Morgunblaðið - 25.04.1968, Side 10

Morgunblaðið - 25.04.1968, Side 10
10 MORGUNBLADJÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL IM8 \ Stjórn Slysavarnadeildar Lágafelissóknar. Talið frá vinstri: Þórður Guðmundsson, Saeberg Þórðarson, gjaldkeri, Skæringur Hauksson, formaður, Erlingur Ólafsson og Gunnlaugur Jó- hannsson, ritari. — Ljósm. P. H. í Slysavarnadeild stofnuð ■ IViosfellssveit Stofníund Slysavarnadeild- ar Lágafellssóknar var haldinn að Hlégarði fimmtudaginn 18. apríl. Skæringur Hauksson, lög- reglu'þjónn, setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna frú Gróu Pétursdóttur, varaforseta S.V.F.Í. og Hannes Þ. Hafstein, erindreka S.VF.Í., en þau voru mætt sem gestir fundarins Fundarstjóri var tilnefndur Pétur Hjálmsson, ráðunautur, og ritari Gunnlaugur Jóhannsson. Skæringur Hauksson rakti í upp hafi fundarins undiribúning og aðdraganda að stofnun deildar- innar og gat þess að félagatala væri nú þegar komin á 4. hundr aðið. í stjórn deildarinnar voru kosnir Skæringur Hauksson, Gunnlaugur Jóihannsson, Sæberg Þórðarson, Erling Ólafsson og Þórður Guðmundsson. Að loknum aðalfundarstörfur*1 flutti Hannes Hafstein ræðu um sögu Slysavarnafélagsins og björgunasveitir þess. Frú Gróa Pétursdóttir flutti hinni nýstofn uðu deild heillaóskir stjórnar S.V.F.Í. og þakklæti fyrir stofn- un deildarinnar. Að lokum sýndi Hannes Hafstein tvær litkvik- myndir úr sögu S.V.F.Í, Prestsembættið í Höfn Eldur í síldar verksmiðju Akureyri, 23. apríl. ELDUR kom upp í beinakvörn í síldarverksmiðjunni í Krossa- nesi, þegar verið var að vinna við hana kl. 8.30 í morgun. Eitt- hvert járnstykki mun hafa verið saman við beinin, án þess að þess yrði vart fyrr en það lenti í kvörninni, en af þessu hlauzt mikið neistaflug, sem kveikti í þurru ryki, sem var umhverfis og upp af kvörninni. Starfsmenn m verksmiðjunnar slökktu eldinn fljótlega með gufu og vatni, og var hann að fullu slökktur, þeg- ar slökkviliðið kom að verksmiðj unni. Skemmdir urðu allmiklair á rafmagnstækjum og leiðslum, en eru annars ekki að fullu kann aðar. — Sv. P Dregið í reið- hjólahappdrætti DREGIÐ hefur verið í svonefndu Fáskahappdrætti Umferðar- nefndar og lögreglunnar í i Reykjavík, en miðarnir voru í | páskaeggjum. Vinningar eru 10 , reiðhjól frá Fálkanum hf., og komu þeir á eftirtalin númer: 12439, 37683, 42902, 59003, 77031, 112607, 126160, 135486, 146002 og 151602. Vinningarnir óskast sóttir á Fræðslu- og upplýsingaskrif- stofu Umferðarnefndar í íþrótta miðstöðinni í Laugardal fyrir 1. maí. BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi áskorun, sem send hefur verið kirkjumálará'ðuneytinu, biskupinum yfir íslandi, forsæt- isráðuneytinu og fjármálaráðu- neytinu: Kaupmannahöfn, 19. apríl 1968. Samkvæmt tillögu ríkisstjóm- arinnar hefur hæstvirt Alþingi sem kunnugt er samþykkt að fella niður fjárveitingu til hins íslenzka prestsembættis í Kaup- mannahöfn. Viljum við undir- ritaðir Hafnaríslendingar hér með mælast til þess að þessi fjár veiting verði tekin upp aftur á fjárlögum næsta árs og reynt verði með einhverjum ráðum að brúa það bil sem þarna verður. Embætti íslenzka prestsins í Kaupmannahöfn var sett á lagg- irrnar fyrir fjórum árum. Voru mafgir þá efins um gildi þess, en reynslan hefur tekfð af allan slíkan vafa meðal landa hér, því að starfsgrundvöllur hins ís- lenzka prests hefur reynzt bæði mikill og fjölþættur. Hér er sem sé ekki aðeins um