Morgunblaðið - 03.03.1968, Side 10

Morgunblaðið - 03.03.1968, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 196« Vatnsveitubrúin yfir Elliöaár að færast í kaf. Einar G.E. Sœmundsen: Að loknum floðum — Er unnt að draga úr flóðahættu Elliðánna? Um fátt er nú rætt meira manna á meðal í Reykjavík en flóðin í Elliðaánum nú á dög- unum og allt hið mikla tjón, er af þeim hefir hlotizt. En að . öllum líkindum er langt frá því, að þar séu öll kurl kom- in til grafar. Blöðin tæpa á margra miljóna króna tjóni, á mannvirkjum og eignum, þó einkum á vegum borgar og rík isstofnana, og sagt er að litlu hafi munað, að ennþá verr hefði getað farið. En sem bet- ur fór tókst sumpart að bægja frá tjóni, sem yfir vofði, eða að slembilukka réði að ekki hlauzt af ennþá meiri skaði. En nú er flóðið í Elliðaánum liðið hjá, og ef marka má orð Sigurjóns Rists, vatnamælinga- manns í Morgunblaðinu í dag, gleymist fátt eins fljótt og flóð í ám og vötnum, þó þau valdi tjóni og jafnvel tortím- in|u. Eg hefi oft á undanförnum árum velt því fyrir mér, hvort ekki sé unnt að draga að nokk- uru úr þeirri miklu hættu, sem stafar af flóðupum í Elliðaán- um. Nú þegar höfuðborgin sjálf er komin á báða bakka þessara sakleysislegu og fall- egu áa og ýmis aðalþjónustu- fyrirtæki í almenningseigu, svo sem vatnsveita fyrir nær helm ing þjóðarinnar og raforkudreif ing um þéttbýlasta svæði lands ins, eru í næsta nágrenni þeirra, að ógleymdri einni að- alæð Hitaveitu Reykjavíkur og svo samgönguleiðum vestur um land og austur í sveitir, þá virð ist mér ekki úr vegi, að athugað sé gaumgæfilega, hvort ekki séu til einhver ráð að bægja frá mesta ofsakrafti þessara flóða. Vatnasvæði Elliðaánna er ó- trúlega víðlent. Um vestan- verða Mosfellsheiði deilir hryggur sunnan Seljadals vötn um milli Seljadalsár og Elliða- áa. Austan við Borgarhóla nær vatnasvæði þeirra upp á miðja Mosfellsheiði allt austur undir Sköflung vestanverðan, en það an skilja ásar vestan Dyra- fjalla, en síðan vesturhlíðar Hengils, Hellisskarð og Hellis- heiði austur undir Smiðjulaut. Þaðan liggja vatnaskilin í vest ur um, Meitil og Þrengsli, um Lambafell í Bláfjöll sunnan Jósepsdals. Vestan Bláfjalla streymir allt leysingarvatn sunnan frá Kóngsfelli milli Rauðuhnjúka og Vífilfells inn á vatnasvæði Elliðaánna. Frá Kóngsfelli liggja vatnaskil- in um Húsfellsbruna í stefnu um Heiðmörk skammt sunnan Strípshrauns um Hjalla, en síð an hæðirnar austan og norð- an Kjóavalla í Vatnsendahæð. Af þessari yfiríerð er greini legt að vatnasvæði Elliðaánna er geysilega víðlent, og sé það haft í huga, að á þessu svæði er úrkoma mjög mikil, líklega ekki undir 1200 mm árlega, að meðaltali, er það undarlegt, að lækir og ár eru að öllum jafn- aði engir á þessu svæði fyrr en komið er niður fyrir Lækjar botna. Þó renna tveir smálækir í Selvatn, en úr því kemur Ós- inn, sem er allmikill bergvatns lækur og fellur í Hólmsá. Úr Henglinum kemur vatnsdrjúgur fjallalækur, sem á upptök sín í Marardal og Engidal og er um tíma að sumrinu að burðast við að verða að lítilli á, en hún hverfur, þegar