Morgunblaðið - 10.04.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968
5
jsinn er bölvaldur, sem kemur og fer“
— Hafísrabb við fólk á IMeskaupstað
HAFÍSINN hefur rólað fram og
aftur með ströndinni að undan-
förnu og af og til hefur hann
lagzt að landinu og fyllt firði og
voga. Víða girða menn hafnirn-
ar með netum og vírum og
reyna að hindra ísinn í að
skemma báta við bryggjur. Við
vorum í Neskaupstað sl. sunnu-
dag og þar var strengd girðing
á milli bryggjusporðanna til þess
að hefta isrek að bátunum. Haf-
ísinn hafði rekið út þennan
morgun og lónaði í fjarðarmynn
inu við Norðfjarðarhorn og allt
þar fyrir utan. Aðeins grisjaði
þó á milli og einstaka haflænur
voru í ísnum. Ms. Esja kom inn
til Neskaupstaðar sl. sunnudag,
en skipið brauzt í gegnum ísinn
frá Eskifirði og var 10 tíma að
sigla 2'A tima siglingarleið. — I
Neskaupstað hittum við fólk að
máli og ræddum við það um
hafísinn. Einnig hittum við skip-
stjórann á Esju, Tryggva Blön-
dal, en skipsmenn á Esju höfðu
séð ísbjörninn, sem var við Norð
f jörð sl. sunnudag og myndir birt
ust af í Mbl. i gær.
Viihjáimur Helgason, fyrrver-
andi vitavörður á Dalatanga, býr
nú í Neskaupstað ásamt konu
sinni, Jóhönnu Sveinsdóttur. Vil-
hjálmur átti heima á Dalatanga
í 62 ár og var vitavörður þar í
rúma hálfa öld og líklega hefur
enginn fslendingur gegnt vita-
varðarstarfi svo lengi. Við röbb-
uðum við Vilhjálm og konu
hans.
— Ertu ættaður héðan af Aust-
urlandi, Vilhjálmur?
— Eg er fæddur á Brekku í
Mjóafirði ag átti heima á Dala-
tanga í 62 ár, en þar var ég vita-
vörður í rúm 50 ár.
— Hvað er þár minnisstæðast
í sambandi við ís við Austur-
land?
— Jú, það var 1918. frostavet-
urinn mikla. Þá var stundum
mjög einkennilegt að sjá sjóinn
og ég hef aldrei síðar séð rjúka
eins og úr snjónum og gerði þá.
Það var ekki bara eins og þegar
andbert er, heldur beinlínis rauk
í strókum úr sjónum.
— Maður veit bara að það eru
alltaf erfiðleikar þegar ísinn
nálgast. Það verður að líta á ís-
inn sem bölvald, sem kemur og
fer. Þetta hefur verið svo lengi
viðloðandi ísland að það þýðir
ekkert að vera að fjargvíðrast
Annars er það merkilegt þetta
óvenjulega langa tímabil á milli
ísa frá 1918—1965.
Við snúum okkur að Jóhönnu
konu Vilhjálms og innum hana
eftir einhverju minnisstæðu at-
viki í sambandi við ís.
— Ég man nú ekki eftir neinu
sérstöku í minni tíð, segir Jó-
hanna, — en aftur á móti kem-
ur mér í hug saga af atburði
sem skeði nokkru fyrir. alda-
mót. — Og þessi myndarlega
kona, sem hefur búið á yztu
annnesjum í áratugi segir okkur
frá atburðinum, sem henni flaug
í hug.
— Mér var sagt að þessi at-
burður hefði skeð nokkru fyrir
aldamót um páskaleytið. Lo'ð-
mundarfjörðurinn var þá fullur
af ís og það var mikið af sel í
vökum. Á páskadag fóru nokkr-
ir menn í veiðileiðangur út á ís-
inn skammt frá landi og drápu
þar mikið af sel, sem þeir skyldu
eftir og ætluðu að sækja næsta
dag.
Sama dag hafði systir þeirra
farið að smala og hún kom ekki
aftur úr þeirri ferð, því að hún
hrapaði fyrir björg og beið bana
vi'ð svokölluð Nesflug. Daginn
eftir liðast ísinn svo allur sund-
ur og veiðimennirnir náðu engu
okkur í ísbjarnarflugið þennan
dag.
— Hvað voruð þið lengi á leið-
inni hingað, Tryggvi?
— Við fórum á hádegi á
fimmtudag frá Reykjavík.
— Hefur siglingin tekið eðli-
legan tíma?
— Nei, við höfum tafizt dá-
lítið vegna íssins. Við þurftum
t.d. að bfða eftir birtunni á Eski-
firði. ísinn byrjaði hjá okkur við
Breiðdalsvíkina.
— Hvernig er hagað siglingu
í ís? ,
—- Það eru menn í báðum
stjórnborðum, sem fylgjast með
því hvort skrúfurnar séu ísfríar.
Skrúfurnar á Esju eru tvær og
þær eru ofarlega og utarlega á
Krakkarnir léku sér á bryggju sporðimim og ísjökum sem voru
fastir á milli bryggjustólpa.
síðunni. Við verðum strax að
stöðva skrúfuna, ef ís kemst að
henni, því áð annars getur hún
brotnað.
