Morgunblaðið - 25.04.1968, Síða 16

Morgunblaðið - 25.04.1968, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRfL 19«« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. SUMRI FAGNAÐ j dag er sumardagurinn fyrsti. Sumum finnst nóg um frídaga á íslandi, en það er engin tilviljun að þessum degi er fagnað á íslandi- Vet- urinn leggst þungt á menn hér á landi og beðið er eftir sumrinu með óþreyju og von um að það verði hlýtt og gott, en jafnframt ótta um að veðráttan verði ekki nægi- lega vinsamleg eins og stund- um hefur orðið. Það er enginn vafi á því að skammdegið hefur slæm áhrif á íslendinga. Nóg er að benda á þá staðreynd, að slys á mönnum og hvarf er mjög algengt í janúarmánuði og segir það sína sögu. En þeg- ar skammdegið hefur slík áhrif á íslendinga nútímans, sem búa við hin mestu þæg- indi, getum við kannski ímyndað okkur hvaða áhrif sá árstími hefur haft á fólk hér áður fyrr. Liðinn vetur hefur verið okkur erfiður að flestu leyti. Veðráttan hefur verið með versta móti. Frosthörkur og annar veðurofsi mikill og hafís við landið nú fyrir skömmu. Vertíðin hefur einn ig verið erfið. Hún hefur að vísu gengið nokkuð vel frá Grindavík til Hornafjarðar, en hún hefur gengið illa frá Faxaflóa til Vestfjarða. Þetta hefur einhig verið erfiður vetur til sveitanna eins og hlýtur að verða þegar frost- hörkur eru svo miklar sem verið hefur í vetur. Það er því rík ástæða til þess fyrir okkur að fagna sumri og sól. Vonandi er að þetta sumar verði hlýtt og gott og ekki síður að sjórinn og landið verði gjöfulli nú en í fyrra, þótt hætt sé við að svo verði ekki. En íslend- ingar hafa alltaf orðið að lifa á bjartsýninni að miklu leyti. Gleðilegt sumar. EINKAFRAM- TAK OG FJÁR- FESTINGAR- STOFNUN (^jtjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ávarp um opin- bert framtak og einkarekst- ur- Ávarp þetta er hógvært, en það einkennist af rök- festu. Með sterkum rökum er vakin athygli á því, að rík tilhneiging virðist vera til ^stöðugt aukinna áhrifa opinberra aðila á atvinnu- rekstur og um leið vantrú á að samtök einstaklinga geti leyst þau viðfangsefni, sem krefjast úrlausnar á sviði atvinnumála. S áskorun Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir m.a.: „Það er í hæsta máta ólík- legt, að sá stóri hópur lands- manna, sem veitt hefur einka framtakinu brautargengi, sé þess fús, að taka hugsanleg- um afleiðingum ört vaxandi ríkisreksturs, er kunna að draga úr hagvexti og þrengja að lýðræðislegum stjórnar- háttum. Sporna ber gegn auknum ríkisrekstri með því að gera einkaframtakinu kleyft að takast á við stór- verkefni framtíðarinnar. Al- menningshlutafélagsformið er líklegast til að leysa þenn- an vanda, en til þess þarf að búa þessu rekstursformi eðlileg lífsskilyrði m.a. með stofnun fjárfestingarbanka. Fjárfestingarbanki hefur það hlutverk að fylgjast með nýjum hugmyndum að arð- vænlegum fyrirtækjum, að- stoða við undirbúning at- vinnureksturs með könnun á gildi hugmyndanna og leggja til fé í byrjun á móti einkafjármagni með hlutafjár framlögum og lánum. Þegar slík fyrirtæki komast á legg og þau eru farin að skaþa sér traust, þá selur fjárfest- ingarbankinn hlutabréf sín almenningi. Hann fjárfestir síðan í nýjum fyrirtækjum koll af kolli“. Það er sannarlega ánægju- legt að ungir áhugamenn um stjórnmál hafa gert sér grein fyrir þeirri hættu, serri fylgir sívaxandi viðleitni ríkis- valdsins til þess að auka áhrif sín í atvinnurekstri landsmanna. Sú viðleitni mótast jafnframt af óþarfa trú á því, að einkafram- takið geti ekki sinnt hlut- verki sínu í atvinnulífinu, sem það getur, ef því er sköp uð eðlileg starfsaðstaða. Þá er einnig í þessari áskorun drepið á merkt mál, sem er fjárfestingarstofnun, sem ýmist lánar eða leggur fé í ný atvinnufyrirtæki meðan þau eru að komast á legg en selur síðan hlut sinn til almennings- Það mál er þess virði að því verði nánari gaumur gefinn. Rússor beðnir að hætta íhlutun í téhknesk múlelni — segja heimildir í Prag Prag, 23. apríl — AP ÞESS var farið á leit við Sov étríkin í dag, að þau hættu að skipta sér af tékkneskum innanríkismálum, eða þau mættu eiga það á hættu, að fulltrúar Tékka gangi af al- þjóðlegri ráðstefnu kommún ista í Búdapest á morgun, miðvikudag, að því er áreið- anlegar heimildir herma. Fréttastofa AP skýrir ekki frá því hverjar þessar heim- ildir eru. Heimildir þessar segja, að tékkneska sendinefndin á ráð- stefnunni hafi fengið fyrirmæli um að gera fulltrúum Sovétríkj anna það ljóst, í eitt