Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1968 13 Jón Eldon framkvæmdastjóri IVfi i n n i n g Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR HARKAN SEX í GÆR var gerð útför Jóns Eldons, framkvœmdastjórav en hann lézt í upphafi vikunnar. Með Jóni Eldon er fallinn í valinn góður drengur og vildar- maður, sem öllum verður eftir- minnilegur, er hann þekktu. Hahn var enn í broddi lífsins, þegar andlát hans bar svo snöggt og óvænt að höndum, fullur lífs- vilja og lífsmagni, í miðri önn nýrra verkefna. Vinir hans hugðu að langur starfsdagur væri enn frámundan, en svo átti ekki að verða. Hann var aðeins 48 ára, þegar hann féll frá, fæddur 20. febrúar 1919. Ungur aflaði Jón sér verzlun- armenntar og lagði stund á verzlunar- og viðskiptafræðx í Englandi skömmu fyrir heims- styrjöldina. Eftir heimkomuna hóf hann störf við viðskipta- og skipaútgerðarfyrirtæki. Starfaði hann m.a. alllengi hjá Eimiskipa- félagi- íslands. Á ofanverðu áui 1952 hóf hann störf í fyrirtæki Berríhard Petersen, þar sem hann starfaði allt til sumarsins 1966, er hann varð framkvæmda- Stjóri fyrirtækisins Lýsi & Mjöl h.f. í HafnarfirðL Það var engin furða, þótt Jóni færust viðskipta- og fram- kvæmdastjórastörf vel úr hendi, og til hans væri leiitað með æ umsvifameiri verkefni á þeim vettvangi. Snyrtimennska og háttprýði voru eðlislægir þættir í fari hans, samfara þeirri kost- gæfni og þeim dug, sem gerði erflð verkefni að auðleystum. Enn kom þar til, að ljúfmennska hans og háttvísi var slfk, að hann eignaðist ekki kunningja, held- ur vini. Um það kunna sam- verkamienn hans á liðnum árum ór.æk-ust vitni. Hann var höfð- ingi í lund og höfðingi í raun, hátíðarmaður í þess orðs fyllstu merkingu. Slíkir kostir eru fátíðir í fari manna, en allt frá því fundum okkar bar fyrst saman fyrir meir en áratug, hefur mér ekki þótt þeir prýða aðra menn betur. Fráfall hanis bar að á miðjum hörðum vetri, en fyrir hugskots- sjónum vina sinna stendur hann sem maður hins ljúfa sumairs. Erfðamörk og mannkosti saekja menn í ættir sínar. Móðir Jóns, frú Hlín Johnson í Herdísarvík, var með svipmestu kontum sinn- ar samtíðar, ógleymanleg öllum, sem hana sáu, persóna, sem sæmt hefði hverri íslendingasögu. í garði slíkrar konu hafði ungum ÞANN 1. júlí 1968 ganga í gildi nýjar reglur um innflytjenda- leyfi til Bandaríkjanna Fram til þessa hefur mátt veita ákveðinn fjölda innflytjendaleyfa frá hverju einstöku landi, en nú verð ur einn sameiginlegur árlegur kvóti fyrir allan heiminn. Rétt er að taka fram að þetta hefur engin áhrif fyrir ferðamenn, námsmenn o s. frv. Á undanförnum árum hefur kvóti íslands af innflytjendaleyf- um til Bandaríkjanna verið eitt hundrað á ári. Hefur aðsókn ekki verið meiri en svo, að allir þeir, sem hafa í höndum nauð- synleg skjöl og uppfylit hafa nauðsynleg skilyrði, hafa getað fengið innflytjendaleyfi, á stutt- um tíma Sámkvæmt hinum nýju regl- um hefur ísland ekki lengur á- kveðinn kvóta af innflytjenda- leyfum, heldur verða íslendingar í beinni samkeppni við fólk alls- staðar að úr beimimum. í sum- pilti verið búið veganesti, sem lengi mátti endast, þótt þar væri ekki auður í ranni. Þar fór kona, sem hálfan heiminn hafði séð, en bjó þó að rótum íslenzkrar þjóð- menningar. í Herdísarvik var Jón með móður sinni á unglings- árunum og þar kynntist hann Einari Benediktssyni. Þau kynni urðu til þess, ekki að óvæntu, að Jón mat Einar allra manna mest, ekki aðeins skáldið, heldur líka manninn. Efalaust hafa