Morgunblaðið - 30.04.1968, Side 31

Morgunblaðið - 30.04.1968, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUlí 80. APRÍL 196« 31 Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins í Reykjavík, heldur basar og kaffisölu í Lindarbæ 1. maí n.k. kl. 2 sd. Á boðstól- um verða margir fallegir mun- ir. Ennfremur verður veizlu- kaffi og vel til þess vandað. Deildin hefur nú starfað í fimm ár, og á þvi tímabili haldið marga fræðslu- og skemmtifundi, auk þess, sem hún hefur gengizt fyrir handa vinnunámskeiðum fyrir fé- lagskonur. Deildin hefur styrkt Utanfararsjóð sjúkra í Skagafjarðarsýslu, sem var stofnaður fyrir nokkru, og mun gera það áfram. Seinna í suraar verður svo farið i ferðalag og verður Hallgrím- ur Jónasson kennari væntan- lega fararstjóri þar. Á myndinni sjást félagskon- ur við veizluborð i gestaboði Jónus Kristjónsson foimuðui Bluðumunnufélugs íslunds AÐALFUNDUR Blaðamannafé- lags íslands var haldinn að Hót- el Sögu um helgina. Jónas Kristj ánsson, ritstjóri Vísis var þar kjörinn formaður og tók hann við af Kristjáni Bersa Ólafssyni, ritstjóra Alþýðublaðsins. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörn- ir eða þeir ívar H. Jónsson, Þjóð viljanum, Atii Steinarsson, Morg unblaðinu, Tómas Karlsson, Tím anum og Árni Gunnarsson, Út- varpinu. Margt bar á góma á fundin- um. M.a. kom í ljós að blaða- mannaskóli er mikið áhugamál meðal blaðamanna og var stjórn inni falið að vinna áfram að framgangi þess máls á sama - LITLU MUNAÐI Framhald af bls. 32 Það sem hélt barninu uppi var loft í úlpu þess. Ég náði drengnum strax og hélt hon- um upp úr sjónum. Þá greip hann strax andann á lofti og mér virtist hann vera með rænu. Þegar ég var búinn að ná honum og var a‘ð synda að bryggjunni kom Adoltf Ósk- arsson og stakk sér líka í sjó- inn. Stefán Runólfsson, yfirverkstjóri. grundvelli og gert hafði verið. í Lífeyrissjóði blaðamanna er nú um 5.5 milljónir króna, en um 800 þúsund eru í Menningarsjóði blaðamanna. Jónas Kristjánsson. - FYRSTUR Framhald af bls. 32 ■ . . Sato skipstjóri brosir vandræðalega . . . en því mið- ur er ég ekki vel heima í mat reiðslu. En þannig fram bor- in þykir loðnan allavega ágæt is matur. En á íslandi? Nú er komið að okkur að brosa vandræðalega, þegar við segjum Sato skipstjóra, að loðnan þyki hér heldur léleg- ur matfiskur, en sinn er sið- urinn í hverju landi, segjum við. — Fyrirtækið, sem á þetta skip — The Kyokuyo Hogei Co, Ltd. í Tokyo — er það með stærstu útgerðarfyrirtækj um í Japan? Sato skipstjóri hugsar sig um. — Við skulum nú sjá. Ætli það sé ekki númer fjögur í röðinni. Það á flutningaskip, verksmiðjuskip, hvalbáta, tog- ara og minni fiskibáta, svo þið sjáið, að fyrirtækið er víða heima í útgerðarmálun- - SMYGLMÁLIÐ Framhald af bls. 32 og innsiglaði þá og gerði sýslu- manni aðvart, sem kom þegar á vettvang og fyrirskipaði rann- sókn á innihaldi pakkanna. í ljós kom við rannsóknina, að pakkarnir höfðu að innihalda 94 heilar flöskur af genever og eina brotna. í einum pakkanum voru 13 flöskur og auðvitað sú 13 brotin. Einnig voru 114 lengjur af Camel-vindlingum, 3 bílvið- tæki og 12 brúsar af hárlakki. Varningurinn hefur nú verið sendur