Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 190« Sefur rólega þó öðrum gangi vel Afmælissamtal við Loft Bjarnason sjötugan Loftur Bjarnason, útgerðar- maður, er sjötugur í dag. Einu ellimörkin á honum eru þau, að hægri fóturinn er í gifsi um þessar mundir, svo hann gengur með staf eins og Pétur Ottesen. En þeir hafa báðir gott lag á að fæla burt Elli kerlingu og má vera að það sé að þakka ná- býli við Akrafjall og Skarðs- heiði og „fjólubláa drauma“ þeirra ævintýra sem þau eru fulltrúar fyrir, hvort með sínum hætti. En Loftur lætur fótarmein ekki hindra sig í að njóta lífsins. Að venju horfir hann fram, en ekki aftur. Það virð- ist ekki öllum gefið. Þegar Sigfús Jónsson, framkvæmda- stjóri Morgunblaðsins, hitti okkur á rölti í ritstjórnar- skrifstofunum, sagði hann við hann: „Þú ert alltaf jafn unglegur, Loftur, þú lætur ekkert á sjá.“ Loftur svaraði: „Ég er svona unglegur vegna þess, að ég hef alltaf verið mátulega léttlyndur og ég hef getað sofið, þó að öðrum hafi gengið vel.“ Þeir Sigfús tóku tal saman og rifjuðu upp margt sem ég ekki þekkti. Ekki er nú úr vegi að snúa sér að Hallgrími Péturssyni. Ungur nrti hann kersknivís- ur im frændur sína og ná- granna og þurfti, eins og aðrir, að berjast við Adam í sjálfum sér, en skírðist svo í hreinsunareldi veraldarvafst- ursins. En þar sem honum er víst ekki sjálfum treystandi til að kveða sig inn í dýrð himnanna haf a aðrir tekið það hlutverk að sér og byggja í höfuðstaðnum svo háan turn yfir minningu hans að senn nær hann inn í sjöunda him- in. En hvað um það. Loftur Bjarnason hefur einnig ásamt öðrum reist meistara sínum óbrotgjarnan minnisvarða, Saurbæjarkirkju á Hvalfjarð- arströnd: að vísu lágreist guðs hús. En mundi það ekki vera í samræmi við þá hóg- værð og þann mjúka klið, sem oft heyrist í hrynjandi sálma- skáldsins. Ég skrifaði greinarbút um kirkjuna hér í Morgunblaðið eitt haustið, þegar ég sá með söknuði til baka á horfna birtu sumarsins. Þar segir m.a. á þessa leið: „í sumar átti ég leið í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarð- arströnd í fylgd með Lofti Bjarnasyni og séra Sigurjóni. Það var helg stund og séra Hallgrímur á næstu grösum. Kirkjan andar hlýrri þögn. Maður minnist orða sálma- skáldsins — á þessum stað falla þau í opna kviku hér- vistarakursins, eins og fræ í ferska mold. Loftur og hans góða kona eiga heiður skil- ið fyrir umhyggju sína fyrir þessum fyrrum forsómaða stað. Þó hér sé allt nýtt, er það gamalt sem máli skiptir: þögnin. Og meira að segja stendur á altarinu kross úr silfri, ættaður úr pápískri villu, að því er mér skildist. Tíminn á sinn humor, má segja ... Jesús Kristur finnska málarans er nánast barningshrjúfur íslenzkur sjómaður. Þannig er öll góð list: kemur á óvart. Það gerðu einnig gluggarnir henn- ar Gerðar í Saurbæjarkirkju. En ekki ætla ég mér þá dul að fara út í svo vandmeð- farna sálma, að lýsa þeim á prenti. Milli myndlistar og ritaðs máls er torfær leið, sem ég kann ekki að brúa. En með sem fæstum orðum: þetta nýja viðhorf, að gera listina að skilyrðislausum þátttakanda í þjóðlífi okkar, mætti, svo maður fari í smiðju til Nóbelsskáldsins, kalla upphaf mannúðarstefnu ..." Þetta voru einhverjar dreggjar af innblæstri sum- arsins. Það hittir enginn frú Sólveigu og Loft Bjarnason í Hvalfirði á fögrum og heið- skírum sumardegi, án þess einhver opinberun geymist me'ð honum, að minnsta kosti fram á haustnætur. Það er kannski táknrænt fyrir íslenzkt þjóðfélag, að einn helzti athafnamaður landsins, framkvæmdastjóri eins stærsta fyrirtækis okkar, HvaLs h.f., fonmaður Fé- lags ísl. botnvörpuskipaeig- enda og varaformaður Land- sambands ísl. útvegsmanna, skuli ásamt öðrum sýsla við það mörgum stundum að reisa kirkju á Hvalfjarðarströnd til minningar um einn mestan guðsmann á íslandi, skáld og sjáanda. Og að þessum inngangi loknum skulum við aftur svífa á Loft Bjarnason, jarlinn af Hvalfirði, og taka hann tali, enda sé ég að þeir Sigfús framkvæmdastjóri eru að kveðjast. Og þegar við erum seztir inni í skrifstofu minni, geng ég hreint til verks og spyr: - „Ertu að kaupa þér frið?