Morgunblaðið - 10.04.1968, Page 22

Morgunblaðið - 10.04.1968, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRlL, 1968 Óskar Hallmannsson sjómaður — Minning ÓSKAR Hallmannsson, sjómað- ur, Hátúni 6 i Keflavík lézt 1. apríl sL á sjúkrahúsi Hvíta- bandsins í Reykjavík, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Enn hef- ur voðalegur sjúkdómur lagt hraustan mann á bezta aldri að vellL I>að er erfitt að þurfa að saetta sig við slikar staðreyndir. Óskar var fæddur að Lamb- húsum, Garði, hinn 12. febrúar 1920 og því aðeins 48 ára, þegar hann lézt. Hann var sonur hjón- anna Agústu Sumarliðadóttur og Hallmanns Sigurðssonar i GarðL Móðir hans, Ágústa, er látin, en Hallmann faðir hans dvelur nú á sjúkrahúsinu í Keflavík, farinn að kröftum og heilsu ,en andlega hress og skýr. Óskar ólst upp í föðurhúsum, þar til hann kvæntist eftirlifandi konu sinm, Laufeyju Finnsdótt- ur frá ÓlafsfirðL Þau eignuðust fjögur mannvænleg böm, Finn Eiginmaður minn og faðir, Tryggvi Hallgrímsson, fyrrv. skipstjóri, Hríseyjargötu 6, Akureyri, andaðist I Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri þriðjudag- inn 9. apríl. Jarðarförin ákveðin síðar. Pálína Tryggvadóttir, Hallgrímur Tryggvason. Þökkum auðsýnda hluttekn- ingu við fráfall föður okkar, Helga Helgasonar, frá Vestmannaeyjum. Jóhanna Helgadóttir, Guðrún Helgadóttir, Astvaldur Helgason. Okkar innilegasta þakklæti til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför dóttur minnar og systur okkar, Maríu Pétursdóttur, Gleráreyrum 2, Akureyri. Sigurbjörg Pétnrsdóttir og systkin hinnar látnu. Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, Pálínu Þorleifsdóttur, Bakka, Hofsós. Gunnar Gunnarsson og vandamenn. Þakka innilega auðsýnda sam- úð við fráfall og útför hjart- kærs eiginmanns míns, Sigurjóns Jónssonar, frá Þorgeirsstöðum. Ólöf Vemharðsdóttir. 20 ára, Þorbjörgu 18 ára, Erlu 13 ára og Ingibjörgu 8 ára. Eins og títt er um unglinga í sjávarplássum hneigðist hugur Óskars snemma að sjónum. Svo til alla ævi sína stundaði hann sjómennsku og var lengst af stýrimaður. Hann var vel látinn af félögum sínum og vinum, enda þurfti ekki löng kynni til að hjá hvers konar mannkosta- maður þar var á ferð. Hann var allra manna rólyndastur, reglu- samur og traustur, en á vina- fundum glaður og glettinn. Heill og hagur heimilisins var Óskari ávallt efst í huga. ÖUum sínum f'rístimdum, öllum sínum kröftum, beitti hann til að búa sem bezt í haginn fyrir fjöl- skyldu sína og til þess naut hann góðs stuðnings sinanr ágætu og duglegu eiginkonu. Heimili sitt reistu þau í Keflavík — í fyrstu smátt — en ekki leið á löngu þar til hylla tök undir stærra og veg- legra hús. Óskar byggði húsið að Hátúni að mestu eða nær ein- göngu í frítímum sínum af mikl- um dugnaði. Þessi grein var aldrei hugsuð sem upptalning á æviatriðum Óskars, a'ðeins hinzta kveðja til góðs vinar. Á þessari kveðju- stund er margs að minnast af löngum kynnum við góðan dreng, sem þakka ber fyrir að leiðarlokum. Fjölskylda hans hefur misst mikið, en minningin um góðan dreng lifir, og viljum við að endingu flytja eiginkonu hans, föður og börnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinir. Valgeir Jón Jónsson Minning F. 1.8. 1942 D 8.2. 