Morgunblaðið - 25.04.1968, Side 2

Morgunblaðið - 25.04.1968, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1968 * .* Umbótaáætlun lögð fyrir þingið í Prag — Fd Tékkar ldn d Prag, 24. apríl. — NTB-AP FORSÆTISRAÐHERRA Tékkó- slóvakíu, Oldrych Cernik, lagði í dag fyrir tékkóslóvakíska þingið áætlun um frjálslyndar umbætur og bauð ríkjum Vest- ur-Evrópu vináttu og samstarf. Hann lét þess getið, að hin nýja stjórn Tékkóslóvakíu kynni að leita fyrir sér um lánveitingar á Vesturlöndum, þar sem iðnað- ur landsins gæti ekki svarað kröfum utanríkisviðskipta og innanlandsneyzlu. óstaðfestar fréttir herma, að stjórnin hafi beðið Breta og Frakka um lán að upphæð 400 milljónir dollara. Cernik lét í ljós ánægju með lýði'æ'ðislegar tilhneigingar, sem hann kvað gæta í Vestur-Þýzka- landi, en kvaðst telja að Tékkó- slóvakar hefðu betri möguleika á að efla tengsl sín við Frakka, Breta og Benelux-löndin. Hann sagði, að Þýzkalandsmálið væri enn sem fyrr mikilvægasta mál- V esturlöndum? ið sem Tékkóslóvaka varðaði á vettvangi alþjóðastjómmála, og þótt þeir gætu verið ánægðir me'ð vissar hliðar þróunarinnar í Vestur-Þýzkalandi yrðu þeir að mótmæla öllum tilhneigingum í átt til nýnazisma og hernaðar- stefnu. Hin nýja áætlun stjórnarinnar miðar að því, að komið verði á umbótum á öllum sviðum þjóð- lífsins. Cemik sagði, að stjómin mundi ábyrgjast samfellda þró- un, sem miða mundi að aukningu mannréttinda og frelsis, meðal annars trúfrelsis. Cemik sagði, a'ð stjómin teldi að trúaðir borgarar hefðu fullan rétt á jafnrétti og mundi stjóm- in beita sér fyrir því, að slíkir borgarar fengju að taka virkan þátt i félagslegu og pólitísku lífi. Stjómin ábyrgðist einnig fullt jafnrétti þjóðarbrotum til handa, það er Ungverjum, Pól- Framh. á bls. 31 Þórður Stefánsson afhendir Sigurði Þorlákssyni heiðursfél- agaskírteini Þrasta. Til hægri er söngstjóri Þrasta. Ljósm. Mbl. Kristinn Ben. Sigurður Þorldksson kjörinn heiðursfélngi kurlukórsins Þrnstu eftir 50 árn söng 91/2% söluaukning hjá Alusuisse Einkaskeyti til Mbl. frá AP. Ziirich, 24. apríl. SVISSNESKA álfélagið Alusu- isse jók sölu sína á síðasta ári meir en nam meðalaukningu á heimsmarkaði. Að því er frá var skýrt í dag, jókst heildarsalan um 914%, og hefur hún aldrei verið meiri eða 1563 milljónir svissneskra franka (357.490 þús- und dollarar). Forstjóri Alusuisse, Eanuel Meyer, skýrði frá þessu á fundi hluthafa, en fyrir tækið rekur 48 verksmiðjur víðs vegar í heim inum ,allt frá tslandi til Ástra- líu, og framleiðir sem nemur 5%% af heildarframleiðslu vest rænna landa á áli. Hreinn ágóði Alusuisse jókst úr 28.8 milljónum franka í 36.6 milljónir franka (það er úr 6624 þúsundum dollara í 8418 þúsund ir dollara). Arðgreiðsla jókst úr 14% í 16%. Fjárfesting á árinu 1967 nam samtals 205 milljónum franka (47.15 milljónum doll- ara) miðað við 191 milljón franka 1966 (45.93 milljónir dollara). • Meyer forstjóri minntist á byggingu álverksmiðjunnar við Straumsvík og sagði meðal ann- ars, að fyrirtækið hefði yfir engu að kvarta um byggingu hennar þrátt fyrir erfnahagsörð ugleika, sem íslendingar ættu við að stríða. Hann sagði, að ráð væri fyrir gert að verksmiðjan tæki til starfa í septembermánuði 1969 og að framleiðslan mundi fyrst í stað nema 33 þúsund lestum. Jafnhliða smíði álverksmiðjunn ar hefði íslenzka ríkið ráðizt í virkjun Þjórsár, og væru virkj- unarframkvæmdirnar aðeins ör- lítið á eftir áætlun. A samsöng karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði s.l. þriðjudag, var lýst kjöri Sigurðar Þoriáks- sonar sem heiðursfélaga