Morgunblaðið - 24.01.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1968
15
• • *
Ornólfur Arnason
skrifar um
LEIKLIST
Fyrri hluti leikárs
NÝJAR uppfærslur leikhúsanna
tveggja í Reykjavík á fyrri h'luta
leikársins voru a&eins firrum tals-
ins, þrjár í Þjóðleikhúsinu og
tvær hjá Leikfélagi Reykjaivík-
ur. Engin þessara sýninga hefur
valdið neinum straumhvörfum í
íslenzkri leiklist, engin verið sér
staklega athyglisverð, engin
mjög skemmtileg, enigin mjög
leiðinleg ,engin mijög nýstárleg,
engin mjög gamaldags, — leik-
húsin hafa haldið í horfinu, þau
hafa sjálfsagt ekki hrakið frá
sér neina af tryggum áhorfend-
urn sínum, en heldur ekki hænt
að rnarga nýja.
Þjóðleikhúsið sýndi fyrst
„Galdra-Loft“ Jóhanns Sigur-
jónssonar undir stjór.n Benedikts
Árnasonar með Gunnar Eyjólfs-
son í titilh'lutverkinu. Kristhjörg
Kjeld lék Steinunni og Margrét
Guðmundsdóttir Disu. Þetta var
mjög snyrtileg sýning, en 'á eng-
an hátt mjög áhugaverð. Tónlist
Jóns Leifs við verkið var no.tuð,
Gottskálk og hinir biskuparnir
ekki látnir birtast á siviðinu og
ennfremur klipptur af leikritinu
„antiklim.axinn“, þ.e.a.s. lokaat-
riði biskupsins, Dísu og Ólafs
yfir líki Lofts, sem var til
bóta o.g nokkur nýlunda, en eng-
inn nýr skilningur kom fram á
verkinu eða hlutverkum þess, —
allt var hófsamleg,t, 'en ekki
veruLega ferskt.
Næat var sýndur franskur
nítjándu aldar farsi, „ítalskur
stráhattur“ eftir Labiche undir
stjórn Kevins Palmer. Yitri um-'
gerð hans og Unu Collins, sem
sá um leikmynd og búninga,
tókst mjög vel, enda hefur sýn-
ingin natið vinsælda. Hins vegar
var leikur í flestum hinna
mörgu aukahlutverka heldur lág-
kúru.egur, svo að gamanið var
langt undir því marki, sem e
stóðu til. Á þessari sýningu kom
það einnig í ljós, sem oftar sést
undir stjórn innliendra leikstjóra
en erlendra, að það er eins og
margir snjallir Leikarar láti sér
stundum sæma að slá slöku ,við,
líklega þegar þeim þykir við-
fangsefnið sér ekki fyllilega sam-
boðið. Slíkur vinnuandi hefur
lengi staðið Þjóðleikihúsinu mjög
fyrir þrifum og skemmt margar
sýningar, sem að sumu ley-ti hafa
verið fallega úr garði gerðar.
Hið þriðja í röðinni var jóla-
leikrit Þjóð'leikhússins, „Þrett-
ándakvöld“ eftir Shakespeare,
skemmtilegasta verkefni leikhús
anna það sem af er vetri. Sýn-
ing þessa vandaðasta og geð-
felldas/ta gleðileiks góðskéldsins
í frábærri þýðingu Helga Hálf-
dánarsonar og með afar fallegri
tónlist Leifs Þórarinssonar, olli
nokkrum vonbrigðum, þó,tt
margt gott sé um hana að segja
og hún sé bezta sýnimg, sem ég
hef séð hér á verki eiftir Shake-
speare. Leikstjóranum, Benedikt
Árnasyni, tóks,t ekki að ná þeim
heildarblæ á sýninguna, sem fyr
ir honum hefur þó vakað eins
og sésit á fáeinum atriðum. Hins
vegar eru tjöld og búningar Unu
Collins með miklum ágætum og
leikur í nokkrum hlutverkum
prýði'legur. Ber þar hæst hríf-
andi leik Kristbjargar Kjeld í
hlutverki Víólu, sem ég held áð
sé mér eftirminnilegasta framimi
staða einstakra leikara í vetur.
