Morgunblaðið - 30.04.1968, Page 3

Morgunblaðið - 30.04.1968, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR iO. APRÍL 1968 3 Veljum íslenzkt — íslenzkur iðnaður: Iðnkynningin 1968 formlega haf in — Vekja á aukinn áhuga almennings á íslenzkri framloiðslu VELJUM ÍSLENZKT ISLENZKUR IÐNAÐUR Merki iðnkynningarinnar. IÐKYNNING 1968, sem Landssamband iðnaðarmanna og Félag íslenzkra iðnrek- enda gangast fyrir hófst form lega í gær. Markmið kynning- arinnar er að vekja þjóðina til aukinnar íhugunar um mikilvægi aukinnar iðnvæð- ingar á íslandi, og þeirri þjóð hagslegu þýðingu er það hef ur að fólk beini innkaupum sínum meira en áður að ís- lenzkri iðnaðarvöru. Kjörorð kynningarinnar er: Veljum íslenzkt. Kynningin mun einkum fara fram í fjölmiðlunartækj- um með auglýsingum og fræð sluþáttum, þá verður einnig dreift auglýsingaspjöldum í verzlanir, og unnið er að upp- lýsingakvikmyndum um ýms- ar tegundir iðnaðar. og er ætl un forráðamanna kynnine-ar- innar. að fá kvikmvndahú'' til að taka h^r ti' '■vninvar. Við ODnun kvnningarinnar fluttu ávörn Vigfús Sigurðsson formaður Landssambands iðnað- armanna. Gunnar J. Friðriksson formaður Félags isl. iðnrekenda og Jóhann Hafstein iðnaðarmála ráðherra sem opnaði kynning- una. í ávörpum sínum vöktu þeir Vigfús og Gunnar athygli á því af framlag iðnaðarins til þjóð- arframleiðslunnar er meira en nokkurrar annarrar atvinnu- greinar. Kom fram að hlutdeild iðnaðarins, að frátöldum fisk- iðnaði nam um 15-16% af veiá5- mæti þjóðarframleiðslunnar ár- ið 1966 og að fiskiðnaði með- töldum um 23%. Greiðslur vinnu launa í þessum starfsgreinum námu um 3500 millj. kr. það ár, og fjöldi starfsmanna var um 20 þúsund. Auk þess unnu um 10 þús., manns í byggingariðn- aðinum. Jóhann Hafstein iðnaðarmála- ráðherra, sagði m.a. í ávarpi sínu, að vonandi væri að iðn- kynning þessi hefði mikil áhrif S.l. ár hefði verið þjóðinni erf- itt, og iðnaðurinn hefði ekki farið varhluta af þeim erfiðleik um. Það væri því gleðilegt að nú væri vaxandi áhugi og skiln ingur á þjóðhagslegri nauðsyn þess að almenningur beindi kaupum sínum að íslenzkum iðn aði. Sú skoðun virtist enn ríkj- andi hjá sumum, að erlendur varningur væri ætíð betri, og sagði ráðherra að það vanda- mál þyrftu jafnvel stórþjóðir að glíma við. Þessi iðnkynning gæti orðið til þess að færa mönnum heim sannindi þess að íslenzk iðnaðarvara stæði erlendri fylli- lega á sporði á flestum sviðum- Þá ræddi Mbl. við Mats Wibe Lund, sem er framkvæmdastjóri kynningarinnar, og hefur því með höndum stjórn á allri upp- lýsingastarfsemi sem henni er samfara. — Ég hef starfað við hliðstæð ar kynningar erlendis áður, sagði Mats Wibe Lund,'— reynd- ar voru þær kynningar tengdar Islandi, því að þær áttu að stuðla að auknum áhuga ferða- manna á íslandi. Ég ferðaðist um, aðalléga í Noregi, og dreifði myndum og upplýsingum um Is- land sem ferðamannaland, sýndi einnig skuggamyndir og tvær af kvikmyndum Ósvalds Knudsen, — Surtseyjanmyndina og Sveit- in milli sanda. — Það er mikill áhugi hjá