til Reykjavíkur og málið kært til tollgæzlustjóra“. Morgunblaðið hafði í gær tal af sýslumönnunum á Seyðisfirði, Erlendi Björnssyni og Eskifirði, Valtý Guðmundssyni. Erlendur kvað hér hafa verið um 12 pappakassa og ferðatösk- ur að ræða. Pappakassarnir hefðu verið 7 talsins, en ferða- töskurnar 5. Yfirheyrzlur yfir einu vitni í málinu fóru fram hjá lögreglunni á Seyðisfirði, og var vitnið afgreiðslumaður Olíu- verzlunar íslands. Afgreiðslu- maðurinn kvaðst oft gera sjó- mönnum greiða og hefði hann tekið við pökkunum af vélstjór- anum á Mánafossi og síðan komlð farangrinum á bíl, án þess að vita, hvert innihald pakkanna var. Valtýr Guðmundsson, Eski- firði, kvaðst þegar hafa farið til Egilsstaða á föstudagskvöldið og honum hafði borizt málið til eyrna og fóru þá strax fram yfir heyrzlur. Sýslumaðurinn kvað pakkana hafa verið merkta vél- stjóra á Mánafossi, er verið hef- ur í fríi að undanförnu. Valtýr kvað mennina, sem að smyglinu stæðu hafa verið mjög óvar- kára, er þeir sendu smyglvarn- inginn á þennan hátt og vekti það grunsemdir um að þettá væri ekki í fyrsta sinn, sem slík viðskipti færu fram. Toll- gæzlan hefur og grunað skips- höfnina um smygl og ekki er langt síðan leitað var hátt og lágt um allt skipið í Reykjavík, en þá fannst ekkert, er bent gæti til smygls. Valtýr kvað verð- mæti varningsins vera á annað hundrað þúsund krónur. Þess má geta að Mánafoss fór á fimmtudagskvöld áleiðs til Þýzkalands. um, segir Sato skipstjóri og brosir. — Hefur þú siglt víða? — Já, já. Ég hef komið víða við. Ég byrjaði til sjós fyrir 13 árum, en hef verið skipstjóri á þessu skipi í þrjú ár. En þetta er mín fyrsta ferð til Norðurlanda. í þess- ari ferð lestuðum við fyrst í Las Palmas og Bergen, en komum svo hingað. Mér finnst mjög ánægjulegt að svo skuli vilja til, að ég er fyrstur jap- anskra skipstjóra í íslenzka höfn. Það er eiginlega smá- ævintýri út af fyrir sig. — Da Iho Maru. Hvað þýð- ir það? — Da Iho þýðir eiginlega: djúpa gröfin. En Maru er gam alt orð, sem er í nafni allra japanskra skipa og á bak við það er forn saga, sem ég skal segja ykkur, svolítið um. Fyrir langa löngu, ja, 150 til 200 árum, var uppi í Jap- an mjög hraustur maður. Þessi hrausti maður bjó í rammgerðum kastala og þeg- — Við hjólpuðumst svo við að koma drengnum upp á bryggjuna. Þá var lögreglan komin og við fórum með drenginn í lögreglubílnum á sjúkrahúsið, þar sem dælt var upp úr honum. Læknirinn sagði, að hann hefði sopið miikinn sjó. Drengurinn á að vera í sjúkirahúsinu í nótt, en var talinn úr allri hættu. Þairna mátti ekki miklu muna. Við höfðum samband við foreldra Baldurs Óla, hjónin Kristínu Baldursdóttur og Bingi Antonsson og voru þau að vonum hamingjusöm vegna björgunar sonaa- síns. Kimna þau björgunanmönnum beztu þakkir fyrir björgunina. — A. J. K. Sato skipstjóri í brúnni. ar hann eignaðist sinn fyrsta son, nefndi hann hann Maru. Maru þýðir svo margt, en þó það bezta af öllu: hraustastur, beztur, tignastur o.s.frv. Þeg- ar tímar liðu komst orðið Maru inn í öll japönsk skipa- heiti og ef þið sjáið nú þetta orð í skipsnafni einhvers stað ar, þá getið þið gengið að því vísu, að þar er japanskt skip á