hreint kirkju- legt starf að ræða, heldur einn- ig og ekki síður félagslegt. Hér í borg er t.d. margt gamalla ein- mana íslendinga, sem hefðu lítil tengsl við ættjörðina ef ekki nyti prestsins við. Hinn íslenzki prestur hefur einmitt lagt mikla áherzlu á að ná sambandi við sem flesta landa, sem hér búa, og mun þessi mikilvægi þáttur starfs hans lítt kunnur heima fyrir. Hitt mun Islendingum kunn- ara af blaðaskrifum, að prestur- inn hefur unnið ósérhlífi’ð hjálp- arstarf vegna sjúklinga, sem leita sér læknishjálpar hér, sem ekki fæst á Islandi. íslenzku þjóðfélagi ber skylda til að greiða fyrir slíkum sjúklingum eftir megni. Við teljum að eng- inn annar íslenzkur aðili, sem fyrir er hér í borg geti veitt slíka fyrirgreiðslu sem prestur- inn hefur veitt. Við höfum fullan skilning á sparnaðartilraunum íslenzka rík isins, en teljum óheppilegt að þær bitni á hjálparstarfsemi við gamalmenni og sjúklingá, eins og hér er um að ræða. Virðingarfyllst, Armann Kristjánsson, gjaldkeri íslendingafélagsins. Guðrún Eiríksdóttir, me’ðstjórnandi íslendingafél. Erla Salómonsdóttir, ritari Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Ólafur Albertsson, gjaldk. Slysavarnadeildarinnar Gefjunar. Erlendur Búason, ritari íslendingafélagsins. Stefán Karlsson, fyrrv. form. íslendingafélagsins. Geir A. Gunnlaugsson, form. F.Í.S.K. Vilhjálmur Guðmundsson, fulltrúi Flugfélags íslands h.f. Guðbrandur Steinþórsson, gjaldkeri F.Í.S.K. Þorsteinn Vilhjálmsson, varaform. íslendingafélagsins. Biaira vill iriðarvið- ræður innan 24 klst. Aba, Biafra, 23. apríl AP-NTB HERNAÐARLEIÐTOGI að- skilnaðarríkisins Biafra, Odu megwu Ojukwu, hefur farið þess á leit við stjórnina í Lagos, að friðarviðræður milli ríkjanna hefjist innan tveggja sólarhringa. Ojukwu sagði á blaðamannafundi í Aba í gærkvöldi, að ef sam- bandsríki Nígeríu hafi áhuga á friðsamlegri lausn borgara styrjaldarinnar, væri það skylda stjórnarinnar þar að taka samningatilboði sínu. Skilyrði Biafra-stjórnar fyr- ir friðarviðræðum er vopna- hlé, er gangi samstundis í gildi, viðræður ráðherra, sem fram fari í þriðja Afríkurík- inu og viðræðunum stjórni talsmenn Biafra- og Lagos- stjórnanna. Ojukwu sagði ennfremur, að án vopnahlés væru friðarviðræður tilgangs lausar. Um 80 manns fórust í loftár- ásum flughersins í Lagos á Aba í gær, að því er upplýst var í dag. Sjúkrahús fylltust þegar af særðu og deyjandi fólki. Opin- ber talsmaður aðskilnaðarstjórn arinnar sagði, að hætta væri á að dánartalan væri mun hærri, þegar öll kurl kæmu til grafar. Biaframaðurinn Dick Tiger, heimsmeistari í léttri þungavigt, kom tll New York í dag, þar sem hann mun verja titil sinn gegn Bob Föster 23. maí. Tig- er hefur barizt með Biafralhern- um og sagði hann við komuna til New York, ,að hér væri um að ræða baráttu fyrir lífi heill- ar þjóðar. Kvaðst Tiger þess fullviss, að Biafraher mundi fara með sigur af hólmi í borg- arastyrjöldinni. Iðnaðarmálaráðherra IMoregs hingað í maí í BYRJUN maímánaðar n.k. er iðnaðarmálaráðherra Noregs væntanlegur í opinbera heim- sókn hingað til lands og er þetta endurgjald á heimsókn Jóhanns Hafsteins til Noregs sl. haust. Hinn norski iðnaðarmálaráð- herra mun kynna sér málefni ís- lenzks iðnaðar og veita upplýs- ingar um þróun norsks iðnaðar að undanförnu. Umferðaröryggisnefnd Akra ness undirbýr H-dug — AKRANESI, 22. apríl — Umferðaröryggisnefnd Akra ness og nágrennis var stofnuð í feb. s.l. og