kemur nið ur á Norðurvelli. í rigningar- sumrum kemst hún þó stundum lengra. í Húsmúla eru upp- sprettur, og úr Skarðsmýrar- fjalli vestanverðu koma lækjar sytrur, og lækjarspræna er í Hveradölum. En jarðvegur og berglög eru svo gljúp á þessu svæði að lækirnir hverfa allir að sumrinu. f leysingum gegn- ir hér allt öðru máli, einkum ef frost er í jörðu. Þá belja skaðræðisfljót í hverju gili og dragi allt norðan og austan frá Dyrafjöllum og sunnan frá Kóngsfelli, og bera farvegir þeirra þess glögg merki. Eins og áður er að vikið, eru aðal upptök Elliðaánna öll neð an Lækjarbotna. Hólmsá kem- ur úr Nátthagavatni, en í það streyma lindir úr brekkunum ofan þess og lækur að sunn- an. Ósinn fellur í Hólmsá, eins og áður getur, en hún fellur síðan í Elliðavatn og heitir Bugða síðasta spölinn. í Elliða vatn fellur einnig Suðurá, sem kemur úr Silungapolli. Hólmsá og Suðurá falla allnáið og sam- síða á helluhrauni spölkorn neð an við Hólmsárbrú, og heita þar Ármót. í flóðum rennur hluti af Hólmsá yfir í Suður- á. Úr Elliðavatni falla svo Elliðaárnar. Flóð í Elliðaánum eru alltíð. Þeirra gætir einkum í asahláku að vetrinum, þegar snjóa leys- ir, en jörð er frosin og úrkoma í meira lagi. Næst síðasta stór- flóð í Elliðaánum var 14. apríl 1962. Þá voru veðurfarslegar aðstæður mjög á sama veg og nú og líkur aðdragandi, en flóð ið ekki eins stórkostlegt. Það er að vísu ekkert undrunar- efni, að Elliðaárnar geta tvítug faldazt að vatnsmagni, þegar litið er á allt hið raunverulega vatnasvæði þeirra í asahláku á frosna jörð. Og það er stað- reynd, að langmestur hluti þessa feikna vatnsmagns kem- ur af svæðinu ofan Lækjar- botna. Aðalflóðin í Elliðaánum standa sjaldan lengur en IV2 til 2 sólarhringa. Það er því helzt von til þess, að takast myndi að draga úr hættu af völdum þeirra, með því að lengja þann tíma, sem hið aukna vatnsmagn er að renna til sjávar. Mér virðist, að sú lausn sé mjög nærtæk. Auðvelt er, án mikils kostn- aðar, að gera stíflugarð neðan við Efri—Vötnin, hleypa þeim í kaf ásamt Sandskeiðinu og mynda með því uppistöðu. Þessi stíflugarður þarf ekki að vera nema 300—500 m að lengd, og er efni í hann nærtækt. Á hon- um verða að vera flóðgáttir, svo að unnt sé að hleypa öllu vatninu af landsvæðinu, þegar flóðið rénar. Fram undir 1940 var nokkur fyrirstaða einmitt á þessum slóðum, þ.e. á milli Sleðaáss (Vatnakofahæð) og Vatnaáss; en á hernámsárunum hófst þarna nokkurt sand— og malarnám, og hefir farvegur- inn dýpkað við það lítilsháttar og breikkað. Áður fyrr fóru Vötnin og Sandskeiðið ávallt í kaf í öllum flóðum, en síðan þessi breyting varð á farveg- inum, gætir þess í æ minna mæli. Hluti af þessum stíflugarði yrði norðan Vatnaáss. Vegna staðhátta gæti hann verið a.m.k. tveir metrar að hæð, og er þá auðreiknað, hve mikið vatnsmagn væri unnt að geyma ofan hans. Lokið er lagn ingu Austurvegarins nýja nið- ur um Bolaöldur í stefnu um Efri-Vötn; e. t. v. yrði að breyta eða að haga legu hans með hliðsjón af stíflugerðinni. Annan stíflugarð væri auð- velt að gera neðan Neðri—Fó- elluvatna. Hinn