“ Loftur rekur upp stór augu. „Frið?“ „Já. Frið við Drottin“. „Ha, hvað ertu að segja maður“. „Ég sagði: „ertu að kaupa þér frið við Drottin". „Með hverju", spyr Loftur undrandi, kannski dolfallinn. „Með Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd", segi ég upp í opið geðið á honum'. „Já, þú átt viff það“ segir Loftur. „Af hverju heldurðu það“ spyr hann svo. „Ég held það ekki,“ segi ég. „Ég bara spurði“. „Þurfum við ekki öll að halda frið við guð?ft segir Loftur ákveðinn. „Ætli okkur veiti af“. „En hvaðan er áhugi þinn á trúarefnum sprottinn?" „Ég hef verið með Eiríki Kristóferssyni á mörgum mið- ilsfundum og tel mig hafa fengið fulla sönnun fyrir framhaldslífi. Þetta hefur kannski ráðið úrslitum, ég veit það ekki.“ „En áhuginn á sr. Hall- grími?“ „Hann hefur alltaf verið fyrir hendi." „Er það vegna skáldskap- arins?“ „Já, bæði vegna hans og trúarsannfæringarinnar". „Hvað heldurðu að rétt- trúarmenn segi?“ „Rétttrúarmenn?“ „J á“. „Vegir guðs eru órannsak- anlegir, og í þeim efnum sit- ur enginn inni með allar upp- lýsingar. En eru ekki þessi vísuorð eftir s.r. Hallgrím eitt hið fyrsta sem við öll lærum: Vertu guð faðir, faðir minn . .. ? Eða þá heilræði hans. Foreldrar mínir voru bæði mjög trúuð. Annars var ég ekki heima eft- ir sextán ára aldur, heldur fór í skóla og síðan á sjó- inn. En ég gleymdi hvorki þessu erindi né öðrum, enda eina veganestið sem hefur kiomið mér að nokkru gagni. Miðilsfundirnir með Eiriki voru ekkert annað en stað- festing á uppeldi mínu og skoðunum foreldra minna. Á- hrif þeirra réðu úrslitum. En hitt kom ekki að sök.“ „Sumir halda því fram að það sé jafnvel guðlast að leita fregna af framliðnum, enda sé þess getið í biblí- unni.“ Nei. Við eigum að leita — leita og taka svo afstöðu. Vega og meta það sem reynsl- an kennir okkur. Móðir mín, Gíslína Þórðardóttir, lét mig alltaf lesa bænirnar, hún dó 1914. Ég fór með henni hing- að suður til Reykjavíkur, þegar hún leitaði lækninga. Hún lézt hér fyrir sunnan eftir uppskurð“. „Og þá hefurðu auðvitað hætt að lesa bænirnar". „Ónei,“ segir Loftur og horfir á mig fast og ákveðið, „maður gerir það jafnvel enn. Bænir eru bót við öllu.“ „Timburmönnum ? “ „Hví ekki það!, En ert þú ekki að spyrja um það sem þú ættir sjálfur að hafa ein- hverja reynslu fyrir? Ég hef að vísu aldrei séð þig full- an, en þú hefur áreiðanlega einhvern tíma verið kennd- ur. — „Já, það hef ég verið“. „Það er fínt“, segir Loftur og stendur upp — „vel sé þér. Þú skilur þá málið og eigum við ekki að láta það afgreitt þar með? Séra Hall- grímur sagði: Vel sé þeim, sem veitti mér. Einhverja reynslu hefur hann nú haft fyrir því, eins og öðru. Ætli hann hafi ekki ort einu drykkjuvísuna með þeim rétta anda: Aldrei skantar ó- hófið“, segir hann. Annars máttu ekki fara að gera mig að einhverjum læri- sveini Hallgríms Péturssonar — eða einhverjum yfir sig trúuðum manni, jafn bersynd- ugur og ég er. Ég er síður en svo neinn trúboði. Enginn Þangbrandur. í fslands sög- unni, sem við lærðum þegar ég var ungur, segir um hann: Hann var ofstopamaður, en klerkur góður. Ég er hvor- ugt.