Morgunblaðið - 03.03.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.03.1968, Qupperneq 17
* MOBGtnSTBLAÐIÐ, StTNNUDAGUR 3. MARZ 1968 17 Ekki linnir lát- unum Ekki hefur mönnum orðið að þeirri von, að veðrahamnum létti eftir ósköpin fyrir vestan á dögunum. í þessari síðustu hrinu urðu a‘ð vísu engir mann- skaðar og mátti þó litlu muna. En hinir stöðugu stormsveipir skapa ekki einungis gæftaleysi og trufla eðlilegan atvinnu- rekstur, heldur hafa flóðin miklu haft í för með sér marg- víslegt tjón, sem enn er ómögu- legt að gera sér til hlítar grein fyrir. Eftir stórrigningarnar var það með ólíkindum, að jörð skyldi þegar orðin alhvít í út- hverfum Reykjavíkur síðari hluta miðvikudags og á fimmtu- dag mátti segja, að ekki sæi á dökkan díl inni í sjálfum bæn- um nema þar sem mannvirki stóðu upp úr snjónum. Sumir hafa sagt, a’ð ísland væri ein- ungis byggilegt, vegna þess að það lægi á veðramótum úti í reginhafi, og þá vitnað til ó- byggðana í Grænlandi og í norðanverðri Ameríku þar sem veðurlag er miklu stöðugra oig kuldar svo miklir að venjuleg- um hvítum mönnum er ólíft. Golfstraumurinn gerir raunar einnig byggilegt í norðanverð- um Noregi, mun norðar en við búum og eins er byggð í norð- anver'ðri Evrópu, þar sem meg- inlandsloftslag ríkir, þó að þar Þegar EUiðaárnar flæddu að Gömlu rafstöðinni. REYKJAV Laugardagur 2. marz sé einnig við örðugleika að etja, að vísu annars eðlis en okkar. Hvað sem þessu líður, þá er vafalaust mikið til í því, sem áður heíur verið haft eftir vís- indamönnum í Reykjavíkurbréfi, að einmitt hin tíðu veðrabrigði á íslandi eru íslendingum stö'ð- ug hvatning. Þeir verða að neyta hvers færist, sem gefst, til að sjá sér borgið. Óstöðugleiki veð- urfarsins er því ekki einhliða böl, en óneitanlega er það þreytandi og hefur margháttað- an kostnað og óþægindi í för með sér. „Hætt við að sára- lítið vcrði um síld- veiðiw I fyrravetur voru svo miklar ógæftir að fróðir menn sögðu, áð annað eins hefði ekki orðið síðan á árunum 1914 eða í meira en 50 ár. Gæftaleysið leiddi ekki einungis til minni afla en ella, heldur spraft af því miklu meiri kostnaður en orðið hefði í skap- legu árferði. Útvegsmenn fengu nokkrar bætur fyrir veiðarfæra- tjón en auðvitað nægðu þær ekki nema að litlu fyrir hinu raunverulega tjóni, sem að því leyti var dreift á alla þjóðar- heildina. Þegar fram á sumari'ð kom skánaði veðrið, en þá hélt síldin sig svo langt frá landi, að mikil vandræði hlutust af. Lúðvík Jósefsson gerði þau að umræðuefni í ítarlegri ræðu á Alþingi sl. miðvikudag. I ör- stuttu ágripi af ræðu Lúðvíks segir Þjóðviljinn sl. fimmtudag m. a.: „I ítarlegu máli lýsti Lúðvík þeim miklu breytingum sem or'ðið hefðu á síldveiðunum und anfarin sumur og þó einkum í fyrra. Þar hefði skapaat mikill vandi og þyrfti að bregðast við honum ef ná ætti því marki að hafa eins mikinn afla á land og frekast væri unnt. Yrðu skilyrði til síldveiða eins á komandi sumri væri hætt við að sára- lítið verði um að síldveiðiskip stundi veiðar á sama grundvelli og í fyrra.“ Sannmæli Lúðvíks Lú’ðvík Jósefssyni er svo oft borið á brýn hirðuleysi í um- gengni við sannleikann, að ekki er nema sanngjarnt, að því sé haldið á lofti, þegar hann vek- ur athygli á þýðingarmiklum sannindum. Ekki sízt þegar svo stendur á, að þau eru rengd af öðrum, sem Lúðvík standa nærri. Eins og menn kannast við, þá hefur hinn nýi sálufé- lagi Lúðvíks, Eysteinn Jónsson, kaldhamrað á því undanfarna mánuði, að sízt væri ástæ’ða til að kvarta yfir síldveiðunum á sl. sumri, því að sjaldan hefði meiri afli borizt á land en ein- mitt þá, og undir þennan mál- flutning hefur Hannibal Valdi- marsson tekið, a.m.k. öðru hvoru. Lúðvík hefur hins vegar verið orðvarari í fullyrðingum um þetta og játar nú berum orð- um það, sem við blasir, áð eftir reynsluna í sumar er mjög hæp- ið hversú margir fáist til síldar- útgerðar næsta sumar, ef menn búast við sömu aðstæðum