Frá vinstri: Tryggvi Blöndal, skipstjóri á Esju. Þórólfur Magn-
ússon flugmaður og Lýður Guðmundsson loftskeytamaður.
hrafnager hópaðist að honum
með hrekkjarflögri. ísbirninum
líkaði þetta auðsjáanlega illa og
þreif selinn í kjaftinn og sveifl-
aði honum í kring um sig. Dýrið
virtist ekkert verða vart við
skipið, enda fórum við í nokk-
urri fjarlægð frá því.
— Var íssiglingin erfið?
— Við vorum 10 tíma áð sigla
2 Ví> tíma leið.
— Hvert farið þið næst?
— Til Seyðisfjarðar með birtu
í fyrramálið og þar verður snúið
við og siglt suður fyrir land til
Reykjavikur.
Norðfirðingar voru ákaflega
ánægðir yfir áð Esjan skyldi
koma, því að skipið var með
ýmsar þurftarvörur og þeir voru
einnig hressir yfir því að ísinn
var að fjarlægjast og möguleik-
ar að skapast fyrir sjósókn.
Ljósmynd: Arni Johnsen.
Verðið brún í fyrstu skíðaferðinni, hvort
sem sól er eða ekki, með því að nota
QX FRÁ COPPERTONE
Fólkið heldur þeim gamla sið að spila þegar ekkert sérstakt er við að vera og notar
heimasmíðaða spilapeninga. Frá vinstri: Sigurður Eiríksson, Jóhanna Sveinsdóttir og Vilhjálm-
ur Helgason, fyrrverandi vitavörður á Dalatanga.
— Það eru náttúrulega ýmis
óþægindi, en ekkert sérlegt,
hvorki slys eða önnur óhöpp.
— Hefur þú aldrei lent í kasti
við ísbjörn?
— Jú, reyndar hef ég nú lent
í því að drepa ísbjörn. Það var
1918 að ísbjörn gekk á land á
Dalatanga. Við vorum að sækja
ljósmóður og gengum þá fram á
slóð eftir ísbjörn. Við snerum
við tii bóls og sögðum frá því
hvað við hefðum séð til þess að
fólk færi ekki á hættusvæðið.
Síðan héldum við áfram ferð
okkar og náðum í ljósmóðurina
og jafnframt fengum við lánaða
byssu á Brekku.Ekki urðum við
samt varir við neinn ísbjöm á
bakaleiðinni. Daginn eftir rökt-
um við svo slóðina þangað sem
björninn var búinn að grafa sig
í fönn í Daladal, og þar skutum
við dýrið.
— Nokkuð sérkennilegt í sam-
bandi við ís, sem þig rámar í?
af selnum. Þetta var heldur mik-
ið feigðarflan.
— Heldurðu að örlögin hafi
spunnið þennan þráð feigðarinn-
ar?
— Ég held að það hafi óbless-
un fylgt þeim vegna þess að þeir
voru að drepa selina á sjálfan
páskadag. Menn eiga ekki að
gera svona.
Og við kve’ðjum þessi önd-
vegishjón og gest þeirra, Sigurð
Eiríksson, en þegar við sóttum
þau heim voru þau að spila
manna og notuðu heimasmíðaða
spilapeninga og nú voru spilin
stokkuð og gefið á ný. Þannig
drepur fólkið tímann með sto-
iskri ró í góðri skemmtan.
Sem fyrr segir hafði Esjan
brotizt í gegnum ísinn inn til
Neskaupstaðar og við röbbuðum
skamma stund vfð skipstjórann,
Tryggva Blöndal. Tryggvi og
Lýður loftskeytamaður fóru með
— Hvenær sáuð þið bjarndýr-
ið fyrst?
— Við vorum að nálgast Norð-
fjörð skammt fyrir utan Sand-
vík. Þá sáum við spor á jökun-
um og skömmu seinna sáum við
bjarndýrið í u.þ.b. 500 metra
fjarlægð. Fyrsti stýrimaður sá
það fyrst. Við fylgdumst með
dýrinu á me'ðan við vorum að
baxa við að brjóta okkur leið
í gegnum þykka ísspöng, sem
þarna var.
— Stöðvuðuð þið skipið?
— Við vorum alltaf að stoppa
annað slagið. Það verður að sigla
örhægt í gegnum ísinn. Bjarndýr
ið var áð gæða sér á sel og
éSStlf* . *____1f.¥ .K ♦
AUGLYSINGAR
5ÍMI SS«4*80
QX
QUICK TANNING
L0TI0N BY ®
COPPiRTONE
gerir yðurj
fallega og jafn brúna ag
3 til 5 tímum.
Ver yður einnig gegnj
sólbruna.
JL* „quick tanning" undracfnið, sem gerir
yftur fallega hrún, jafnt inni, sem úti, er framleitt af
COPPERTONE.
'Ar INNI — gerir yður brún á einni nóttu.
ÚTI — gerir yður enn brúnni og
verndar um leið gegn sóJbruna.
★ ENGINN LITUR — ENGAR RÁKIR.
Q.T. inniheldur enga liti eða gerviefni, sem gerir
húð yðar rákótta eða upplitaða. Q.T. inniheldur
nærandi og mýkjandi efni fyir húðina.
Q.T. gerir bá hluti líkamans. sem sólin nær ekki
til, fallega brúna. Um leið verndar sérstakt efni í
Q.T. húðina fyrir brunageislum sólarinnar.
Notið hið fljótvirka Q.T. hvenær sem er
ekki fitugt eða olíukennt.
það er
QX
er framleitt af COPPERTONE
IiEILDVERZL. YMIR
Sími 14191.