skipti fyrir öll, að tékkneska stjórnin vilji, að Kreml hætti íhlutun í innan- ríkismál Tékkóslóvakíu. Stjórn- in í Kreml hefur stutt eindregna andstæðinga frjálslyndis tékkn- eska flokksleiðtogans, Alexand- ers Dubceks. Fyrrv. leiðtoga tékkneskra kommúnista, No- votny, hefur verið vikið frá völd um, en hann á enn sæti í mið- stjórn flokksins. Heimildirnar segja, að for- manni sendinefndarinnar, Josef Lenart, hafi verið heimilað að ganga af fundi, ef Sovétfulltrú- arnir ráðiist gegn nýrri þróun mála í Tékkóslóvakíu. Mynd þessi sýnir hluta flaks- ins af Boeing-707 farþegaþot- 1 unni, sem fórst í Suður-Afríku s.l. laugardag, en í slysi þessu I létu 122 manns lífið. Að sögn i var orsök slyssins sú að eldur , kviknaði í öðrum hreyfli þot- unnar undir vinstri væng, en) samskonar farþegaþota fórst { á Heathrowflugveli við Lond | on nýlega af sömu sökum. Þá tókst þó betur til, því aðeins I fimm manns fórust þar en 119 { Enn ferst þota at gerðinni F1U-A Saigon, 23. apríl. AP-NTB. j BANDARÍSK þota af gerðinni ■ F-lll A fórst í gær í árásarleið- j angri á N-Vietnam, að því er bandaríska herstjórnin í Saigon upplýsti í dag. f tilkynningu her stjórnarinar um málið segir:| „Þota frá flughernum, F-llll A, týndist aðfaranótt mánudags og er talin hafa farizt í Thailandi. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir“. Þetta er þriðja F-lll A þotan sem ferst í SA-Asíu eftir að þessar þotur voru teknar í gagnið í Vietnam-styrjöldinni fyrir fjórum vikum. F-lll A er háþróaðasta og um- deildasta þota bandaríska flug- hersins og kostar smíði hennar 6 milljóir dollara. Sex þotur af þessarj gerð komu til bækistöða sinna á Takhli-flugvellinum í Thailandi 17. marz sl., og þær hófu loftárásir á N-Vietnam 25. marz. Þrjár þessarra þota hafa nú farizt, eins og fyrr segir Mest nýjung við F-lll A þotuna eru vængirnir, sem eru hreyf- anlegir í samræmi við flughæð og braða. Þá er talið, að ýmis njósnatæki séu um borð í vél- inni, sem gætu komið kommún- istum í SÁ-Asíu í mjög góðar þarfir. Fyrsta þotan af þessari gerð, sem fórst, hefur aldrei fundizt og er álitið að hún bafi verið skotin niður yfir N-Viet- nam eða Laos. Önnur þotan fórst í N-Thailandj og komust báðir flugmennirnir af. Ekki er vit- að um örlög flugmánna þotunn- ar, sem fórst í gær. Sendiherra Hanoi ræð- ir við Mexico-forseta —Orðrómur um að undirbúningsfundur um frið í Viefnam verði í Mexicoborg París, Varsjá, 23. apríl — AP-NTB — AÐALRITARI SÞ, U Thant, sagði í dag, að hann vonaði að undirbúningsfriðarviðræð ur stjórnanna í Washington og Hanoi gætu hafizt við fyrsta tækifæri, ef til vill í þessari viku. Sagði U Thant, að þessar viðræður gætu farið fram í Phnom Penh ,höfuðborg Kambódíu, Varsjá, Genf eða París. Bandaríkjastjórn vill hins vegar hvorki fallast á Phnom Penh eða Varsjá sem æskilega fundarstaði ,.með það í huga að tefja fyrir viðræðunum og veikja stöðu N-Vietnam-stjórnarinn ar“, að því er segir í aðal- málgagni pólska hersins í dag. S'á orðrómur gekk í Washing- ton í dag, að Bandaríkjastjórn og stjórnin í Hanoi hefðu kom- izt að samkomulagi um fundar- staðinn, en því var neitað af hálfu opinberra yfirvalda bandarískra. Sendiherra N-Vietnam á Kúbu fór flugleiðis til höfuð- borgar Mexíkó í dag' til við- ræðna við forseta Mexíkó, Gustavo Diaz Ordaz og mexí- kanska utanríkisráðherrann. Sá orðrómur komst þegar á kreik, að Hanoi-stjórnin væri að kanna möguleika á því að halda undir- búningsfundinn í Mexíkóborg. Talsmaður mexíkanska utanrík- isráðuneytisins sagði, að viðræð ur Ordaz og sendiherrans færu fram að beiðni stjórnar N-Viet- nam, þótt ekkert stjórnmála- samband sé á milli N-Vietnam og Mexíkó. Tilgangur þessara viðræðna var samkvæmt opin- berri yfirlýsingu, að skýra af- stöðu Hanoi til Vietnam-striðs- ins. Tengsl Mexíkó og Banda- ríkjanna eru mjög náin og hyggst Johnson Bandaríkjafor- seti þitta Ordaz að máli seinna á þessu ári í sjötta sinn á for- setaferli sínum. Samkomulag Moskvu, 20. apríl. — AP: AL.ÞJÓÐLEGT samkomulag um björgun geimfara, sem lenda kunna í hættum á jörSu niðri, verður undirritað í Moskvu, London og Washington nk. mánu dag. Samkomulag þetta hefur náðzt fyrir milligöngu Samein- uðu þjóðanna og geta allar þjóð ir gerzt aðilar að því. Undirritun samkomulagsins fer fram með viðhöfn í höfuðborgunum þrem ur, Moskvu, London og Washing ton, utanríkisráðherrarnir skrifa undir hver á sínum stað, en sendi herrar landanna í hinum borg- unum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.