1968 í DAG er til moldar borinn Val- geir Jón Jónsson, stýrimaður. Það var h. 8. marz að hringt var til mín upp í Stýrimanna- skóla og mér færð sú sorgar- fregn að vinur minn Valgeir hefði horfið af togaranum Vík- ing í höfn í Þýzkalandi. Valgeir var fæddur í Reykja- vxk, h. L ágúst 1942, sonur hjón- anna Þórunnar Vilmundardóttur og Jóns Þóris Jónssonar, og var hann elztur af átta systk- inuim. Við eigum því erfitt með að trúa þeirri ákvörðun æðri máttarvalda að kalla hann frá okkur aðeins 25 ára að aldri, þegar draumar framtíðarinnar blasa við. Það mun hafa verið árið 1955 að fjörlegur ungur drengur kom að máli við mig og bað um stöðu sem hjálpardrengur i eldhúsi á hvalveiðibátL Mér le zt straac vel á piltinn og ákvað að láta hann reyna sig. Stóð hann hið bezta í stöðu sinni, en auðsætt var að hugurinn var fremur úti á dekki við veiðarnar. Hjálpardrengur var Valgeir með mér í tvö ár en síðan háseti til haustsins 1962 að hann innritaðist í Stýrimanna- skólann í Reykjavík og tók próf upp í 2. bekk fiskimannadeildar og lauk svo hinu meira fiski- mannaprófi um vorið 1963 með góðri útkomu. Frá þeim tima Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem veittu okkur ómetanlega aðstoð og sýndu samúð og vinarhug við and- lát og útför sonar míns og dóttursonar, Ólafs Freys Hjaltasonar. Guð blessi ykkur öll. Júlíana Sigurðardóttir, Ólöf Halldórsdóttir, Sigurður Hallvarðsson. Okkar innilegasta þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför hjartkærrar dóttur okkar og systur, Ólafar Ástu Geirsdóttur, Dunhaga 13. Guðrún Pétursdóttir, Geir Einarsson, Gylfi Geirsson, Pétur Geirsson. hafði Valgeir jafnan verið stýri máður á bátum og leyst af sem skipstjórL Valgeir var dagfarsgóður og léttur í lund og vildi öllum gott eitt og viðbragðsfljótur til að gera öðrum greiða ef hann gat- Valgeir kom oft á heimili mitt, þó einkum þau ár, sem við vor- um skipsfélagar, og þvi minnist nú fjölskylda mín hans með sökn uði og mun geyma minningar- nar um tápmikinn og góðan dreng um ókomin ár. Ég og fjölskylda mín vottum foreldrum hans, systkinum, unn- ustu og ástvinum öllum innilega samúð og biðjum Guð að gefa þeim kraft til að yfirvinna sorg- ina, við minningarnar um ást- ríkan og góðan dreng. Að lokum bið ég þess vinur, sem lagt hefur upp í þína hinztu siglingu yfir znóðuna miklu, að þú fáir óskabyr og fararheill. Héðan fylgja þér, Valgeir minn, góðar óskir og alúðarkveðjur og um leið þakka ég þér fyrir marg ar ógleymanlegar samverustund- ir. Ingólfur Þórðarson Kveðja frá unnustu, foreldrum og svstkinum. Hver stund þíns lífs var líkt og geisli bjartur, sem ljóman ber af heimsins miklu sóL í armi og hug bjó æska vilji og kraftur sem öllum þínum veitti gleði og skjóL þér var svo létt að láta drauma rætast með lyndi glöðu sorgum hrinda frá Með þér var gott að ganga dvelja og kætast Drengskap traustan finna kynn- ing frá. Ungan hreif þig hafsins þungi niður Þess hörpu er tryllta stormur æstu sló. Guðmundur Helga- son — Minningarorð Fæddur 15/12. 1893. Dáinn 2/4. 1968. í DAG er til moldar borinn einn frænda minna Guðmundur Helgason til heimilis á Bárugötu 33 hér í borg. Guðmundur heitinn var fædd- ur 15/12. 1893 í Hjörsey á Mýr- um. Foreldrar hans Jóhanna Jónatansdóttir og Helgi Guð- mundsson, ábúendur þar, á nokkrum hluta eyjarinnar. Heim ilið var frekar efnalítið enda fjölskyldan stór. 7 systkini, sem upp komust og ei'tt, sem dó í æsku. Á þeim árum sem Guðmundur heitinn var að alast upp var enn mannmargt í sveitum landsins og þá einnig í Hjörsey. Þríbýli ! var á eyjunni, og á sumum i þeirra rekinn allgóður búskapuT og umfangsmikill á ýmsum svið- um, enda nokkuð gott til fangar, bæði til sjós og lands. En upp úr aldamótum kemur breiting á atvinnuhætti manna, og fólk fer að fiytjast úr sveitunum til kaupstaða og sjávarþorpa, og einnig fór þá þverrandi fiskur á grunnmiðum fyrir Mýrum. Um tvítugsaldur Guðmundar, brá faðir hans búi í Hjörsey og flutti ti! Reykjavíkur, ásamt ! bömum sinum, sem þá voru sem óðast að komast upp og varð því þeirra hlutskipti