Morgunblaðið - 24.01.1968, Side 11

Morgunblaðið - 24.01.1968, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1U68 11 Jóri Eyjólfsson kaupmaður — JÓN Eyjólfsson var fæddur á Mælifellsá í Skagaifirði 27. júlí 1891. Foreldrar hanis voru Mar- grét Þormóðsdóttir og Eyjólfur Einarsson. Jón missti foreldra sína báða á sama árinu, er hann var fimm ára — og ólst hann upp, eftir lát þeirra, hjá hjónun- um Steinunni Þorsteinsdóttur og séra Jóni Magnússyni, sem þá bjuggu á Mælifelli. Með þeim flutti hann að Ríp í Hegranesi, en þaðan flutti séra Jón að Fróð- á í Fróðárhreppi, þar sem hann dvaldi eitt ár, en flutti síðan að Bjarnarhöfn í Helgafellssveit, þar sem hann bjó í nokkur ár, og þaðan flutti hann að Ögri í Miaining Stykkishólmshreppi. Jón Eyjólfs son tók við búi í Ögri, er séra Jón flutti þaðan og bjó þar með ráðskonu í nokkur ár. — 8. júní 1920 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni Sesiselju Konráðsdótt- ur skólastjóra og áttu þau heim- ili sitt í Stykkishólmi í 3'0 ár, eða þar til þau fluttu byggð sína til Reykjavíkur í janúar 1950. Börn þeirra hjóna eru þesisi: Auður, gift P. Colot og eru þau búsétt í Washingiton, Ingibjörg, gift Gunnlaugi Olafssyni bifr.stj. í Reykjavík, Þóra, gif.t Jóni Hauki Baldvinssyni lofskey.ta- manni í Reykjavík, Eyjólfur Konráð hrl. og ritstjóri, kvænit- Friðland ekki ferðamannaland ÞEGAR ég renndi svefnþrungn- um augunum yfir Moggann minn í gærmorgun námu þau staðar við feitt og svart orð „Ferða- mannaland“ sem fyrirsögn yfir drjúglangri grein. Þetta marg- notaða, áleita töfraorð hafði á mig svipuð áhrif og oftast áð- ur. Heitur kökkur tók að bif- ast í brjóstinu. en kalda stroku lagði niður hrygginn. En ertandi forvitni getur fylgt nálægð hásk ans, sem mann þó hryllir við, og ég fór að lesa. Fyrst kom nokkuð langdreg- in lýsing höfundar á ágæti þeirra greina. sem hann hefði að ur skrifað um málið, og hrós- yrðum og þakklæti kurteisra kunningja. sem á vegi hans urðu næstu daga eftir að geinarnar birtust. Efalaust ánægjuleg upp- rifjun fyrir höfundinn, en óneit- anlega til lítið ánægjulegs erfið- isauka fyir samvizk.usaman les- anda, sem ekki vill svíkjast um og hlaupa yfir. Ég ákvað að hlífa mér hvergi, beit á jaxlinn, skaut fram hökunni og las hvert orð. Ojæja. Þetta var svo sem ekki vexa en margt annað. sem mað- ur á að venjast í þessu efni. En seint fflun ég verða höfundi sam mála. Mér er svo farið, að ég á erfitt með að hugsa mér ömur- legra hlutskipti þjóðinni til Ihanda en að snúast um erlenda ferðamenn og verða að treysta á þjórfé þeirra sér til lífsbjarg- ar. Höfundi og skoðanabræðrum (hans er það aftur á móti keppi- kefli, ef ekki heilög hugsjón. Gr.einarhöfundur kvartar und- an því, að ferðamannaáróðurinn hafi verið slælega rekinn og lít ið á unnizt. Þetta er mikill mis- s'kilningur. Þessi áróður hefir iverið rekinn hlífðar og linnu- laust í tíma og ótíma, og furðu- lega mikið orðið ágengt. Erlendu ferðamönnunum hefir meira að segja fjölgað verulega. en við íslendingar höfum eðlilega trúað (áróðrinum betur en þeir og Ibrugðið fljótar og skörulegar við, eins og okkar var von og vísa. Áhriifin inn á við hafa því eðli- lega orðið miklu meiri en áhrif- in , út á við. Til að skýra betur, hve eðli- legt þetta