þá. Alveg að því slepptu hvaða áhrif aukinn tilkostnaður kann að hafa, er þó ekki um að vill- ast, að þar má engu við bæta, svo að síldarútger’ð verði ekki með öllu vonlaus. Lúðvík nefndi 45% hækkun á olíuverði, en hér kemur ýmislegt fleira til greina, bæði um aukinn tilkostnað og minnkandi tekjuvon. Samkv. síðustu fregnum er t.d. verð á sildarlýsi enn á niðurleið, og hlýtur sú þróun að valda öll- um hugsandi mönnum mikilla áhyggna. Fí»rti fncnn siálf- t* um sér að voða? Þótt ekki væri litið til annars en þeirra fáu staðreynda, sem hér að framan hefur verið drep- fð á, mætti ætla, að við Is- lendingar hefðum nú öðru þarfara að sinna en að leggja út í harðar vinnudeilur, einmitt á þeim tíma, þegar helzt er bjargræðisvon. Vafalaust er það rétt, hér sem oftast ella, að sjaldan veldur einn þegar tveir deila. Eðlilegt er, að allir vilji forðast kjaraskerðingu og tryggja sig gegn ver’ðhækkun- um. En því miður eru þau skil- yr’ði nú ekki fyrir hendi í ís- lenzku þjóðfélagi, að slíkt sé unnt, hvorki fyrir samfélagið í heild, atvinnurekendur né verka menn eða aðra launþega. Þjóð- arbúið hefur orðið fyrir stór- felldum áföllum, sem engum innlendum aðilum verður um kennt. Afleiðingum þeirra áfalla verðum við að taka, hvort sem okkur líkar betur e’ða ver. Ef við kunnum að sníða okkur stakk eftir vexti, þá þurfa þau ekki að verða okkur til varan- legs faratálma á braut hagsæld- ar og framfara. En ef menn neita að viðurkenna staðreynd- ir og hefja baráttu um skipt- ingu verðmæta, sem ekki eru fyrir hendi, þá gerast þeir eig- in böðlar. Þá stefna þeir út í ófæru, sem enginn veit hvernig úr verður komizt. Tímabundnu og staðbundnu atvinnuleysi verður aldrei af- stýrt í okkar landi, svo sem veðurfari og atvinnuháttum er varið. Almennt varanlegt at- vinnuleysi er hinsvegar böl, sem hægt á áð vera að forðast. Við skulum þó minnast þess, að vilji til þess var áreiðanlega fyrir höndum hjá valdamönnum á tímabilinu 1930—40, en viljinn einn dugði ekki. Úrræði þeirra komu þá ekki að nægjanlegu haldi, hvort sem það var vegna þess, að þau væru sjálf hald- laus eða ytri aðstæður væru slíkar, að ekki yrði við ráðfð. Það getum við látið kyrrt liggja að sinni. Aðalatriðið er að falla nú ekki aftur í sama farið. Ólífcar aðstæður og í haust í umræðunum um efnahags- málin í haust var því mjög haldið fram, að ekki væri unnt að fallast á takmörkun verð- tryggingar kaups vegna þess að komið væri aftan að mönnum, • ’ka ætti af þeim samnings- og lögbundinn rétt, enda væri með öllu óvíst, að frekari álög- ur yrðu ekki á þá lagðar. í þessum mótbárum var nokkúð til. Menn sjá raunar ekki frem- ur fram í tímann nú en þeir gerðu þá. Engu að síður liggur dæmið nú allt öðru vísi og ljós- ar fyrir. Síðustu mánuði hafa engin lagaákvæði verið til um verðtryggingu og vegna mang- háttaðra aðvarana hafa menn vitað að hún yrði ekki veitt mótstöðulaust. Eins hafa nú verið ákveðnar ráðstafanir, sem duga eiga á þessu ári a.m.k. varðandi þorskveiðarnár, ef al- veg ófyrirséð óhöpp bætast ekki ofan á þau, sem þegar hafa orð- ið. Þess vegna er nú sæmilega ljóst, hvað atvinnuvegirnir geta á sig tekið. Ótvírætt er, að þeim er um megn að borga nú 5% kauphækkun, hvort sem hún er kölluð bein kauphækk- un eða greiðsla vegna verð- tryiggingar. Ef slíkt yrði gert, þá mundi kostnaðinum af því óhjákvæmilega ver’ða dreift á allan almenning, svo að hann væri engu nær, en örðugleikar atvinnuveganna enn þá meiri en áður. Með slíku háttalagi væri verið að loka augunum fyrir staðreyndum, sem við komumst ekki fram hjá. Farið væri á villugötur, sem menn umfram allt verða að forðast. Verðtrygging og atvinnuöryggi Hitt má segja, að eðlilegt sé, að verkalýðurinn krefjist trygg- ingar fyrir, að ekki verði lagð- ar á hann óforvarandis nýjar byrðar. Ef menn gera sér tgrein fyrir eðlilegum kröfum verka- lýðsins um sæmilegt öryggi ann ars vegar og óhjákvæmilegri nauðsyn atvinnuveganna hins vegar