Morgunblaðið - 10.04.1968, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968
Mikilvægt að hefja nýjar f ramkvæmd-
ir, sem tryggi vaxandi þjdöartekjur
— þegar framkvœmdum við Búrfell og Straumsvík lýkur
— sagði dr. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri r gœr
ÁRSFUNDUR Seðlabanka ís-
lands var haldinn að Hótel
Sögu í gær. Birgir Kjaran, alþm.
formaður bankaráðs Seðlabank
ans bauð gesti velkomna en síð-
an flutti dr. Jóhannes Nordal
ræðu. Að lokum sagði Gylfi Þ.
Gíslason, bankamálaráðherra
nokkur orð. Hér fer á eftir ræða
dr. Jóhannesar Nordals í gær,
nokkuð stytt:
Mikilvægt að hef ja .. ,
Óhætt mun að segja, að þró-
un efnahagsmála á árinu 1967,
hafi reynzt íslendingum erfiðari
en nokkurn grunaði fyrir ári.
Var orsaka erfiðleikanna að
leita í óhagsstæðum ytri skil-
yrðum, svo sem verðlækkunum
erlendis, breyttum fiskigöngum
og erfiðum veðurskilyrðum, sem
fslendingar gátu engu um ráð-
ið.
Þótt þróunin á erlendum
mörkuðum hafi þegar á árinu
1966 verið farin að breytast til
hins verra vegna verðfalls mik-
ilvægra útflutningsafurða, benti
þó margt til þess framan af, að
brátt myndi úr rætast. Allar slík
ar vonir hafa til þessa algjör-
lega brugðizt. 1 þess stað varð
útflutningsframleiðslan á árinu
1967 fyrir stórfelldum nýjum á
föllum, sem í heild leiddu til
þess, að verðmæti útflutnings
framleiðslunnar lækkaði um 30%
á árinu. Sé borið saman við árið
1966 reyndist lækkun verðlags á
útfluttum sjávarafurðum 12%
á árinu, og átti sú lækkun eink-
um rætur að rekja til verðfalls
á þremur mikilvægum flokkum
afurða, síldarlýsi lækkaði um
20%, síldarmjöl, er lækkaði um
15% og frystum fiskflökum, er
lækkuðu um 16%. Ofan á þetta
verðfall kom síðan lokun skreið
armarkaðsins í Nígeríu vegna
borgarastyrjaldar þar í landi, og
lá meginhluti skreiðarframleiðsl
unnar óseldur í árslok. Við þessa
óhagstæðu markaðsþróun erlend
is bættust loks áhrif versnandi
aflabragða, einkum í síldveiðum,
miðað við undanfarin ár. Lækk-
aði sjávarafli á árinu 1967 um
344 þús. lestir eða 28% miðað
við árið áður, en þar sem meg-
inhluti lækkunarinnar kom fram
á síldaraflanum varð verðmætis-
lækkun aflans nokkuð minni eða
um 21 % miðað við fast verðlag.
Þegar þess er gætt, að yfir
90% vöruútflutningsins eru
sjávarafurðir í einhverri mynd,
en bein hlutdeild sjávarútvegs-
ins í þjóðarframleiðslunni hefur
síðustu árin numið um einum
fimmta hluta, gat ekki hjá því
farið að 30% lækkun fram-
leiðsluverðmætis sjávarútvegsins
hefði gagnger áhrif bæði á þjóð-
artekjur og greiðslujöfnuð. Sé
fyrst litið á þjóðartekjur, þá
benda bráðabirgðaáætlanir til
þess, að þær hafi lækkað á ár-
inu um 80%, og áttu versnandi
viðskiptakjör drjúgan þátt í
þeirri breytingu. Til samanburð-
ar má geta þess, að á árinu
1966 narh aukning þjóðartekna
3,7%, en 9,2% árið 1965. Þó verk
aði hér á móti, að byggingar-
starfsemijókst um 10% á árinu,
einkum vegna þeirra stórfram-
kvæmda, sem þá fór að gæta
fyrir alvöru, og kom það tví-
mælalaust í veg fyrir enn frek-
ari rýrnun þjóðartekna.
