Morgunblaðið - 22.02.1968, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1968
3
AIXS er nú saknað 14 hrossa,
sem eru í eigu hestamanna í
Reykjavík og nágrenni. Öll
hurfu þessi h*oss síffla sum-
ars og í haust úr högum, þar
sem þau höfðu veriS lengi
með öðrum hrossum- Þrátt
fyrir mikla leit og víðtæka
eftirgrennslan hafa hrossin
ekki komið í leitirnar. Nokkr-
ir hrossaeigendur komu sam-
an í fyrradag og báru saman
ráð sín og var blaðamaður
Mbl. viðstaddur fund þeirra.
I»ar kom fram, að hrossaeig-
endur ætla að senda skýrslu
um málið til yfirsakadómar-
ans í Reykjavík. Það er trú
hrossaeigenda hrossin hafi
verið tekin í misgripum og
nýlega var einu hrossi skilað
þegjandi og hljóðlaust í haga,
sem það hafði horfið úr í
desember sl.
Mósi Kristins Ólasonar er einn týndu hrossanna- Mósi’ er 9 vetra og með stærstu hestum.
Þetta eru mistðk, ekki
þjófnaðir af ásettu ráði
— segja eigendur týndu hrossanna,
en þeir munu innan skamms senda
yfirsakadómaranum í Reykjavík
skýrslu um hvörf jbeirra
Þessara hrossa er saknað.
Jón E. Halldórsson. rann-
sóknarlögreglumaður, saknar
7 vetra hests, sem er dökk-
brúnn að lit. Mark: heilrifa
vinstra- Hesturinn hivarf frá
Sjávarfhólum á Kjalarnesi
síðast í október.
Jón Sigurbjörnsson, leikari
saknar 6 vetra hests, sem er
leirljós að lit, ættaður frá
Kolkuósi í Skagafirði.
Hesturinn hvarf frá Braut-
arbolti á Kjalarnesi um mán-
aðamótin nóv.—des.
Sigurtojörn Eiriksson, Álfta
nesi, saknar 9-—10 vetra
hryssu, sem er brúnjörp að
lit. Mark: heilrifað og fjöður
aftan bæði. Hryssan gást síð-
ast í byrjun september.
Þórhallur Halldórsson,
fulltr. hjá Heilbrigðiseftirlit-
inu, saknar 7 vetra hests,
sem er jarpur að lit og dökk-
ur á tagl og fax. Mark: bitið
framan, bitar tveir aftan
hægra, bitið aftan vinstra.
Þessi hestur er góður gæð-
ingur undan Nökkva frá
Hóimi. Hann hvarf frá Korp-
úlfsstöðum í júni sl.
Kristinn Ólason, brunavörð
ur, saknar 9 vetra hests, sem
er mósóttur að lit. Þessi hest-
ur er stór og milkill, en hann
hivarf af Stokkseyrarselstún-
inu við Eyrarbakka síðast í
október,
Aðalsteinn Þorgeirsson á
Korpúlfsstöðum saknar 5 v.
hegts, sem er vindrauður að
lit. Mark: tvístýft aftan
viinstra og bitið aftan hægra.
Hesturinn bvarf af Korpúls-
staðatúninu um mánaðamót-
in júlí—ágúst.
Haukur Níelsson á Helga-
felli í Mosfellssveit saknar
tveggja vetra hryssu, sem er
rauð að lit, tvístjömótt-
Stanley Jónsson í Reykja-
vík saknar vetur gamallar
hryssu, sem mósótt að lit.
Báðar þessar hryssur hurfu
skyndilega í haust úr girð-
ingu frá öðrum tryppum..
Gunnar TryggVason, starfs
maður Fáks, lei'tar 5 vetra
hests, sem er svartkjömmótt-
ur að lit. Hesturinn hvarf
frá Arnartoolti í nóvemtoer.
Si'gurpáll Sigurðsson,
Reykjavík, saknar 8 vetra
föngulegs hests, sem er dökk
brúnn að lit. Hesturinn hvarf
frá Fitjakoti á Kjalarnesi
síðla sumars.
Þá er saknað tveggja hrossa
frá Stokkseyri og tveggja frá
Eyrarbakka, sem hurfu í
haust úr girðinguim frá öðr-
um hrossum.
