Morgunblaðið - 10.04.1968, Síða 18
1 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 196«
Auglýsing um
skoöun bifreiða í
lögsagnarumdæmi
Keflavíkur
Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavík-
ur mun fara fram 16. apríl til 24. maí næstkomandi
sem hér segir:
Þriðjudaginn 16. apríl Ö-1 — Ö-50
f Miðvikudaginn 17. apríl Ö-51 — Ö-100
f Fimmtudaginn 18. apríl 0-101 — Ö-150
w Föstudaginn 19. apríl 0-151 — Ö-200
Mánudaginn 22. apríl Ö-201 — Ö-250
§■ £ Þriðjudaginn 23. apríl Ö-251 — Ö-300
Miðvikudaginn 24. apríl Ö-301 — Ö-350
1 Föstudaginn 26. apríl Ö-351 — Ö-400
¥ Mánudaginn 29. apríl Ö-401 — Ö-450
I Þriðjudaginn 30. apríl Ö-451 — Ö-500
m Fimmtudaginn 2 maí Ö-501 — Ö-550
£ Föstudaginn 3. maí Ö-551 — Ö-600
I Mánudaginn 13. maí Ö-601 — Ö-650
1 Þriðjudaginn 14. maí Ö-651 — Ö-700
É Miðvikudaginn 15. maí Ö-701 — Ö-750
1 Fimmtudaginn 16. maí Ö-751 — Ö-800
É Föstudaginn 17. maí Ö-801 — Ö-850
Mánudaginn 20. maí Ö-851 — Ö-900
# Þriðjudaginn 21. maí Ö-901 — Ö-1000
1 Föstudaginn 24. maí 0-1001 — Ö-1200
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar
sínar til bifreiðaeftirlitsins Vatnsnesvegi 33, og
verður skoðun framkvæmd þar daglega kl. 9—12 og
13—16 30.
Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á laugar-
dögum.
Festivagnar, tengivagnar, og farþegabyrgi skulu
fylgja bifreiðunum til skoðunar. Einnig skal færa
létthjól til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja
fram fullgild ökuskírteini, sýna ber skilríki fyrir
því að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjöld öku-
manna fyrir árið 1968 séu greidd og lögboðin vá-
trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi.
Þeir bifreiðaeigendur sem hafa viðtæki í bifreið-
um sínum skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnota-
gjalda til ríkisútvarpsins fyrir árið 1968.
Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun
ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöld-
in eru greidd. Vanræki einhver að koma með bifreið
sína til skoðunar á réttum degi verður hann látinn
sæta sektum samkvæmt umferðarlögum, og lögum
um bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn í Keflavík, 8. apríl 1968.
Alfreð Gislason.
- BOKASAFN
Framhald af bls. 17.
tekið fram — betri lykill að
skáldverkum Hagalíns en nokk-
urt annað verk hans. Var
því vel til fallið, að hún
skyldi verða númer eitt í
þessu umrædda bókasafni Al-
menna bókafélagsins. Og ekki
spillir inngangur höfundarins,
sá sem hann hefur skrifað
fyrir útgáfu þessari, enda þó sag-
an sjálf þurfi að vísu engra skýr-
inga við.
VI
Erindi Nordals, Líf og dauði
(þetta er þriðja prentun erind-
anna) eru heillandi lesning,
hvernig sem á er litið. Er á eng-
an hallað, þó Nordal sé talinn
okkar mesti ritgerðahöfundur á
þessari öld. Með skarpleika, skáld
legu innsæi og persónulegum á-
hrifum hefur hann unnið far-
sælla starf en nokkur ann-
ar bókmenntafræðingur ís-
lenzkur, samtíða honum. Hann
er ekki aðeins einn af fá-
um, sem lagt hafa rækt við
ritgerðina sem listrænt form, held
ur hefur hann beinlínis orðið fyr-
irmynd annarra í þeirri grein.
Hann hefur aldrei einskorðað sig
við staðreyndatal, heldur gegn-
lýst sérhvert efni, varpað á sér-
hvem hlut nýju ljósi. Ef venju-
leg hrósyrði missa nokkru sinni
marks, þá verður sú raunin, ef
lofa skal verk Nordals, því þau
lofa sig sjálf betur en orð ann-
arra manna fá gert.
Sem að líkum lætur fjalla flest
ar ritgerðir Nordals um bók-
menntir. Erindin Líf og dauði eru
því nokkuð sér á parti. En hvort
tveggja er, að höfundur hefur
lagt í þær mikla hugsun og þekk-
ing og efni þeirra er ekki heldur
víðsfjarri sviði hans sem fræði-
manns, þannig að erindi þessi eru
með því ljósasta og skemmtileg-
asta, sem frá honum hefur komið.
Fremur hefði ég þó kosið að
fá í hendur úrval af ritgerðum
háns um bókmenntir, því þær
hafa þó alla vega haft varanlegri
áhrif en erindin um líf og dauða,
og sumar þeirra eru hreint og
beint ómissandi fyrir hvern þann,
sem vill vera samtalshæfur um
bókmenntaleg efni. Mér koma í
hug ritgerðirnar um Bjarna Thor
arensen, Matthías við Dettifoss,
Grím Thomsen og Jóhann Sigur-
jónsson.