Lækkun útflutningsverðmætis
ins, en hún nam 1700 millj. kr.
á árinu, kom þó með mestum
þunga fram í greiðslujöfnuðin-
um við útlönd. Samkvæmt þeim
bráðabirgðaáætlunum, sem nú
liggja fyrir, varð hallirnn á við-
skiptajöfnuðinum, þ.e.a.s. við-
skiptum með vörur og þjónustu,
2.350 millj. kr. á árinu 1967, en
árið áður- hafði hann verið ó-
hagstæður um 321 millj. kr. Við
mat á þessum tölum er rétt að
hafa í huga, að sérstakar að-
stæður voru þess valdandi, að
viðskiptajöfnuður ársins 1967
var að ýmsu leyti ósambærileg-
ur við það, sem var árin á und-
an. Má þar fyrst til nefna hin-
ar miklu nýju framkvæmdir við
Búrfellsvirkjun og álbræðslu í
Straumsvík, en vegna þeirra átti
sér stað mikill fjármagnsinnflutn
ingur á árinu. Einnig var um
að ræða mikinn innflutning
skipa og flugvéla, sem greiddur
var að stórum hluta með er-
lendum lánum. Átti þetta hvort
tveggja meginþátt í því, að fjár-
magnsjöfnuðurinn varð hagstæð
ur á árinu um 1180 millj. kr., en
það jafnaði um helming viðskipta
hallans. Þegar innkomnar fjár-
magnshreyfingar og skyldar
greiðslur hafa verið dregnar frá
hallanum á viðskiptajöfnuðin-
um, kemur fram heildargreiðslu-
jöfnuður ársins, en það er sú
upphæð, sem mæta varð með
lækkun gjaldeyrisforðans.
Var heildargreiðslujöfnuður á
árinu 1967 neikvæður um 1070
millj. kr. og rýmaði gjaldeyris-
staða bankanna um sömu fjár-
hæð. Miðað við gamla gengið.
Er þetta í fyrsta skipti síðan
1959, sem gjaldeyrisstaðan hefur
rýrnað. Hin reikningslega rýrn-
un gjaldeyrisstöðunnar á árinu
var þó 200 millj. kr. minni. Er
þetta vegna þess að gjaldeyris-
forðinn jókst i krónum talið við
gengisbreytinguna. Sé reiknað
með gildandi gengi á hverjum
tíma, rýrnaði gjaldeyrisstaðan á,
árinu úr 1915 millj. kr. í árslok
1966 í 1040 millj. í árslok 1967.
Um einstaka liði gjaldeyrisstöð-
unnar er það að segja, að eign
Seðlabankans í gulli og frjáls-
um gjaldeyri lækkaði um tæp-
ar 500 millj., en jafnframt juk-
ust stuttar skuldir hans um 383
millj. kr., og er þar meðtalið
214 millj. kr. jöfnunarlán, sem
tekið var hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum á árinu. Ennfremur
rýrnaði staða viðskiptabank-
anna við útlönd á árinu um 162
millj. kr. og var nettóskuld
þeirra í árslok að meðtöldum
freðfisksöluvíxlum í Bandaríkj-
unum 475 millj. kr.
Hin miklu vandamál, sem
sigldu í kjölfar minnkandi út-
flutnings og lækkandi þjóðar-
tekna hlutu að setja svip sinn
á allar aðgerðir í efnahagsmál-
um á árinu 1967. Má reyndar
segja, að stjórn íslenzkra efna-
hagsmála hafi allt frá síðasta
ársfjórðungi 1966 og til þessa
dags stefnt að því einu að verj-
ast afleiðingum þeirra áfalla,
sem þjóðarbúið varð fyrir. Þeg-
ar haft er í huga, að íslending-
ar hafa ekki orðið fyrir jafn-
miklu tekjutapi síðan í heims-
kreppunni eftir 1930, verður með
engu móti sagt, að þessi varnar
barátta hafi verið árángurslítil,
en hún hlaut að krefjast sífellt
nýrra aðgerða og endurskoðun
ar stefnumiða, eftir því sem ný
va-ndamál komu til sögunnar.
