Morgunblaðið - 30.04.1968, Page 10

Morgunblaðið - 30.04.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1968 j \ BJARNI BENEHKTSSON SEXTUGUR f LEIÐIR okkar Bjarna lágu íyrst saman þegar ég innritað- ist til laganáms í háskólanum, liðlega 19 ára, en hann var þá prófessor, 26 ára, og hafði gegnt því starfi í 2 ár. Sitthvað hefir drifið á dagana síðan, í þennan tæpa aldarfjórðung. Þegar ég fór að heiman frá IHúsavík þetta haust, sagði fað- ir minn við mig, að ég skyldi leggja mig eftir að kynnast þrem ungum mönnum í Reykja- ;vík, Thor Thors, Bjarna Bene- diktssyni og Gunnari Thorodd- sen. Allir áttu þessir menn eft- ir að verða mínir ágætu vinir, «n nánast og lengst hefir sam- starfið og vináttan orðið við Bjarna. Sérstæð atvik urðu til þess að færa okkur nær hvor öðrum en ætla mætti um ný- bakaðan stúdent og prófessor, ,enda þótt aldursmunurinn væri ekki mikill. Háskólaárin liðu fljótt og þegar tekizt hafði að gera úr mér „cand. juris“ hitt- um við hjónin Bjarna í útlönd- um ári síðar. Ég minnist þessa vegna þess að við gerðum okk- ur þá glaðan dag á „Haus Vater- land“ í miðri Berlínarborg. Þar var lífsgleði og fjör, — en báð- ir áttum við síðar eftir, hvor í sínu lagi, að standa vestan við Berlínar-múrinn og horfa þaðan á skuggalegar rústir þessa stór- hýsis þýzkrar glaðværðar, — þar sem byssubúnir dátar héldu vörð á þaki uppi, reiðubúnir til þess að skjóta landa sína í leit að frelsi og lífsgleði. Það hefir verið hamingja okkar Bjarna beggja að vera ætíð vest an við „múrinn“. , Það er ekki ætlun mín að skrifa æviágrip afmælisbarnsins, Bjarna saga Benediktssonar verður síðar skráð. En þess gat ég í upphafi, að sitfhvað hefði á daga drifið frá því leiðir okk- ar lágu saman. Eflaust er örð- ugt að benda á annan jafn við- burðarfkan aldarfjórðung og “þann síðasta í lífi islenzku þjóð- arinnar. Enginn annar hefir ver- ið tengdari viðburðum þessa tíma í íslenzkri sögu, hvort held- ur í fátækt og atvinnuleysi upphafs tímabilsins, eða stórvið- burðunum siðar, en Bjarni Benediktsson, nema það væri þá fyrirrennari hans sem formaður Sjálfstæðisílokksins, Ólafur Thors, en milli engra varð sam- ofnara og tengdara stjórnmála- starf og stjórnmálaforusta. Ólafur Thors og Bjarni Bene- t diktsson voru ólíkar persónur, ólíkir foringjar, en engir tveir 1 ököpuðu sterkari forustu og eft- ; irminnilegri. Eitt vandasamasta [ verk á lífsleið Bjarna var að j taka við stjórnmálaforustunni af Ólafi Thors. Hann hafði ver- j ið óumdeildur leiðtogi sjálf- I stæðismanna í meira en 25 ár og skipar þegar einn virðuleg- asta sess í stjórnmálasögu þjóð- ! arinnar. Þetta erfiða hlutskipti hefir Bjarni axlað með sóma. Hann hefir tekið hlutverk sitt sem leiðtogi alvarlega. Hann ' veit fullvel að foringjans eins er oft og einatt að ráða fram úr vanda, sem hvorki er vinsælt innan flokks né utan. Að öðru leyti mun viðkunnanlegast að mat mitt á þessum stjórnmála- foringja liggi á milli hluta, að minnsta kosti að sinni. Bjarni Benediktsson verður prófessor í lögum 24 ára gam- all. Bæjarfulltnii og bæjarráðs- maður 25 ára. Er kosinn í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins 28 ára og er kosinn formaður Sjálf- stæðisflokksins 1901, en hefir þá um langt skeið verið vara- formaður flokksins. Hann verð- ur borgarstjóri í Reykjavík 32 | ára gamall. Hann verður alþing- ismaður 34 ára. Ráðherra verð- ur Bjarni 28 ára gamall og hef- ir gegnt ráðherraembættum í nærri 18 ár, verið utanríkisráð- herra, dómsroálaráðherra, menntamálaráðherra, heilbrigð- ismálaráðherra, kirkjumálaráð- herra, iðnaðarmálaráðherra og forsætisráðherra í nærri 5 ár. En þá ber einnig að