Morgunblaðið - 10.04.1968, Page 8

Morgunblaðið - 10.04.1968, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968 „Tíu tilbrigði" Höfundur: Oddur Björnsson Tónlist: Leifur Þórarinsson Leikstjórn, leikmynd og búningar: Brynja Benediktsdóttir Á >VÍ er enginn vafi að Oddur Björnsson er sá íslenzkra leikritahöfunda sem líklegastur er til að hafa hressandi áhrif til breytingar leikhúsinu og af- stöðu leikhúsgesta. Hann gerir djarfari tilraunir með að- ferðir en aðrir höfundar, — en það er ekki mesti kostur hans, heldur hitt, að hann fæst við nærtæk og mikil- væg vandamál mannlífsins á nýstárlegan og einarðlegan hátt. Þótt augnabliksáhrif verka Odds séu fyrst og fremst hlátur, þykir mér bezta og augljósEista einkenni hans sem höfundar vera sú alvara, sem hann leggur í könnunina á umhverfi sínu, og sú staðfasta viðleitni að ráðast til atlögu við þá þætti mannlegs lífs, sem koma okkur raunveru- lega við. Þessi alvara kemur ljóslega fram bæði í vali við- fangsefna og meðferð þeirra, — því að gamanið er grátt. Leikrit Odds Björnssonar „Tíu tilbrigði" er mjög persónu- lega stílfærð skopstæling á sam- skiptum tónskálds við eigin- konu, sem sér honum farborða. Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfallsrör. Niðursetningu á brunnum. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsun að verki loknu. Sími 23146. ____________________ Pilkington6s tiles postulínsveggflisar GRBBtóVffil22-24 Stærðir 11 x 11, 7y2 15 og 15 x 15 »30280-3262 Mikið úrval — Gott verð. ■ PIERP0NT-ÚR Allar nýjustu gerðir af Pierpont úrum, ÍMy* I fyrir dörnur og herra. ! \\l Pierpont úr er vönduð fermingargjöf. Úrsmiður Hermann H Jónsson Lækjargötu 2. ! STiJbrli|®J s Ítö§|áu§ frá brauöbæ er bezt og ódýrast BRAUÐBÆR VIÐ ÓÐINSTORG, SÍMI20490 7 Leikritið er að efnisviði og stíl £ anda absúrdista, mörg tiltæki eru óbeizluð og leitandi, en mörg hæfa beint í mark. Þótt hugarflug höfundarins brjóti öll lögmál hversdagslífsins og sveiflur leiksins séu á sinn hátt f jarstæðukenndar, er auðvelt að greina hvað fyrir honum vakir, og næmi hans fyrir hinu leik- ræna gerir honum víða kleift að ná skemmtilegu áhrifasam- bandi við áhorfendur. Ég minn- ist þess ekki að hafa orðið vitni að eins vel heppnuðu sambandi absúrdleikhúss við gesti sína og á frumsýningunni í Lindarbæ sl. sunnudag, nema ef vera skyldi á sýningu „Sköllóttu söngkon- unnar“ eftir Ionesco. Oddur Björnsson er ekki til- takanlega orðhagur höfundur, og oft hefur mér þótt höndum kastað til texta verka hans. En honum er svo augsýnilega mik- ið niðri fyrir að mér þykir stirð- mælgi hans oft hafa geðfelld eða jákvæð áhrif, einkum ef borin er saman við verk orðhag ari manna, þar sem lipurð tján- ingarinnar undirstrikar bara enn betur að þeir hafa ekkert að segja. Texti „Tíu tilbrigða" er þó miklu vandaðri en margra fyrri verka Odds, þótt þar megi enn finna einstaka hortitti, eins og t.d. „að binda endi á e-ð“. Brynja Benediktsdóttir hefur sett „Tíu tilbrigði" á svið, gert leikmyndina og teiknað búning ana. Leikmyndin ásamt lýsing- unni, sem Brynja hefur gert með Kristni Daníelssyni er ekki þýðingarminnsti þáttur vel- gengni sýningarinnar, og mættu .margir reyndari leikhúsmenn rvera stoltir af því verki. Þá hefur Brynju farizt leikstjórnin •skemmtilega og skynsamlega úr hendi. Er erfitt að meta hve drjúgan þátt hún á t.d. í túlkun •leikendanna þriggja, sem allir hafa fremur litla sviðsreynslu en standa sig furðuvel. Leifur Þórarinsson hefur gert ■tónlist og hljóðeffekta við leik- •ritið. Er verk hans mjög skemmtilegt, meinfyndið og áhrifamikið og hjálpar sýning- unni ekki lítið, enda eru þeir Oddur orðnir þaulvanir sam- starfsmenn. : Sigurður Skúlason fer með hlutverk Lúðvíks tónskálds. Sig urður hefur fengið talsvert mik- ið öryggi og sjálfstraust á sviði, enda hefur hann líklega tekið þátt í fleiri sýningum á undan- förnum tveimur árum en nokk- ur annar yngstu leikara Þjóð- leikhússins. Hann