árin í HerdísarVík átt þátt í því að glæða með honum þá virðingu og ást á landinu, ljóðinu og sög- unni, sem öllum ísilendingum er gefin í meira eða minna mæli. Hugurinn dvaldi löngum þar suður frá og þangað fór hann mörg ár til móður sinnar, og enn eftir að húsið stóð autt. Jón Eldon sóttist ekki eftir veraldarframa, því hann var sjálfum sér nógur. En hjá því gat þó ekki farið, að hann væri kvaddur til ýmissa starfa vegna ljúfmennsku sinnar og mann- kos'ta. Hann var í forystu félaigs- ins Braga, sem annaðist útgáfu verka Einars Benediktssonar, og í heimabyggð sinng Kópavogi, tók hann þátt í rmargvíslegri félagsmálastarfsemi. Hann hafði búið sér afbragðs heimili og bjó þar við rausn og höfðingsskap. Af fjölskyldu sinni varð hann hamingjumaðuT. Nú þeysir Jón Eldon ekki lengur á gæðingum sínurn út í náttlausa voraldar veröld hinna íslenzku heiða, eða slær á létta strengi á góðra vina fundi, eins og svo* oft fyrrum. Sköpum er skipt í einni andrá. Stór er sá harmur, sem nú er kveðinn að eiginkonu hans, og fimm ungum börnum þeirra. En minningin um mikinn og góðan dreng mun lifa. Gunnar G. Schram. um löndum eru margra ára bið- listar eftir innflytjendaleyfum og verður fólk nú afgreitt í þeirri röð, sem það hefur lagt inn um- sóknir sínar. íslendingar, sem leggja inn fullgildar umsóknir, eftir að hinar nýju reglur ganga í gildi, geta því átt von á því að þurfa að bíða í nokkur ár eftir innflytjendaleyfi. >eim sem hafa í huga að sækja um innflytjendaleyifi íil Banda- ríkjanna er því bent á að hafa samband við sendiráð Bandaríkj- anna, til að kynna sér hvaða á- hrif þetta hefur á þeirra mögu- leíka til ^ð fá slíkt leyfi. AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8D ELDUR f ÆÐUM. 456 bls. Bókaútgáfan Fjölvi. Reykjavík, 1967. MYNDIR úr lífi og viðhorfum - þeirra, sem uppi voru um alda- mót — þannig hljóðar undir- titill rits þess hins mikla, sem Þorstelnn Thorarensen er nú að setja saman um sögu aldamóta- áranna; og þegar komin tvö bindi, mikil að vöxtum. Með undirheitinu mun höfund ur vil'ja gefa í skyn, að ekki beri að líta á verk hans sem sam- felldan kafla Íslandssögunnar, heldur sem einstakar, sjálf- stæðar myndir, safn til sögu fremur en sagnfræði í 'víðtæk- asta skilningi. Ætti að flokka þetta rit meðal annarra sagnfræðirita, mundi það tæpast eiga heima með yfir- litsritum, það er að segja ritum um stjómmálasögu og menning- arsögu á breiðum grundvelli. Þetta rit ætti fremur heima með ritum, sem samin hafa verið um einstaka menn, og má í því sam- bandi minna á rit Kristjáns Al- bertssonar um Hannes Hafstein og rit Sveins Skorra um Gest Pálsson. Þorsteinn bregður sviðs ljósi sinu yfir einn og einn í einu. Rit harts er því — fremur en samfelld saga — raðkvæmir þættir af einstökum mönnum. Aðferð Þorsteins minnir um surnt á aðferð fyrrgreindra höf- unda, Kristjáns og Sveins. Við- honf hans gagnvart efninu er á hinn bóginn allt annað. Þor- steini verður aldrei á að einangra viðfangsefni sín. Hann getur sagt frá manni án þess að draga taum hans í einu og öllu, jafnvel á annarra kostnað. Er samkvæmt því ekki fjarri lagi að segja, að aðferð hans &é ævisagnaritarans, en sikilningur hans sé sagnfræð- ingsins. Eldur í æðum, þetta annað bindi í röðinni, fjallar um eftir- greinda menn: Skáldið Jóhann Gunnar Sigurðsson; Jón Olafs- son ritstjóra; Thoroddsensbræð- ur, einkum Þórð og SkúLa; og loks, um Þorstein Erlingsson. Nafn bókarinnaí er sótt í kvæði, sem skólapiltar í Reykjavík kirjuðu