tók þegar til starfa. Verkefni nefndarinnar er að stuðla að aukinni umferðarmenn ingu á Akranesi og nærsveitum. Nefndin kaus sér sérstaka framkvæmdastjórn til þess að sjá um framkvæmdir sínar. Er hún skipuð þeim Björgvin Sæ- mundssyni, Birni Péturssyni og Stefáni Bjarnasyni. Nefndin hefir látið gera nokkrar athuganir á umferðamál um og því hvað gera mætti til þess að auka öryggi í umferð- inni á svæði nefndarinnar. M.a. hafa þjóðvegir á svæðinu verið teknir til sérstakrar athugunar og vegamálastjóra ritað bréf með ábendingum og óskum um lag- færingar mestu hættustaðanna á hinum fjölfarna vegi um Hval- fjörð í Borgarfjörð. Bæjaryfir- völd á Akranesi hafa, í samráði við nefndina látið merkja gang- brautir á þeim stöðum í bænum, sem reynslan hefir sýnt, að þeirra er þörf til öryggis gang- andi vegfarendum. Á vegum nefndarinnar hafa verið fluttir nokkrir fræðsluþættir á fundum í félögum á Akranesi og er ætl- unin að halda því starfi áfram. Dagana 21. — 28. apríl er sérstök umferðarvika, sem ætl- uð er fyrst og fremst til leið- beiningar og fræðslu um betri umferð. í tilefni þessa hefir nefndin gefið út bækling, snið- inn sérstaklega fyrir Akranes, og er honum dreift um starfs- svæði nefndarinnar ásamt fræðsluritum framkvæmdanefnd ar hægri umferðar. í umferða- vikunni verður löggæzla mjög aukin á götum bæjarins og enn- fremur verða unglingar úr skól- um bæjarins starfandi sem um- ferðaverðir við gangbrautir. Þá eru ráðgerðir fræðslufundir bæði á Akranesi og í sveitunum. Fleira hefir nefndin í huga og má t.d. nefna aðstöðu til aksturs æfinga fyrir bifreiðastjóra og æfingabrautir fyrir hjólreiðar. Umferðaröryggisnefnd Akra- ness og nágrennis hvetur alla íbúa umdæmisins til þess að kynna sér umferðalögin og um- ferðareglur. Með því að efla þekkingu sína á umferðamálum og temja sér tillitssemi og gætni í umferðinni verður breytingin í hægri umferð miklu auðveld- ari, og reynsla Svía hefur sýnt, að með samstilltu átaki allra vegfarenda má ekki aðeins forð- ast aukin slys heldur fækka þeim að mun. Það ætti að vera metnaður okkar allra. — J.Þ. Björgunarsveit fallhlífa- stökksmanna á æfingu STOFNUÐ hefur verið björgun arsveit fallhlífarstökksmanna, sem starfa mun innan Flugbjörg unarsveitarinnar. Sjö menn mynda þessa deild, og er mikill i hugur í þeim að æfa vel nú í í sumar. I Fyrir skömmu fóru þrír deild- | armanna, Sigurður Bjarklind, Eiríkur Kristinsson og Hermann Isebarn með lítilli flugvél og stukku út yfir Bláfjöll. Var þetta þeirra fyrsta fjallaferð á sumr- inu. Þeir höfðu með sér skíði, sem þeir köstuðu út á undan í fallhlíf. Mennirnir völdu sér skafla til að lenda í og tókst lendingin vel. Síðan var gengið að skíðunum og fengu þeir skot- færi tii byggða aftur. önnur æf- ing er áformuð um hvítasunn- una. Oddviti Skeggjastaðahrepps í N orður-MúIasýslu, Magnús Jó- hannsson, að störfum í „oddvita herberginu“. Sombond íslenzhra sveitarlél. opnar „oddvitaherbergi" Samband ísl. sveitarfélaga hef ur nú tekið þá nýlundu upp í starfsemi sinni að útbúa á skrif stofu sinni að Laugavegi 105 gestaherbergi eða skrifstofu fyrir oddvita og aðra sveitarstjórnar- menn sem erindi eigaií Reykja- vík. í herberginu er skrifborð, sími og aðstaða til bréfaskrifta, samtala og smáfunda. Hafa þegar margir sveitarstjórnarmenn utan af landi notfært sér þessa þjón- ustu og látið í ljós ánægju með hana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.