er, skulum við hugsa okkur duglegan sölumann. Hann tekur að sér að selja laxerolíu og sýpur ört og ötullega á frammi tfyrir væntanlegum kaupendum. Vitaskuld verða áhritfin á hann sjálfan miklu öflugri og afdrifa- ríkari en áhritfin á hina> sem standa álengdar og eru að hug- leiða, hvort þeir eigi að kaupa eða ekki. Reyndin hefir sem sé orðið sú, að við viljum sjálfir lifa eft- ir kenningunni, sem við boðum. Við erum ekki í rónni ef við ferðumst ekki sem allra mest til útlanda og eyðum þar til vöru- kaupa þremur til fjórum krón- um fyrir hverja eina. sem erlend ir ferðamenn kaupa fyrir á ís- landi. Ég verða að játa, að ég kvíði þeirri stund, sem höfundur grein arinnar ,.Ferðamannaland“ sér renna upp í glæstum hiilingum. Hann nefnir álitlega fjárhæð, sem erlendir ferðamenn kunni að batfa eytt hér á liðnu ári, hugs ar sér síaukinn árangur áróðurs- erfiðisins. margfaldar og marg- faldar í draumaleiðslu, unz upp hilldr 1920 milljónir króna, sem erlendir ferðamenn hafi keypt fyrir hér innan lands. Verði þessi draumsýn að veruieika ein hvern tíma i framtíðinni hljótum við að álykta, — í ljósi fenginn- ar reynslu. — að við íslending- ar ferðumst svo ósleitilega til út- landa, að við eyðum þar 6000 milljónum króna, Guð hjálpi okkar etf höfundur liti lengra fram í tímann^og marg faldaði einu sinni enn. Ég skelf- ist þessa tilhugsun. Ég fæ ekki betur séð, en svo verði komið áð- ur en við er litið, — etf hötfundi og skoðanabræðrum hans verður að ósk sinni. — að við hötfum ekki tíma til neins annars en að ferðast til útlanda og kaupa og kaupa. En höfundur átti sér annað draumaskammrif, sem mér sýnd ist næsta óþægilegur veruleika- 'böggull fylgja. Hann vill auðvit að fjölga hótelum í gríð og erg. „ís'land þartf fleiri góð gistihús með nýtízku sniði“. Og hann vill fá erlend auðfélög til að leggja tfram fé, þar sem við höfum ekki sjálfir svo mikið handbært. að hótelin geti sprottið nógu ört. Við höfum byggt hótel, þó í smáum stíl kunni að vera, og á nokkurri reynslu er að byggja einnig í því efni. Eigendur hótel- anna reynast hafa nægilegar tekjur af erlendum ferðamönn- um til að skrimta sumarmánuð- ina þrjá, ef allt gengur að ósk- um og gistirúmin eru full. En í árinu eru þvi miður níu haust- vetrar- og vor-mánuðir auk sum armánaðanna þriggja. Þann tíma allan verðum við —- íslenzkur almenningur og oddborgarar — iað sækja sali gistihúsanna svika- laust og drekka baki brotnu. Að öðrum kosti fer allt í kalda kol og enginn hefir efni á að halda gisti'húsunum opnum til að taka við erlendu ferðamönnunum yfir sumarið. Og hvernig eigum við að fara að þessu þegar ferðamönnunum hefir fjölgað verulega og við verðum að vera á þeytingi út um öll lönd til að kaupa og kaupa og halda réttu hlutfalli í þeim efnum? Við erum að vísu röskir að drekka, en flestu eru einhver takmörk sett. Vera má, að hættan á að draum ar höfundar og skoðanabræðra hans rætist sé ekki eins uggvæn legt og ég óttast. Vera má, að öryggisloki sé á vítisvélinni. En ef til vill verður hætt að byggja hóte'l þegar við önnum ekki leng ur drykkjunni, sem til þarf. Þá gæti erlendu ferðamönnunum hætt að fjölga. myrkt hörmung- arélið gengið hjá og birt upp á ný. 9. jan. 1968. Gunnlaugur Pétursson. ur Guðbjörgu Benediktsd. Rvík. Ég sem