Rúrik Haraldsson hafði mjög
góð tök á Malvólíó, þótt hann
vekti ekki slíka kátínu sem í
smáhlutverki sínu í „ítölskum
stráhatti", og Erlingur Gíslason
lék Orsínó af nærfærni og glæsi-
brag. Þótt ýmislegt mætti betur
fara, er sjálfsagt fyrir allt áhug
fólk um leikhús að sjá „Þrett-
ándakvöld“.
Þá voru tekin upp aftur tvö
af verkefnum fyrra árs, „Jeppi á
Fjalli" eftir Holberg og ,,'Horna-
kórall" eftir Odd Björnsson.
Mér þótti uppfærsla „Jeppa“
fremur óvönduð, en vegna leiks
hms ástsæla listamanns, Lárus-
ar Pálssonar, sem hlaut „SiLfur-
lampann" síðastliðið vor fyrir
leik sinn í hlutverki Jeppa, hef-
ur sýningin hlotið mjög góða að-
sókn og gengur enn. „Hornakór
all“ er að mínu áliti athyglis-
verðasta innlenda framlagið til
íslenzks leikhúss á síðari árum.
Uppfærslan bar vott um
dirfsku, 'Ustræna hæfiLeika, hug-
myndaauðgi og leikihúsnæmi
þeirra ungu manna, sem að henni
stóðu, Oddi Björnssyni, Leifi
Þórarinssyni, Kri&tjáni Árna-
syni og síðast en ekki sízt
Benedikt Árnasyni, og þeim
var líka eitthvað niðri fyr-
ir, — þetta var ferskur gust-
ur, sem lék óvægilega,,.^æh
þó hlýlega um rá og reiða hijjjð'-'
arskútunnar. Það var mikil synd,
að „Hornakórall“ skyldi ekk
hljóta meiri aðsókn, og reyndar
undarlegt, því að f'lestir vir.tust
ha.fa mikla ánægju af sýning-
unni, sem hana sáu.
Fyrsta verkefni Leikfélags
Reykjavíkur var „Indíánaleikur"
efitir Frakkann René de Obaldia,
talsver.t fyndið skopleikrit, sem
byggir atburðaramma sinn í
viðureign landnema í Ameríku
við indíána, en leitar víð-a fang
ýmist um ádeilukennt eða
græskulaust grín. Ég skemmti
mér á sýningu þessari, vegna
óteljandi ágætra brandara text-
ans cig skemmtilegs leiks allra
aðalleikendanna, ekki sízt Bryn-
jólfs Jóhannessonar, en óveniju-
legt stefnu- og stílleysi olli því,
að varla var um nokkur heild-
aráhrif sýningarinnar eða merk-
ingu að ræða. Þetta var varla
nokkurntima ádeila, sjaldan
farsi, oítast kómedía, en stund-
um drama.
Skömmu fyrir áramótin sýndi
L.R. svo tvo einþáttunga eftir
Jónas Árnason. Ég held, að flesit-
ir hafi orðið fyrir vonbrigðum af
sýningu þessari, eða a.rn.k. þeir,
sem væntu þess, að höfundurinn
hefði lagt meiri metnað í verk
sitt og verið meira niðri fyrir en
t.d. „Járnhausinn“ sýndi. Jónas
hefur þó auðvitað ríka kímni-
gáfu og næmi fyrir fól'ki, eins
ag sögur hans hafa sannað, en
hann hefur leikritsformið illa á
valdi sínu, þrátt fyrir talsverða
reynslu af leikhúsi, og kannski
er honum það sjálfum ljósit og
sú ástæðan fyrir því, að hann
treystir sér ekki til að kafa
dýpra í mannlífið en raun ber
vitni, heldur fleyta kerlingar á
yfirborðinu. Fyrri þátturinn,
„Táp og fjör“, en samf allskemmti
legur og vel leikinn, einkum af
þeirn Steindóri Hjörleifssyni og
Guðmundi Pálssyni, en hinn síð-
ari, „Dnottins dýrðar koppalogn",
þar sem höfundur gerir þó dá-
litla tilraun til ádeilukenndrar
líkingar, er mjög gallaður að
uppbyggingu, svo að til skila
komas.t aðeins fyndin, en sund-
urlaus áhrif nokkurra skrinigi-
legra persóna, sem Brynjólfur
Jóhannesson, Guðmundur Páls-
son, Jón Aðils, Sigríður HagaUn
og Jón Sigurbjörnsson leika oft
með miklum ágætum. Þessar
persónur ræða rnarg.t skemmiti-
legt saman, en samfelldan þráð
og nauðsynlega stígandi vantar,
þar sem höfundurinn hefur of-
metið áhrifamátt þess blutverks,
sem koma á til Leiðar spennu í
leiknum og til skila ádeilulik-
ingunni. Auk þessa galla í samn-
ingu þáttarins, er hlutverkið
ekki vel af hendi leyst. Ég get
þó ímyndað mér, að it.d. Steindór
HjörLeifsson, sem lék brennivíns-
dauðan lækni á sömu sýningu
hefði verið tilvalinn í þetta hlut-
verk. Því geri ég þetta að svo
löngu umtalseíni, að mér hefði
þótt, og þykir reyndar enn,
Jónas líklegur til meiri stór-
ræða á þessu sviði.
