Morgunblaðið - 22.02.1968, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1908
Vi&reisnin nýja
Áttræður í dag:
Ólafur Jónsson
Eystra-Geldingaholti
NÚ ER mikið um að vera hjá
oss, ný gengisfelling, sem hefur
legið í loftinu að því er talið er
um lengri tíma. Þó virtist sem
ekki mundi hafa orðið af henni
nú, ef enska pundið hefði ekki
verið fellt. Margar voru nú get-
gáturnar um það, hve mikil sú
gengisfelling yrði, og hafði mað
nr heyrt nefnt allt að 50%, en
ég segi fyrir mig, að mér datt
ekki í hug að hún yrði svona
há, hélt að hún yrði 25—30%.
og það munu fleiri hafa haldið.
Mitt álit er það, að stjórnin hafi
gengið þar framar öllum vonum.
Gengisfelling var óhjákvæmileg
því hvernig áttu atvinnuvegir
landsins að þola þær verðhækk
anir á útlendum vörum, afla-
brest, dýrtíð, erfitt árferði og
fleiri örðugleika, sem að þjóð-
inni stríða, án þess að þjóðin í
heild hefði þurft að taka þátt
í þeim. Hefur svo mikið verið
rætt um það af svo miklu fær-
ari mönnum að ég tel óþarfa að
hafa þar um mörg orð. Um geng
isfeilinguna sjálfa er það að
segja, að mér fannst ekkert vit
að vera á móti henni, hún vax
lífsnauðsyn, þvi enda þótt ójnögu
legt sé að neita því, að hún er
kjaraskerðing þá ættí hver heil
vita maður að sjá áð hún er lífs
nauðsyn. eins og nú standa sak-
ir. Þjóðin þarf öll, hvert ein-
asta mannsbarn, að taka þátt í
henni, hver eftir sinni getu en
það hefur held ég — því miður
— orðið misbrestur á því. Ég
er þeirrar skoðunar að þeir fá-
tækustiu hafi orðið þar harðast
úti, en þetta þarf að breytast.
Já, þessu verður að breyta ef
vel á að fara.
í sambandi við þetta hafa marg
ir „hamstrað“ sem kallað er, og
það er að vonum.
Ég hef aldrei getað fellt mig
við stjórnmálaskoðun Framsókn
armanna, líkar ekki þeirra við
horf til stjórnmála. Þeir eru vís-
ir til að þjóta upp. ef minnzt
er á stjórnmál eins og naðra,
komnir upp á það hæsta. blóðið
er svo heitt, ólgan svo mikil, já,
og mér liggur við að segja vit-
leysan í stjórnmálum. Einn
þeirra sagði: „Allt, sem stendur
í blöðum andstæðinganna er
tóm lygi, en allt sem stendur í
okkar blöðum er satt“, og þá er
langt gengið, því að mín skoð-
un á þessu máli er sú, að allir
hafi til síns máls nokkuð. og að
öllum verði þeim fótaskortur á
tungunni sem kallað er. Ég
fylgi Sjálfsíæðisflokknum af því
ég held að hann hafi mest af
því „góða“. Ég skýt því hér inn
í til gamans að einu sinni voru
það atkvæði okkar hjónanna,
sem bókstaflega ollu því, að einn
af mönnum Sjálfstæðisflokks-
ins komst á þing vegna þess að
við ku-sum hann.
Þetta var þegar Dalamenn áttu
2 menn á þingi, þá Ásgeir Bjarna
son og Friðjón Þórðarson. >á
vorum við flutt til Reykjavíkur,
en áttu-m lögheimili á Ketilsstöð
um í Hörðadal og þess vegna
vorum við á kjörskrá fyrir vest-
an, og þá var það, að ef við hefð
um kosið Framsókn, hefði Frið-
jón ekki komizt á þing s-em upp-
bótarþingmaður. Þegar Magnús
Pétur-sson féll fyrir Tryggva Þór
hallssyni hefi ég aldrei getað
fylgt þeim flokki, sem Tryggvi
fylgdi þá. Mér líða seint úr
minni þau orð. sem Magnús sagði
þá. Hann sagði, að það væri far
ið ver með sig en sakamann, því
þeir fengju að verja sig en það
fengi hann ekki, og það var
satt, því Tryggvi fór um hérað-
ið án þess að Magnús væri með
og safnaði atkvæðum. Síðan hef
ég fylgt Sjálfstæðisflokknum
eftir að hann var stofnaður og
reyni að mynda mér stjórnmála
skoðun eftir því, sem ég held
að þjóðinni sé fyrir beztu, en
ekki eins og mér sjálfum kem-
ur bezt eins og ég hygg að marg-
ir muni gera, því miður.