þessar línur rita, hefi notið þess að haf>a haft náin kynni af þeim Sesselju og Jóni öll þau ár, sem þau dvöldu í Stykkiishólmi — og einniig eftir að þau fluttu byggð sína til Reykjavíkur — og má margit og mikið segja um ágæti þeirra beggja og þeirra vel gefnu barna. Það er ekki ofmælt, að dvöl þeirra hjóna í Sthólmi í 30 ár haíi veitt byggðarl.aiginu margs- konar þjónustu, sem hefir komið að margvíslegum notum, Sthólmi til heilla og frama. Jón var söng- maður ágætur — og fáar voru skemmtisamkomur í Sthólmi, að Jó.n væri ekki sjálfsagður til að láta heyra til sín með einsöng eða stjórna kvartet og öðrum 'sönigkórum. Öll sHk störf íóru Jóni prýðilega úr hendi, enda hlaut hann mikið lof fyrir. Jón var mikill mannkostamaður, um- talsfrómur um menn og málefni, enda naut hann vináttu samtíð- armanna sinna í Stykkishólmi og nágrenni kauptúnsins — og heimili þeirra hjóna mikill.ar virðingar og vinsælda fyrir fjöl- margar ánægjustundir, sem við vinir þeirra og aðrir gestir urð- um aðn.jó.tandi að í hópi ágætrar og samstæðrar fjölskyldu. Jón var hestamaður ágætur. Átti hann ávallt góða reiðhesta á meðan þau hjón dvöldu í Sthólmi — og annaðist hann sjálfur umhirðu þeirra af mikilli nærgætni, eins og honum var lagið við allt það sem hann batt tryggð við. Jón rak verzlun í Stykkis- hólmi um langt árabil — og eftir að hann flutti til Reykja- víkur 1950 hóf hann verzlunar- starfsemi hér í bæ, sem hann annaðist af miklum dugnaði, þar til að hann varð að láta af því starfi vegna heilsubresitis. í þessu starfi sínu, bæði vestra og hér í bæ, naut Jón mikilla vinsælda viðskiptavina sinna. Innilega ©amúð vottum við hjónin Sesselju vinkonu okkar, börnum hennar, tengdabörnum og öðrum ástvinum. Jón andaðist á Hrafnistu 15. þ.m. og verður kvaddur frá Dóm kirkjunni í dag. Blassuð sé minning þesisa góða drengs. Sig. Ágústsson. ÞAÐ er.u bæði fagrar og hugljútf ar minningar sem fylgja þessum einstæða og góða dreng yfir landamærin. Ég er viss um að enginn man hann öðruvísi en glaðan og reitfan, mann sem öll- um vildi gott gera og taldi ekk- ert spor eftir ef hann fann og vissi að það gat leitt til góðs. Ég minnist ekki annars en að all- ir hafi borið virðingu fyrir Jóni og okkur þótti vel tilvinnndi að koma við í búðinni hjé honum til skrafs og ráðagerða. Þeirri stund var vel varið. Mönnum leið vel á meðan hann var að klippa þá, en Jón var bárskeri þeirra Hólmara um langt árabil og þótt þeir kæmu útfnir inn fóru þeir svo ári huggulegir út. Ég er viss um að léttlyndi Jóns og kýmni hefir átt sinn ríka þátt í þessu yfirbragði þeirra er að garði hans bar. Þau voru 8 árin sem við vorum saman í Hólmin- um. Það fór ekki hjá því að þar hafði 'hann litfað sinn feg- ursta tíma þrátt fyrir allt og þótt eitthvað hafi mætt bæði strangt og erfitt, þá hatfði hann lag á að láta það ekki smækka sig. Hann skildi manna best að enginn sigur vinnst án fyrirhafn ar og ég held að hann hafi al- drei verið ánægður með annað en það s'em hann þurfti að hafa eitthvað fyrir og leggja alúð við. Sigur eftir strangan dag'var svo sæll. í hug hans var brennt gamla máltækið að morgun- stund gefur gull í mund. Og a'llt af gat maður gengið að því visu að þeir voru ekki margnir komn- ir ti.l verka á undan honum . Jón var kominn atf