“ „En hver var þá ástæðan Loftur Bjarnason til þess að þú batzt Saur- bæjarkirkju og séra Hall- grími svo sterkum böndum, sem raun ber vitni.“ „Ja, það var nú eins og hver önnur tilviljun. Ég var kosinn í byggingarnefnd kirkjunnar — án þess að ég vissi það. En eftir kosning- una var mér tilkynnt að ég væri kominn í stjórn bygg- ingarnefndarinnar og í stað- inn fyrir að múðra og gera allt vitlaust, þótti mér afar vænt um það. Þetta er á- nægjulegasta starf, sem ég hef haft með höndum. Ég tók að mér að útvega efni og innflutningsleyfi fyr- ir kirkjuna, en þá voru fjár- hagshöft og þurfti að sækja um leyfi. En það gekk vel. Andi sr. Hallgríms sveif yfir vötnum gjaldeyrisnefndar- innar. Það eru ótrúleg áhrif sem hann hefur haft — á ó- trúlegustu stöðum. En nú .. . nú er miklu auð- veldara fyrir framkvæmda- menn að bjarga sér vegna frjálsræðis, því ekki er hafta- nefndunum lengur fyrir að fara í þjóðfélaginu. Hitt er annað mál að margir segja . .. og ég er ekki frá því ... að nú sé að harðna í búi hjá smáfuglunum. En hvað sem því líður ... þá er frjáls- ræðið forsenda allra framfara að minni hyggju, en það er ekki nóg að nota frelsið eða frjálsræðið: Menn verða að standast þá freistingu og ana ekki út í hvaða vitleysu sem er og einnig að vera ábyrg- ir gerða sinna ... velta ekki allri ábyrgð yfir á aðra. Áð- ur fyrr var það lenzka í landi að segja — að ekki væru allar syndir guði að kenna. Þannig vil ég meina að ekki beri ríkisstjórnir nú á dögum ábyrgð á öllu sem aflaga fer. Enginn okkar getur borið ábyrgð á ógæftum, aflaleysi eða verðfalli. En höft eru mannasetningar og heyra fortíðinni til, í öllum frjálsum löndum, þar sem ríkið er til fyrir einstaklinginn, en ekki einstaklingurinn fyrir ríkið.“ „En segðu mér, Loftur, ertu Ttw Saflt nokkuð tengdur Hvalfjarðar- ströndinni, eða þitt fólk?“ „Mér hefur alla tíð verið hlýtt til Hvalfjarðar“, segir Loftur og brosi bregður fyr- ir í öðru munnvikinu. „Afi minn og alnafni, Loftur Bjarnason, og Guðrún Snæ- björnsdóttir, amma mín, bjuggu á Brekku á Hval- fjarðarströnd og þar er fað- ir minn, Bjarni Loftsson, fæddur og uppalinn." „En þú ert sjálfur Vest- firðingur." „ Já, ég er Vestfirðingur. fæddur og uppalinn á Bíldu- dal í Arnarfirði. Þar var ég til sextán ára aldurs, en fór þá með móður minni hingað suður. Faðir minn stundaði verzlun fyrir vestan. Ég fór aftur á móti í Sjómannaskól- ann og tók þaðan farmanna- próf 1916. Samtímis náminu var ég tvær vetrarvertíðir á Kveldúlfstogaranum Snorra goða og á sumrin á síldveið- um, og þá alltaf lagt upp á Hjalteyri." „Og þá hefur verið líf í tuskunum." „Já, það var mikið líf í tuskunum. En við komumst sjaldnast á böll. Lentum þó undir lokin á síðasta ballinu, og var okkur sagt að það væri það 50. sem efnt hefði verið til á Hjalteyri það sum- ar. „Og hvernig.lauk svo þessu balli. Þú hefur lifað það af.“ „Lifað og lifað ekki. Jú, maður lifði það víst af. Egill Thorarensen var með okkur á Snorra goða. Hann var söngmaður mikill og hrókur alls fagnaðar. Hann var góð- ur félagi. Við lentum í ýms- um ævintýrum saman og spil- uðum 5 aura bridge við skip- stjórann, Pál Matthíasson. Það þótti há upphæð í þá daga.“ „Snemma beygist krókur- inn“. „Ha“. „Ég sagði bara: Snemma beygist krókurinn". „Þú segir það“. Og Loftur heldur áfram: „Bíddu við,“ segir hann. „Þegar Snorri goði lá fyrir akkerum á höfninni undan Kveldúlfshúsinu við Skúla- götu í Reykjavík morguninn 8. júlí 1916, annað sumarið mitt á honum, og ráðgert var að halda norður á síldveið- ar, sigldi dönsk skonnorta inn á ytri höfnina og kaetaði akkerum. Fólkið, sem átti að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.