kórsins og hann heiðraður sérstaklega <tf kórfélögum og áheyrendum. Var þetta gert í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin síðan Sig- urður hóf söngstörf innan kórs- ins. Ennfremur á Sigurður að baki feril, sem sérstaklega ein- kennist af óvenjulegri samvizku semi og miklum áhuga á velferð kórsins. Karlakórinn Þrestir í Hafnar- firði hélt samsöng í Bæjarbíó s.l. þriðjudag. Söngstjóri kórs- ins er Herbert Hriberschek Á- gústsson, en undirleik annaðist Skúli Halldórsson píanó, Pétur Bjömsson kontrabassa og Karel Fabri slagverk. Á söngskrá kórs- ins eru fimm íslenzk þjóðlög í útsetningu söngstjórans, en í einu laganna söng Ólafur Eyj- ólfsson einsöng. Þá voru sungin lög eftir Friðrik Bjarnason, Skúla Halldórsson, Pál ísólfsson og Karl Ó. Runólfs son. Á síðari hluta söngskrárinnar voru lög eftir erlenda höfunda m. a. eftir Halfdan Kjerulf og Bartniansky og Stephen C. Fost- er. Ennfremur syrpa úr amerískum söngleikjum, í skemmtilegri út- setningu Jan Moravek og mars úr „Kátu ekkjunni", eftir Franz Lehár. Sérstaka athygli á þessum hljómleikum vakti nýstárleg notk un hljóðfæra við undirleik, sem beitt var af mikilli smekkvísi. Undirtektir áheyrenda voru mjög góðar og varð kórinn að endurtaka mörg laganna og syngja mörg aukalög._Söngstjóra, einsöngvara og undirleikurum bárust f jöldi blómvanda. Þegar nokkuð var liðið á hljómleikana sté formaður kórs- ins Þórður Stefánsson fram og ávarpaði Sigurð Þorláksson ald- ursforseta kórsins, þakkaði hon- um ómetanlegt og fórnfúst 50 ára starf. Skýrði formaðurinn frá því að Sigurður hefði verið kjörinn heiðursfél. Karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði og væri hann ann- ar maðurinn er hlotið hefði slíka viðurkenningu frá kórnum. Hinn er séra Garðar Þorsteinsson, próf astur. Var Sigurði afhent heið- ursfélagaskírteini og fögur blóma karfa. Kórsfélagar og áheyrend- ur hylltu Sigurð með dynjandi lófataki. - KIESINGER Fnamh. af bls. 1 ur á því, að pólitísk ástæða hafi legi'ð að baki og þá ekki að ísbreiða landföst við Látravík — Siglingaleið mun FLUGVÉL landhelgisgæzlunnar, TF Sif, fór í ískönnunarflug í gær, og segir á þessa leið í til- kynningu, sem gefin var út um flugið: Við Kögur og Hornbjarg hef- ur ísinn nálgazt landið og er ís á siglingaleiðinni frá Kögri að Óðinsboða viðast 4—6/10 að þétt leika og ísbreiða landföst við og suður af Látravík. Mikill ís er á h.u.b. 12 sjó- mílna breiðu beliti NA af Horni, þó fœr í björtu en ekki samfrosta. Siglingaleiðin mun þó fær í björtu. ísbreiða liggur upp að Skaga í 7 sjómílna fjarlægð af landi og önnur 10 sjómílur N af Siglu- nesi og þaðan nokkur rekís í átt- ina á Héðinsfjörð. Að öðru leyti er sigling greiiðfær um Húna- flóa og austur að Sléttu, enda þótt hættulegir ísjakar séu á allri þessari leið. Isinn er nú um 18 sjómílur norður af Sléttu, en ísröst teyg- ir sig í átt a'ð Rauðunúpum og nær að stað um 9 sjómílur N af þeim. N af Langanesi liggur ísiim í 19 sjómílna fjarlægð en þéttur ísrani liggur upp undir Font, en siglingaleið er þó greiðfær inn- an við tvær sjómílur af honum. Nokkur íshrafl er á Bakka- flóa. Tekið skal fram, að á ísleitar- svæðinu var skyggni lélegt. Á meðfylgjandi korti sést ís- inn fyrir Norðurlandi. nokkrar líkur séu til að um sam- særi hafi verið að ræða. Springer höfðar mál Frá Vestur-Berlín bárust þaer fréttir í gær, að útgáfufyrirtæki Axels Springer hafi höfðað mál gegn lögfræðingnum Horst Mahler og krafizt skaðabóta að upphæð 250 þúsund marka. Er Mahler ásakaður fyrir að hafa stjórnað mótmælaaðgerðum fyr- ir framan