Morgunblaðið - 30.04.1968, Side 28

Morgunblaðið - 30.04.1968, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1968 Hún settist með mæðulegt og þreytulegt bros og leit á hann. Hún á heima í Budaorseigöt- — Ég fór út til þess að vitja om dóttur mína, sagði hún. — unni. Hún á tvö lítil börn. Ég var svo hrædd um hana, afþví að ég heyrði, að flest húsin þar í nágrenninu hefðu orðið fyrir sprengjum. Á laugardagsmorgun i_nn þoldi ég ekki lengur við. Ég komst yfir Dóná — ja, þér trúið því sjálfsagt ekki — með rússneskum skriðdreka. Ég var Isvo örvæntingarfull, að ég gekk bara til hans og spurði, hvort ég mætti verða samferða. Ég tala ofurlítið rússnesku, nóg til að gera mig skiljanlega. Her- mennirnir voru almennilegir pilt ar, annar þeirra hafði alveg eins þykkt og ljóst hár eins og annar tvíburinn minn. Ég komst yfir ána með þeim og svo flýttu þeir sér að landbúnaðarskólan- um, til að berjast við stúdent- ana. Loksins komst ég heim til dóttur minnar. Henni og börn- unum leið vel, enda þótt hún hefði ekki séð manninn sinn dög um saman. Það seinasta, sem hún hafði frétt af honum, var það, að hann hefði verið að berjast með hóp, sem er að verja Zsigsmodtorgið. Það var fremur rólegt þarna í hverfinu þrátt fyrir skothríðina við skól- ann, og ég lagði af stað aftur til að komast heim. Klukkan var rúmlega sex. Ég vildi helzt vera heima, ef tvíburarnir skyldu rekast þangað. Já, ég gleymdi að segja að þeir eru gengnir í lið með uppreisnarflokki. Ég grátbað þá að gera það ekki, en þeir vildu ekki hlusta á mig. Þeir fóru á miðvikudag. Um miðjan dag á föstudaginn komu þeir heim, en aðeins til að hafa fataskipti. Við höfum ekki séð þá síðan. Ég hafði búizt við, að þeir kæmu beim á laugardag, því að ég hafði frétt, að flokk- urinn þeirra hefði verið leystur upp, vegna þess, að ekki væru eftir neinir Rússar á svæðinu. Og sumir mennirnir komu líka heim en aðTÍr gengu í þjóðvörð- inn og enn aðrir fóru til Aust- urríkis. — En hvað um manninn yð- ar? spurði Nemetz. — O, hann var út um alla borgina, að tala við fólk. Reyna að hitta gamla vini. Á hann hefur byltingin verkað eins og sprauta. Áður fyrr var ég farin að verða óróleg vegna hans. Síð- ustu árin var hann orðinn eins og vankaður, rétt eins og lam- aður. Hann sat alltaf úti í horni, án þess að hafast neitt að, — starði bara út í bláinn. En nú er rétt eins og hann hafi lifn- að við aftur. — Hvernig var hann á laug- ardagskvöldið? — Um það verðið þér að spyrja hann sjálfan. Ég veit ekki annað en það, að nokkuð af kvöldinu og svo um nóttina, var hann hjá einhverjum, sem heitir Laci Tarjan. Eini sonur- inn þeirra var drepinn af Rúss- unum. Hann hafði kastað múr- steini í skriðdreka. Hann var bara þrettán ára. Maðurinn minn kom ekki heim aftur fyrr en á sunnudagsmorgun. — Og hvenær voruð þér sjálf heima á laugardagskvöld? Hún stóð upp og gekk að digra járnofninum og fleygði nokkr- um kolamolum í eldinn — alveg til óþarfa, því að þar logaði glatt. Vafalaust var hún að vinna tíma, því að nú nálgaðist hættulegi kaflinn í sögu hennar. — Ja ... sagði hún loksins, um leið og hún settist í forn- legan hægindastól, — klukkan hlýtur að hafa verið orðin um hálftíu. Þetta ferðalag hafði ekki verið sérstaklega auðvelt. En í nágrenni Margitbrúarinn- ar var ég aftur heppin, því að þá tókst mér að fá far með Rauðakrossbíl. Hann var á leið til St. Rokussjúkrahússins, og ók mér að horninu á breiðgöt- unni. Þaðan var ekki