Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 199« tripwMMSritfr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. AUKIN FRAMLEIÐSLA EÐA VERKFÖLL? ¥Tm þessar mundir er verið ^ að reka endahnútinn á aðgerðir ríkisstjórnar og Al- þingis til þess að tryggja rekstrargrundvöll atvinnu- vega landsmanna. Vertíðin er þegar hafin af fullum krafti og frystihúsin eru komin í gang. Að loknum örlagarík- um ákvörðunum og erfiðum samningaviðræðum hefur grundvöllur því verið lagður að þróttmiklu atvinnulífi í landinu á þessu ári, þótt eftir sé að sjá hvort aðrar aðstæð- ur, svo sem aflabrögð stuðli að því að svo verði. í sama mund og þannig hefur nokk- uð birt til í atvinnumálum landsmanna, stendur þjóðin nú frammi fyrir þeim mögu- leika, að víðtæk verkföll skelli á í byrjun marzmán- aðar n k., einmitt nú þegar vertíðin stendur sem hæst, Augljóst er ,að slík verkföll mundu hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu þjóð arbúsins á þessu ári, og er þó varla ábætandi önnur þau áföll, sem við höfum þegar orðið fyrir. Það mundi taka þjóðarbúið langan tíma að rétta við eftir slík verkföll og vafasamt er, hvort launþegar mundu nokkru sinni vinna upp það sem tapast mundi við slíkar aðgerðir. Líti menn á aðstöðuna í dag af skynsemi og án póli- tískrar blindu, er ljóst, að það, sem nú skiptir mestu máli, er að auka og efla fram leiðslu atvinnuveganna, en ekki íþyngja þeim með kostn aðarhækkunum. Það höfuð- atriði að auka framleiðsluna og verðmæti hennar er svo augljóslega í hag öllum aðil- um, atvinnurekendum, laun- þegum og þjóðarbúinu í heild, að um það þarf ekki að deila. Forustumenn verkalýðs- samtakanna, hvar í flokki sem þeir standa, hafa þýðing armiklu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Þeir mega hvorki láta innbyrðis stjóm- málaágreining né misskilinn metnað ráða ákvörðunum sínum á næstu dögum og vikum, heldur einungis hags- muni þjóðarinnar og hags- muni umbjóðenda sina. Láti þeir stjómast af þeim leið- árliósum þarf engu að kvíða, annars er hætt við, að illir tímar fari í hönd. 'ISLAND OG EFTA í ræðu, sem Bjarni Bene- * diktsson, forsætisráð- herra, flutti á fundi Norður- landaráðs sl. mánudag, ræddi hann m.a. afstöðu íslands til Fríverzlunarbandalags Ev- rópu og skýrði frá því að rík- isstjórn íslands teldi tíma- bært að ganga til samninga um aðild íslands að Fríverzl- unarbandalaginu og síðar meir bæri að leita eftir við- skiptasamningum við Efna- hagsbandalag Evrópu. I ræðu sinni sagði forsætis- ráðherra m.a.: „EFTA-löndin í heild era stærsti viðskiptaaðili fslands með um 40% af vöruvelt- unni. Frá Norðurlöndum koma um 25% af innflutn- ingnum, en til þeirra fer veru legum hluta minna eða að- eins um 20% af innflutningn- um. Hlutfallið fyrir ísland er í rauninni ennþá óhagstæð- ara en þessar tölur benda til, vegna mikillar rýrnunar á út flutningi okkar yfirleitt á sl. ári, og mjög neikvæðs verzl- unarjöfnuðar eins og sakir standa“. Síðan benti forsætisráð- herra á, að með væntanlegri aðild íslands að EFTA mundu tollar á innflutningi frá Norðurlöndunum lækka og innflutningurinn verða þeim hagstæðari, en