Ég var um tíma á báðum átt-
um hverjum stjórnmálaflokki ég
ætti að fylgja og kau.s jafnvel
ekki af þeim ásæðum, en nú hef
ég tekið fasta og ákveðna skoð-
un, og hygg að ég fylgi Sjálf-
stæðisflokknum hér eftir, svo sem
mér endist aldur til og er það
vegna aðgerða hans í gengis-
fellingarmálinu. Ég hlustaði
stundum á útvarpsumræður, en
fannst lítið á því græða. þar sem
hver segir a-nnan ljúga og allir
hafi á réttu að standa.
Ég minnist þess, þegar Her-
mann Jónasson sagði í d-esem-
ber 1958, að ómögulegt væri að
halda saman þeirri stjórn sem
þá var við völd og sýnir það
glöggt að ómögulegt er stjórna
landinu af öðrum en Sjálfstæðis
flokknum með aðstoð annarra
flokka, ef hann hefur ekki sjálf
ur hreinan meirihluta á Alþingi,
og liggja til þess ýmsar orsak-
ir, sem hér verða ekki greind-
ar.
Ég álít að þjóðin lifi um efni
fram, kunni ekki fótum sínum
forráð í því efni og mér blöskr-
ar að sjá hve miklu er hent bæði
af ætu og óætu, og get ég ekki
annað en hugsað til þeirra vesa
linga, -sem deyja úr hun.gri úti í
hinum stóra heimi, og þarf ekki
þangað til þess því tiltölulega
stutt er síðan að við íslending-
ar urðum að spara og nýta allt,
sem hægt var, og það geri ég
sjálfur enn þann dag í dag og
finnst ekki veita af. enda hef
ég komist vel af síðan ég kom
til Reykjavíkur fyrir 10 og %
ári, og sama held ég að aðrir
gætu, ba-ra ef þeir færu vel með
efni sín þrátt fyrir alla dýrtíð
og erfiðleika.
Eysteinn Eymundsson.
ÞRÁTT fyrir vond veður hefur
verið hal-dið áfram vinnu við
nýja veginn, Elliðavog, í Reykja
vík, þann' sem í framtíðinni á
að verða ein aðalumferðaæðin
í Reykjavík og út úr bænum.
Hefur undanfarið verið unnið
við að bera ofan í kaflann, sem
liggu-r nj-eð voginum og Kl-epps-
veginum innst, en ætlunin er að
malbika hann í sumar. Þetta er
í dag er nágranni minn, Ólaf-
ur í Geldingaholti, áttræður. Ég
veit þó, að þeir sem virða hann
fyrir sér um þessar mundir,
muni ekki ætla að hann eigi svo
mörg ár að baki, sem raun ber
vitni, þar sem hann gengur að
starfi með áhuga og fjöri ungra
manna. Þó hefur veröldin verið
honum harðhent fóstra á köfl-
um. Hann hefur mátt ganga und-
ir erfiða holskurði í tvö skipti
og orðið fyrir áföllum, bein-
broti á efri árum. Allt þeta hef-
ur hann staðið af sér og er
nú, þótt aldraður sé, léttur- í
spori og vílar ekki fyrir sér að
skjótast til næstu bæja, þegar
honum býður svo við að horfa
og hleypur þá gjarnan við fót,
léttur í máli og fjörmikill í hugs
un.
Ólafur er vinmargur, enda er
hann gestrisinn með afbrigðum
og hjálpsamur þeim, sem höllum
fæti standa, en það þekkja ná-
grannar hans og sveitungar bezt
Um skeið átti hann sæti í
fjögurra akreina gata, sem í
framtíðinni á að fara undir
Miklutorautina og tengjast veg-
inum á Suðurnes, og í hina átt-
ina með sjónum niðuir á höfn.