Mistök eða afbrot.
Allir hrossaeigendurnir,
sem funidinn sátu, voru sam-
mála um, að hvörf hross-
anna væru af mannavöldum,
en töldu að þar væri um
mistök að ræða, Spurn-
ingin um hrossáþjófnað er
fráleit í þeirra augum..
Þeir bentu á, að í sumum
til'felluim væru lík hross á
flækingi þar sem hross þeirra
hefðu horfið og einnig sögðu
þeir, að nú væri nokkuð mik-
ið um uppboð á hrossum sem
enginn leitaði eftir. Spurt
hefur verið um týndu hross-
in á öllum hugsanlegum stöð
um og viðtæk leit verið gerð.
Möguleikana á því að hross-
in hefðu farizt, er að mestu
búi'ð að útiloka m*eð leit í
skurðum og annars staðar,
þar sem hross gætu týnzt.
Þá styður það einnig skoð-
un þeirra, að flest þessi hross
voru hagvön og hurfu frá
öðrum hrossum, sem þau
höfðu lengi verið í haga með.
I>á kváðust þeir einnig
hafa aðgætt, hvort verið gæti,
að hrossin hefðu veríð seld
til slátruniar og kom í ljós, að
svo er ekki, enda töldu þeir
að hrossaþjófnað þyrfti ekki
að ræða í þeirri mynd, sem
fyrr segir.
Þegar blaðam.aður Mbl. lét
í Ijós furðu sína á því, að um
mistök gæti verið að ræða
sagði Aðalsteinn á Korpúlfs-
stöðum þessa sögu:
Ei'tt sinn kom til mín mað-
ur að sækja tvö hross sín.
Þessi maður er enginn rati
á hross og taldi ég ástæðu-
laust að stan-da yfir honum
á meðan ha.nn tæki hestana.
Eftir nokkra stund kemur
þessi maður inn til mín og
segir: Nú er ég búinn að
setja hestana m.ína á bílinn.
Gekk ég þá með honum út
svona fyrir kurtei'sissakir og
viti menn — það fyrsta sem
ég sá var hestur, sem ég átti
og komiinn var upp á bíl
mannsins. Ég benti honum á
þetta og það kom í ljós, að
hesturinn, sem hann var að
sækja var líkur miínum, og
tók maðurinn minn hest fyrir
sinn,
í framlhaldi af þessari sögu
voru sagðar ýmsar fleiri sög-
ur um misgrip hesteigenda og
voru sumar æði spaugilegar.
Er skaði, að ekki skuli vera
rúm fyrir þær hér, en vissu-
lega styrktu þær mjög trú-
hesteigenda í augum blaða-
mannsins.
Hesturinn hans séra
Sigurðar.
Séra Sigurður Haukur Guð
jónsson saknaði hests, sem
hvarf úr haga í Ölfusinu. Séra
Sigurður leitaði hestsins mik
ið, en allt kom fyrir ekki-
Það var engu líkara en jörð-
in hefði gleypt hann. Nú fyrir
skemimstu, eftir að umræð-
urnar út af hvarfi hrossanna
hófust, er hestur séra Sig-
urðar allt í einu kominn atft-
ur í sinn haga og var koma
hans ekki síður dul’arfuill en
brottförin. Hesturinn er fei’t-
ur og lítur vel út — leynir
því ekki. að hann hefur verið
hatfður á gjö'f.
Þessi saga styrkjr enn þá
trú, að um misgrip sé að
ræða í þessum hrossamálum.
En ef . . . . ■
En ef nú engu að síður er
hér um hrossaþjófnaði að
ræða^ skulum við aðeins líta
á, hvað þjófarnir eiga í vænd
um, ef upp um þá kemst.
Samkvæmit núgildiandi hegn
ingarlögum. varðar slífct fram-
ferði við 244 gr. hegningar-
laganna og getur varðað allt
að sex ára fangelsi, svolítið
mismunaindi eftir eðii brots-
ins.
í Grágás, elztu lögfbók ís-
lendimga eru viðurlögin fjör-
baugsgarður, en með tilkomu
Júnstoókar syrti heldur í ál-
inn hjá hrossaþjótfu'num.. Þá
urðu viðuirlögin líkamsrefs-
inga.r ýmiss konar og jafnvel
lfflát, ef um ítrekað eða stór-
fellt brot var að ræða-
Það er því ekki nema eðli-
Framhald ai bls. 5
1
Jón E. Halldórsson á Blæ sín um, sem nú er saknað.