Springer-bygginguna í Vestur-Berlín þann 11. apríl. — Mahler er þekktur félagi stjórn- arandstöðuhreyfingar utanþings í V-Þýzkalandi. Hann hefur get- ið sér frægð fyrir að taka að sér málsvöm — oftast með góð- um árangri — fyrir vinstri sinn aða stúdenta. - 13 PÖLVERJUM Fnamh. af bls. 1 Honum er gefið að sök að hafa leyflt birtingu í uppslát'tarriti á kafla um fangabúðir Þjóðverja á stríðsárunum, þar sem gefið hafi verið til kynna, að útrýming arstefna Hiitlers hafi fyrst og fremst beinzt gegn Gyðingum. Því er haldið fram, að ekki hafi verið greint á hlutlægan hátt frá manntjóni annarra þjóða af völd um útrýmingarstefnu nazista, fyrst og fremst pólsku þjóðar- innar. Henryk Holder, fyrrverandi yfirmaður í forsætisráðuneytinu, hefur verið sviptur starfi sínu og rekinn úr flokknum fyrir afstöðu fjandsamlega flokkmun. Michael Chigryn hefur fallið í ónáð á sama hátt, gefið að sök að vera tækifærissinni og fjandsamlegur flokknmn í sjónarmiðum sínum. Hann héfur veri'ð opinberlega ákærður. Adam Bomberg, sem um ára- bil hefur gegnt starfi forstjóra ríkisfyrirtækis, er gefur út vís- indarit, var sviptur starfi sínu á þeirri forsendu, að hann hefði vanrækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með starfsemi stofn- unar sinnar. Forlagið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að gefa út um- rætt uppsláttarrit, sem hafi að geyma upplýsingar, sem séu rangar í pólitísku tilliti. Þrír af ritstjórum þess hafa verið settir af og þremur öðrum refsað. — Deild flokksins innan stofnunar- innar hefur beitt sér fyrir því, að öll ritstjórnin, sem ábyrgð beri á uppsláttarritinu, verði sett af. Áreiðanlegar heimildir herma, a'ð alls hafi 140 mönnum verið vikið úr embættum, en sagt er, að sumum þeirra hafi verið leyft að sækja um fyrri störf sín á ný. - PARÍS VALIN? Framh. af bls. 1 fyrir Hanoistjórninni sé að reka áróður. í París sagði franski upplýs- ingamólaráðlherrann í dag, að ekki væri vitað til þess að stjórn ir Bandaríkjanna og Norður- Vietnam hefðu í hyggju að setjast að samningaborði þar í þessari viku, en á þriðjudaginn sagði U Thant í París, að hann vonaði að friðarviðræður hæfust fljótlega, ef til vil'l í þessari viku, og væru París og Varsjó hentug ustu fundarstaðirnir. Bandaríkja stjórn hefur vísað Varsjá á bug, en ekki París. Couve de Murville utanríkisráðherra hefur sagt í þingræðu, að stjórn hans hafi ekkert á móti því að viðræðurn ar fari fram í París. f Hanoi hefur verið látinn í Ijós efi á ummælum U Th-ants um að viðræður geti hafizt fljót lega, og er sagt að jafnvel þótt samkomulag takist um fundar- stað muni taka talsverðan tíma a@ ljúka undirbúningi viðræðn" anna .í Hanoi er á það lögð mikil áherzla, að undirbúnings- viðræður fjalli um algera og skilyrðislausa stöðvun loftárása. Hanoi-blaðið Nhan Dan krafðist þess á ný í dag, að Bandarikin ,,'hættu að seinka viðræðunum" og ítrekaði að Bandaríkin yrðu að fallast annað hvort á Phnom Penh eða Varsjá. Síðustu fréttir: í Varsjá hermdu áreiðanlegar fréttir í kvöld, að pólska stjórn- in hefði skorað á sendiherra Sov étríkjanna, Japans, Bretlands, Kanada, Frakklands og Indlands að beita áhrifum sínum til þess að undirbúningsviðræður um frið í Víetmam verði haldnar þar í borg. AKRANESI 24. apríl: — Eftir þriggja daga útilegu lönduðu netabátar ásamt línubátum 390 lestum af þorski sl. nótt. Afli netabáta er misjafn og einnig linubáta. Línubáturinn Ásmund ur hefur aflað 6% lest í róðri að undanförnu og er það mest- megnis fallegur þorskur. h. j. þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.