Búið er að opna þennan nýja
undir Klepp, og verðu-r nú hald-
veg frá Suðurlands'braut og út
ið eitthvað áfram m-eð ha-nn í
átt að nýju Sundalhöfninni.
hreppsnefnd sveitar sinnar og
um langt árabil hefur hann ver-
ið deildarstjóri Sláturfélags Suð
urlands og er það enn. Þau störf
hefur hann rækt af stakri kost-
gæfni og jafnan leitazt við að
koma til móts við óskir manna,
væru þær réttmætar og bornar
fram af sanngirni. En heima á
búi sínu hefur hann að sjálf-
sögðu unnið sitt aðalstarf. Með
konu sinni, Pálínu Guðmunds-
dóttur, hefur hann stýrt rausnar
búi hátt á fimmta tug ára af
prýði og myndarskap og verið
ómetanlegur styrkur s'veitarfél-
agi sínu. Hin síðari ár hafa þau
hjón haft stuðning af sambýli
við son sinn og tengdadóttur.
Á áttræðisafmæli Ólafs færi
ég honum og heimili hans þakkir
mínar og sveitunga okkar fyrir
langa og góða samfylgd, með
ósk um að elliárin megi verða
honum hæg og ánægjuleg.
Steinþór Gestsson.
Unnið við Ingningu
breiðgötunnnr EUiðnvognr
Pétur K. Hjátmsson:
aff veftvangi
Ályktun SUS-þings um land
búnaðarmál.
Ungir Sjálfstæðismenn
minna á:
— miklar framfarir í land-
búnaði undanfarin ár,
— nauðsyn þess, að í landinu
verði framleiddar sem flest
ar landbúnaðarvörur fyrir
innanlandsmarkað, og
áiykta:
— að stefna beri að því, að
landbúnaður geti orðið
sem arðvænlegust atvinnu
grein, m.a. með stækkun
búa,
— að varasamt sé að fram-
leiða þær landbúnaðarvör
ur til útflutnings, sem
greiða þarf stórlega niður
af almannafé,
— að reynt verði að gera
landbúnaðarframleiðsluna
sem fjölbreyttasta til að
mæta óskum neytenda, m.a.
með blöndun erlendra bú-
fjárstofna við innlenda til
bættrar kjötframleiðslu,
— að spomað verði gegn of-
framleiðslu á einstökum
landbúnaðarvörum,
— að dregið verði úr einok-
unarsölu á ýmsum land-
búnaðarvörum.
Ályktun 19. þings S.U.S.
um landbúnaðarmál, felur í
sér trú ungra Sjálfstæðis-
manna á íslenzkan landbún-
að.
Landbúnað ber að reka á
þann veg, að hann geti orð-
ið arðvænlegur atvinnuvegur,
og hann er það, þar sem bú-
stærð og búskaparlag er í
réttu hlutfalli við þau land-
gæði og markað, sem fyrir
hendi eru. Það er alls ekki
einhlítt að álíta það, að stækk
un búa, hljóti að leiða til
meiri ágóða af búinu. Þarna
þarf margt annað að koma til.
Það sem mestu máli skptir, er
að búið sé fyrst og fremst
rekið á þann veg, að það
skili sem mestum arði af
hverri búeiningu. Það næst
bezt á þann veg, að saman
fari fullkomin hagræðing og
afurðasamir gripir. Stefna ber
að því að hvetja bændur til
þess að reka bú sin þannig.
Einnig er vert að benda á þá
staðreynd, sem hefur staðið ó
tal búum fyrir þrifum, en það
er skortur á rekstrarfé, sem
hefur orðið mörgum bóndan-
um dýrkeypt reynsla. því
þarf að vera hægt að veita
bændum lán, til reksturs búa,
svo að þeir geti stefnt að auk
inni hagræðingu, án þess að
þurfa stöðugt að berjast í
bökkum, af rekstrarfjárskorti
Hafa verður það hugfast, að
framleiðsla flest allra land-
búnaðarvara, krefst mjög
langs tíma og langrar bind-
ingar á rekstrarfé, sem aftur
getur valdið því að mjög erf-
itt getur reynzt bóndanum að
stækka og eða bæta búið, svo
að fullkominn árangur náist
af rekstri búsins.
