Morgunblaðið - 30.04.1968, Side 17

Morgunblaðið - 30.04.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUU 30. APRIL 1908 17 Gr jót sagað með demöntum í Einholti Steinsmiðja Magnúsar G. Guðnasonar 75 ára EITT elzta iðnfyrirtæki ís- lands er 75 ára um þessar mundir, og nefnist Magnús G. Guðnason, Steiniðjan h.f. Er þetta steinsmiðja, sem mörg- um Reykvíkingum er kunn eftir áratuga starfsemi að Grettisgötu 29, og kennd við stofnandann, Magnús G. Guðnason steinsmið er lézt fyrir sjö árum, þá nærri 99 ára að aldri. Nú eru það synir stofnandans, þeir Ársæll og ’ Knútur Magnússynir sem reka steinsmiðjuna, og hafa þeir nýlega flutt alla starfsemina í ný og glæsileg húsakynni að Einholti 4. Steinsmíði hefur, eins og raunar fleiri iðngreinar, tekið miklum breytingum á undan- förnum árum. Þeir standa ekki lengur við grjótið með hamar og meitil, steinsmið- irnir, heldur eru það afkasta- miklar vélar, sem vinna erf- iðisverkin. Og á tímum gler- veggja, stálgrinda og stein- steypu er það ekki lengur í tízku að hlaða hús úr grjóti. eins og gert var þegar byggð voru Alþingishúsið, Lands- bókasafnið, Lögreglustöðin, hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg og Útvegsbankinn, svo nokkur séu nefnd. Enda eru steinsmiðir ekki á hverju strái hér á landi, því aðeins munu vera um 6 útlærðir menn í þeirri iðn hér í dag. Áður fyrr var mikið gert að því að hlaða kjallara und- ir hús úr tilhöggnu grjóti, eins og víða má sjá merki hér í höfuðborginni, en nú hefur steypan tekið við hlutverki grjótsins. Aðal verkefni stein- smiðanna í dag eru því leg- steinar, en vinna við húsa- smíði hefur þó farið mjög í vöxt á síðustu árum, þótt sú vinna sé frábrugðin kjallara- hleðslunum forðum. Nú eru það stigaþrepin, klæðningar og sólbekkir, eða gluggakist- ur, auk gólfflisa, sem unnið er að smíði á. Af innlendum steintegundum er mest unnið úr grásteini, en einnig nokk- uð úr blágrýtisstuðlum og líparíti. Grásteinn hefur feng- izt hér í nágrenni Reykja- víkur, og hafði steinsmiðja Magnúsar G. Guðnasonar lengi steintöku þar sem nú er risið Ármúlahverfið. Blá- grýtisstuðlana hafa þeir Ár- sæll og Knútur aðallega feng- ið frá Hrepphólum, og líparít úr Hamarsfirði. Þeir Ársæll og Knútur Magnússynir sýndu frétta- mönnum Steiniðju sína í gær í tilefni flutninganna f^á Grettisgötunni og þess að lið- in eru 7'5 ái* frá því að faðir þessi sög hinn mesti kosta- gripur, enda sagarblaðið démöntum prýtt. Bifletirnir eru sem sé demantar, enda sneiðir sögin grásteininn eins og brauðlinífar brauð, þótt hávaðinn sé að vísu aðeins meiri. Áður fyrr voru málm- blöð notuð við steinsögunina, en demantsblaðið er mun fijótvirkara og endingarbetra, enda eins gott, því hvert demantsblað kostar um 70 þúsund krónur. Fyrir innan demantssögina er slípivél og svo sandblástur, sem notaður er við áletranir á steina o. fl. Innst í smiðj- Hallgrímur Pétursson og Knútur Magnússon við steinsneiðar skornar í „Háskólasöginni“. þeirra hóf rekstur steinsmiðj- unnar. Þetta nýja hús við Ein holt teiknaði Manfreð Vil- hjálmsson arkitekt fyrir Steiniðjuna, og virðist það henta starfseminni afburða vel. Fremsti hlutinn er á tveimur hæðum, afgreiðslu- og móttökusalur niðri, en skrifstofur uppi. Úr af- greiðslunni er gengið inn í smiðjuna, þar sem stórvirkar vélar vinna grjótið. Fyrst er komið að sög einni mikilli. Þetta er hringsög, og blað hennar 1,3 metrar í þvermál. Þegar fréttamenn komu þarna að var Björn Kjartáns- son að vinna með sögina að skurði á grásteini. Að sögn þeirra bræðra og Björns er í skrifstofu Steiniðjunnar í gær. Fremst sitja bræðurnir Geir (t.v.) og Ársæll Magnússynir, en aftan við þá standa Magn- ús Ársælsson og Knútur Magiússon. unni er gríðarmikil sög til að sneiða niður grjóthnullunga. Þar eru engir demantar að verki, en sögin á sína sögu. Hún kom hingað til lands rétt fyrir síðari heimsstyrjöld ina, og var keypt aðallega vegna smiði Háskólans. Guð- jón heitinn Samúelsson teikn aði Háskóla íslands, og var honum umhugað um að notað yrði íslenzkt grjót á útitröpp- ur, stiga