hins vegar væri útflutningur ís- lands að langmestu leyti fiskafurðir. Og síðan sagði f orsætisr áðherra: „Þetta hefur í för með sér, að aðeins hluti útflutnings- ins getur komið irndir ákvæð in um fríverzlun, sem EFTA- sáttmálinn kveður á um. Með vísan til 27. greinar sáttmálans um gagnkvæmi fyrir þau aðildarríki, sem byggja efnahag sinn að mjög miklu leyti á útflutningi fisks og annarra sjávarafurða, væntir ísland þess að EFTA- löndin verði fús til tilslakana að því er varðar þann hluta af útflutningi og efnahag ís- lands er sáttmálinn tekur ekki til“. Verðlagsþróunin á mörk- uðum okkar erlendis síðustu tvö árin hefur augljóslega gert það að verkum, að mun brýnna er nú en áður að leita eftir samningum við Fríverzl unarbandalagið og einnig að nokkru leyti Efnahagsbanda- lagið. Yfirlýsingar forsætis- ráðherra um þetta efni á þingi Norðurlandaráðs eru tvímælalaust ein mikilsverð- asta vísbending um afstöðu íslenzku ríkisstjórnarinnar til Fríverzlunarbandalagsins sem fram hefur komið. %SM’JF UTAN ÚR HEIMI Aldarfjóröungur liðinn frá orustunni við Stalingrad UM síðustu mánaðamót voru 25 ár liðin frá því hersveitir Þjóðverja gráfust upp í Stal- ingrad. Þessa merka atburðar hefur verið ítarlega minnzt í blöðum, útvarpi og sjónvarpi í Vestur-Þýzkalandi, og þá sér staklega rætt um mistök Hitl ers, fljótfærni Görings, óheillavænlega hlýðni von Paulus hershöfðingja, sem var yfirmaður þýzka hersins í Stalingrad. Virðist helzt sem eigin mistök hafi orðið Þjóð- verjum að falli. Það er aðeins einn sagn- fræðingur, Walter Görlitz, sem reynt hefur að túlka ósig urinn á annan hátt. í grein, sem Görlitz ritaði í dagblað- ið „Die Welt“, minnist hann á skoðun þýzkra sagnfræð- inga á orustunni um Stalin- grad og segir: „Andstæðing- arnir, sem svo sannarlega voru þar fyrir, 'hafa týnzt í þessum döpru sjálfskoðun- um“. Hugmyndin um að sov- ézkir hershöfðingjar og venjulegÍT rússneskir iher- menn hafi með hugviti sínu og hugrekki sigrað Þjóðverja á erfitt uppdráttar. Önnur skyld hugmynd — að sóknin til Stalingrad hafi í upphafi ekki verið tóm flónska Foringjans, heldur áætlun, sem hefði getað stað- izt — hefur heldur ekki hlot- ið neinn hljómgrunn. Fyrir- sagnir þýzku blaðanna á ald- arfjórðungsafmælinu voru: „Fjöldagröf Hitlers á Volgu- bökkum“ eða „Orusta gegn öllum hernaðarreglum". í frásögnunum er talað um „harmleik" og um orustu sem háð var gegn öllum rökum al- mennrar skynsemi. Nafna sovézku bershöfðingjanna Yeremenkos og Chikovs er getið, en ekki er rætt um þá sem sigurvegara. Fyrsta ógæfan. Þrátt fyrir allt var sóknar- áætlunin í heild ekki tóm endaleysa. Gegn ráðiegging- um yfirmanns herforingja- ráðsins sendi Hitler Sj'ötta herinn, undir stjórn von Paulus, yfir Don-fljótið áleið- is til Stalingrad í þeim til- gangi að stöðva flutninga á Volgu, ráðast yfir stórfljótið og sækja inn á steppurnar og undirbúa töku Kákasus og olíulindanna þar. Sú stað- reynd að Sjötti herinn sótti fram án þess að geta tryggt varnir á því landsvæði, sem hann átti að baki, virtist vera áhætta, er vert var að taka. Þegar fyrsta ógæfan reið yfir — þegar sovézku