Morgunblaðið - 10.02.1968, Side 4

Morgunblaðið - 10.02.1968, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 19m Hverfisgötu 103. Síxni eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIG/VN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. IP/R/LSff/á'F RAUÐARARSTlG 31 SllVII 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholti 6. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu AUÐVITA9 ALLTAF er sanngjörn bón fjfJlda sjón- varpsnotenda. ^ Einlægnisorð, sem snertir andleg viðhorf 'Ar Fær bók í stað þeirrar, sem bökuð var upp Ólafur Ó. Jahnson skrifar í dag svar til Einnar afskaplega forvitinnar, en bréf hennar birtist Ibér í dálkunum sl. föstudag. í dálkum yðar þann 2. febrú- ar sL lásum við tilskrif „Einn ar afskaplega forvitinnar“, en efnd þess snýr að nokkru leyti að okkur, af því að við höfum. á okkar snærum urmboðið á ís landi fyrir Pillsbury hveiti- verksmiðjurnar í Bandan'kjun- um. Bregðumst við snarlega við óskum bréfritara og send- um yður, Velvakandi góður, nýjustu útgáfu að bökunarbók Ann Pillsbury, og biðjum yð- ur góðfúslega að koma bók- inni á framfæri við „Eina af- skaplega forvitna“. í>ví miður getum við ekki útvegað henni nýtt eintak af gömlu bókinni, sem hún hefur „bakað upp til agna“, en vænt um þess að þessi nýja útgáfa reynist eins vel, eða jafnvel betur. Biðjum við ,,Eina af- skaplega forvitna" að fara vel með bókina, því að þetta er síðasta eintakið, sem við eig- um. Það kynni svo að vera á- hugaefni fyrir bréfritara, og ef tál vill fleiri, að Bryndís Brynjólfsdóttir frá Selfossi er nú bróðlega á förum til Tex- as sem íslandsmeistari í bök- unarsnilli, samkvæmit úr- skurði dómnefndar á nýafstað- inni bökunarkeppni Pillsbury hér á landi. í Texas leiða sam an hesta sína sigurvegarar í samskonar bökunarkeppnum frá öllum fylkjum Bandaríkj- anna, en sigurvegarar annars staðar að úr heiminum, og þar með talin Bryndís, eru heiðurs gestir. Að keppni þessari lokinni verður svo aftur prentuð enn ný útgáfa af „The Pillsbury Bake-Off Cook Book“ og er jafnvel ráðgert að gefa út ís- lenzka þýðingu af bó’kinni í ná- inni framtáð. Verður frekari upplýsingum um það komið á framtfæri, ef úr því verður. Með beztu kveðjum, pr. pr. O. Johnson & Kaaber hf Ólafur O. Johnson, Komi og sæki bókina Bókin, sem um getur í bréfi Ólafs, er nú í vörzlu Velvak- anda, sem biður Eina afskap- lega forvitna að gera svo vel að vitja hennar þangað. smttur smurt brauö 8 HÖLLIN1 brauðtertur )opiö frá kl. 9-23:30 LAUGALÆK 6 9» SÍMI 30941 næg bilastædi( Ræða efni mynd- anna marga næstu daga Bréfritari ,sem kallar sig H. H., skritfar Velvakanda og tekur upp vörn fyrir sunnu- dagsmyndir sjónvarpsins, sem E. T. gagnrýndi hér í dálkun- um sl. laugardag. í bréfi sínu segir H. H. m.a: Velvakandi. Laugardaginn 3. feb. birtir þú í dólkum þínum bréf frá E. T. sem krefst þess að Sjón- varpið sendi enskar kvikmynd- ir, sem það sýnir á sunnudags- köldum heim til ,,föðurtúna“. E. T. nefnir þetta sanngirn- iskröfu og rökstyður hana m.a. með því að kvikmyndir þessar séu ódýrar, í þeim leiki fáir leikarar og slæmir, sviðið allt- af það sama, og hugmyndaflug framleiðenda langt undir lág- markskröfu. Tilgangsleysi er orki spaugilega á venjulegan íslenzkan áhorfenda, særi jafn- vel blygðunarkennd hans o. s. frv. Ef allir væru sammála um al'lt þetta svo og það sem hér er sleppt að endurtaka úr árósar- grein E. T. á umræddar kvik- myndir, væri sannarlega