Morgunblaðið - 24.01.1968, Side 1

Morgunblaðið - 24.01.1968, Side 1
24 smm Úrslit dönsku þingkosninganna: Stjdrn Krags segir af sér Miklar breytingar á þingmannatölu flokkanna Radikalir unnu 17 þingsæti — Sósíaldemokratar töpuðu 6 Kaupmannahöfn 23. janúar. Frá fréttaritara Mbl. KOSNINGARNAR til danska ÞjóSþingsins leiddu til stór- felldrar fylgisaukningar Radi kale Venstre, sem vann 17 þingsæti og hefur þannig fengið 28 þingsæti í Þjóðþing- inu. N'vst á eftir radikölum vann íhaldsflokkurinn mest á, vann fjögur þingsæti og hefur þá 38 þingsæti. ^ Sósíaldemokratar töpuðu 6 þingsætum, fengu 63 þingsæti nú, en höfðu 69 áð- ur. Hjá flokkunum yzt til vinstri í Þjóðþinginu varð einnig mjög mikil breyting á kjörfylgi, því að Sósíaliski þjóðarflokkurinn tapaði 3 þingsætum, úr 14 í 11. Hinn nýi klofningsflokkur frá SF, vinstri sósíalistar fengu eng- an þingmann kjörinn, en höfðu 6 þingsæti. Frjálslyndi miðflokkurinn (Liberalt Centrum) tfékk ekki heldur neiun þingmann kjörinn, en hafði fjóra áður. Þetta eru athyglisverðar kosningar vegna þess möguleika, að nú verði Frá kjörstað í Kaupmamiahöfn í gærmorgun. Kjósendur bíða í rðum eftir að greiða atkvæði. (Nordfoto). Dönsk rannsóknarnefnd til Grænlands til að kanna geislun — vegna B-52 flugslyssins þar mynduð borgaraleg stjórn. Krag forsætisráðherra til- kynnti í kvöld, að hann muni ganga á fund konungs og segja af sér á morgun. Á meðal sósíaldemokrata virð- ist nú vera fyrir hendi greini legur vilji til þess að fara í stjórnarandstöðu. Spurning- in er nú, hvers konar ríkis- stjórn er unnt að mynda. Þar sem radikalir, er samkvæmt hefð vilja skipa sér stöðu í miðju, eru á móti land- vörnum og andliernaðarlega sinnaðir, þá mun það verða erfitt fyrir þá að mynda rík- isstjórn með íhaldsflokknum, sem samkvæmt hefð er mjög fylgjandi landvörnum. Hugs- anlegt er, að úrslit kosning- anna hafi í för með sér niinni hlutastjórn radikala og Ven- stre, sem fékk óbreytta þing- mannatölu í kosningunum nú eða 35. Gera verður ráð fyrir, að bæta verði við framan- greinda þingmannatölu sósí- aldemokrata einu þingsæti frá Færeyjum og einu frá Jens Otto Krag. Gr.onlandi, þ.e.a.s. þingsæti Knud Hartlings sem að Jík- ind um nær kjöri í norður kjördæmi Grænlands, en þar verður ekki kosið fyrr en 29. febrúar. Rytgárd. IJIfar og snjór * í Iran Teheran, Íran, 23. jan. AP. MIKIL snjókoma hefur verið víða í Iandinu siðustu daga. Úlfar hafa leitað til byggða og vitað er að þeir hafa drep- ið að minnsta kosti 18 manns í Hamadan fyrir nokkrum dögum. fliug’vélar með kjamorkuvopn um borð væru ógnun við heims firiðinn. í forystugrein á fyrstu síðu, segir blaðið, að þetta mál snerti ekki aðeins Grænland, en að bandarískar sprengjuiflugvél- ar með kjarnorkusprengjur fljúgi yfir mörg lönd og opið haf og skapi hættu fyrir öryggi þjóðanna. Að því er varðar bandarísku Framhald á bls. 23 Spánskur rithðf- undur í fangelsi Madrid, 23. jan. NTB. ÞEKKTUR framfarasinnaður spánskur rithöfundur, Alfonso Carlos Comin, frá Barcelona var í dag dæmdur i 16 mán- aða fangelsá fyrir að hafa skrifað grein í spánskt, ka- þólskt blað, þar sem hann fordæmdi undirokunarstefnu Franco-stjórnarinnar. Rithöfundurinn er 35 ára gamall og var fundinn sekur um að hafa haft í frammi ólög legan áróður og gefið villandi upplýsingar í grein sinni. Comin, sem er verkfræð- ingur að menntun, hefur m.a. ritað bók, þar sem hann lýsir fátæktinni á Suður-Spáni. Búizt er við að hann muni áfrýja dómnum til Ihæstarétt- ar. Alvarlegur atburður á Japanshafi: Bandarískt könnunarskip her- tekið af Noröur-Kóre umönnum Kaupmannahöfn, 23. janúar NTB. Á FUNDI í danska utanríkisráðu neytinu í dag, þar sem viðstadd- ir voru fulltrúar úr Grænlands- málaráðuneytinu, en einnig úr varnamála-, kjarnorku- og heilbrigðismálaráðuneytunum varð samkomulag um, hvernig skipa skuli rannsóknarnefnd danskra vísindamanna, sem á að fara til Thule á Grænlandi til þess að komast að raun um, hvort nokkur hætta geti verið á geisl- un í sambandi við bandarísku B-52 sprengjuflugvélina, sem hrapaði með 4 vetnissprengjur innanborfe. Þar sem þetta slys ■ varð ó diönsku svæði, ríkir af ihálfu Dana að sjálfsögðu mikiil áhugi á því, að hafin verði eins ræki- leg atlhugun og unnt er á ástand- inu á þessu svæði. Jörg'en Koch, pTÓfesisoir við eðlisfræð Id'eild Raupmannahafn anháskóla, verður formaður nefndarinnar o,g aðrir, sem í nefndinni eru, verða þeir O. M. Kofoed-Hansen, prófessor við Tækniháskóla Danmerkur, H. L Gjörup frá kjamorkumálanefnd inni og yfirmaður geislarann- sóknardeildarinnar fyrir heil- brigðismél, Per Grande magist- er. Nefndin fer þegar á morgun fná Kaupmannahöfn með hinni venjulegu áætiunarvél SAS til Thule. Sovézka blaðið Izvestija, mál- gagn stjórnarnnar, skrifaði í dag, að bandarískar sprengju- Washington, 23. jan. NTB. BANDARÍSKA skipið „Fueblo“, sem er rúmlega 900 tonn að stærð og var í könnunarleið- angri, var hertekið af fallbyssu- bátum frá Norður-Kóreu, þar sem skipið, samkvæmt frásögn bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins, var á alþjóða-siglingaleið á Japanshafi, 25 sjómílur fyrir utan strönd Norður-Kóreu. Eftir tökuna var „Pueblo" flutt til hafnar undir eftirliti margra fallbyssubáta og MIG- flugvéia frá Norður-Kóreu til hafnarborgarinnar Wonsan. — Þessi atburður hefur vakið mikla athygli og hefur þegar leitt til aðgerða af hálfu banda- ríska utanríkisráðuneytisins. — Hafa Bandaríkin farið þess á leit við Sovétríkin, að þau beiti áhrifum sínum í Norður-Kóreu til þess að „Pueblo“ verði leyft að fara frjálsu ferða sinna þegar í stað. Af hálfu bandaríska varnar- málaráðuneytisins hefur verið skýrt frá því, að verið sé að Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.