Morgunblaðið - 10.04.1968, Page 13

Morgunblaðið - 10.04.1968, Page 13
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968 13 Greinargerð sérleyfishafa — vegna frv. um breytingu á vegalögum MBL. hefur borizt eftirfarandi greinargerð Félags sérleyfishafa, sem send hefur verið Alþingi. Vegna frumvarps til laga um breytingu á vegalögum, nr 71 30. desember, 1963, sem nú er til meðferðar á Alþingi, leyfir Fé- lag sérleyfishafa sér að snúa sér til hins háa Alþingis með ein- dregnum tilmælum um, að laga frumvarp þetta verði ekki sam- þykkt í því formi sem það hefur verið fram borið. Frumvarpið gerir í fyrsta lagi ráð fyrir hækkun þungaskatts, sem nemur 100 til 110% frá nú- verandi skattlagningu á sérleyfis bifreiðir. I öðru lagi er gert ráð fyrir hækkun á gúmmigjaldi, sem mun valda 25 til 30% hækkun á verði hjólbarða, sem nýlega höfðu hækkað um 30% vegna gengisfellingar. I þriðja lagi gerir frumvarpið ráð fyrir, að hækkun þunga- skatts verki aftur fyrir sig frá siðustu áramótum, sem teljast verður mjög óeðlileg skatt- heimta. I fjórða lagi gerir frumvarp- ið ráð fyrir heimildarákvæði til skattlagningar eftir ökumælum, án þess að tilgreina nokkuð hvernig slík skattlagning sé áformuð, og verður því að teljast óe'ðlilegt að gefa slíka heimild í lögum án frekari rökstuðnings. Hinsvegar fagnar félagið því að gert er ráð fyrir fleiri en ein- um gjalddaga árlega á greiðslu þungaskattsins, svo og að fram hefur komið í ræðu hæstvirts samgöngumálaráðherra, að vilji væri fyrir því, að endurgreiðsla á þungaskatti verði heimiluð ef bifreið er ekki á skrá í einn mánuð e’ða lengur. Með því feng- ist viðurkenning á margra ára baráttu félagsins fyrir leiðrétt- ingu þessa atriðis. Þá skal tekið fram, að verði frumvarpið samþykkt óbreytt, mun það valda 4 til 6% hækkun á reksturskostnaði sérleyfisbif- reiða, nokkuð mismunandi eftir aðstæðum. Til rökstuðnings máli okkar, leyfum við okkur að benda á eftirfarandi: Atvinnurekstur þessi er þegar hátt skattlagður, því auk þeirra gjalda, sem nú er ráðgert að hækka, eru tollar af varahlutum og bifreiðum, 35 til 40%, og á brúttótekjur leggst 3% sérleyfis- gjald. Þá viljum við sérstaklega benda á mjög þungbæra og óvenjulega álagningu söluskatts, en henni er þannig hagað á sér- leyfisakstur, að greiða skal 7%% söluskatt af brúttótekjum. Auk þess er gert að greiða sölu- skatt af öllum aðkeyptum vörum og allri viðhaldsvinnu, en þessir liðir nema allt að 60% rekstrar- kostnaðar og veröur því um tvö- falda álagningu söluskatts að ræða, eða með öðrum orðum, að söluskattsgreiðslur nemi sem næst 11 til 12% af brúttóitekjum. Helztu samkeppnisaðilar sérleyf ishafa búa við mun betri hlut í þessu efni. Má þar fyrst nefna flugið, en það nýtur algjörra tollafriðinda á megin hluta rekstrarvara sinna. Samgöngur á sjó njóta styrkja af almannafé svo tugum milljóna' nemur. Leigubifreiðaakstur með fólks- bifrefðum er ekki söluskatts- skyldur. Augljóst er því að fargjalda- hækkanir af hverjum sökum sem þær eru sprottnar, gera sam- keppnisaðstöðu sérleyfisaksturs stöðugt verri. Ónefnt er þó það höfuðvanda- mál sem sérleyfishafar hafa átt við að stríða undanfarin ár, en það er stöðug fækkun farþega, sem stafar fyrst og fremst af hin um aukna bifreiðakosti lands- manna. Slík fækkun getur í fæst um tilfellum haft í för með sér lækkun reksturskostnaðar fyr- ir sérleyfishafa, þar sem þjón- usta þeirra má ekki falla niður, vegna farþega, er ekki hafa eigin bifreiðir. Vfð teljum frekari rökstuðn- ing að sinni óþarfan, en viljum víkja með örfáum orðum að til- gangi nefnds lagafrumvarps og