Morgunblaðið - 03.03.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1968 5 Segja má, að fátt sé stórtíð- inda frá Alþingi í liðinni viku. Allmörg mál voru tekin til 2. og 3. umræðu, og urðu yfirleitt litl- ar umræður um þau, þar sem þau voru þess eðlis, að sam- staða var um afgreiðslu þeirra. Ástoerg Sigurðsson flutti myndarlega jómifrúræðu, er loð- dýrafrumvarpið kom til 2. um- ræðu í neðri -deild á þriðjudag- inn. Var greinilegt, að þingmað- urinn hefur kynnt sér þessi mál ítarlega, og fjallaði um þau af meiri þekkingu, en flestir þeir sem tekið hafa þátt í umræðum 'um þau á umliðnum árum. Marg ar athyglisverðar staðreyndir komu fram í ræðu Ásbergs. Má þar til nefna, að árið 1949 fengu íslendingar hæsta meðalverð minkaskenna, allra Evrópuþjóða og að í Danmörku eru nú um 6000 minnkabændur og fram- leiðsla þeirra skilar í gjaldeyri um 255 millj. dönskum krónum. Getur hver og einn reiknað hvað sú upphæð gerir í ís- lenzkum krónum. Ræða Ásbergs ætti að færa enn betur heim sannindi þess, að líkur eru á að minkabúskap- ur gæti verið arðvænleg atvinnu grein á íslandi .Skilyrðin eru óvéfengjanlega góð, þar sem sam an fer hagstætt loftslag og nægi- legt og gott fóður. Það er orðið fullkomlega tímabært að gera til raun með þessa atvinnugrein hér lendis. þótt vissulega megi segja að eldri spor hræði. En útbúnað- ur minkabúa er nú orðinn all- ur annar en áður var, og fróðir menn telja lákur tiil þess að minkar sleppi úr búrum, hverf- andi litlar. Það er svo einnig rétt sem bent hefuir verið á, að stofn kostnaður við minkabú mun vara allmikill, þótt svimandi upphæð ir sem netfndar haía verið í því sambandi fái ekki staðizt. Fjárhagsnefnd neðri -deildar lagði í vikunni fram breytingar- tillögur við framkomið stjórnar- frumvarp um að ábyrgjast lán fyrir dráttarbrautir og skipa- smíðastöðvar. Leggur nefndin til að lánsábyrðarheimilin verði hækkuð um 10 miilj. kr., eða í 50 millj. kr., og í annan stað að ábyrgðarheimild geti numið allt að 80 af stofnkostnaði, séu fullnægjandi tryggingar fyrir hendi. Sú regla hefur gilt á und- angengnum tímum, að ríkis- ábyrgð mætti ekki nema meiru en 60 stofnkostnaðar. Þettafrá vik frá reglunni mun hinsvegar hafa mjög mikla þýðingu fyrir umrædd fyrirtæki, þar sem byrj unarörðugleikar þeirra eru mikl ir, svo og stofnkostnaður allur. Hefur engin ríkisstjóm sýntmál efnum þessum eins mikinn skiln- ing og núverandi ríkisstjórn, og mun þessi ráðstöfun örugglega bera tilætlaðan árangur til upp- byggingar þessari þýðingar- miklu atvinnugrein hérlendis. Þórarinn Þórarinsson beindi tveimur fyrirspurnum til forsæt- isráðherra á undi Sameinaðs-Al- þingis á miðvikudag. Var spurt um á hvaða stigi fyrirhugaðar byggingar Alþingishúss og stjórnarráðshúss væru .Ráðherra upplýsti, að nú lægju fyrir til- löguteikningar að nýju stjórnar- ráðs'húsi, en hins vega'r virðist fyrinhuguð bygging Alþingishúss enn skemra á veg komin. Það fær engum dulist, að húsnæði þessara tveggja stofnana er ófuli nægjandi og eðlilegt má teljast að farið verði að hugsa til hreyf- ings í þessu efni. Vafalaust eiga eftir að verða deilur um stað- setningu og útlit þessara húsa, rétt eins og um fyrirhugað ráð- hús Reykjavíkurborgar. Hitt ættu hinsvegar allir að vera sam mála um að þessum gömlu hús- um, Alþingishúsinu við Austur- völl og stjómarráðshúsinu vif Lækjartorg má í engu raska. hvorki að utan né innan, né 1 helidur þrengja um of að þeim með nýtízkulegum byggingum, Og einhvern veginn finnst manni einkennilegt til þess að hugsa að þingfundir verði haldnir ann arsstaðar en í Alþingishúsinu gamla. Fyrstu