iðnframleiðendum á þessari kynningu, en í einstökum tilfell um skortir ef til vill á skiln- Vigfús Sigurðsson og Gunnar ar J. Friðriksson Mats Wibe Lund ingi á þvi hve auglýsingin er mikilvæg. Það skiptir höfuðmáli hvernig uppbygging hennar er, — hvort hún vekur athygli eða ekki. Það er svo rétt, að undan farið ár hefur verið erfiður tími fyrir iðnrekendur, sem og aðra, og því skortir þá fjármagn til auglýsingastarfsemi. En á það ber að líta, að einmit þegar fyrirtæki eiga í erfiðleikum og búa við sölutregðu, ér nauðsyn legt að leggja hvað mesta á- herzlu á auglýsingar til þess að ná sölunni upp. Maður verð- ur einnig var við þá skoðun hjá sumum, að þegar leitað er eftir auglýsingu hjá þeim, líta þeir á það sem góðgerarstarf- semi. En það er misskilningur, — sé auglýsingin rétt uppbyggð hefur hún alltaf sín áhrif. — Mjög nauðsynlegt er,sagði Mats Wibe Lund, að lokum, að æskan sýni þessari kynningu og þá jafnframt íslenzkum vörum aukinn ábuga. Á tímabilinu frá því að skóla sleppir, og þar til að fólk giftir sig og stofnar heim ili, eyðir það oft miklum pen- ingum, og það er nauðsyplegt að þeim sé varið til kaupa á íslenzkum vörum, því með því stuðla ungmennin einnig að því að tryggja sína eigin framtíð. Hvaö framlefðum ví úr plasti? — Stutt heimsókn í Múlalund Eftir síðari heimsstyrj- öld hófst hér á landi framleiðsla á plastvör- um og var Reykjalund ur brautryðj andi í þess- um efnum. VELJUM ÍSLENZKT <H) SLENZKUR IÐNAÐUR Voru fyrst framleidd leikföng, og bar þar hæst SÍBS-kubb- ana. 1956 hefst framleiðsla á einangrunarplötum og vatns- rörum og öðru liku og rúmum þremur árum seinna hefst og ýmis konar flösku og umbúða- framleiðsla. Plastiðnaður er mjög blóm- leg atvinnugrein hér á landi og ber margt til. Hann stend- ur vel að vígi í samkeppni við erlerida aðila m.a. vegna þess að mun dýrara er að flytja fullunnar plastvörur til lands ins en hráefni, þar sem það tekur minna rými. Nú eru stafandi sjö plastiðn aðarfyrirtæki á íslandi, þar af fjögur í Reykjavík. Það er margt sem þessi fyrirtæki framleiða. Má nefna alls kyna hyrnur og fötúr, skjalatösk- ur og möppur, nótaflár og báta. Stærsta fyrirtækið er Reykjalundur, sem er eins og fyrr segir brautryðjandinn. Sem dæmi um framleiðslu hans má nefna, að þeir fram- leiða efni í alla poka, sem notað er sem umbúðir hér á landi. Árið 1966 un,nu um 150 manns við plastiðnað hér á landi, þar af um 100 í Reykja vík og er Reykjalundur tal- inn þar með. í tengslum við Reykjalund er fjVirtækið Múlalundur, sem framleiðir ýmis konar vörur úr plasti. Ræddum við stuttlega við framkvæmda- stjóra þess Guðjón Einarsson. — Hverjar eru helztu vör- urnar, sem þið framleiðið úr plasti? — Það eru aðallega laus- blaðabækur og bréfbindi, en auk þess gerum við við tösk- ur, hulstur utan um persónu- skirteini, nafnskírteini, öku- skírteini o.fl. Framhald á bls. 24 Ýmis konar framleiðsla á skjalamöppum er stór þáttur í rekstri Múlalundar. STAK$nil\IAR Enn um Skírni I Tímanum sl. laugardag birt- ist athugasemd frá Sigurði