Sú efnahagsstefna, sem mörk-
uð var í upphafi árs 1967 hafði
tvö meginmarkmið. í fyrsta
lagi var reynt að koma í veg
fyrir, að verðfall afurða hefði í
för með sér samdrátt eða stöðv-
un mikilvægrar útflutningsfram-
leiðslu. Veu- þetta gert bæði með
beinum stuðningi við sjávarút-
veginn, jafnframt því sem gerð-
ar voru víðtækar ráðstafanir til
verðstöðvunar, en með þeim
tókst að haida bæði verðlagi og
kaupgjaldi óbreyttu allt frá
haustinu 1966 og fram í nóv-
embermánuði s.l.
í öðru lagi var stefnt að því
að tryggja viðunandi atvinnu,
þrátt fyrir þau samdráttaráhrif,
sem versnandi afkoma sjávarút-
vegsins hlaut að hafa í för með
sér. Var á árinu haldið uppi
miklum opinberum framkvæmd-
um, auk stórframkvæmda við
Dr Jóhannes Nordal.
virkjun Þjórsár við Búrfell og
í Straumsvík. Aðgerðir í pen-
ingamálum voru einnig við það
miðaðar að koma í veg fyrir, að
efnahagsérfiðleikarnir hefðu í
för með sér snöggan og alvar-
legan samdrátt í atvinnustarf-
semi og fjárfestingu.
f þessari stefnu fólst, að
neyzla og fjárfesting yrði að
miklu leyti varin fyrir áhrifum
þeirrar almennu tekjurýrnunar
þjóðarbúsins, er fylgdi minnk-
andi útflutningsverðmæti. Mis-
munurinn hlaut að koma fram í
auknum greiðsluhalla við útlönd
sem jafnaður yrði að nokkru
með erlendum lántökum, en að
nokkru með rýrnun gjaldeyris-
stöðunnar. Hversu lengi þetta
yrði framkvæmanlegt án óhófs-
legs gjaldeyristaps, var komið
undir þróun útflutningstekna á
árinu. Voru efnahagsáætlanir á
fyrri hluta árs 1967 byggðar á
því, að útflutningsframleiðslan
lækkaði ekki nema um 10-15%.
frá fyrra ári, en þá hefði gjald-
eyrisstaðan varla rýrnað meira
en um 300—400 millj. kr. Þetta
fór þó á annan veg, þar sem
þróun útflutningstekna versnaði
að mun, eftir því sem á árið
leið, svo að tekjulækkunin varð
að lokum helmingi meiri en bú-
izt hafði verið við. Komu á-
hrif þess fram með vaxandi
þunga á síðari helmingi ársins,
rýrnun gjaldeyrisstöðunnar
varð örari, en samdráttar fór
að gæta í tekjuþróun og eftir-
spurn, einkasparn-aður minnkaði
og afkoma atvinnufyrirtækja
fór versnandi.
Samdráttaráhrifa gætti síðar i
innflutningi og gjaldeyriseftir-
spurn en á öðrum sviðum, og
kom því lækkun útflutningstekn
ann-a að miklu leyti fram í rýrn-
un gjaldeyrisstöðunnar. Var því
þegar um haustið orðið ljóst, að
grípa þyrfti til sérstakra ráð-
stafana til þess að draga úr
greiðsluhallanum við útlönd og
koma á jöfnuði í fjármálum rík-
isins. Voru gerðar beinar ráð-
stafanir til að draga úr gjald-
eyrisnotkun, m.a. til ferðalaga,
jafnframt því sem dregið var úr
útgjöldum ríkisins með lækkun
niðurgreiðslna. Áður en séð
varð, hver árangur yrði af þess-
um ráðstöfunum eða öðrum, sem
undirbúnar höfðu verið, breytt-
ust viðhorfin vegna gengislækk
unar sterlingspundsins.