þriðja mætti svo gera við útfall Nátthaga- vatns. Kostnaður við gerð þess ara stíflugarða er séiralítill, nema flóðgáttirnar. Eftirliti, lokun og opnun, verð ur að haga með hliðsjón af veð útliti og veðurspám og í fullu samræmi við aðalvatnsmiðlun svæðisins, sjálfa Elliðavfitns- stífluna. Fyrsti þátturinn yrði að sjálfsögðu að opna flóðgátt- irnar þar og lækka vatnsborð- ið, svó sem unnt er, þegar veð- urstofan spáir jafn eindreginni hláku eins og um síðustu helgi, til þess að geta síðar tekið á móti, eins miklu vatnsmagni og Elliðavatnið leyfir, en hafa þó ávallt hámarksrennsli í ánum til sjávar, miðað við, að ekki hljótist spjöll af. Hleypt yrði síðan eftir þörfum úr efri uppi- stöðunum. Ef unnt væri að tefja fyrir flóði í Elliðaánum, þó ekki væri nema um sólarhring, myndi langmestu hættunni af því bægt frá, og það er ég fullviss um, að efsta stíflan ein myndi gera og jafnvel meira. Ráðgert er að leggja Austur- veginn nýja upp eftir lægðinni norðan og austan Rauðhóla, en sunnan Hólms, og þaðan um Ármót og upp flatann milli Gunnarshólma og Silungapolls. Vegarstæði á þessum kafla fór í kaf á löngu svæði í flóðun- um núna. Vegur þessi verður vafalaust gerður svo hár, að flóð munu ekki fara yfir hann, en til þess að firra slíkt mann- virki skemmdum á undirstöðum af völdum úrrennslis í vatns- elg flóðanna, virðist einsætt að fórna megi nokkurum fjármun- um. Austurvegurinn, vatnsbólið í Gvendarbrunnum og vatnslagn ir til borgarinnar, orkudreif- ingin við Elliðaárstöðina, hita veituleiðslur til borgarinnar og þar með sambandið við nýju kyndistöðina í Árbæjarhverfi, svo og holræsið stóra, sem lagt var úr Árbæjarhverfi undir Ell iðaárnar, eru allt dýrmæt mann virki, sem eru í bráðri hættu, ef við fáum aftur flóð svipað þessu á dögunum. Af frásögn forráðamanna hinna ýmsu stofnana má ráða, að ekki munaði nema hárs- breidd, að verr hefði getað far- ið. Það liggur því í augum uppi, að þessi þjónustufyrirtæki al- mennings verða að gera athug- un á möguleikum til að verjast flóðahættum Elliðaánna, og standa sameiginlega straum af kostnaði við mannvirkjagerð og aðrar varúðarráðstafanir. 29. febr. 1968. Aðalfundur Félags ísl. stórkaupmanna AÐALFUNDUR Félags íslenzkra stórkaupmanna var haldinn í Átthagasala Hótel Sögu, laugar- daginn 24. febrúar sl. Á fundin- um voru mættir 97 félagsmenn, eða umboðsmenn þeirra, en gestir fundarins voru dr. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráð- herra, og heiðursfélagar félags- ins. Dr. Gylfi Þ. Gíslason flutti er- indi á fundinum um það, sem efst er á baugi í efnahags- og viðskiptamálum. Aðalfundurinn samþykkti ályktanir um verðlagsmál, um einkasölur ríkisins og um gjald- eyrisréttindi til Verzlunarbanka íslands h.f. Einnig var gerð ályktun, þar sem fundurinn lýsti nauðsyn þess, að félagsmenn reikni þegar í stað vexti og bankakostnað af vöruvíxliun. Formaður félagsins, Björgvin Schram, setti fundinn og minnt- ist Sveins Helgasonar, stórkaop- manns, en hann hafði verið mjög virkur félagsmaður og átti m.a. sæti í stjóm félagsins um 15 ára skeið, auk þess