Stefna ber að því að gera
la.ndlbúnaðarvörur þannig úr
garði að þær verði eftirsótt-
ari af neytendum, en verið
hefur. Því er auðvelt að ná
með hagkvæmari neytendaum
búðum og jafnframt breiðara
bili á milli vöruflokka, hvað
gæði og verð snertir. Þannig
að þeir, sem vilja kaupa 1.
flokks vöru fái hana og jafn-
framt borgi fyrir hana sem
slíka. Vilji neytandi kaupa
lakari vöru, þá á að gefa hon-
um kost á því. Stefna ber að
því að verðleggja vörur meira
eftir gæðum en verið hefur.
Oft hefur verið talað um
offramieiðslu á ýmsum land-
búnaðarvörum og að svo og
svo mikið magn þurfi að selja
úr landi og að greiða þurfi
með þessari Vöru af almanna-
fé. Þeir sem um þessi mál hafa
fjallað, hafa oftast gert óþarf,
lega mikið veður út af þess-
um málum og að umræður um
þessi mál hafa beinlínis orð-
ið til að skaða bændastéttina,
algjörlega að ástæðulausu.
Það er mjög eðlilegt að ýmsar
landibúnaðarvörur séu fram-
leiddar í það miklum mæli að
eitthvað hlaðist upp og getur
það þá verkað óþægilega á
þá framleislugrein, um stund-
arsakir, sem getur þá leitt til
þess að eitthvað dragi úr fram
leiðslu í þeirri búgrein, þar
til að jafnvægi hefur náðst.
Útflutningur á landbúnaðar-
vörum á fullkomlega rétt á
sér, þjóðhagslega séð. Hitt er
svo aftur annað mál, að vafa-
samt má telja, að framleiða
landbúnaðarvörur beinlínis
fyrir erlandan markað, þar elu
við erum í þeirri aðstöðu að
erfitt mun að gera íslenzkar
landbúnaðarafurðir samkeppn
ishæfar á erlendum markaði,
þar eð framleiðsluikistnaður
er yfirleitt það hár hjá okkur
á hverja búeiningu.
Stefna ber að því að fram-
leiða betri vöru á hagkvæm-
ara verði og til að ná því á
hiklaust að flytja inn erlend
búfjárkyn, til kynbóta íslenzk
um búfénaði, því telja má
víst, að slíkur innflutningur
á ekki að þurfa að flytja með
sér sjúkdóma hingað til lands
ins. Islenzkir bændur eiga að
fá tækifæri til að framleiða
eftirsótta vöru, sem getur orð
ið lyftistöng íslenzkum land-
búnaði. Okkur ber að fá tæki
færi til að bæta okkar búfé,
með erlendum búfjárkynjum í
þeim tilvikum, að vísinda-
menn telji það hagkvæmt.
Landbúnaður hefur verið
stundaður hér á landi frá
landnámstíð og hann hefur
verið og er hornsteinn í þjóð-
lífi okkar. Okkur ber skylda
til að hlú að honum og efla
hann á þann veg, að hér á
lanidi sé hægt að fullnægja
eftirspurn neytenda á land-
búnaðarvörum, og jafnframt
að styrkja íslenzka bændur í
starfi þeirra við ræktun og
uppbyggingu sveitanna. Jafn
framt þarf að stuðla að því,
að íslenzkar landbúnaðarvör-
ur séu og verði eftirsóttar,
fyrir gæði, hvar sem er í
heiminu.
Ég vil þakka 19. þingi
S.U.S. fyrir tillegg sitt til
landbúnaðarmála, og fyrir
þann skilning sem S.U.S. he^-
ur á þessum málum. Ályktun
þingsins bendir eindregið í þá
átt og skýrir á mjög ákveð-
inn hátt hug Sjálfstæðismsnna
og Sjálfstæðisfloklkisins til ís-
lenzks landlbúnaðar.