ferðinni. — Hvað ætlið þið að hafa langa viðdvöl hér? — Við förum eftir 4 daga segir í áætluninni og höldum beint heim í gegn um Pan- amaskurðinn. Til Tokyo verð- um við svo komnir eftir mán uð eða svo. — Þið siglið ekki í gegn um Súezskurðinn? — Nei, það er styttra að fara Panamaleiðina og auk þess er Súezskurðurinn lok- aður eins og er, segir Sato skipstjóri um leið og við höld um frá borði. Björn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, segir okkur að verðið fyrir loðn- una sé um 4 krónur kílóið, flutt um borð. Þetta er í fyrsta skipti, sem íslendingar flytja út frysta loðnu og segir Björn, að góðar vonir eru um, að áframhald geti orðið á þess um útflutningi. - YFIRMAÐUR Framhald af bls. 1 hefði verið sendur til Prag árið 1951 til að flytja forseta Tékkó- slóvakíu, Klement Gottwald, fyr irmæli Stalíns. Síðan segir Bac ilek orðrétt: „Mikoyan kvartaði fyir því, að meðan Pólverjar og Ungverjar héldu réttarhöld yfir málpípum Títóismans þá færu engin slík réttarhöld fram í Tékkóslóvak- íu . . . .Þótt talið væri að mið- stöð Títóismans væri þar“. Uppljóstrarnir Bacileks benda sterklega til þess, að fyrrum forseti landsins og Antonin nov otny bæru ábyrgðina á því, að fyrirmælum Stalíns var hlýtt. Novotny var sviptur völdum fyrr á árinu. Sovétmenn tóku að sér alla „rannsókn“ Slansky- málsins og foringi þeirra var Anatoli Likhaýhev, sem einnig kemur við sögu í Masaryk-mál- inu alræmda. Bacilek kvaðst ekki hafa haft hugrekki til að synda á móti straumnum og segja sig úr ör- yggisþjónustinni í mótmæla- skyni við Slansky-réttarhöldin. Hann sagði, að sovézkur liðs- foringi, Alexei Betchastov, að nafni hafa eitt sinn varað hann við þessu. „Félagi Bacilek, maður segir sig ekki úr öryggiaþjónustunni." Orðrómur er á kreiki um að sjálfsmorð Podcepickys, sem áð- ur er getið kunni að standa í einhverju sambandi við upp- sjóstranir Bacileks. Sjálfsmorð Síðla í kvöld Uipplýsti frétta- stofan Ceteka, að Josef Pod- cepicky, hefði framið sjálfsmorð með því að hengja sig í skógi í grend við Marienske Lanzne, fyrrum Marienbad, í Vestur-Bæ heimi. Var Podcepicky á heilsu- bótarhæli í Marienske Lazne. Hann er fjórði háttsetti vanda- maðurinn i Tékkóslóvakíu sem fremur sjálfsmorð á skömmum tíma. — Kosningasigur Framhald af bls. 1 pásftana. Adolf von Thadden, leiðtogi þjóðernissinnaflokksins, sfcoraði, á Þjóðverja að vakna til nýrrar þjóðernisvitundar í kosningabar áttu sinni og skoraði á kjósend- ur að mótmæla kröftuglega með atkvæðum sínum aðgerðum þeim sem vinstri sinnaðir öfgahópar stúdenta hefðu staðið fyrir í Vestur-Þýzkalandi, nú síðast í sambandi við morðárásina á leið toga þeirra, Rudi Dutschke. Von Thadden sagði, eftir að úrslit kosninganna voru kimn, að afleiðingar þeirra gætu ein- ungis orðið þær, að stjórnar- flokkarnir yrðu fljótlega að láta efna til nýrra kosninga til sam- bandsþingsins. Von Thadden vildi ekki fallast á þá skoðun, að það hefðu verið stúdentaó- eirðirnar í Berlín um páskana, sem hefðu skapað andúð fólks og á þann hátt aflað þjóðern- issinnaflokknum margra nýrra atkvæða. SkoðanakönnuT hefði leitt í ljós fyrir fjórum vikum, að 8% af kjósendunum myndu greiða NPD atkvæði sitt, sagði von Thadden. Þegar hann á sunnudaginn var kom til bygg- ingar fylkisþingsins, mættu hon um hróp mannfjöldans, þar sem hann var kallaður: „Nazisti, naz isti!