Þá hefur verið sýrut í allan
vetur fyrir fuHu húsi verkefni
frá fyrra ári, „Fjalla-Eyvindur"
eftir Jóhann Sigurjónsson. Vin-
sældirnar byggjast vafalaust
fyrst og fremst á afburðaleik
hjónanna Helgu Bachmann og
Helga S'kúlasonar í hluitverkum
Höllu og Kára.
Leikflokkurinn Gríma sýndi
þakkarverða viðLeitni og sýndi
eitt af ágætustu verkum leikhúss
absúrdista, „Jakob, eða uppeld-
ið“ eftir Ionesoo í snjallri þýð-
ingu Karls Guðmundssonar.
Starfsemi Grímu á skilinn miklu
meiri áhuga leikara ag almenn-
ings. 'Hún er eini vottur leiklistar
áhuga atvinnufó'lks á íslandi án
ágóðavonar.
Nýr leikflokkur tók til starfa
á árinu, Leikflokkur Litla sviðs-
ins, sem rekur starfsemi sína í
Lindarbæ. Þetta eru nýútskrif-
aðir nemendur Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins. Þeir sýndu fyrir
áramót prófverkefni sín, sem
Kevin Palmer hafði æft með
þeim, „Yfirborð" eftir Alice
Gersitenberg og „Dauða Bessie
Smith" etfir Albee. Var þetta
hressiLeg sýning, sem áreiðanlega
kom mörgum á óvart fyrir það
hvað hún var vel unnin.
Næstu verkefni leikhúsan.na
eru „Íslandsklukkan" eftir Hall-
dór Laxnes, sem mestra vinsælda
hefur notið allra sýninga Þjóð-
leikhússins, er hún var sett upp
þar áður, og „Haustið ‘37“, nýtt
Leikrit efitir Jökul Jakobsson,
sem mesta og almennasta at-
hygli hefur vakið íslenzkra leik-
ritahöfunda á síðari árum. Leik-
rit hans „Hart í bak“ sló öll að-
sóknarmet í Iðnó. Ætla má, að
flestum leiki forvitni á að sjá
hið nýja verk hans, sem nú er í
æfingu.
Örnólfur Árnason.
BÓKHALDARI
óskar eftir starfi hálfan eða allan daginn. —
Vanur að vinna sjálfstætt að bókhaldi og öðrum
skrifstofustörfum. — Verzlunarmenntun. — Góð
meðmæli.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 30. jan. merkt:
„Janúar 1968 — 5200“.
Skriístofustúlka óskast
Okkur vantar strax duglega stúlku tií starfa í
skrifstofu verksmiðjunnar á Álefossi.
Herbergi og fæði á staðnum.
Upplýsingar gefnar á skrifstofu Álafoss, Þing-
holtsstræti 2, Reykjavík.
HUSMÆÐUR
HafiÖ þér áhuga á sjálfstæðum tekjum?
Fyrirtæki leitar að duglegum umboðsmönnum til
kynningar og sölu á viðurkenndum vörum.
Yður verður séð fyrir þjálfun og aðstoð í starfinu
og getið stundað það allavega eftir hentugleikum.
Umsækjandi sé 18 ára eða eldri.
Sendið nafn og heimilisfang til afgreiðslu Morg-
unblaðsins merkt: „Umboðsmaður — 504“.