Morgunblaðið - 25.04.1968, Side 22

Morgunblaðið - 25.04.1968, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 19«8 Vigfús Þórðarson fram- kvœmdastj. - Stokkseyri Við erum stundum átakanlega minnt á fallvalltleik lífsins. Föstudagskvðldið 19. þ.m. laust fyrir kvöidmatartíma gekk Vig- fús Þórðarson, framkvæmda- stjór Hraðfrystihúss Stokkseyrar útaf skrifstofu verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarma, glað- ur og hress. Innan klukkustund- ar er mér tilkynnt lát hans. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Stokkseyri, aðeins örfáum mín útum eftir að hann kom heim til kvöldverðar þetta kvöld. Maður stendur orðvana við slíkum at- burðum og þarf tíma til að átta sig á að þetta geti raunveruiega svona verið. Og þó erum við svo oft vitni þess hve bilið milli lífs og dauða er skammt. Hér fellur frá maður á bezta aldri, aðeins 54 ára gam- all, í fullu starfi frá ótal óleyst- um verkefnum, sem kröfðust einmitt starfsorku hans og hugs unar til að uppfylla vonir fólks um að farsællega yrðu leyst. , Vigfús Þórðarson kom hingað til Stokkseyrar í marzmánuði 1964 og hafði því verið hér í að- eins fjögur ár, er hann féll frá. Fyrirtækið, sem hann þá tók við forstöðu fyrir var í rúst fjárhags lega og allskonar erfiðleikar, t Faðir okkar, Ólafur Guðmundsson frá Dröngum, Skjólbraut 4, Kópavogi, andaðist í Borgansjúkrahús- inu þriðjudaginn 23. apríl. Börnin. t Útför Guðsteins Gíslasonar slökkviliðsmanns, Hringbraut 66, Keflavík, fer fram frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 27. apríl n.k. kl. 14 s.d. Ólafía B. Guðmannsdóttir. t Eiginmaður minn, Arent Claessen, fyrrverandi aðalræðismaður, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 26. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Sigríður J. Claessen. t Útför móður okkar, Sigríðar Sigurðardóttir, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. apríl n.k. og hefst kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Viktoría Hannesdóttir, Guðmunda Hannesdóttir, Jóhannes Hannesson, Guðmann Hannesson. sem steðjuðu að. Aðkoma var því ekki glæsileg. En Vigfús var frálbærum hæfileikum gæddur til að taka að sér starfið. Hann hafði aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á þeim viðfangsefn- um, sem við var að fást, vinnslu sjávarafurða og rekstri fisk- vinnslustöðva. Hann hafði verið skipstjóri á togurum, fiskimats- maður, verkstjóri í frystihúsum og auk þess var hann með verzl- unarskólamenntun, sem gerði honum kleift með glöggri bók- haldsþekkingu sinni að hafaf ulla yfirsýn yfir öll atriði mála, er snertu reikningshald fyrirtækis- ins. Þessir hæfileikar hans sögðu líka fljótt til sín í starfi hans við fyrirtækið. Undir öruggri og há- vaðalausri stjóm hans tók það skjótum og ánægjulegum breyt- ingum. Nýrra tækja var aflað, hagræðingu í breyttum vinnuað ferðum komið fram, samið um hagkvæmari lánakjör og undir- stöður að rekstri fyrirtækisins treystar, þrátt fyrir efiðleika á óal sviðtun, sem yfistíga varð, svo sem skort á hráefni til vinnslu, sem mjög háði fyrirtæk inu á ýmsum árstímum. Og Vigfús vann við fyrirtækið af mikilli eljusemi og ábyrgðar- tilfinningu. Um og fyrir kL 8 að morgni var hann mættur á skrif stofu sinni eða vinnustað, væri hann ekki í útréttingum útí frá. Leit eftir öllu og hafði gát á hverjum hlut. Fór þar