hefur skýran talanda, á auðvelt með að gera ýmsa einfalda hluti, en hættir um of til að notfæra sér þær aðferðir, sem hafa reynzt hon- um vel áður. Líklega hefur Sig- urður ekki gert eins vel áður og nú í „Tíu tilbrigðum", en hann skortir einhverja festu, frumleika eða áræði, þegar til átaka kemur, svo að leikur hans verður á köflum dálítið holur eða yfirborðslegur að sjá. Sig- urður leysti þó hlutverk sitt af hendi greindalega og skilmerki lega. Ung og óþekkt leikkona, Mar- grét Jóhannsdóttir, lék Málfríði, eignkonu Lúðvíks. Fæ ég ekki betur séð en að þar sé athyglis- - /.o.gt. - Stúkurnar Dröfn og Verðandi halda útbreiðslufund í Templarahöllinni í kvöld kl. 8,30. Ungtemplarar flytja stutt ávörp. Einsöngur Ingveldur Hj altested, leikari kemur í heimsókn og að lokum verður stiginn dans. Gömlu dansarn- ir. Allir þeir er áhuga hafa á bindindismálum velkomnir með húsrúm leyfir. Æðstitemplar. Stúkan Mínerva nr. 172. Fundur í kvöld kl. 20,30. Kosning þingfulltrúa. Æðstitemplar. johivs - mmm glerullarcinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 214” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. verður leikkraftur. Óhætt mun að fullyrða að Margrét á mestan þátt í að kæta áhorfendur. Hlut- verk hennar er hið skemmtileg- asta í leikritinu, og hún vinnur ásamt leikstjóranum úr því marga skopléga hluti. Búningur hennar, einkum nærskorin leð- urstígvélin, sem ná langt upp fyrir hné, var mjög vel til fund- inn. Auður Guðmundsdóttir fór með hlutverk afturgenginnar tengdamóður tónskáldsins Henni tókst prýðilega að áuka við ógnvekjandi áhrif atriða sinna með tryllingslegum svip á andliti og látbragðsleikur hennar og Lúðvíks fjórhent á píanóið var feiknalega hlægi- legur. Andlit brúðunnar, sem hengd var í stað tengdamömmu, var afar .vel málað af Sigurjóni Jó- hannssyni sem vakið hefur at- hygli fyrir gerð leikgríma. Starfsemi Leiflokks litla sviðsins í Lindarbæ í vetur hef- ur tekizt ágætlega. Unga fólkið hefur ekki aðeins fengið tæki- færi til að þjálfa sjálft sig og halda við skólalærdómi sínum, heldur hefur það komið upp mjög sómasamlegum sýningum, sem auðgað hafa leiklistarlíf borgarinnar. „Tíu tilbrigði" er sú þessara sýninga, sem ég hef haft mesta ánægju af að sjá, sérstaklega vegna þess að þar þykir mér bæði viðfangsefni og vinnubrögð vera á nýstárlegri braut, sem ungu fólki er bæði nauðsyn og skylda að kanna bet ur. Sýningin var full af lífi og þrótti, og það var ósvikinn leik húsþefur af henni. „Tíu tilbrigðum“ var afburða vel tekið af frumsýningargest- um. Ömólfur Árnason. FÉLAGSLÍF Unglingameistaramót Hafnarfjarðar í sundi verð- ur háð í Sundhöll Hafnarfjarð ar. Mánudaginn 22. apríl kl. 8,15. Keppt verður í eftirtöldum greinum, í þeirri röð sem get- ið er: 50 m baksund stúlkna. 50 m flugsund drengja. 50 m skriðsund telpna. 100 m bringusund drengja. 50 m baksund telpna 50 m bringusund sveina. 50 m flugsund stúlkna. 100 m skriðsund drengja 100 m bringusund stúlkna 50 m skriðsund sveina. 50 m bringusund telpna. 100 m baksund drengja. 100 m skriðsund stúlkna. 50 m baksund sveina. Þátttökutilkynningar send- ist Trausta Guðlaugssyni, Norðurbraut 22, sími 51471 eða í Sundhöll Hafnarfjarðar sími 50088 fyrir þriðjudag 16. apríl. Golfklúbbur Reykjavikur Æfingar fyrir meðlimi og aðra áhiugamenn um golf. Mið vikudaga og föstudaga kl. 20 til 21,30 í leikfimisalnum á Laugardalsvellinum. Kennsla á staðnum fyrir þá, sem þess óska. Æfingan^nd. KR-ingar — skíðafólk Ferðir um páskana eru sem hér segir: Miðvikudag kl. 8 e. h. Fimmtudag kl. 10 f. h. Föstudag kl. 10 f. h. Laugardag kl. 2 e. h. Sunnudag kl. 10 f. h. Mánudag kl. 10 f. h. Gott skíðafæri er nú í Skála- felli, lyfta í gangi. Veitingar á staðnum. Fjölmennið í Skálafell. Stjórnln. fR-ingar — skíðafólk Skíðaferðir í ÍR-skálanum um páskana eru sem hér seg- ir: Miðvikudagskvöld kl. .. 8 og kl. 10 f. h. hina dagana. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.