En meðal annarra ritgerða, sem
ekki fjalla um þjóðskáld, en eru
þó jafn opinberandi, minni ég á
ritgerðina Svo kvað Konráð. Sú
ritgerð er einmitt gott dæmi þess,
hvernig Nordal gefur huganum
lausan tauminn án þess þó að
fara nokkru sinni út fyrir þau
takmörk, sem fræðigreinin ósjálf
rátt setur honum. Og töfrar les-
andann þannig á sitt mál.
Þegar rithöfundur hefur unnið
svo mikið og gott starf, eins og
Nordal hefur unnið í þágu ís-
lenzkra bókmennta og menningar
sögu, munu ýmsir líta svo á, að
ekki megi geta um ritverk hans
nema til að lofa þau og prísa.
Þau eigi að vera hátt hafin yfir
ágreiningsmál og skiptar skoðan-
ir.
Á þau viðhorf get ég engan veg
inn fallizt. Þegar svo er komið,
að ekki er lengur minnzt á rit-
verk nema til að skjalla það hugs
unarlaust, er rauniii undantekn-
ingarlaust sú, að ritverkið er orð-
ið úrelt, það er búið að gegna
sínu hlutverki og verður ekki
framar kvatt til vitnis um eitt
eða neitt, sem máli skiptir. Ég
held langur tími líði, áður en
verk Nordals verði svo úrelt. Að
minnsta kosti standa þau enn í
fullu gildi. En svo lengi sem þau
halda gildi sínu, hljóta menn vita
skuld að greina á milli þess, sem
þeir fallast á, og hins, sem þeir
geta ekki fallizt á í þeim. Það er
óhugsandi og hreint ekki æski-
legt, að allir menn fallist á allt,
sem fræðimaður hefur sagt, jafn-
vel þó hann hafi oftast haft rétt
fyrir sér. Ýmis sjónarmið Nor-
dals hafa verið umdeild. En þar
með hafa verk hans ekki mink-
að, heldur stækkað.
vn.
Fimm bækur — það telst nú
ekki vera mikið bókasafn. En vís-
ir er það engu síður.
ímyndum okkur, að einhver
eignist allt þetta safn, ert
sjái ekki neinar bækur aðrar.
Hvað hefur hann þegar feng-
ið? Og hvað vantar hann
tilfinnanlegast? Nei annars. Það
er út í hött að setja dæmið
svona upp.
Ég gat þess í upphafi, að Ijóð
hafa ekki enn verið tekin upp í
þetta safn. Sjálfsagt er ástæðan
sú ein, að fimm bækur eru fáar
bækur — að röðin er ekki enn
komin að ljóðunum, gn kem-
ur vonandi að þeim bráðum.
En hvað yrði þá fyrst fyr-
ir? Hvað hefur lengst orð-
ið útundan? Mér detta í hug
nokkur ágæt skáld frá sautjándu
og átjándu öld, sem enn liggja
óprentuð. Gaman væri að fá eitt-
hvert þeirra í þetta safn.
Og svo verð ég að minnast á
ljóð okkar yngstu skálda, þeirra
sem sent hafa frá sér bækur síð-
ustu fimmtán árin eða svo, en eru
þó — sakir fordóma — svo fjar-
læg mörgum ágætum lesanda, að
ekki er öðru líkara en ljóð þeirra
þrumi á morknum skinnhand-
ritum í Árnasafni og hafi
aldrei komizt á prent. Væri
ekki upplagt verkefni fyrir
AB að taka saman þvílíka antó-
lógíu til að prýða með þetta
verðandi heimilisbókasafn?
Mér koma líka í hug ritgerðir
frá nitjándu öld, sem liggja nú
grafnar og gleymdar, margar
hverjar, í blaða—, tímarita— eða
bókastöflum, þó andinn frá þeim
þökti enn í vitund þjóðarinnar.
Það væri vekjandi að fá í hendur
úrval slíkra ritgerða. Af nógu er
að taka.
En hitt skal játað, að þessar
óskir 'og ábendingar mínar eru
fljóthugsaðar, og ef til vill eru
mörg önnur verkefni jafnbrýn,
þó mér komi þau ekki í hug í
svipinn.
Aila vega lofar útgáfa þessara
fimm bóka nokkuð góðu, og mun
því verða tekið eftir hverri nýrri
bók, sem bætist við þetta safn.
Erlendur Jónsson.
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA#SKRIFSTOFA
SÍMI 1Q*1QQ
Nýjasta bók
Jóns Helgasonar:
Kviðnr of Gotnm og Húnum
Hamdismál, Guðrúnarhvöt, Hlöðskviða
Með skýringum.
„Bók sem mœtti með réttum ripkum telja
beztu bók ársins 1967.“
Ólafur Jónsson (AlþbL)
„Með skýringum Jóns Helgasonar á engum
að verða skotaskuld að lesa kviðurnar sér
að gagni.“
Erlendur Jónsson (Mbl.)
Verð kr. 380,00 + sölusk.
Sérstök viðhafnarútgáfa af Kviðum af Gotum og
Hún er einnig fáanleg, prentuð í 75 tölusettum
og árituðum eintökum á úrvalspappír.
Fyrsta bindið af Eddukvæðaútgáfu
Jóns Helgasonar:
Tvæi kviður fornnr
Völundarkviða og Atlakviða
er nú komið í nýrri prentun með fáeinum breyt-
ingum og viðaukum.
Verð kr. 300,00 -þ sölusk.
HEIMSKRINGLA.