hafa í huga, að forsætisráðherraembættinu fylgir forustan í efnahagsmálun um og einkum þegar á reynir, — ókyrrð og deilur risa á vinnu- markaðinum milli verkalýðs og launþega og vinnuveitenda, — að svo miklu leyti sem slík vandamál taka til ríkisstjórnar, en reynslan hjá okkur sýnir að sjaldnast verður hjá því komizt, að til þess dragi þegar veruleg alvara er á ferðum. Forsætisráð- herraferill Bjarna hófst í slíkri stórdeilu síðla árs 1963, en árið mótaðist af óróa og sveiflum í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Um áramótin voru blikur á lofti. Forsætisráðherra bar gæfu til þess að laða menn til frið- samlegrar samstöðu með „júní- samkomulaginu“ svokallaða, — en sú sáttagerð mótaði straum- hvörf í samskiptum verkalýðs og atvinnuveitenda með tilstuðl- an ríkisvalds, sem haft hefur farsæl áhrif á þróun viðkvæmra efnahags- og atvinnumála okk- ar síðan, — skapað traustari grunn þjóðfélagsbyggingar, sem ekki einkennist af rammleik, en er engu að síður mikil ger- semi, sem háleitar vonir eru við tengdar. Ég veit að þetta er að- eins upptalning, en hún ein seg- ir mikla sögu þegar vandvirk- ur og hæfileikaríkur maður um aðra fram á í hlut. Á tímabili framangreindra mannaforráða hefir síðari heims- styrjöldin geisað með áhrifum sínum á íslenzkt þjóðlíf, lýðveldi hefur verið endurreist á íslandi, ísland hefir gerzt aðili að marg- þættu alþjóðlegu samstarfi, Sameinuðu þjóðunum, Evrópu- ráði, Norðurlandaráði, Atlants- hafsbandalaginu, gert varnar- samning við Bandaríkin, fært út landhelgi sína, stóriðja og stór- virkjanir verða að veruleika og í fáum orðum sagt hefir byggzt upp nýtt þjóðfélag framsækinna borgara með betri húsakost, ræktaðra land og traustari al- mennan efnahag en nokkru sinni fyrr og vaxandi menningu. Þetta er líka aðeins stutt upp- talning eins og áður. En hún tal- ar sínu máli um það hversu marga þætti í þjóðlífsþróuninni Bjarni Benediktsson hefir lagt hönd að verki að tvinna. Veiga- mesta löggjöf og samningagerð íslendinga á liðnum árum ber víðast hvar merki Bjarna, laga- smiðs með afbrigðum og lög- fræðings, sem af ber. Þar kenn- ir margra grasa fyrir síðari tíma fræðimenn um að fjalla. Bjarni Benediktsson er mjög sögufróður um innlend og er- lend málefni, íslenzkumaður ágætur, jafnt í töluðu og rituðu máli. Hann hefur ætíð verið bók- elskur og á mikið bókasafn, sem hann hefir lesið, en slikt verður ekki sagt um alla, sem eiga safn bóka, en það eru kynstur, sem Bjarni kemst yfir að lesa. Um stjórnmálamanninn Bjarna Benediktsson skal ég ekki vera fjölorður, enda þekkja hann flestir af ræðum á Alþingi, í út- varpi og sjónvarpi og af blaða- skrifum. Hann er sérstæður ræðumaður, rökfastur og fylg- inn sér, nýtur sín ef til vill bezt í „harðri sennu“ og er sá eini af þingmönnum, sem aldrei hefir með sér skrifað orð eða minnis- atriði í ræðustól á Alþingi í al- mennum umræðum. Þegar and- stæðingar hans deila á málstað hans, oft margir í röð, situr hann jafnan niðursokkinn og hlustar, skrifar ekkert hjá sér og svarar svo öllum, kannski í langri .skipulega byggðri ræðu, og hefir þá ekki sézt yfir það, sem máli skipti. Eins og að líkum lætur höf- um við oft verið á fundaferðum saman. Mér verður einna minn- isstæðast þegar við lögðum land undir fót fyrir kosningarnar 1956. Fórum við víða og enduð- um á Austfjörðum. Oft urðu hnippingar á þessum fundum þegar andstæðingar tóku til máls, bæði þingmenn og aðrir. Þegar við höfðum lokið funda- haldinu sagði ég við Bjarna, að nú færi ég ekki með honum oft- ar á fleiri slíka fundi. Hann varð hissa og spurði: Því ekki? Ég sagðist ekki standa í þessu lengur að tala ýmist á