Varð þá ljóst, að gengislækk-
un íslenzku krónunnar yrði ekki
lengur umflúin, og var nýtt
stofngengi, sem er 24,6% lægra
en það gengi, er gilt hafði, á-
kveðið af Seðlabankanum með
samþykki ríkisstjórnarinnar og
tilkynnt hinn 24. nóvember. Var
hið nýja gengi ákveðið með til-
liti til þeirra erfiðleika, sem út-
flutningsatvinnuvegirnir höfðu
átt við að búa vegna minnk-
andi framleiðsluverðmætis, jafn-
framt því sem stefnt var að því
að draga úr innflutningi og
koma á viðunandi greiðslujöfn-
uði. Ekki leikur vafi á því, að
gengisbreytingin hefur þegar
haft mikilvaég áhrif í þá átt að
bæta greiðslujöfnuðinn, enda
þótt afkoma útflutningsatvinnu-
veganna sé enn erfið vegna ó-
hagstæðrar þróunar útflutnings-
markaða. Hins vegar hlaut geng-
isbreytingin að hafa í för með
sér ný vandamál í launa- og
verðlagsmálum.
Vík ég þá að þróun peninga-
mála, en þar komu áhrif hinnar
óhagstæðu framleiðslu og út-
flutningsþróunar fram með full-
um þunga. Jukust erfiðleikarn-
ir á peningamarkaðnum ört, eft-
ir því sem á árið leið. Áttu at-
vinnufyrirtæki, sérstaklega í
sjávarútvegi, við vaxandi lausa-
fjárerfiðleika að etja á árinu
vegna versnandi afkomu, en auk
þess hafði fjöldi fyrirtækja og
einstaklinga ráðizt í miklar fjár-
festingarframkvæmdir á árinu
1965 og 1966, sem nú varð ekki
snúið aftur með, þótt aðstæður
til að framkvæma þær hefðu
gjörbreytzt. Jafnframt hafði stöð
nun í tekjum og ótryggara efna-
hagsútlit áhrif á almennan
sparnað og fjármagnsmyndun,
svo að mjög dró úr innláns-
aukningu bankakerfisins, jafn-
framt því sem eftirspurn eftir
lánsfé hélzt mikil vegna greiðslu
erfiðleika fyrirtækja. Varð út-
lánaaukning bankanna á árinu
langt umfram ráðstöfunarfé
þeirra og var mismunurinn að
stórum hluta jafnaður með pen-
ingaútstreymi úr Seðlabankan-
um. Rekstrarerfiðleikar fyrir-
tækja og minnkandi fjármagns-
myndun komu einnig fram í fjár
hag fjárfestingarlánastofnana,
svo að staða þeirra gagnvart
Seðlabankanum ver9naði stór-
lega á árinu. Loks átti sér stað
stórfelld breyting til hins verra
í fjárhag ríkissjóðs, en hann
hafði orðið að taka á sig mikla
aukningu útgjalda vegna niður-
greiðslna á vöruverði og erfið-
leika sjávarútvegsins, jafnframt
því sem stöðnun eftirspurnar
hafði í för með sér lakari tekju-
öflun en búizt hafði verið við.
Hið mikla peningaútstreymi úr
Seðlabankanum, sem af þessu
leiddi, kom beint fram í lækk-
un gjaldeyriseignar bankans, og
átti hann því erfiða hlutverki
að gegna að reyna að spoma
við alvarlegri rýrnun gjaldeyr-
isforðans með peningalegu að-
haldi, jafnframt því sem hann
reyndi að leysa úr óhjákvæmi-
legum vandamálum peningastofn
ana og atvinnuvega vegna rekstr
arerfiðleika. Skal ég nú rekja
nokkrar tölur, er sýna hina pen-
ingalegu þróun á árinu.
Mikill samdráttur varð í aukn
ingu innlána hjá bönkum og
sparisjóðum, og jukust þau að-
eins um 577 millj. kr. eða 6,4%.
Var þetta nærri helmingi minni
innlánsaukning en á árinu 1966
og um þriðjungur þess, sem ver-
ið hafði 1965. Einnig dró á ár-
inu úr hinni miklu útlánaþenslu,
sem átt hafði sér stað undan-
farin tvö ár, en þó nam út-
lánaaukningin árið 1967 987
millj., og varð hún þannig 400
'millj. meiri en auknirig inn-
lána. Þessi mismunur jafnaðist
að nokkru af eiginfjáraukningu
bankanna og af rýrnandi stöðu
gjaldeyrisbankanna erlendis, en
175 millj. kr. komu fram sem
skuldasöfnun við Seðlabankann
umfram aukningu bundins fjár.