varnar- sveitirnar mættust við Kalatch 23. nóvember 1942 og lokuðu þar með aðflutnings- leiðum til þýzka hersins í Stalingrad — mátti á vissan hátt afsaka þá ákvörðun Hitl- ers að neita von Paulus um heimild til að brjótast út úr herkvínni. Þjóðverjum hafði alltaf tekizt að rjúfa umsátur þegar þeir þurftu á að halda, og í Stalingrad hafði von Paulus bundið sjö heri 9ov- étríkjanna. Ef honum tækist að halda í horfinu í Stalin- grad þar til liðsauki bærist, var borgin stökkbretti yfir Volgu í áttina að Kaspíahaf- inu. Flugherinn brást Það var á smáatriðum sem þrjózka Hitlers — og hers- höfðingjanna er síðar afneit- uðu honum — auðveldaði Rauða hernum ætlunarverk- ið. Hitler trúði Göring, sem sannfærði hann um að þýzki flugherinn væri fær um að flytja Sjötta hernum þau 500 tonn af vistum, sem herinn þarfnaðist daglega. Raunin varð sú að von Paulus bárust aðstoðar, birtust við Mam- ayev-'hæðina í borginni. Tug- ir þúsunda særðra þýzkra hermanna hímdu mátarlausir, því þeim litlu birgðum mat- væla, sem til voru, var úthlut að milli þeirra hermanna, er enn gátu barizt. 31. janúar, daginn eftir að Hitler útnefndi hann marskálk, gafst von Paulus upp. S'íðustu leifar þýzka hersins vörðust ernn í þrjá daga eftir það. í fangabúðunum gengu von Paulus og von Seidlitz, einn æðsti herfloringi hans, í komm únistasamtök þýzkra striðs- fanga. Hitler hafði þá þegar Kósakkasveit á leið til orustu. aðeins rúmlega 100 tonn vista þá daga, sem bezt lét, en það v'ar á fyrstu vikum umsáturs- ins. Þegar þýzku skriðdreka- sveitunum undir stjórn Hoths hershöfðingja tókst ekki að brjótast fram til Stalingrad í desember var ljóst að eina von Sjötta hersins var að brjótast út úr herkvínni. Þá staglaðist Hitler á nauðsyn þess að halda því sem náðzt hefði. Hinn 24. janúar, daginn áður en sovézku hersveitirnar brutust gegnum varnir Þjóð- verja við Stalingrad, neitaði Hitler von Paulus um heimild til að gefast upp: þýzki her- inn átti að „berjast til síðasta m'anns og siðustu byssukúlu“. Uppgjöf. Stalingrad lagðist í rú.st. í ægilegum kulda börðust her- mennirnir í kjöllurum og milli hæða hálfhruninna húsa. Rússunum tókst að halda því tangarhaldi, sem þeir höfðu náð á vesturbökkum Volgu þar til skriðdrekasveitir, sem höfðu verið sendar þeim til lýst von Paulus bleyðu, sem „hefði átt að skjóta sig eins og hers'höfðingjar fyrri tíma, sem létu sig falia á sverð sín“. Eftir lok heimsstyrjald- arinnar hélt von Paulus áfram stuðningi við hugmynd ina um hlutlaust Þýzkaland, hliðhollt Sovétríkjunum. Ókunn örlög. Stalingrad ’heitir nú Volgo- grad, og hefur borgin verið endurbyggð. í október í fyrra var afhjúpuð á Mam- ayev-hæðinni 60 metra hátt minnismerki um orustuna miklu. Sumar rústirnar hafa verið látnar standa óhreyfðar í þessari borg, sem nú hefur um 800 þúsund íbúa. Sovézkir herforingjar hafa skráð end- urminningar sínar frá orust- unni. Erfitt er að hafa upp á þeim þýzku hermönnum, sem komust lífls af úr orustunni um Stalingrad. Ekki er vitað um mannfall í sovézka hern- um, en meira er vitað um Þjóðverjana. Þýzki heriinn í Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.