að fara í ýmsar ] áttir til vinnu til að bjarga sér og sínum. En Guðmundur heitinn, eins og allt hans fólk, bar alla tíð, mikla tryggð til aeskuslóðaima í Hjörs- ey eins og allir sem þar hafa alizt upp ,enda stóð hans ættbogi þar djúpum rótum. Hann fékkst við búskap í sveit á kreppuárunum um 1930 og nokkur ár þar á eftir, en afleið- ing árferðis varð til þess að hann gafst upp á því fyrÍTtæki. Þé sneri hann sér algjörlega að þeirri atvinnu sem völ var á hér í Reykjavík, og stundaði siðan þitt auga gladdist er þar vakti friður. og út um sundin lognsins hvildi ró. I þar fannstu verksvið vax:ð huga djörfum. og naskur sóttir gull í bláan unn. með æðruleysi í ö'lum sjómanns störfum- eru fslands beztu sona merkin kunn. i Nú ert þú horfinn, Kristur kall- að hefur | á kveðjustund er sorgin þung sem blý Drottinn tekur, Drottinn líka gefur. í gegnum harminn ljómar mlnn- ing hlý um unnustann og elsku soninn góða yndælan bróður meðan dvaldist hér. sá Guð, sem hjartans heyrir bæn ir hljóðar Hann þig leiði I dýrð og náð hjá sér. Sigurunn Konráðsdóttir. í dag verður jarðsettur Val- geir Jón Jónsson stýrimaður Hann var fæddur í Reykjavík 1.8. 42 og dáinn 8.2. 68. Foreldrar hans eru hjónin Þör unn Vilmundardóttir og Jón Þór- ir Jónsson sem bæði eru S lífi og eru búsett hér í borg. Valgeir heitinn ólst upp í stór- um systkinahóp og var elztur af 8 systkinum. Hann var þeim og foreldrum sínum stoð og Stytta. Hann var trúlofaður Dagnýju Kristjánsdóttur sem unni honum heitt Sælt hefði verið að fá að fylgjast roeð honum lengur, en Guð sem öllu ræður hefur kallað hann til sín. Nú er hann lagður af stað í ferðlna löngu þar sem ljósins faðir mun leiða hann um ókomna stigu og á fund ástvina hans sem á undan eru farnir. Framhald á bls. 24 sjómennsku á togurum, oftast sem bræðslumaður, og svo siðar verkamannavinnu, fyrst í Áburð arverksmiðjunni í Guffunesi og ’svo hjá Eimskipafélagi íslands þar sem hann vann til dauða- dags. Guðmundur heitinn var þjóð- legur í hugsun, og hreinskilinn, hvort það kom sér betur eða ver, hann var stéttvis og gerði sér skýra grein fyrir þjóðmálum og hélt því ákveðið fram, sem hann taldi sig vita sannast og réttast í hverju máli, og barðist alltaf fyrir málstað þeirra stétta, sem honum fundust eiga eríiðast upp dráttar i þjóðfélaginu. Þó að það yrði hlutskipti hans í lifinu að vera annarra þjónn, þá var það eðli hans að vera stjálfetæður í skoðun og ekki öðrum háður. Guðmundur heitinn lifði alla ævi ókvæntur og átti enga afkomend ur en hélt heimili með systrum sínum og sáu þau fyrir föður sínum, með sérstakri prýði á meðan hann lifði Af 7 systkinum Guðmundar sem upp komust voru 4 dáin á undan honum öll á góðum aldrL Guðmundur heitinn var góður verkmaður að hverju sem hann gekk, starfslöngun og starísgleði var honum í brjóst borin og iðju laus naut hann sín ekkL Ég vil svo frændi mlnn, þakka þér, samfylgdina í lífinu og margar sameiginlegar ónœgju- stundir á heimili þínu, þar sem þú tókst alltaf svo glaður og hress á móti gestum þínum, þó við vænrm ekki alltaf sammála. Og að lokufn þakka ég þér fyrir þá miklu hjálp sem þú veittir mér og mínu heimilL af óeigin- girni og drengskap, þegar mér lé mest á. Systrunum votta ég innileg- ustu samúð mína. Jóhann Jónatansson, frá Hjörsey. Innilega þakka ég ættingj- um og vinum nær og fjær fyrir gjafir og kveðjur á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur ölL Lára Kolbeins. Innilega þakka ég öllum sem sýnduð mér vinarhug á 70 ára afmæli mínu, 30. marz, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Jón Guðnason Höll, Þverárhlíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.