undan honum eða eftir, ég hefði að vísu haft gaman af þessu og fundahaldið lærdómsríkt, en engu að síður væri fyrrgreind aðstaða mín á fundunum mjög vafasamur greiði við mig og minn ræðumannsferil. Mig langar til að minnast á tvennar kosningar, en í báðum komu fram einkenni Bjarna, hin mikilvægustu: hversu harður hann er af sér, þegar á reynir, og stálminnugur. Fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í Reykja- vík í janúar 1942 var einn sá lengsti kosningaslagur, sem ég man eftir. Við sjálfetæðismenn höfðum andbyr, eða ef til vill væri réttara að segja ,að komm- únistar 'hafi haft meðbyr vegna sólguðs þeirra, Stalíns, sem nú var bandamaður Roosevelts og Churchills í styrjöldinni. Það var sífelldur kosningaslagur frá því í september til janúarloka. Bjarni, sem þá var nýorðinn borgarstjóri, vann þessar kosn- ingar með óbilandi þrautseigju. Svo var það fyrir næstu bæj- arstjórnarkosningar 1946 að við sjálfetæðismenn höfðum ákveð- ið að gefa út kosningarit. Nefnd hafði verið kosin til að semja ritið. Hún leysti starf sitt á sinn hátt vel af hendi, en ekki þann- ig ,að borgarstjóra líkaði. Þess vegna var það, að milli jóla og nýárs sátum við þrír niðri i Sjálfetæðishúsi, Bjarni, Valtýr Stefánsson og ég, sem þá var framkvæmdastjóri flokksins, og vorum við æði tómhentir, höfð- um enga kosningabók — og allt komið í eindaga. Eftir allmikið þref og vandræði byrjaði Bjarni, eða réttara sagt Valtýr að toga upp úr Bjarna hvað um þenn- an eða hinn málaflokk væri að segja — og við Valtýr skrifuð- uni niður til skiptis og hver í kapp við annan. Borgarstjórinn virtist muna allt og þannig varð reyndar fyrsta „Bláa bókin“ til. Nú þekkja Reykvíkingar orðið margar „Bláar bækur“ úr bæj- ar- og síðar borgarstjórnarkosn- ingum. Ég vann síðar að fleiri útgáfum, en sú fyrsta er alltaf í mínum huga sérstæðust. Ritstörf Bjarna eru svo mörg og margháttuð að ég mun ekki rekja þau hér. Hann hefur sam- ið mörg fræðirit lögfræðilegs og stjórnmálalegs efnis. Rit hans „Deildir Alþingis" er raunar doktorsritgerð í lögum, enda þótt hún væri ekki lögð fram til doktorsvarnar, þar sem höf- undurinn var þá prófessor við lagadeild Háskóla íslands. Al- menna bókafélagið gaf út árið 1965 „Land og lýðveldi", sem er úrval eða sýnighorn af ritgerð- um, ræðum og blaðagreinum eftir Bjarna Benediktsson, mik- ið safn í tveim bindum. Á anna- sömum starfeferli hefir Bjarni verið formaður stjórnar Al- menna bókafélagsins frá stofn- un þess árið T965. Og meðan vinstri stjórnin veitti honum frí frá ráðherrastörfum 1956—58, var hann ritstjóri Morgunblaðs- ins, en milli Valtýs Morgun- blaðsritstjóra og Bjarna var ætíð traust vinátta og gagn- kvæm virðing. Bjarni hlaut Móðurmálsverðlaunin úr minn- ingarsjóði Björns Jónssonar fyr- ir rökfastan og góðan stíl. Bjarni Benediktsson hefir gert víðreist um ísland og út- lönd, og hefir jafnan yndi af að ferðast. Þó verður að hafa í huga að ekki eru allt skemmti- ferðir, sem á stjórnmálamenn leggjast. En Bjarni er óþreytandi að aka eða fljúga fram og aftur um landið til fundaferða, á hér- aðsmót og í margháttuðum póli- tískum erindum, og hugsa ég, að það séu ekki margir, sem hafi víðar farið um landið. Hann er mikill göngugarpur og eru þá stundum ekki farnar alfaraleið- ir. Mest yndi mun hann hafa af því að ganga um Þingvallasveit- ina, en á Þingvöllum hefir hann jafnan dvalið á sumrum síðari ár, að vísu í stopulum og stutt- um fríum. Bjarni hefir gaman af lax- veiðum og er þrautseigur ferða- langur á hestum. Verður mér minnisstætt þegar við nokkur í félagi riðum frá Hornafirði að Kirkjubæjarklaustri og voru þá riðin mörg vötn og ekki