sérlega erfitt að komast heim, enda þótt ekki logaði á götuljóskerunum. Ljósið kom annars seinna, en það var enn ekki komið, þegar ég kom heim. Hliðið var lokað vegna útgöngubannsins, en ég var með lykil. Ég var að pauf- ast gegn um hliðið, þegar ég rak mig allt í einu á eitthvað. Ég tók það upp og varð þess vör, að þetta var kventaska Þegar ég kom inn, kveikti ég ljós og sá þá, að þetta var taskan hennar frú Halmy. Ég hafði hvað eftir annað séð hana með þessa tösku. Mér fannst það nú einkennilegt, að hún skyldi hafa getað týnt henni þarna í 45 hliðinu, svo að ég tók ljós og fór út í hliðið og þar fann ég lík hennar, lauk hún máli sínu og yppti beinaberum öxlunum. — Og svo? Hvað gerðist svo? sagði Nemetz — ýtinn. — Ég lagði hana upp á hjól- börurnar og ók henni að Perc— Koezhorninu og lagði hana þar. Svo setti ég hjólbörurnar niður í kjallara. — Já, en hversvegna fóruð þér með hana niður að horninu? — Ég bjóst við, að þá yrði hún sótt um leið og hinar. — Nei, hættið þér nú eitt andartak, frú Moller, sagði Nem etz og stóð upp. — Þér sögðuð, hvort sem var, að þér hefðuð farið að heiman um morguninn. Konurnar fjórar voru drepnar síðdegis á laugardag. Hvernig gátuð þér vitað það, ef þér vor- uð að heiman allan daginn? Ofurlítið sigurbros leið yfir andlit hennar. — Já, en ég sagði yður, að sjúkrabíllinn sleppti mér út við hornið. — Og götuljósin voru slökkt, sögðuð þér sjálf. — Já, hérna í götunni. En ekki niðri á horninu. Þar var fullbjart. — Vissuð þér, að Rússarnir höfðu drepið þær? — Ekki þá strax. Þetta voru bara f jórar konur, sem lágu dauð ar á gangstéttinni. Og þetta voru ekki einu líkin, sem ég sá þenn- an dag. Þau voru um alla bong- ina. Það vitið þér eins vel og ég. Nemetz gekk til hennar. — Frú Moller. Þér komuð heim, eftir að hafa verið í hinumenda borgarinnar. Sjálft það ferðalag getur verið nógu hættulegt. Og samt voruð þér þarna á staðn- um, reiðubúin í aðra enn hættu- legri ferð. Síðla kvölds, eftir útgöngubann og með dauða konu meðferðis. — Nei, ég ákvað það ekki strax. Það leið nokkur tími áður ven mér var ljóst, hvað ég skyldi hafast að, sagði hún og leit á hann og andlitið var stirt, lík- ast helgrímu. — Fyrst var það að mér komið að bíða þangað til maðurinn minn væri kominn heim. — En tvíburarnir? Voru þeir heima? — Nei, vitanlega ekki. Var ég ekki búin að segja það? Að ég hef ekki séð þá síðan á föstu- daginn var? 6 VIKNA NAMSKEIÐ • SNYRTIN AMSKEID • NÁMSKEIÐ FYRIR SÝNINGARSTÚLKUR OG FYRIRSÆTUR • MEGRUN • KENNSLA HEFST g JHQÍ tízkuskóli ANDREU MIÐSTRÆTI 7 SÍMI 1 9395 Steypuba ðstjöld Steypubaðstjöld með tilheyrandi festingum, hvít og mislit. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Bankastræti 11. — Jú, það sögðuð þér, sagði I Nemetz. Og nú er ég búin að segja það aftur, svaraði hún og nú fyrst var tónninn fjandsamlegur. — Ég sat uppi og beið þeirra alla laugardagsnóttina. En heyrði ekki orð . . . ekkert. Ég hef enga minnstu hugmynd um, hvar þe}r eru. Þeir geta eins vel verið komnir til Austurrík- is. Ég hlusta stöðugt á útvarps- stöðina Frjálsa Evrópu, afþví að ég vona, að þeir láti mig vita þannig, eins og aðrir hafa gert, sem hefur tekizt að sleppa yfir landamærin. — Og þér haldið raunveru- lega, að þeir geti hafa farið, án þess að kveðja? — Herra Nemetz, sagði hún. — Ef menn eru á flótta, hafa þeir ekki svigrúm til þess að kveðja. Það er ekki nema í kvikmyndum, sem slíkt skeður. Nemetz þagði. Þetta