Morgunblaðið - 10.02.1968, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1968
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
allt ætlaði vitlaust að verða. Ein
hver æpti niðri á fyrstu hæð, en
margir menn, að mér fannst,
komu út úr geymslunni og hlupu
eftir ganginum að lyftunni.
Sterkt ljós kviknaði einhvers
staðar, og ég reyndi að brölta á
fætur. En það tókst rruér ekki.
I>að lá maður þarna á gólfinu,
stynjandi.
Það var O'Brian, skotinn gegn
um brjóstið.
39. kafli.
Ég lá í rúrninu iheima hjá ung-
frú Mattie, áður en Jim kom í
heimsókn til mín. Ég vissi frá
Tony og eins úr blöðunum, að
morðinginn hafði verið innikró-
aður þarna um nóttina og hafði
framið sjálfsmorð í lyftunni. En
Tony vildi ekkert um það taia.
— Hann Jim segir þér frá því,
elskan, sagði hann. — Ég þekki
ekki enn söguna út í æsar. Þú
verður að bíða.
Hann var mikið hjá mér. Það
var ekki eins og ég væri alvar-
lega veik. Ég hafði fengið tauga-
áfall og var máttlaus, enda hafði
ég haft mikla áreynslu undan-
farið. Amy Richards stóð yfir
mér og lét þess getið, að enginn
köttur með nokkra sjálfsvirð-
ingu mundi fara að sitja um mig
fyrir utan músarholu.
— Ekkert nema viðhein og
rif, sagði hún með fyrirlitningu.
— Ef hann Tony Wainwright sér
eitthvað við þig, þá hlýtur hann
að vera eitthvað ruglaður. Þarna
nokkra stund í dag og hugsaðu.
síðan álits vina.
Leitaðu
Jómfrúin 24. ágúst — 23. sept.
Reyndu áð innheimta skuldir þínar og
vertu röggsamur. Taktu ekki mark á fánýt-
um loforðum um bót og betrun.
Vogin 24. sept. — 23. okt.
Góður dagur til ferðalaga, en helzt
skaltu vera með öðrum. Gróðamöguleikar
á næsta leiti.
10. FEBRÚAR
Hrúturinn 2. marz — 20. apríl.
Óþolinmæði getur eyðilagt margt fyrir
þér. Ljúktu verkum þínum, svo að þú get-
ir notið kvöldsins.
Nautið 21. apríl — 21. maí.
Góður dagur til verklegra athafna. Ger-
ið hýreikninga. Kaupið ekki hluti dýrt.
Tvíburarnir 22. maí — 21. júní.
Skemmtu þér í dag og láttu ekki um
þig sannast að þú sért félagsskítur. Vertu
kátur.
Krabbinn 22. júní — 23. júlí.
Láttu ekki samvizkuna angra þig. Góð-
ar fréttir berast þér í dag.
Ljónið 24. júlí — 23. ágúst.
Reyndu að vera einn með sjálfum þér
Drekinn 24. okt. — 22. nóv.
Vertu ekki þunglyndur, reyndu að
björtu hliðar tilverunnar. Hugsaðu.
sja
Bogmaðurinn 23. nóv. — 21. des.
Skemmtu þér í kvöld. Athugaðu hvernig
fjármálin standa og gerðu viðeigandi ráð-
stafanir.
Steingeitin 22. des. — 20. jan.
Fjölskyldan þarfnast hjálpar þinnar í
dag. Framtíðarhagur þinn byggist á því, að
þú breg'ðir vel við.
Vatnsberinn 21. jan. — 19. febr.
Gættu að heilsufarinu, farðu til læknis,
ef þú telur ástæðu til.
Fiskarnir 20. febr. — 20. marz.
Biddu fólk fyrirgefningar á því, sem þú
sagðir í gær. Haltu fjölskylduboð.
veitingahúaið
ASKUK
BÝÐUR
YÐUR
r
HELGARMATINN
í handhœgum umbúðum til að táka
HEIM
GRILLAÐA KJTJKLINGA
ROAST BEEF
GLÖÐARSTEIKT LAMB
GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ
GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR
HAM BORGARA
Gleðjtð frúna —
f fjölskjlduna — vinina
— njótið
hinna Ijúffengu rétta
heima í stofujðar.
Ef þér óskið
getið þér hringt og pantað
við sendum leiguhíl
með réttina heim
tiljðar.
A S KU R. matreidir fyrir yáur
alla daga mlcunnar
Suðurlandubrau114 simi 38550
er rjóminn þinn. Drekktu hann.
En hún var uppfull af forvitni
um viðburði þessarar nætur í
Klaustrinu. Því að svo virtist
sem ég fengi minn hluta af eft-
irtektinni, sem þeir vöktu. „Lög-
reglumaður alvarlega slasaður.
Æst stúlka skýtur næturvörð".
Hún las fyrir mér fyirsagninar
í blöðunum þangað til. Tony
stöðvaði hana.
— Haltu þér saman, Amy.
Láttu stúlkuna í friði.
— Hún er kannski stúlkan
81
þín?
— Já, með valbrárblettum ög
öllu saman.
— Valbrárbletti, þó þó. Hún
er ekki með einn einasta. Hún
hefur fallegasta hörund, sem ég
hef nokkurn tíma séð.
— Hefðirðu ekki annars gott
af að fara svolítið út að ganga?