umræðu um frumvarp um breytingu á þingsköpum Al- þingis lauk í vikunni í neðri- deild. Frumvarp þetta er samið og flutt af nefnd, sem skipuð var samkvæmt ályktun Alþingis frá 1966, til að endurskoða þingskap arlögin. Eins og áðu'r hefur ver- ið að vikið, mun mörgum finnast tillögur nefndarinnar ganga of skammt, enda kom það á daginn að skiptar skoðanir eru um frum varpið. Það kom fram í ræðu framsögumanns, Sigurðar Bjarna sonar, að mörg sjónarmið komu fram í nefndinni, en hún valdi hinsvegar þann kostinn að flytja aðeins þær tiliögur sem sam- staða var um. Það eru einkum tvö atriði, sem koma til með að verða umdeild. Er þar um að ræða fyrirspiurnar tími A1 þingis, og útvarp frá um ræðum á Alþingi. Það kom glögg lega fram í umræðum sem urðu um málið, að vilji er fyrir hendi að fyrirspumir verði færðar í annað form en nú er til siðs m.a. að um þær fengju aðeins að ræða fyrirspyrjandi og við- komandi ráðherra, og hefðu til þess takmarkaðan tíma. Ef sam þykkt fengist á þessu væri það stórt spor í þá átt að fyrirspurn- ir þjónuðu tilgangi sínum. Þing- menn mundu þá orða fyrirspurn ir sínar á annan veg, gera þær gleggri og styttri — láta þær miða að því einu að fá upplýs- ingar um ákveðin atriði, en ekki að gefa með þeim tilefni til langra almennra umræðna, eins og svo oft á sér stað núna. Forsætisráðherra benti einnig á það í umræðum um málið, að nauðsynlegt væri að setja reglur um fyrirspurnir og skýrslugerð- ir utan dagskrár. Til þessa tima hefur slíkum umræðum verið lít- il takmörk sett, og jafnvel dæmi þess að allur fundartminn færi í að ræða slík mál, og það talið gerræði hjá forseta að neita um slíkar fyrirspurnir. f einstökum tilfellum getur verið að þing- menn telji sig þurfa að koma fyr irvaralaust spurningum til ráð- ráðherra, en því þarf að sníða miklu þrengri stakk en hingað til hefur tíðkast, og það verður ekki gert nema á þann eina hátt, að um það verði sett ákvæði í þingsköpin, Allt frá því að byrjað var að útvarpa umræðum frá Alþingi hafa þær umræður verið með sama sniði. Alþingismenn hafa dregið fram skrifaðar ræður og þulið svo hratt sem þeir mega, og hvergi dregið af sér í áróðri og ásökunum. Sá sem hefur sína einu kynningu af störfum Al- þingis af slíkum umræðum, veit í raun og veru lítið hvað þar fer fram. Fólki fer að virðast að það sé alltaf sama platan sem verið er að spila, og áhugi þess hverfur í slikum umræðum. Þetta er þingmönnum vel kunn- ugt um ,hvað sézt bezt á því að Stein vnnn Hort í Los Angeles ÞRÍR stórmeistarar í skák, þeir Vlastmir Hort frá Tékkósló- vakíu, Samuel Reshevsky frá Bandarikjunum og Leonid Stein frá Sovétríkjunum eru nú að berjast um áttunda sætið í tfjórð- ungsúrslitum heimsmeistara- keppninnar í móti sem stendur nú yfir í Los Angeles. Eftir tvö- falda umferð, þ.e. keppendur hafa teflt tvær skákir innbyrðis, stóðu allir enn jafnt að vígi, eng- inn unnið skák, enginn tapað skák, sem sagt allar skákirnar endað með jafntefli. í sjöundu- umfedð kom fyrst vinningurinn, Stein vann Hort og er Stein því sigurstranglegastur í keppninni. Hinir 7. keppendumir sem enn eru eftir í keppninni um heimsmeistaratitilinn eru: Lar- sen, Danmörku, Gligoric, Júgó- slavíu, Portisch, Ungverjalandi og rússnesku stórmeistararnir Geller, Korchnoi, Spasski og Tal. Heimsmeistari í skák er Tigr- an Petrosyan frá Sovét-Armeníu. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSlA*SKRIFSTOFA SÍMI 10-100 Rýmingarsala Úr, klukkur, skartgripir. Þar sem verzlunin er að hœtta verður 15 til 20°Jo afsláttur af öllum vörum. Ursmiður Ingvar Benjamínsson Laugavegi 25 BLAÐBURDARfOLK OSKAST í eftirtalin hverfi Lambastaðahverfi Talið við afgreiðsluna / sima 10100 útvarpsumræður eru nú oft styttri heldur en mögulegt er samkv. gildandi • þingsköpum Hvort sem samstaða næst um það núna að leggja útvarpsumræður í þessari mynd niður að fullu og öllu, mun koma að því fyrr eða síðar að svo verði, og að tekið verði upp annað og raunsann- ara form. Á það var bent í umræðunum af tveimur þingmönnum Fram- sóknarflokksins og einum Al- þýðuflokksþingmanni, að úti á landi væri enn töluverður áhugi á kappræðufundum, t.d. fyrir kosningar. Sagði' Eysteinn Jóns- son í sinni ræðu, að svo virtist sem menn væru farnir að sækj- ast eftir því að fá pólítíska andstæðinga á fundi til að ræða stjórnmál. Þetta er rétt, en það munu fáir sækjast eftir því að stjórnmálamenn standi í kappræðum við einhvern einn eða tvo aðila. Hitt er nær sanmi, að samtök t.d. ungra stjórnmala- manna leitast við að fá forystu- menn annara flokka á sinn fund til þess að skýra sjónarmið sín, og síðam svara fyrirspuirnum, sem allur þorri fundarmanna tekur virkan þátt í. Slíkt form kemur í veg fyrir einhæfan ár- óðursmállflútning eða fuillyrðlingu á móti fullyrðingu og er miklu líkari því sem t.d. útvarp og sjónvarp hefur tekið upp er blaðamenn spyrja forystumenn st j órnmálaflokkanna, Steinar J. Lúðvíksson. Skdkþing Reykj avíkur-úislitakeppni: Brogi Kristjánsson langefstur í FIMMTU umferð úrslitakeppn- innar, sem var tefld í fyrrakvöld vann Bragi Kristjánsson, Guð- mund Sigurjónsson og Gimnar Gunnarsson, Andrés Fjeldsted. Jón Kristinsson og Leitfur Jó- steinsson gerðu jafntefli en Bjöm Þorsteinsson og Benóný Bene- diktsson eiga biðskák. Vinningsstaðan að tveimur umferðum óloknum er nú þessi: Bragi 4% vinn., Jón og Leifur 2% v. hvor, Benóný 2 og 1 bið- skák, Gu'ðmundur 2 vinn., Björn 1% og 2 biðskákir, Andrés og Gunnar hafa 1 vinning og 1 bið- skák hvor. I dag verða tefldar biðskákir, i félagsheimili TR að Grensásvegi 46 og hefjast kl. 14. Kr. Kristjánsson hrl. fyrrv. yfirborgarfógeti aðstoðar við skipti búa, samningu arfleiðsluskráa og kaupmála, sölu og kaup fasteigna og innheimtu skulda. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 14858 (hús Silla & Valda). Stúlhur, ntvinnn Okkur vantar nú þegar tvær stúlkur til verk- smiðjustarfa og eina til eldhússtarfa. Upplýsingar á skrifstofu Álafoss, Þingholtsstræti 2. Sumarvinna í Englandi 11. JÚNÍ — 10. SEPTEMBER, Getum útvegað ungu fólki vinnu við sumarhótel í Englandi. Val er um ýmis störf, s. s. framreiðslu, afgreiðslu, barnagæzlu o. fl. í skemmtilegu um- hverfi á nokkrum vinsælustu sumardvalarstöðum í Suður-Englandi, þar sem aðstaða er til sunds, útiveru, íþróttaiðkana og skemmtana. Frítt uppi- hald og kaup nálægt £7.0.0. á viku. Tilvalið tæki- færi til æfingar í ensku talmáli. Umsækjendur séu ekki yngri en 18 ára og þurfa að hafa undir- stöðukunnáttu í ensku. ÓÐÝRAR FERÐIR MILLI LANDA. * * FERÐASKRIFSTOFAN IJTSYIM Austurstræti 17. — Sími 20100/23510. Enskunám í Englandi Enskukunnátta er öllum nauðsynleg. Getum út- vegað unglingum frá 12 ára aldri sumarnámsskeið í ensku, þar sem þeir njóta leiðsagnar úrvalskenn- ara og dveljast á völdum enskum millistéttarheim- ilum meðal jafnaldra við reglusemi og vandað mál- far. Kynnisferðir vikulega til merkra staða undir umsjá leiðsögumanna, einnig helgarferð til Parísar. Nægur tími til lieilbrigðrar útivistar, sunds og íþróttaiðkana. Kostnaður aðeins £65 á mánuði. ÓÐÝRAR FERÐIR MILLI LANDA. * * FERÐASKRIFSTOFAN IJTSYN AxistUrstræti 17. — Sími 20100/23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.