Einnig varð Seðlabankinn að
veita fjárfestingarlánasjóðum
verulega aðstoð til þess að þeir
gætu staðið við skuldbindingar
sínar, en alls versnaði staða
þeirra við bankann um 192 millj.
kr. á árinu.
Mest munaði þó um það, að
staða ríkissjóðs og ríkisstofnana
við Seðlabankann versnáði um
458 millj. kr., en hún hafði batn-
að um 331 millj. á árinu 1966.
Þótt hér komi fleira til en bein
afkoma ríkissjóðs sjálfs, gefur
þetta þó skýra mynd af þeirri
miklu breytingu, sem átt hefur
sér stað í þróun ríkisfjármála
undanfarin tvö ár.
Séu nokkrir aðrir liðir með-
taldir, svo sem lækkun seðla
veltu og mótvirðisfjár, kemur í
ljós, að heildarútstreymi fjár
vegna innlendra viðskipta Seðla
bankans á árinu 1967 nam nær
1000 millj. kr. og er þá sleppt
bókhaldsbreytingum á krónutölu
erlendra liða vegna gengis-
breytingarinnar. Er í þessum töl
um búið að reikna aukningu
bundinna innistæðna til frádrátt
ar, en hún nam 181 millj. kr.
á árinu. Rétt er að vekja sér-
staka athygli á þessum tölum,
þar sem margir virðast vera
þeirrar skoðunar, að í innláns-
bindingunni hljóti að felast, að
Seðlabankinn sé sífellt að soga
til sín fjármagn frá bankakerf-
inu, sem ella gæti gengið til út-
lána. Því fer fjarri, að þetta hafi
verið raunin á árið 1967, þar
sem aukning bundins fjár var
aðeins lítill hluti þess fjármagns,
sem Seðlabankinn lét peninga-
stofnunum og ríkissjóði í té á
árinu. Minni innlánsbinding
hefði aðeins leitt til þess, að
geta Seðlabankans til að veita
slíka aðstoð hefði orðið þeim
mun minni.
Rétt er að benda hér a það,
að megintilgangur innlánsbind-
ingarinnar hefur ætíð verið sá
að gera Seðlabankanum kieift
að veita lán til forgangsþarfa
og rekstrar og hafa þannig áhrif
á skiptingu lánsfjár milli at-
vinnuvega. Með endurkaupum af
urðalána og ýmis konar annarri
fyrirgreðslu við bankana hef-
ur Seðlabankinn séð mikilvæg
um framleiðslugreinum fyrir
rekstrarfé með hagkvæmum kjör
um, en vegna uppbyggingar
bankakerfisins og mismunandi
útlánagetu bankanna, er vafa-
samt hvort hægt væri að
tryggja þetta með öðru móti.
Slíka lánastarfsemi getur Seðla
bandinn því aðeins rekið, að
hann fái með innlansbinding-
unni hlutdeild í. innlánsaukning
bankakerfisins. Tölulega kemur
þetta dæmi þannig út í árslok
1967, að bundnar innstæður
námu 1908 millj. kr., en útlán
Seðlabankans til banka og fjár
festingarlánastofnana og aðila,
annarra .en ríkissjóðs, námu 2457
millj. kr. Bankinn hafði því í
útlánum þessum 549 millj. kr.
umfram innlánsbindinguna. Um
það má að sjálfsögðu deila,
hvort þessi milliganga Seðla-
bankans í útlánamálum sé nauð
tsynleg og hvort hagstæðara
væri fyrir bankakerfið, og at-
vinnuvegina að innlánsbinding-
in væri lækkuð að mun, en jafn
framt dregið úr þeirri miklu
lánastarfsemi, sem Seðlabankinn
nú rekur. Slík breyting væri
vissulega i samræmi við það,
sem tíðkast í nágrannalöndun-
um, en aðstæður eru þar á marg
an hátt ólíkar og geta viðskipta
bankanna til að leysa rekstrar-
Framihald á ble. 24