allt greiðar slóðir. Skeiðará fórum við á jökli og var það harðsótt og hált í spori. Þá fékk Bjarni svokallað „þursabit" í bakið á jökulsvellinu. Nú var illt í efni — Skeiðarársandur og vötnin framundan! Þetta harkaði hann af sér og mætti af því ætla, að andstæðingar megi vera stór- höggir, ef þeir vilja aftra Bjarna! Að lokum leyfi ég mér sem varaformaður Sjálfetæðisflokks- ins að bera fram heillaóskir, kveðjur og þakkir frá Sjálf- stæðisfólkinu um land allt til foringja þess og þá hygg ég, að samherjum sé efet í huga, að framtíðin megi verða jafn far- sæl og gifturík í samstarfi til heilla fyrir land og lýð, sem liðn ir tímar hafa verið. Jóhann Hafstein. DR. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra á sextugsafmæli í dag. Fregnin um þetta vakti hjá mér löngun til að slást í för með þeim sem senda honum í Morgunblaðinu kveðjur sínar og árnaðaróskir á þessum merk- isdegi í lífi hans. Þessi löngun á rætur að rekja til þeirra kynna og samstarfe sem ég hefi við hann haft á Alþingi um langt skeið og síðan ég lét af þingmennsku, í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins, allt til þessa dags. Ég hafði raunar haft nokkur kynni af Bjarna Benediktssyni og fylgst með starfsferli hans áður en leið okkar lá saman á Alþingi enda hafði hann þá um skeið komið mikið við sögu stjórnmála vorra. Með okkur föður hans, Benedikt Sveinssyni, hinum skelegga og ótrauða bar- áttumanni fyrir frelsi og full- veldi lands vors, hafði frá fyrstu kynnum okkar á Alþingi tekist vinátta og var ég nokkuð tíður gestur á heimili hans og konu hans Guðrúnar Pétursdótt ur, sem var kvenskörungur mikill. Andblær frelsis og djarfrar hugsunar um bjarta framtíð þjóð vorri til handa réði ríkjum á þessu heimili. Margir þeirra stjórnmálamanna er stóðu á þeim árum í fylk- ingarbrjósti í sjálfetæðisbaráttu vorri áttu þar löngum mót með sér og tíðar samræður. Sann- leikurinn var sá, að á heimiii Benedikts og Guðrúnar á Skóla- vörðustígnum tóku þessir sókn- araðilar löngum sínar mikil- verðustu ákvarðanir, lögðu á ráðin um það hvernig sókninni skyldi hagað hverju sinni og sigurvissan stælti jafnan hjá þeim viljaþrekið. Það var þvl sízt að undra þótt stjórnmála- áhugi festi rætur í hugskoti Bjarna Benediktssonar í upp- vextinum ,auk þess sem ætterni hans var slíkt að rök lágu til að honum væri hneigð í þá átt I blóð borin. Bjarni Benediktsson var mað- ur bráðþroska. Hafði hann á óvenjulega nngum aldri aflað sér lærdómsframa. Að sama brunni bar um það, að starfe- hæfni og það til lausnar hinna vandasömustu viðfangsefnum var honum tiltæk fyrr en al- mennt gerist. Prófessor í stjórn- lagafræði við Háskóla íslands varð hann 24 ára gamall. Borgar stjóri í Reykjavík á 22. aldurs- ári, 34 ára hlaut hann kosningu til Alþingis og varð ráðherra 39 ára gamall. Það er hvorttveggja í senn ánægjulegt og þá ekki siður lærdómsríkt að kynnast Bjarna Benediktssyni. Það er ekki sér- staklega fljótgert að stofna til kunningsskapar við hann. En þegar því marki er náð, markar tryggðin og einlægnin sporin. Þá er það og hverjum manni ávinningur að kynnast Bjarna Benediktssyni sökum þess hve fjölhæfur gáfu-og lærdómsmað- ur hann er, búinn þeirri skap- festu, drengskap og raunsæi, sem er grundvöllur trausts og farsæls samstarfs manna í milli. Þannig er Bjarna Benediktssyni rétt lýst. Þessir eiginleikar löðuðu mig strax að þessum unga manni þegar hann tók sæti á Alþingi árið 1942 .Fyrir kom það í sam- starfi okkar á Alþingi að á milli okkar risu nokkrir úfar út af afstöðu okkar til einstakra mála, en þegar svo bar við fór hver

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.