Lín- dal, forseta Hins íslenzka bók- menntafélags, þar sem bann skýrir sjónarmið sin varðanði ritstjóraskiptin við Skírni og skrif vegna þeirra. í þessari at- 'hugasemd segir „að hann (Sig- urður) hafi skýrt fyrrverandi ritstjóra frá því að fyrir hendi væri vilji til að skipta um rit- stjóra. Var ni.a. búizt við að fyrrverandi ritstjóri bæðist lausnar. Málinu var síðan vísað til stjórnar og fulltrúaráðs fé- lagsins. Vildu sumir í fulltrúa- ráðinu fresta ákvörðun. Fyrir fundinum lá, hvort fyrr- verandi ritstjóra skyldi veitt lausn þá þegar, eða ákvörðun um það frestað. Málið var af- greitt á þann veg, sem skýrt hef- ur verið frá. Hitt atriðið, hvort síð- ar skyldi skipt um ritstjóra, lá ekki formlega fyrir, og kom ekki til atkvæða. Var af þeim sökum engin formleg afstaða tekin til þess. Á fundinum var samþykkt að ráða Ólaf Jónsson ritstjóra Skírnis með fjórum at- kvæðum, en tveir sátu hjá. Einn fulltrúaráðsmanna var fjarver- andi.“ „Tekit hefi ek hvelpa tvá....“ Ólafur Jónsson segir í Al- þýðublaðinu um skrif Tímans um þetta mál: ___ „Annað dæmi þeirra sem allt skilja öfugt sem þeir lesa, vilja kannski ekki annað, gat að lesa í „staksteinum" Tímans á sum- ardaginn fyrsta. Þar er ágrein- ingur Halldórs Halldórssonar prófessors og Sigurðar Líndal forseta Bókmenntafélagsins út af ritstjórn Skírnis hafður fyrir átyllu til að koma fram óvið- felldnum dylgjum um bók- menntaverðlaun blaðanna, silf- urhestinn, sem til var stofnað í fyrra, og afstöðu mína til verðlaunanna í ár og í fyrra: „Eins og kunnugt er hefur hesturinn verið veittur tvisvar, en í bæði skiptin hefur Ólafur haft mikil áhrif á úrslitin og haldið mjög fram einum manni og einni bókmennta- stefnu. í fyrra skiptið hafði Guð- bergur Bergsson næstum borið sigurorð af Snorra Hjartarsyni, og varð að kjósa tvisvar áður en Snorri sigraði, en í síðara skiptið sigraði stefna Ólafs með því að Guðbergur fékk silfur- hestinn.“ Þessi ummæli sýna, þó ekki væri annað, að höfundur þeirra hefur líklega ekki lesið og á- reiðanlega ekkert botnað í því sem ég hef skrifað um skáld- skap Snorra Hjartarsonar eða Guðbergs Bergssonar, né um margumrædd bókmenntaverð- laun; og ekki hefur hann hug- mynd um vinnubrögð dóm- nefndar þeirrar er úthlutar þeim. Hefðu þó verið hæg heima tökin að fá réttar upplýsingar um það efni hjá Andrési Kristj- ánssyni, ritstjóra Tímans, bók- mennta- og leiklistargagnrýn- anda blaðsins. En mér er ljúft að fræða þá sem forvitnast um mitt atkvæði á því að í fyrra kaus ég bók Snorra, Lauf og stjörnur, fyrsta til verðlaunanna, en í ár bók Guðbergs, Ástir sam- lyndra hjóna. Hitt skil ég ekkl hvaðan strákum (sic!) þeim, sem hafðir eru til að æfa sig í pólitík í dálkum eins og „stak- steinum“ Tímans kemur áhugi á þessum og þvilíkum efnum.“ Væntanlega verður þetta mál skýrt nánar af báðum aðjtum — því enn skortir rökin. Ennfrem- ur mætti spyrja, hvort „strák- arnir“ á Tímanum séu ritstjór- arnir Indriði G. Þorsteinsson og Ándrés Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.