. Þeir telja báðir, að það verði að nást frjálslyndur þingmeirihluti og þar með stjórnarmynduna'rmöguleiki, án Sósíaldemökrata. Hartling segi ir: „Ef nokkurt réttlæti er til, þá verða nú að fara fram stjórnarskipti". Báðir hafna því að ganga til stjórnarsamvinnu við sósíaldemókrata, ef þeir ná ekki frjálslyndum þingmeiri- hluta. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr lla. Sími 15659 Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga LOFTUR H F. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. Lyfjafræðingar Óska eftir að ráða tvo lyfjafræðinga. Annan allan daginn, en hinn hálfan daginn eða eftir samkomu- lagi. Uppl. að Ránargötu 19 í dag kl. 7—8 ekki í síma. Ivar Daníelsson. Lærið ensku í Englnndi The Pitman's School of English (viðurkenndur af brezka menningarsambandinu) býður árangursríka kennslu í ensku, allt árið. Innifalið í námskeiðunum: Enskt talmál (daglegt mál — tæknimál — sam- talsflokkar), hljóðfræði, verzlunarenska, bók- bókmenntir). Háskóla hæfnisvottorð. Einnig árangursrík námskeið í sumarskólum í London — Oxford og Edinborg í júlí, ágúst og september. Útvegum öllum nemendum húsnæði endurgjalds- laust. Einnig að gerast meðlimir í „The Pitman Club“ (félagslíf — skemmtanir — listir). Skrifið eftir bæklingum til T. Stevens Principal. THE PITMAN SCHOOL OF ENGLISH, 46 Goodge Street, London W.l.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.