vegna tilkomu fyrsta ís- lenzka ráðherrans. „Vér eigum nógan eldinn bræður“ — þannig hófst það kvæði. Kjörið nafn á bók, sem fjallar um þessa tíma, þegar ekki mátti á milli sjá„ hvor heitar brann: eldur haturs eða eldiur hugsjóna. Tímarnir voru endiurreisnar- tímar. Á slíkum tímum reynir á krafta hvers og eins. Og því meir sem einstaklingurinn má sín, því meiri persónusaga verð- ur heildarsagan. Svo þröngur var vettvangur þjóðmálanna um síðustu alda- mót, að ýfingar skólapilta í ein- ustu menntastofnun landsins gátu orðið upphaf flokkadrátta, sem síðar skipuðu þeim, fuU- orðnum, í andstæðar ef ekki fjandsamlegar fylkingar. Stjórn- málabaráttan varð að styrjöld milli manna; sturlungaöld, þar sem hver reyndi að koma öðr- um á kné; markmiðið varð ekki aðeins að eyða málflutningi and- stæðingsins; til þess þurfti líka að eyðileggja hann sjálfan. Eng- !n miskunn. Jafnvel fyrsta innlenda ráð- herranum, langþráðu jarteikni innlendrar stjórnar, jafnvel hon- um var tekið með heitingum og svívirðingum: „Hötum þennan hund, sem hefur dans'ka lund“, kváðu skólapiltar við raust. Eðlilegt er, að meðal alis þess, sem frá er sagt í Eldi í æðum, fari mest fyrir frásögnum af Skúlamálum. Þau mál virðast hafa verið 'býsna einkennandi fyrir baráttuaðferðirnar, eins og þær tíðkuðust undir lok lands- höfðingjatímabilsins. Kveikja sjálfra máiaferlanna var ekiki merkileg. Yfirvarpið gat ekki merkilegra verið. En S'kúlamál urðu um það er lauk svo stórpólitísk, að hrikti í öllu stjórnmálakerfinu. Um stund voru þau sú hringiða, sem safnaði að sér öllum þeim póli- tísku straumum, sem þá hrærð- ust með þjóðinni,- og skiptu þeim Þorsteinn Thorarensen í tvær rastir: með og móti Skúla. Annars vegar stóð landshöfð- ingjavaldið — lánds'höfðingi leit á sig sem húsbónda og embættis- mennina sem ráðsmenn sína. Skúla megin stóðu þjóðthollir menn, margir hverjir ungir og brennandi í andanum. Þeir hlutu að finna á sér, að ný' tíð var í vændium — að húsibóndavald í stjórnmálum mundi brátt teljast til liðins tíma. Skúlamál voru því fyrirboði nýrra tíma. Mörgum áratugum áður höfðu Skagfirðingar fjölmennt heim tifl amtmanns síns í þeim vændum að lækka í honum rost- ann. Amtmaðurinn sat í annarri sýslu. Bændurnir náðu ekki einu sinni tali af honum og þeystu heim til sín eftir að hafa fest upp á grindur fyrir framan hús hans nokkrar línur honum til „hressingar". Þegar Lárus rannsóknardóm- ari kom vestur á ísafjörð gagn- gert £ þeim tilgangi að koma Skúla á kné, 'hlaut hann að kenna á því, Ihve fylgjendur Skúla voru margir á staðruum, og þeir fylgdust með hverju hans fótmáli. Sauðsvartur almúginn var óiforvarandis orðinn áhrifa- vald í pólitíkinni. Má því með nokkrum sanni segja, að S'kúla- mál séu fyrsta dæmi þess, að ís- lenzkur stjórnmálamaður hefði beinan stuðning af mannfjölda í þéttbýli. Að vísu var ísafjörður engin stórborg fyrir aldamót: íbúaT tæpt þúsund. Sá íbúaifjöldi tald- ist þó á islenzkan mœlikvarða hreint ekkert fámenni; kann meira að segja að hafa riðið baggamuninn í Skúlamálum: þegar grunur lék á, að Lárus ætl aði að taika Skúla fastan, var liði safnað. Og sá liðsafnaður mun hafa verið hvergi árenni- legur. Og að málaferlunum loknum var landshöfðingi ekki í vafa um, hvaða álhrif slíkur „mann- fjöídi“ kynni að hafa á rás við- burðanna. Með því að beita áhrifum sínum til hins ýtrasta tókst honum að haga svo til, að Skúli fengi ekki aftur það em- bætti, sem hann hafði þó ólög- lega verið hrakinn frá, heldur skyldi