ekkert fram hjá honum, sem sinna þurfti og gildi hafði fyrir rekst- ur fyrirtækisins. Og Vigfús var í senn stórfeuga og víðsýnn at- hafnamaður. Hann vildi gera fyrirtækið að sofnun, sem væri virt og metin, sem skilastofnun, sem viðskiptaaaðilar gætu treyst. Því marki hafði hann þegar niáð, er hann féll frá, þó starfstími t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, Vigfús Þórðarson, framkvæmdastjóri, Njálsgötu 35, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 26. apríl kl. 3 e.h. Blóm eru vinsamlegast af- þökkuð. Arnfríður Jóhannesdóttir, Sigríður Vigfúsdóttir, Halldór Steinarsson, Kristin Hrönn Vigfúsdóttir, Þórður Vigfússon, Guðrún Kristín Antonsdóttir, Þuríður Vigfúsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar, tengda- móður og ömmu, Matthildar Sigurðardóttur Sörlaskjóli 5. Elísabet Magnúsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Karitas Magnúsdóttir, Ingólfur Guðmundsson, Guðrún Magnúsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Rósa Magnúsdóttir, Karl Þórðarson, Hallgrímur Magnússon, Svala Eiríksdóttir, ísleifur Magnússon, Fjóla Gnðmundsdóttir Jón Magnússon, Guðrún Bjarnadóttir, Grimur Magnússon Fríða Þorláksdóttir og barnabörn. feans við fyrirtækið yrði svo stuttur, sem raun er á orðin. En margt var óunnið og áreið anlega voru mörg áformin í huga hans um frekari aðgerðir til uppbyggingar og aukningar at- vinnulífs á Stokkseyri. Nýlega hafði hann, í samráði við forráða menn Stokkseyrarhrepps gengið frá samningi um smíði tveggja báta. Fullvíst er að höfuðþungi þeirra framkvæmdaráðstafana hefðu á honum hvílt. Skarð hans stendur nú autt og verður vandfyllt. Á þeim fjórum árum, sem Vigfús starfaði hér hafði ég við hann mikil samskipti. Ég þurfti svo til daglega að eiga við hann viðræður um margskonar við- fangsefni. Oft vorum við ósamí mála um ýmis atriði og mörg voru málin, sem við þurftum að leysa og höfðum ólíkar skoðanir á og vissulega kom stundum til nokkurra átaka um ágreinings- málin. En ég mat Vigfús mikils, hæfi- leika hans og mannkosti. Persónu leg kynni mín af honum voru líka öll á einn veg. Þar fór sam- an prúðmannleg framkoma hans, ágæt greind ,sem glöggt kom fram I viðræðum við hann um menn og málefni, ástúðlegar við- tökur á 'heimili hans og hans ágætu eiginkonu Arnfríðar Jón- t Alúðarþakkir til allra þeirra sem vottuðu okkur samúð við fráfall og jarðarför Þóroddar Oddgeirssonar, Bekansstöðum. Valgerður Vestmann og börn. t Þökkum innilega samúð við andlát og útför, Jóhannesar Jóhannessonar Safamýri 93. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfóiki á St. Jóseps- spítala, sem veitti honum fórnfúsa umönnun. Margrét Finnbogadóttir, Sigurgeir Svanbergsson. t Innilegt þakklæti fyrir sýnda samúð við andlát og jarðar- för elsku litla drengsins okk- ar, Halldórs Andréssonar, Hrisateig 30, sem lézt 15. apriL Svanhvít Skúladóttir, Andrés Jónsson og börn. hanngdóttur og j'áfnvægl feahs í skapi og framkomu, hvenær og hvar sem hann var að htta. Ég minnist sérstaklega átta daga ánægjulegrar dvalar með þeim hjónum í Hveragerði á s.l. hausti. Vgfús var fastur fyrir og ákveð inn í skoðunum og hélt fast á mál stað þeim, er hann gerði að sín- um. Hann var drengskaparmað- ur, hjálpfús og ráðfeollur vinum sínum og samstarfsmönnum. Glaðlyndur var hann og skemmt inn í hópi vina og kunningja. Ég