miðjum aldri er kynni ökkar hófust en ungan anda og hugsun varðveitti hann hverjum manni betur, setti sig svo vel inn í spor ungling- anna að slíkt varð mér oft undr- unarefni. Samsk'ipti okkar vor>u þannig að þau gátu ekki verið betri og ég held ég hafi farið betri maður af fundi hans. Mörg voru kvöldin á hinu elskulega heimili þeirra Jóns og Sesseelju sem aldrei fyrnist yfir þeim sem nutu. Þau höfðu svo ágætt lag á að láta mapn finna að hér átti maður heima. Hin föls'kva- lausa barnslund sagði fljó'tt til sín og ekki var hinn myndar- legi og glaði barnahópur þeirra til að fæla frá. Nei, það var allt s'em dró mann svo innilega að þessu heimili. Þeir hafa verið fleiri en ég sem áttu bágt með að sætta sig við brottför þessar- ar fjölskyldu úr Hólminum og mér fannst lengi á eftir eitt- hvert tóm sem svo erfitt væri að fylla. Fyrir allt sem þessi hjón og þeirra ágætu börn voru mér og 'hafa verið staldna ég við í dag er minn góði vinur er kvaddur, og færi af heilum hug þökk og kæra kveðju. Ég gleymi aldrei hans ágætu söngrödd sem svo oft hljóm.aði á mannamót- um, innlifuninni sem hanu lagði í tónana og hj.artað siem undir sló. Ég enda því þessi kveðju- orð mín á niðurlagi þess söngs sem hann við eitt tækifæri hreif mig svo að mér finnst enn ylur streyma úr: Og Guð á hæðum, og guð á hæðum, þér gefi fró. Sotf í ró. Ámi Helgason. ÉG vildi flytja örfá kveðjuorð til Jónis Eyjólfssonar, fyrrver- andi kaupmianns, en aðrir munu minnast nánar æviferils hans og starfs. Lengst af rak Jón Eyjólfsson verzlun í Stykkishólmi, en flutt- ist síðar suður til Reykjavíkur og rak hér matvöruverzilun unz hann lét af störfum vegna van- heilsu. Jón Eyjólfsson var mikill mannkostamaður og bjó í ríkum mæli yfir þeim eiginleikum, sem prýði eru hverjum þeim, sem annast þjónustu við aðra: heið- arleiki í viðskiptum, prúðmann- leg framkoma og þægilegt við- móit, enda löðuðuat margir við- skiptavinirnir að Jónsbúð vegna þeirrar miklu lipurðar, sem þar var að finna. Margir voru þeir í Stykkis- hólrni, sem lögðu leið sína til Jóns, til þess að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynj- ar ,eins og það er kallað, stjórn- mál og margt það sem efst var á baugi í þjóðmálum og varð- andi a'-menninigshell. Var hann jafnan ræðinn en laus við að þrátta um hlutina eða tala illa um náungann, í góðra vina hópi var Jón hrókur alls fagnaðar, söngmað- ur ágætur, og hafði glaðværa og iétta lund. Hann var hestamaður mikiUl og eignaðist góða gæð- inga. Eftirlifandi kona Jóns Eyjól'fs- sonar, Sesselja Konráðsdóttir, kennari, merkiskona, bjó manni sínum og börnum gobt og hlý- leg.t 'heimili, en bæði voru þau hjónin frábærLega samihent og samhuga í þeim efnum, enda bar fjölskyldulíf þeirra og heimilis- bragur þess glöggan vott. Um leið og ég minnist með þakklæti kynna minna við Jón Eyjólfsson, sendi ég konu hans, börnum oig ölllum ættingjum inni legar samúðarkveðjur. Óttarr Möller. Blóma- skreytingar mmm Gróðrarstöðin við Miklatorg Sími 22822 og 19775. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Sorptunnur úr plasti með áföstu loki. Tunnan vegur 6.5 kg. Höggþétt. Tekur 110 lítra. Fyrirliggj andi. Þ. ÞORGRIMSSON & CO. Suðurlandsbraut 6 — Sími 38640.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.