ætti góðviljuðum mönn- um ekki að vera um megn að finna milliveg, sem komi í veg fyrir þann ófarnað, sem af stór- felldum vinnudeilum leiðir. Óteljandi oft hefur verið sagt, að þeir sem unna frelsinu ver’ði að skilja, að án takmarkana á því hlýtur það að fara forgörð- um. Hömlulaust frelsi er óraun- hæf hugsýn, frelsið er því að- eins framkvæmanlegt að því fylgi ábyrgð. Eins er það með verðtryggingu launa og atvinnu öryggi. Hvorttveggja verður því aðeins tryggt, að menn kunni að gæta hófs. Krafa um kauptryggingu umfram alla getu, hlýtur að leiða til atvinnu- leysis, og þar með að allt kaup hverfi eða verði að litlu áður en varir. Engar fjármálakúnst- ir duga til að forða mönnum frá þessum frumsannindum. Á árunum 1934—39 leituðust stjórnarvöldin við að „loka kaup getuna inni“ eins og sagt var. Það varð til þess, að vfð slitn- uðum úr eðlilegu sambandi við umheiminn og atvinnuleysi hélzt hér sem stórfellt þjóðfélagsböl mun lengur en í flestum ná- grannalöndunum. Jafn fávíslegt væri, ef við ætluðum nú að bjarga okkur með samskonar ráðum. Alveg eins og það rnundi duga skamma stund að ætla að lifa um efni fram og safna erlendum skuldum til að fleyta okkur áfram með svipuð- um hætti og við gerðum á ára- tugnum 1950—60 og aldrei þó frekar en á vinstri stjórnarárun- um ’5'6—’58. 20 ára sjálfstæði öðru hvoru Vegna þess hversu við vor- um lengi háðir öðrum, hættir okkur til að tala allt of oft um, að þetta eða hitt sé hætta fyr- ir sjálfstæði okkar. Slíkt tal ber vissulega að varast, en hinu má ekki gleyma, að fátt er sjálf- stæðinu hættulegra, en að kunna ekki að sníða sér sitakk eftir vexti og halda, að unnt sé a'ð lifa um efni fram til langframa. Fróðlegt er að lesa það, sem haft er eftir einni frægustu blaðakonu, sem nú er uppi í Bretlandi. Sú gat sér frægðar fyrir aðvaranir, sem hún á sín- um tíma gaf gegn yfirgangi Hitlers, enda var hún sérfræð- ingur í málum Mið-Evrópu og ritaði ekki einungis um þau efni í brezk blöð heldur hélt um þau fyrirlestra við helztu háskóla í Englandi. Þessi kona hefur nú nýlega gefið út einskonar end- urminningar og rifjar þar upp ummæli, sem hinn mikilsvirti stofnandi og fyrsti forseti Tékkóslóvakíu Tomas Masaryk hafði við hana skömmu eftir 1936. Hann sagði þá eitthva’ð á þessa leið: „Smáþjóð eins og mín má hrósa happi, ef hún fær að njóta frelsis, þó ekki sé nema um 20 ára bil öðru hvoru.“ Þetta mælti Masaryk hinn eldri, sem dó 1937, löngu áður en þjóð hans varð fyrir ágengni Hitlers 1938—39 og ennþá síður sá hann þá fyrir hinar þungu raunir, sem þjóð hans varð að þola eftir að Hitler var að velli lagður. 20 ára afmælið Um þessar mundir eru liðin 20 ár sfðan sonur Tomasar Masaryk, Jan Masaryk, utan- ríkisráðherra, beið sinn hörmu- lega bana. Enginn veit hvernig dauða hans bar að höndum. Hann var þá utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu og hafði manna mest unnið að því að koma á sættum milli Sovétstjórnarinnar og Vesturveldanna. í febrúarlok 1948 hrifsuðu kommúnistar til sín völdin í Tékkóslóvakíu og fór ekki á milli mála, að það var fyrir þrýsting frá sovézk- um sendiboða, sem þá dvaldi í Prag og návist rússneskra her- sveita, sem þó þurftu ekki bein- línis að blanda sér í málið eins og þær gei'ðu í nóvember 1956 í Ungverjalandi. Jan Masaryk hélt utanríkisráðherraembætt- inu í nokkra daga eftir að kommúnista-alræði var komið á í landinu, en hinn 10. marz. 1948 fannst hann látinn fyrir neðan glugga í bústað utanríkis- ráðherrans. Dauði hans var tek- inn sem tákn örlaga þeirra, sem í lengstu lög höfðu trúað að frelsi og kommúnismi væri samrýmanlegt, en hann mark- aði einnig timamót í alþjóðamál um. Valdataka kommúnista í Tékkóslóvakíu varð úrslita orsökin til stofnunar Atlants- hafsbandalagsins. Hver sá, sem í vitund valds síns gengur of langt í kröfuhörku eða vald- beitingu, efnir til að hart sé látfð mæta hörðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.