og gólf. Til að auð- velda grjótskurðinn, útvegaði hann steinsmiðju Magnúsar innflutningsleyfi fyrir þessari miklu sög, en innflutnings- leyfi var erfitt að fá á þeim árum. Var sögin fyrst notuð við smíði Háskólans, og síðar við Þjóðleikhúsið, sem einnig lijörn Kjartansson ineð stein- hnullung, sem hann hefur skorið í demantssöginni. er smíðað eftir teikningu Guðjóns, og hefir hún síðan haft næg verkefni. Að sögn þeirra bræðra, Ár- sæls og Knúts, stofnaði faðir þeirra fyrsta verkstæði sitt árið 1893, og var það þá til húsa að Laugavegi 48. Hafði Magnús numið steinsmíði við smíði Alþingishússins á árun- um 1879-81, og unnið að steinsmíði eftir það. Við Laugaveginn var verkstæðið í tíu ár, en flutti að Grettis- götu 29 árið 1903. Þar starfaði það svo þar til nú, eða í 65 ár. Sjálfur vann Magnús í verkstæði sínu að staðaldri til 88 ára aldurs. í nýja verk- stæðinu að Einholti starfa 7-8 menn að staðaldri, og skipta þeir bræður með sér verkum þannig að Ársæll sér um skrif finnskuna, eins og hann sjálfur segir, en Knútur um teikningar og leturgerð. Þá er sonur Ársæls, Magnús, einnig steinsmiður, og vinrw- ur með föður sínum og föður- bróður. Einnig vann Geir Magnússon, bróður Ársæls og Knúts, lengi með bræðrum sínum, en varð að hætta stein smíði fyrir nokkrum árum vegna handleggsmeins. í nýja verkstæðinu getur að líta sýnishorn af ýmsum steintegundum, slípuðum og óslípuðum, mannhæðarháar sneiðar af tommu þykku grjóti, sem sneitt hefur verið í „Háskólasöginni“, legsteina og f 1., og sýnir þetta allt fjöl- breytileik efniviðarins. Að skoðun lokinni er það skilj- anlegt að húsbyggjendur skuli vera að fá aukinn áhuga á að notfæra sér íslenzkt grjót í vaxandi mæli. Merkar bækur seldar á uppboði Sig. Ben. — t.d. Icktsyke, eða Liðaveiki, Paradysar Likell og þrjár bœkur 17. aldar trá Hólum MARGAR fágætar bækur verða boðnar upp á bókauppboði Sig- urðar Benediktssonar sem hefst kl. 5 í dag í Þjóðleikhúskjallar- anum. Á uppboðsskránni eru 112 númer, og þar af eru margar æfi- og útfararminningabækur. Sem dæmi um merkar bækur á uppboðinu má nefna, Nockrar hug-hreystilegar Harma-Taulur eftir Guðmund Sigurðsson frá Ingjaldshóli. Bókin er prentuð í Kaupmannanhöfn 1755. Þá eru þrjár 17. aldar bækur frá Hóla- prentsmiðju: Nockrar Predikan- er þýddar af Hannesi Björnssyni, gefin út 1683, Postilla þýdd af Guðbrandi Þorlákssyni, gefin út 1649 og Hus-Postilla Gísla Þor- lákssonar. Annar Parturinn, gef- in út 1670. Þá má til nefna Nockur Ljood- mæle og Lited Bæna Kver, eft- ir Þorlák Þórarinsson, sú bók sem prentuð var á Hólum 1780 er mjög fágæt. Sama má segja um bækurnar Yfirsetu-quenna- fræði, sem Jón Sveinsson þýddi og út kom í Kaupmannahöfn 1789, Eðlis-útmálun Manneskj- unnar þýdd af Sveins Pálssyni og gefin út á Leirá 1'798, Ickt- syke eða Liðaveike, eftir Jón Pétursson gefin út á Hólum 1782. Síðast en ekki sízt er svo hægt að nefna Biblíu (Waysen- huuse) sem gefin var út í Kaup- mannahöfn 1747, og Paradysar Likell, Edur Godar Bæner, er út- gefin var í Skálholti 1685. Fá tímaritasöfn verða boðin upp, en þó má benda á að blað laganema, Úlfljótur, verkið allt, er þarna á boðstólum. Sem fyrr segir hefst uppboðið kl. 5 í dag, en frá kl. 10 til 4 gefst bókamönnum kostur á að skoða uppboðsgripina í Þjóð- leikhúskjallaranum. •:x< v-,>. ■. • , • , I 1. moí í Borgornesi Borgarnesi, 29. apríl. VERKALÝÐSFÉLAG Borgar- ness gengst að venju fyrir há- tíðahöldum 1. maí. Að þessa sinni hefjast hátíðahöldin kl. 15 með kvikmyndasýningu fyrir börn innan 14 ára aldurs og er aðgangur ókeypis. Kl. 20.30 verð ur svo kvöldvaka í samkomu- húsinu. Snorri Þorsteinsson, kennari í Bifröst flytur ræðu, Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason skemimta. Þá er upp- lestur, Jón R. Hjartar. Að lok- um er einsöngur, Magnúsar Jóna sonar, óperusöngvara. Að lokinni kvöldvökunni verð ur stiginn dans og leika Kátir félagar fyrir dansinum. Fallegt titilblað bókar, sem seld verður á uppboðinu í dag — Hörður. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.