sem hún sagði um flótta tvíburanna, gaf honum talsverðar upplýsingar. „Ef menn eru á flótta“, hafði hún sagt. Hún gekk sýnilega út frá því, að þeir hefðu neyðzt til að flýja. Og, að þeir hefðu skotið Önnu Halmy í hefndar- skyni fyrir þessa fjórtán mánaða fangavist sína. — Hversvegna gátuð þér ekki bara látið líkið liggja þar sem það var komið? spurði hann I nokkru seinna. — Það gat ég ekki. Nú tal- aði hún með taugaóstyrkum á- kafa. Ég ber ábyrgð á húsinu. Á venjulegum tímum hefði ég auðvitað kallað á sjúkravagn, en eins og nú er ástatt, datt mér það ekki einusinni í hug. Ég hugsaði ekki um neitt annað en koma henni burt frá húsinu minu. Hér eiga börn heima, og ég vildi ekki, að þau kæmu nið- ur stigann, morguninn eftir og fynndu lík við dyrnar. — En þér sögðuð Halmy lækni frá því, var ekki svo: Hún leit á hann kuldalega. — Ég held ekki hann hafi verið 1 heima. Epuð þér viss? Hringd uð þér dyrabjöllunni? Hún settist í hægindastólinn. — Hvað er það eiginlega, sem þér viljið hafa upp úr mér, herra fulltrúi? Ég sver, að ég gerði frú Halmy ekki neitt mein. Hún var dauð þegar ég fann hana. Ég ók henni þarna á staðinn, aðeins til þess að hún yrði hirt þar. Það er allt og sumt. — Reynduð þér að hringja í sjúkrahúsið til Halmy læknis? Hún hristi höfuðið. — Nei, það sást mér yfir. Og manni er alltaf að sjást yfir eitthvað. Þau þögðu bæði langa stund. Hún strauk um enni sér og leit 30. APRÍL. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þú mættir gefa gaum að því, að hugljúft ástai'ævintýri kann að vera í uppsiglingu og ættir ekki að láta happ þér úr greip- um ganga. Nautið 20. apríl — 20. maí Góður dagur ti'l að huga að ýmsu á heimilinu, sem betur mætti fara. Einnig væri ráð að Hta í kringum sig í dag eftir nýrri íbúð, ef þannig viðrar. Tviburarnir 21. maí — 20. júní Kunningjar þínir virðaist vel fyrir kallaðir óg hressir í dag og leitast við að gera þér allt til hæfis og skyldirðu miefca það. Krabbinn 21. júní — 22. júií Gættu þín að tefia ekki í neina tvísýnu í dag. Sýndu sam- starfsvilja og hiiðraðu til ef á reynir. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Þú slkalt reyna að halda geðhrifum þínum innan marka skyn- semimnar. Þér hættir til að gera þig hlægilegan með of miklum ailvöruþunga og hátiðlelk. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september Annrfki verður mikið í dag og þú munt kunma því vd. f kvöld skyldirðu koma frá ýmsum smálegu á heimili þínu, sem hetfur setið á hakanum. Vogin 23. sept. — 22. okt. Heppnin virðist með þér í dag og flest gengur þér í haginn. Hittu vini þína að máli til að skipuleggja framtíðarplön. Drekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú skalt vernda eigur þínar vel í dag og láta ekki ginnast atf fagurgala. Hugmyndir brjótast um 1 þér og ákaltu reyna að framfylgja þeim. Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des. Notaðu skynsemi þína og rólega fhugun til að koma fram áhugamáli þínu. Rejmdu að tjá þig á síkilmerkiilegan hátt, svo að enginn misskiiningur komi uppá. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Alhliða hætfileikar þínir njóta sín hvað bezt í dag og þú getur komið að liði við lausn flókins vanda. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febrúar Fólk heíur ánægju atf að hala þig milli tannanna urn þessar mundir. Kipptu þér ékki upp við það og haltu þínu fram hik- iauist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.