STAKSTEINAR
„Þar með er þessi
blekking úr sögunni"
Það hefur verið einkar upp-
lýsandi að fylgjast með hinum
mismunandi yfirlýsingum Fram-
sóknarmanna síðustu mánuði um
verðfallið á helztu útflutnings-
vörum Iandsmanna. í nóvember
og desember gerðu helztu tals-
menn Framsóknarflokksins á
Alþingi lítið úr verðfallinu, og
ber þar hæst hinn fáránlegi mál-
flutningur Sigurvins Einarsson-
ar, sem Eysteinn Jónsson, þá-
verandi formaður Framsóknar-
flokksins, endurtók í útvarpsum
ræðum skömmu síðar. Eysteinn
Jónsson sagði m.a.:
„Ríkisstjórnin segir, að ástæð-
an sé verðhrun á útflutningsvör-
um og aflabrestur. Svo langt
ganga þeir í áróðri sínium í
þessu tilliti, að þeir svífast þess
ekki að bera þróunina í þessum
málum nú saman við verstu
áföll, sem íslenzka þjóðin hefur
orðið fyrir á þessari öld, þ.e.a.s.
verðhrun og markaðshrunið fyr-
ir stríð. En hverjar eru stað-
reyndirnar? Þær segja allt annað,
meðalverðlag helztu útflutnings-
vara þessa árs, verður álíka hátt
og meðalverð síðustu 5 ára, en
á þeim 5 árum hefur meðalverð
á útfluttum vörum verið óvenju-
lega hátt og 2 þessara ára topp-
verð, sem við höfum naumast
áður þekkt dæmi tii. Þar með er
þessi blekking úr sögunni".
Annað hljóð
í strokknum!
Siðan Eysteinn Jónsson við-
hafði þessi ummæli í alþjóðar-
áheyrn hefur tónninn í Fram-
sóknarmönnum breytzt töluvert.
Þess fór þegar að gæta fyrir
nokkrum vikum á Alþingi. Menn
veittu því athygli ,að Framsókn-
armenn voru skyndilega reiðu-
búnir til þess að viðurkenna að
verðfallið hefði orðið atvinnu-
vegunum og þjóðarbúinu þungt
áfall. Það er nú komið í ljós,
hvað valdið hefur þessum tón-
brigðum helztu forsprakka Fram
sóknarflokksins. Fregnin um erf-
iðleika SÍS á að gera skil til
bankanna á afurðaverði útfluttra
sjávarafurða hefur vakið mikla
athygli og greinilega hefur vitn-
eskjan um það mál haft áhrif á
afstöðu Framsóknarforingjanna
til verðfallsins.
„Mikið tap af verð-
falli sjávarafurða"
Framsóknarmálgagnið ræðir
þetta mál í forustugrein á fyrra-
dag, og nú er engin tilraun gerð
til þess að gera lítið úr verð-
fallinu, heldur þvert á móti.
Blaðið segir: „. . . . að fjölmörg
fyrirtæki hafa orðið fyrir mikiu
tapi af verðfalli sjávarafurða,
bæði beint og óheint .... Mörg
rótgrónustu atvinnu- og verzl-
unarfyrirtæki landsins eiga í
miklum rekstrarvandræðum af
þessum ástæðum. Það væri vitan
lega fjarri öllu lagi, ef farið
væri að ráðast á þessi fyrirtæki
og bera þeim á brýn svik og
óstjórn, sökum þess hvernig
komið er“. Það er sannarlega
ástæða til að fagna því að Fram
sóknarmenn eru nú byrjaðir að
sjá erfiðleika þjóðarinnar vegna
verðfallsins í réttu ljósi, en jatfn-
framt her að harma það að til
þess að svo færi, varð Sam-
band ísl. Samvinnufélaga að
tapa a.m.k. 50 milljónum króna.
Það getur orðið dýrt spaug,
bæði fyrir þjóðarbúið og SÍS,
ef slíka atburði þarf til þess að
leiða Framsóknarforingjana í
allan sannleik um þau vanda-
mál, sem þjóðin á við að etja.