lýsum okku rsammála stjórnvöld um um, að nauðsyn beri til auk- inna tekna til vegamála sem afl- að sé með hækkun skatta þeirra, sem um ræðir. Við teljum ekki óeðlilegt, að hluti innflutnings- tekna af bifreiðum og reksturs- vörum til þeirra gangi til ann- arra sameiginlegra þjóöfélags- þarfa en vegamála eingöngu. Við bendum hinsvegar á brýna nauðsyn þess, að nýjar tekjur sem nú er fyrirhugað að afla, renni einvörðugu og strax til helztu þjóðvega landsins, enda munu þá allir njóta góðs af þeim framkvæmdum. Þess vegna skorumst við ekki undan hækkun gjalda til jafns við aðra bifreiðaeigendur í land inu. Hins vegar sjáum við enga sanngirni í svo freklega aukn- um álögum á þennan atvinnu- rekstur umfram aðra, eins og nú er fyrirhugað, einkum með til- liti til þess a'ð hann býr þegar við skarðan hlut, og sem er bund inn skyldum um að halda uppi ferðum við erfiðar aðstæður, þótt um mjög takmarkaðan flutn ing sé að ræða. Slíkar kvaðir hvíla ekki á neinum öðrum aðil- um samgangna. Brýnustu endurbætur á frum- varpinu teljum við vera eftir- farandi: 1. Þungaskattur á sérleyfisbif- reiðum ver’ði eigi hækkaður um meira en 30%'. 2. Hækkun þungaskattsins mið- ist við 1. maí n.k. eða gildis- tökudag laganna. 3. Felld verði niður úr frum- varpinu öll ákvæði um álagn- ingu þungaskatts eftir öku- mæli. 4. Lögum verði breytt í þá átt, að sé bifreið afskráð 1 mánuð samfleitt eða lengri tíma, falli niður hlutfallsleg greiðsla á þungaskatti. Við leyfum okkur a'ð vona, að hið háa Alþingi verði við tillög- um þessum, sem við teljum full- komið sanngirnismál að nái fram að ganga. PÁSKAEGG Clœsilegasta úrval borgarinnar Allar stœrðir og gerðir Opið laugardaga til kl. 6 HJARTARBIJÐ Suðurlandsbraut 10 — Sími 8J529 MEÐ GÓÐRI LÝSINGU NYTSAMASTA FERMINGARGJÖFIN ER LUXO 1001 Varizt eítirlíkingar. Ábyrgðarskírteini fylgir hverjum lampa. RAFBÚÐ Domus Medica — Egilsgötu 3 Sími 18022. KUðRI! FÓ8T8RÆBIIR SAMSÖNGUR í Ansturbæjarbíói MIÐVIKUDAGINN 10. APRÍL KL. 7.15. — Aðgönguskírteini dags. 30/3. STJÓRMI: RAGIUAR BJÖRN STYRKTARFÉLAGAR, ER EINHVERRA ÁSTÆÐNA VEGNA HAFA EKKI FENGIÐ AÐGÖNGUSKÍRTEINI AFHENT, GOÐFÚSLEGA VITJI ÞEIRRA TIl. FRIÐRIKS J. EYFJÖRÐ HJÁ LEÐURVERZL. JÓNS BRYNJÓLFSSON- AR AUSTURSTRÆTI 3. STJÓRNIN. Uppboð til slita á sameign á hluta af Sogavegi 132, þingl. eign Sverris Gíslasonar og Kristínar Hrafnfjörð, fer fram eftÍT kröfu Kristins Einarssonar hdl., f.h. Kristínar Hrafnfjörð, á eigninni sjáltfri, þriðjudaginn 16. apríl 1968, kl. 4 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 68. og 71. tbl. Lögfbirtingablaðs 1968 um hluta í Rauðalæk 73, þingl. eign Jóns Þ. Áma- sonar, fer fram etftir kröfu Gunnars I. Hafsteinssonar hdU Hauks Jónssonar hrl., Guðjóns Styrkórssonar hrl., Jóns Magnússonar hrl., og Jóns Grétar Sigurðssonar hdl., á eigninni sjóltfri, þriðjudaginn 16. apríl 1968, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Félag íslenzkra myndlistarmanna II. Norrænt æskulýðsbiennale verður haldið í Helsingfors í október 1968. Hvert Norðurlanda hefur heimild til að senda verk fimm listamanna, eigi fleiri en fimm eftir hvern. Þátttakendur skulu ekki eldri en þrítugir eða ekki orðnir 31 árs í september 1968. Félagið hefur skipað í dómnefnd þá: Braga Ásgeirsson, Einar Hákonarson og Jóhann Eyfells. Efni í sýningarskrá þarf að vera komið til Hels- ingfors fyrir 15. maí. Tekið verður á móti myndum, málverkum, högg- myndum eða grafik í Listamannaskálanum þriðju- daginn 16. apríl nk. kl. 4—7. Ekkert má senda undir gleri. Þátttaka er ekki félagsbundin. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.