“ Kiesinger kanzlari sagði, að hann væri ánægður með árang- ur flokks síns í kosningunum, en hann kvaðst hafa búizt við því, að sósíaldemókratar stæðu sig betur. Hann benti á, að margt fólk erlendis liti eflingu þjóð- ernissinnaflokksins sem endur- fæðingu nazismans, enda þótt sú lýsing ætti ekki við um marga kjósendur þjóðernissinnaflokks- ins. — Af þessum ástæðum mun kosningasigur NPD þýða mik- inn hnekki fyrir samskipti okk- ar við aðrar þjóðir, sagði kanzl- arinn. Hann sagði samt sem áð- ur vera þeirrar skoðunar, að úr- slitin myndu verða á annan veg en nú við kosningarnar til sam- bandsþingsins á næsta ári. Kvaðst hann álíta, að aðalástæð an fyrir kosningasigri NPD hefðu verið óeirðirnar í þýzk- um borgum um páskana. Mörg hundruð manns fóru i gærkvöldi í mótmælaigöngu fyrir utan byggingu fylkisþingsins í Banden-Wúrtemberg í Stuttgart. Báru þeir skili með áletrunun- um: „10% nazistar — Okkar hneisa". - NASSER Framhald af bl? innar til að samein-ast til að berja á ísraelsmönnum og sagði, að ekkert yfirnáttúrulegt væri við hernaðartækni þeirra né her- mennsku. Hann sagði, að styrj- öldin sem óumflýjanlega væri framundan mundi verða löng og ofsafengin, en Egyptar og aðrar Arabaþjóðir yrðu að fórna öllu til a'ð sigra, enda væri líf þeirra sem þjóða í veði. Þá sagði Nass- er, að Egyptar mundu aldrei semja við ísraelsmenn um frið því það jafngilti uppgjöf. Þá þakkaði Nasser Sovétríkjun'um fyrir veittan stuðninig og sagði, að fyrir þeirra tilstilli væru Egyptar nú betur búnir en nokk- ru sinni áður til að mæta óvinin um. Þetta er harðorðasta iræða, sem Nasser hefur haldfð síðan júní-styrjöldinni lauk í fyrra. Hersýning í Jerúsalem. Öryggisráðið samþykkti ein- róma á laugardagskvöld, að fara þess á leit við ísraelsmenn, að þeir aflýstu hersýningu, sem fram á að fara nk. fimmtudag í tilefni 20 ára afmælis Gyðinga- ríkisins. Ambassador ísraels hjá SÞ, Yosef Tekoah, kvað ályfctun- ina fjarstæðukennda og sagði, að löndin fyrir botni Miðjarðarhafs þyrftu með annarskonar ráðlegg inga en þessarar. Sagði Yefcoah, a‘ð þjóð Gyðinga hefði beðið eftir þessum hátíðahöld'um í 2000 ár. Forsætisráðherra ísraels, Levi Eshkol, lýsti því yfir á sunnudag, að hersýningin mundi fara fram á boðuðum tíma, þrétt fyrir and- stöðu Sameinuðu þjóðanna. Her- sýningin hefur vakið mikla reiði meðal Araba í þeim hluta Jerú- salem, sem ísraelsmenn hernámu í júní-stríðinu, og í Amman, höf- uðborg Jórdaniu. Æfingar fyrir hersýninguna halda áfram að fullum krafti, heirflokkar þramma um götuir Jerúsalem-borgar og orrustuþot- ur eru á stöðuglu flugi yfir borg- inni. í vopnabúri því, sem ísraels menn munu sýna eru skriðdipek- ar og eldflaugar, af rússneskri ger’ð, sem ísraelsmenn hertóku í styrjöldinni í fyrra. Miklar örygg isráðstafanir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir hermdarverk Araba á fimmtudaginn, og sveitir lögreglumanna og hermanna munu halda vörð um leiðina, sem herflokkarnir fara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.