Tony var að verða sjálfum sér
líkur aftur. Hann gat komið inn,
brosandi og fært mér eitthvað
mér til skemmtunar, vindlinga-
kassa sem spilaði lag og tvo
fugla, sem tístu. Hann fyllti her-
bergið mitt með blómum, enda
þótt ekkert þeirra væri úr gróð-
urhúsunum i Klaustrinu. Ég furð
aði mig á því, en Jim útskýrði
það fyrir mér.
Hann kom til mín einn daginn,
heldur fbygginn og saigði mér, að
0‘Brian væri að skána.
— En þetta verður langt frá
honum, sagði hann. — Þetta var
stór byssa, Pat. En hann kenmr
þér ekki um þetta. Hann skilur
allt. En hefðirðu gert þetta tíu
mínútum fyrr — eða kannski dá-
lítið seinna — þá hefði það getað
eyðilagt allt fyrir okkur.
— En þetta verður langt frá
nonum, sagði hann. — Þetta var
stór byssa, Pat. En hann kennir
þér ekki um þetta. Hann skilur
allt. En hefðirðu gert þetta tíu
mínútum fyrr — eða kannski dá-
lítið seinna — þá hefði það getað
eyðilagt allt fyrir okkur.
Hann var ekki lengi að segja
mér alla söguna. Hann hafði
vitað talsvert af henni, eftir að
við opnuðum gamla kofortið
hennar Maud. Hann hafði meira
að segja grunað það áður, þegar
hann sá opinberu tilkynninguna
um lát hennar. Hann hafði klippt
hana út og athugað hana. „Jess-
ica Maud Wainwight, ekkja
John C. Wainwright." Svo að
hún hét þá líka Jessica, og svo
var örið á brjóstinu á Don Morg
am.
— Ég fór að velta þessu fyrir
mér. Hann hafði látið skeranafn
ið burt, fyrir ævalöngu, en það
þurfti ekki að þýða neitt sér-
stakt. Möng kvennöfn byrja á
J. En þá fékk ég Tony einn dag-
inn til að tala um föður sinn.
Hann mundi ekki eftir honum.
Sagði, að hann hefði fallið í
stríðinu — fór á vígvöllinn
snemma með Kanadamönnum og
kom aldrei aftur. Ég var ekki
viss um, að hann hefði fallið.
Maud hafði svo gifzt J.C. gamla,
fimm árum síðar. Væri hann enn
á lífi, var þetta mistökin, sem
hún hafði gert. Hún hefði átt að
bíða sjö ár, en það gerði hún
ekki.
Þetta var nú bara tilgáta, en
athugaðu það sjálf. Hann virtist
hafa slegið Evans niður og tek-
ið lyklana han . Hann hafði
brotizt inn í Klaustrið oftar en
einu sinni. Og loks hafði hann
verið myrtur í leikhúsinu þar.
Það hlaut að vera einhver á-
stæða til þess. Og vitanlega var
það svo. Það er hin raunveru-
lega saga.
— Don Morgan var fyrri mað-
urinn hennar Maud. Og sem
meira var svo virtist sem síðari
giftingin hennar væri ólögleg.
Ég vissi þetta vitanlega ekki
og var enn að geta mér til, þang-
að til ég fann þessi bréf hennar
í geymslunni, en ég bar þau sam-
an við einhverjar kvittanir, sem
ég átti í skjalasafninu. Rithönd-
in var sú sama, og loks fór
þetta að taka á sig ákveðna
mynd.
— Við skulum fara ofurlítið
aftur í tímann. Einn dag í á-
gústmánuði fer Maud til borg
arinnar. J.C. gamli er fallinn frá,
en að öðru leyti er hún vel
stödd. Hún á Tony. Hún á nóga
peninga, vini og allt hVað eina.
Hún ekur áfram og þarna er
þá Morgan rétt við bílinn. Hann
sér hana og hún sér hann. Hún
fellur saman í bílnum, en Morg-
an nær í númerið á bílnum, fer
í eftirlitið og fær að vita, hver
hún er.
— Hann hlýtur að hafa feng-
ið kast, manngarmurinn. Ef hann
hefur verið maðurinn, sem þú
sást við gluggann á leikhús-
inu í júní, hefur hann sennilega
verið að reyna að koma auga
á Audrey sem snöggvast en kona
hans er nú orðin frú Wainwright
og slúðurblöðin eru að hafa orð
á því, að Tony og Audrey séu
eitthvað að draga sig saman. Þau
eru hálfsystkini en vita það ekki.
En nú þekktir þú hann Morg-
an. Utan þessarar kvensemi sinn
ar, var hann ekkert afleitur ná-
ungi, en þarna er hann kominn
í fjandans klípu. Hann vill ekki
eyðileggja allt fyrir Maud, en
hann verður að hitta hana.
Hann reynir það en fyrst
verður hún veik og rúm-
liggjandi, og seinna finnur
hann, að hann getur ekki náð
í hana í síma og að hún hefur
einkaritara, sem opnar öll bréf-
in hennar.
Hann er þvi kyrr í borg-
inni, en leigir sér útleigubíl og
er svo að sveima kring um
klaustrið að næturlagi, en ár-
angurslaust. Loksins slær hann
því Evans niður og tekur lykl-
ana hans. Þú veizt framhaldið
af því. Hann vissi vitanlega um
stöðu gamla mannsins, þar sem
hann hafði sjálfur strokið með
dóttur hans.
— Gott og vel. Látum þetta
allt gott heita. En hver myrti
hann? Ég var viss um, að Tony
þekkti ekki söguna, ef nokkur
var. Jafnvel þótt svo hefði ver-
ið, hefði hann aldrei farið að
myrða sinn eigin föður. Hvað þá?
Gerði Maud það? Kynni að vera.