sakna Vigfúsar verulega úr hópi minna fáu vina. Fráfall hans svona snöggt og óvænt kom sem reiðarslag yfir Stokkseyri. En enginn má sköpum renna, Árin hans fjögur á Stokkseyri verða í sögu þessa byggðarlags athyglisverður þáttur úm starf, dugnað og stórhug þess manns, er tilviljun avikanna færði okk- ur á réttu augnabliki, þegar þörf in var mest. ,Stokkseyringar kveðja Vigfús Þórðarson með þakklæti ’og virð ingu. Vigfús verður jarðsettur frá Fossvogskapellu kl. 3 á morg un . , Ég sendi konu hans, börnum og öðrum ástvinum, er svo mikið hafa misst, mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Blessuð sé hans minning. Björgvin Sigurðsson. Að kveldi hins 19 apríl barst sú sorgarfregn út um byggðar- lagið á Stokkseyri að Vigfús Þórðarson framkvæmdastjóri hefði þá um kveldið látizt að heimili sínu þar í kauptúninu Fregn þessi kom eins og reiðar- slag yfir alla er til þekktu þar eð Vigfús hafði verið í fullu starfi hinn síðasta ævidag sinn eins og alla aðra. Slík skyndileg burtköllun manns á besta aldri mitt í á- byrgðarmiklu starfi vekur skelf ingu og óhug og er sem leifr- andi áminning um fallvaltleika lífsins og jafnframt áminning til þeirra sem lengra líf er léð að hver ævidagur meðan heilsa og kraftar endast er dýrmæt gjöf sem ekki má sóa heldur nota vel því engin veit nær nótt in kemur og ekki verður unnið þótt fátækleg orð sséu á slíkri saknaðarstundu þá finn ég mig kúninn til að minnast Vigfúsar Þórðarsonar hér í blaðinu með fáum orðum. En útför hans fer fram frá Fossvogskirkju á morg un. Vigfús Þórðarson fæddist í Reykjavík 23 júní 1913 og var dóttur og Þórðar Vigfússonar.Á ungum aldir missti Vigfús föð- ur sinn í sjóinn og kynntist Þrátt fyrir erfiðleikana, braust hann til mennta og lauk prófi frá Verzlunarskóla fslands 17 ára gamall Fljótt eftir það hóf hann sjómennsku á togurum en sjósóknin var hans starf meiri- hluta ævinnar Á árunum 1937- 38 var hann við nám í Stýri- mannaskólanum og lauk þaðan prófi var hann eftir það lengst- um fyrirmaður á togurum og oft skipstjóri hann átti heimili á Patreksfirði á árunum 1939- 46. Og sigldi þaðan sem skip- stjóri. Öll stríðsárin til Bret- lands. Vafasamt er hvort fslendk ir menn hafa nokkru sinni innt af hendi hættulegri störf en þessar siglingar stríðsáranna voru enda var sá margur sem ekki kom aftur. Þær voru mikil þrekraun ekki aðeins fyrir þá sem sigldu heldur og einnig fyr ir ástvinina sem heima biðu. Árið 1946 flutti Vigfús aftur til Reykjavíkur og átti þar heim ili lengstum síðan eða þar til hann flutti til Stokkseyrar á síðustu æviárum sínum. Árið 1957 hætti Vigfús sjámennsku og var næstu árin við ýmis störf m.a- við fiskmat á vegum Sölu- Og á árunum 1962-64 verkstjóri við hraðfrystihús Meitilsins hlf. í Þórlákshöfn. Þann 12 nóv. 1939 kvæntist Vigfús eftirlif- andi konu sinni. Arnfríði Jó- hannesdóttur bónda að Sandá í Svarfaðardal Stefánssonar. Þeim hjónum var 4 barna auð ið en þau eru Sigríður húsfreyja í Reykjavík gift Halldóri Stein aresyni skipasmið, Kristín starf- stúlka hjá Loftleiðum Þórður við nám í iðnaðarverkfræði í Þýzkalandi kvæntur Heiðrúnu Antonsdóttur og Þuríður sem er við nám í gagnfræðaskóla. Árið 1964 urðu þáttaskil í lífi Vig- fúsar Þórðarsonar. Snemma á því ári réðist hann til Hrað- frystihúss Stokkseyrar sern framkvæmdastjóri og gengdi því starfi til