tíma- bært fyrir „sensorinn" hjá Sjónvarpinu að hefjast þegar handa við að skritfa „aðstand- endum samúðarkveðjurnar." En reyndin er bara allt önn- ur. Fjöldi fólks fylgist með þessum myndum af miklum áhuga, ræðir efni þeirra marga næstu daga, jafnvel á vinnu- stöðum. Að vonum er fólk yfir- leitt ánægt með þær, því að þær eru prýðilega gerðar af hendi leikstjóra og tökumanna. Skínandi vel leiknar og að efni til vandaðar en látlausar á yfirborðinu, hvar undir brenna eldar mannlegrar til- finninga og ástríðna, eins og gengur í daglega Hfinu sem fáir veita þó verðskuldaða at- hygli. Það er kjarni þessara óvenjulegu kvikmynda. Auð- vitað eru þær misjafnar en þær eru flestar góðar og sumar mjög góðar. „Sensor" Sjónvarpsins er því beðinn að verða ekki við kröfu E. T. ef til hefur staðið, það A. J. á Akureyri skrifar: Móðir skrifar í Velvakanda 25. jan. 1968, athyglivert bréf. Með gleði les ég hvert orð, sem kemur fram í Velvakanda, skrifað í emlægni og alvöru um hin sönnu velferðarmál okkar allTa. í bréfi móður seg- ir: „Á nýársnótt var efst í huga mér þakklæti". Þar er göfug lifsskoðun á ferð, bara að við ættum hana sem flest. Niður- lagið er mjög athyglivert; ég endurtek það. „Einnig hét ég því að reyna að láta ekki smá- muni lífsins verða otf stór áhyggjuefni, en treysta á hand- leiðslu Guðs.“ — Vissulega vildi ég geta gert þau orð að mínum, sem og bréfið allt. Fleiri skyld bréf berast við og við, og finnst mér það mik- illa þakka vert ,ág meina, hvert einlægnisorð, sem snertir okar andlegu viðhorf til dag- elgs lífs og sem gæti orðið til að móta breytni okkar. — Kannski legðum við þá ekki alveg eins mikið upp úr þessu endalausa „dedúi við kropp- inn“ (svo ég noti hið ágæta orðalag Hjartar Pálssonar fréttamanns, þó í öðru sam- bandi væri, og sem ég vona hann misvirði ekki.) En þessi þrjú orð lýsa svo furðulega skýrt ástandi daglegs líís í dag, finnst mér; eða hvað finnst ykkuT lesendur? En er það eins mikið atriði hjá almenningsálit inu í dag, hvaða „flíkum“ and- inn klæðist? Kannske skiljið þið ekki hvað ég meina. Ég ætla að skýra það með leiðbein ingu sem gefin hefir verið — að dulrænum leiðum — en þar sagði: „Einni hugsun megið þið aldrei gleyma, að þið eruð í þjónustu Drottins.“ Já aðeins að við vildum reyna að skilja það, og að það eru ekki bara voðaverkin, sem eru brot á hans boðum. Það er mjög margt annað etf við hugs- um málið. Einnig skyldum við athuga vel, að við þurfum hvorki langskólanám né aðra sér- menntun, til að rækja það þjón ustu'hlutverk; en við þurfum að eiga hlýtt hjarta, sannleiks- ásta — og hóværð — til að geta þjónað því, ag ein-s og móðir sagði, treysta á handleiðslu Guðs — og biðja. — A. J. Húsbyggjendur Gerum tilboS í allt tréverk eftir að húsið er orðið fokhelt (eða hluta atf tréverki). Allt á einum stað. TIMBURIDJAN H.F. við Miklubraut. — Sími 36710. Nauðungaruppbnð sem auglýst var í 28., 30. og 31. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1967 á hluta í húseigninni nr. 21 við Frakastág, hér í borg, þingl. eign Guðbrandar Guðmundissonar og leitað tilboða í á nauðungaruppboði, sem fram fór 15. og 21. ágúst 1967 á eigninni sjálfri, verður seldur vegna vangreiðslu á uppboðsverði á nauðungarupp- boði, sem fram fer á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 14. febrúar 1968, kl. 2 síðdegis. Reykjavík, 8. febrúar 1968. Kr. Kristjánsson, setuuppboðshaldari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.