honum boðin Rangár- vallasýsla, dæmigerðasta dreif- býlishérað landsins. Það skyldi tákna pólitíska útlegð. Að sjálf- sögðu hafnaði S'kúli því eins og hvarju öðru smánanboði. Eins og fyrr segir, fer lang- rnest fyrir Skúla Thoroddsen í þessari bók. Þegar honum slepp- ir, tefeur við frásögn af Þor- steini Erlingssyni, manninum og skáldinu. Þó óliku sé saman að jafna ,stjórnmáiamanni og em- bættismanni annars vegar og fá- tæku skáldi hins vegar, fer vel á, að Þorsteinn skuli koma næst á eftir Skúla. Báðir voru þeir menn nýrra tíma. Og Þorsteinn var líka einn þeirra mörgu á’hrifamanna, sem studdu Skúla. Fyrir löngu hefur þjóðin gert sér fastmótaða helgimynd af Þorsteini Erlingssyni — í sam- ræmi við . kveðskap hans, svo sem sá kveðskapur kom ungu kynslóðinni fyrir sjónir um alda- mótin. f ímynd þjóðarinnar var Þorsteinn. maðurinn, sem reiddi vönd réttiætis og mannúðar yfir hræsnara, okrara og níðingi og varði lítilmagnann. Og börnin gerðu sér um hann þá hugmynd, að hann væri góði maðurinn, sem þætti svo vænt um sm.áfuglana. Ljcsmyndir eru til af Þor- steini og segir nafni hans, Tíhor- arensen, svo um þær: „Til eru myndir af Þorsteini Erlingssyni frá þessu tímabili. Það er sérsta’klega ein mynd, sem algengast er að birtist aí honum í bókum og í blöðum, og sýnir ihún greinilega, að hann er mjög laglegur í andliti. Þó er ég hræddur um að sú mynd gefi ekki alveg rétta mynd af hon um. Hún er oft birt í mjög dökk- um tóni, sem gefur til kynna að hann hafi verið svarthærður, en það er ekki rétt. Hann var á yngri árum Ijós yfirlitum, dök'kn aði heldur um miðjan aldur, svo að hann mátti heita brún-skol- hærður, en um þessár miundir voru hár og skegg farin að grána mjög. Það gefur ekki heldur rétta mynd af honum, að mjög hefur verið teiknað í filmplöt- una, svo að engu 6r lí'kara en að augnabrúnirnar séu málaðar og andlitshúðin mjúk og slétt, én hvorugt er réft, heldur var and- litsihúð hans jafnvel nokkuð gróf. Annars var maðurinn sér- staklega yfirlætislaus í fram- komu og sneyddur allri hégóma- girni“. Þessi frásögn af myndinni, sem teiknað var ofan í, er að ýmsu leyti táknræn, því þannig hefur þjóðin fyrir löngu teiknað ofan í hugmynd sína um Þor- stein, þar til hún var orðin slétt og felld og hruikkulaus. Og óneitanlega hafa fræði- menn hjálpað til að fegra þá mynd. Ritgerð Nordals, sú sem prentuð er framan við Þyrna, er t.d, hreinn og beinn eldhúsreyf- ari. glamor-mynd. Sama máH hefur gegnt um mat þjóðarinnar á kveðskap Þor steins. Kvæði hans skyldu vera hafin yfir gagnrýni. Þau skyldu vera hrukkulaus einis og Ljós- myndin af skáldinu. En hvernig var þá maðurinn á bak við helgimyndina? Þó Þor steinn Erlingsson væri gegn mað ur og gott skáld, var hann ef- laust langtum mannlegri en þjóð in hefur viljað vera láta. Hann var breyzkur engu síður en aðrir menn. Og séu kvæði hans skoðuð nið- ur í kjölinn, finnst ekiki aðeins meðal þeirra sitthvað vel kveðið. heldur líka mikið af léttvægu frauði, sem hefði sómt sér bet- ur í b'-aðagreinastíl heldur en í bundnu múli. Þó furðulegt megi teljast, mun þó sú kveðskapur- inn — hvassar ádeilugreinar með rími og ljóðstöfum — ekki hvað sízt hafa lyft Þorsteini upp í það þjóðskáildssæti, þar sem hann hefur æ síðan trónað á stalli. í þvítikum kveðskap fann unga aldamótakynslóðin útrás fyrir brenmheitar tilfinningar, sem fyrri kynslcðir höfðu lengi mútt Framhald á bls. 19 IMýjar reglur um innflytj endur til Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.