dauaðdags. Er hann réðist til hraðfrystihússins stóð það fyrirtæki á tímamótum. Byggt hafði verið veglegt hús yfir starfsemi þess og var það mikið átak miðað við aðstæður allar Miklar vonir voru tengd- ar hinni nýju starfsaðstöðu enda þar við bundin framtíð byggðar lagsins í atvinnumálum. Er alger forsenda þess, að þær vonir mættu rætast, var að hæfur mað ur fengist til að veita því for- stöðu. Var hins nýja fram- kvæmdasrtjóra beðið með mikilli eftirvæntingu. Störf hans öll við fyrirtækið urðu með þeim ágætum að ekki varð á betra kosið. rekstur þess tók algjör- um stakkaskiptum svo þar má heita að skeð hafi kraftaverk. í dag hefur Hraðfrystihús Stokkseyrar komist í tölu hinna bezt reknu fyrirtækja sinnar tegundar hér á landi og það svo að athygli hefir vakið. Þetta er fyrst og fremst verk Vigfúsar Þórðarsonar enda hafði hann til að bera felsta þá hosti sem for- ustumann í atvinnumálum við sjávarsíðuna þurfa að prýða. Fyrst hafði hann með námi lagt undirstöðu að víðtækri þekk- ingu sinnii og aukið hana síðan með áratugastarfi við sjósókn og meðferð sjávarafurða. Eitt af því sem gerði hann sérlega hæf an til framkvæmdastjórastarfs- ins var að þekking hans var jafnvíg bæði í skrifstofu og bók haldsstörfin annare vegar og á vinnslu meðferð og mati fram- leiðslunnar hinsvegar. Jafn al- hliða þekking á öllum þáttum starfsins og hann hafði til að bera er fágæt enda varð ár- angur starfs hans eftir því. Sama var uppi á teningnum er snerti öll viðskipti er hann þurfti að annast vegan fyrir- tækis síns út á við þá reyndist hann snjall og hygginn með víð- tæka þekkingu á fjármálum og viðskiptamálum. Enda naut hann trausts og virðingar allraþeirra er hann þurfti að sækja til og eiga skipti við. Starfsmönnum sínum við fyrirtækið var hann góður húsbóndi og var sam- vinna hans og þeirra með ágæt- um og taldi hann sjálfur það eina meginforeendu þess góða árangurs sem hann náði í starfi. En þótt hagnýtt nám og þjálfun langrar starfsreynslu sé hvoru tveggja mikilvægt þá er þó sjálft manngildið sem ræður. Engum sem kynni hafði af Vigfúsi Þórðarsyni duldist að þar fór maður frábærlega traustur ein- arður og fylginn sér og hinn bezti drengur. Ég hygg, að I byggðarlaginu sem hann helg- aði krafta sína síðustu æviárin hafi engin maður um langt ára- biil notið jafn almenns trausts og virðingar sem ahnn sökum verka sinna og allrar framkomu Ekki þarf að orðlengja hver sjónarsviptir er við sviplegt frá fall slíks manns. Þar er miss- irinn að vonum mestur hjá eig- inkonu og börnum og skulu þeim færðar hér hlýjar samúð- arkveðjur. Vigfúsi Þórðarsyni eru fluttar hér af hrærðum hug þakkir fyrir öll störf og öll kynni liðinna ára sem aldrei bar skugga á. Hér á Stokkseyri er nú vissu- lega söknuður i hvers manns hug og hjarta. Söknuður sem blandaður eru ugg og kvíða um framkvæmd hinna mörgu verk- efna sem nú eru forstöðulaus. En látum þann ugg víkja fyrir þeirri von að höfundur lífsins sá er bjó hinn látna við okkar frábærum starfskröftum og veitti okkur það lán að njóta þeirra þó um allt of fá ár væri gef gefi okkur sem eftir lifum vit og vilja til þeirra ráða ertryggi áfram þá uppbyggingu sem hér er hafin. Slíkt væri hinn verð- ugasti minnisvarði er við gæt- um reist Vigfúsi Þórðareyni og án efa honum mest að skapL Helgi ívarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.