sem hann gegndi öðrum trúnaðairstörfum fyrir félagið. Fundarstjórar voru kjörnir stórkaupmenniirnir Egili Gutt- ormsson og Páll Þorgeirsson, en fundarritari Hafsteinn Sigurðs- son ,hrl., framkvæmdastjóri fé- lagsins. í skýrslu formanns um starf- semi félagsins á hinu liðna starfs ári var skýrt frá hinum fjöl- mörgu verkefnum, sem stjórn fé lagsins og skrifstofa hafa haft með höndum á sl. ári, og var þar aðallega um að ræða verðlags- mál, tollamál o. s. frv. Á fundinum skýrði Gunnar Ingimarsson reikninga félagsins, Karl Þorsteins, ræðismaður, fiu'tti skýrslu um starfsemi ís- lenzka vöruskiptafélagsins s. f. og Guðmundur Árnason gerði grein fyrir starfsemi Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna. í stjóm Félags ísl. stórkaup- manna eiga nú sæti Björgvin Schram, sem er formaður, auk meðstjórnendanna Ólafs Guðna- sonar, Einar Farestveit, Péturs O. Nikulássonar, Leifs Guð- mundssonar, Gísla Einarssonar og Árna Gestssonar, en hinir tveir síðasttöldu voru kjörnir á aðalfundinum í stjórn félagsins. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir Tómas Pétursson og Geir Jónsson, en til vara Ól- afur Ág. Ólafsson og Ottó A. Michelsen. Aðalmenn í stjórn Verzlunar- ráðsins voru kjörnir þeir Björg- vin Schram og Kristján G. Gísla son ,en varamenn Ólafur Guðna son og Einar Farestveit. f stjórn íslenzka vöruskipta- félagsins voru kjörnir Bergur G. Gíslason og Karl Þorsteins. í skuldaskilainefnd voru kjörn ir Gunnar Eggertsson, Þórhall- uir Þorláksson og Kristján Þor- valdsson og til vara Björn Hall- grímsson og Pétur O. Nikulás- son. í útflutn'ngsnefnd voru kjöm ir Einar Farstveit, Ólafur Ág. Ólafsson og Margeir Sigurjóns- son. í fundarlok þakkaði formað- ur fráfarandi stjórnarmönnum, Gunnari Ingimarssyni og Þór- halli Þorlákssyni, fyrir störf þeirra í stjórn félagsins, svo og Guðmundi Árnasyni fyrir störf hans sem fuiltrúa félagsins í Líf BÚNAÐARÞING samþykkti s.l. föatuda.g ályktun, þar sem skor- að «r á 'fræðslumálayfirvöld að beita sér fyrir því, a0 ákvæði laga Lim fræðífluskyldu barna og unglinga verði framkvæmd þeg- ar á næsita hausti, og meðan unn ið sé að byggingum dkólahúsa í því augnamiði, verði börlnum úr sveitum /komið fyrir í bama- og unglingaskólum þorpa og kaup- staða og dvalarkostntaður sá, er meiri væri en dvalarkostnaður á heimavisfcarskólum, gredddur af ríkiasjóði. eyrissjóði verzlunairmanna, en GuðmunduT hefur verið fulltrúi félagsins frá stofnun Lífeyris- sjóðsins. Þá skorar Búnaðarþing á Alþingi og rikisWtjóm, að setja í lög ákvæði um skyldu ríkissjóðs til að styrkja börn og unglinga, er sækja þurfi að heiman til skóla, t.d. með námsistyrkjtum. Fer ályktunin hér á eiftir: „Búnaðarþinig sik'orar á yfir- stjórn fræðsl'umiá'lanna — .menntam'álaráðlherra og fræðslu m'álastjóra — að beita sér fyrir því, að áik'væði laga uim fræðlslu- s'kyldu foarna og ungfiinga verði fraimk'væmd iþegar á næsta Framihald á bls. 12 Námsstyrkir til sveitaæskunnar — til þess að bæta aðstöðu þeirra til skólagöngu dlyktar Búnaðarþing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.