Morgunblaðið - 26.05.1968, Síða 14
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 196«. ’
14
— Sjómannadagnrinn —
r
Þessi skemmtilega mynd er tekin af dekkstýrinu á Ægi gamla,
en fáninn er á afturdekki Þórs. (Ljósm. Árni Johnsen).
orðið að þreifa sig áfram um
hvað hentar honum bezt. Þetta
er auðvitað gífurleg fjárfesting
fyrir hann, sem hann hefði get-
að losnað við, ef fyrir hefðu leg-
ið hvers konar troll hentar skip-
inu hans, fyrir svo utan veiði-
tjón og það að verða að treysta
á þolinmæði áhafnarinnar, en
það er auðvitað ekki hægt að
halda mönnum ef maður nær
ekki árangri.
Ef við ætlum að færa okkur
eitthvað upp á skaftið á sviði
línuveiða, þá tel ég, að okkur
skorti upplýsingar, sem ég veit
að bæði Færeyingar og Norð-
menn hafa um veiðisvæði hér
við land og á nálægum miðum
t.d. Grænlandsmiðum. Ég held
að það myndi vera hægt að fá
þessar upplýsingar, því hér á
landi hafa allar upplýsingar leg-
ið á lausu fyrir þessa nágranna
okkar, t.d. um síldveiðar, og þar
hafa þeir fengið tækifæri til að
læra mikið af okkur. Hér væri
því aðeins um gagnkvæman
greiða að ræða. Þá er vitað, að
til eru lúðuveiðisvæði bæði við
Vesturland og vi SA-landið, sem
Norðmenn og Skotar hafa stund
að um langt árabil. Okkur vant-
ar upplýsingar um árangur
þeirra við þessar veiðar. Við
skipstjórnarmenn höfum verið
fram að þessu, uppteknir við
annað. Okkur er hinsvegar tví-
mælalaust nauðsyn á að dreifa
okkur meira um ýmis veiðisvæði
og stunda þar annan veiðiskap
en við höfum gert, ekki sízt ef
dregur úr síldveiðunum.
— Mér finnst að það væri í
verkahring Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna og Fiskifé-
lags íslands að leysa þessa upp-
lýsingastarfsemi af hendi og
ekki væri óeðlilegt að sjómanna-
samtökin ættu þarna hlut að
máli og legðu mann með reynslu
og hæfni til skipstjórnar og
ítunnugleika á sviði fiskveiða.
Með þessari upplýsingastöð
mætti spara bæði stórfé og tíma.
Þá væri til mikilla bóta að fá
einstök skip til að leita fiski-
miða tíma og tíma og mætti fá
til þess heppileg skip hverju
sinni. •
Ég hef leitað fyrir mér um
beitukaup frá nágrannaþjóðum
okkar, því hér er hana ekki að
fá. Það er næsta hlálegt að
mesta síldveiðiþjóð heims, mið-
að við höfðatölu, skuli ekki hafa
efni á því að eiga dálítið af
beitu, er á þarf að halda.
Þá má ekki láta hjá líða að
geta erfiðleikanna með að halda
mönnum á skipunum. Allir
þekkja þessa sömu erfiðleika
frá vandræðatímabili togaraút-
gerðarinnar. Nú blasir nákvæm-
lega það sama við fiskibátum
okkar, ekki sízt í sambandi við
síldveiðarnar. Þarna kemur
fyrst og fremst til, að afkoma
GUÐMUNDUR Oddsson, skip-
stjóri, er einn af forsvarsmönn-
um sjómannadagsins, en hann
hætti sjómennsku fyrir nokkr-
um árum eftir áratuga starf á
sjónum. Við röbbuðum stuttlega
við Guðmund:
— Hvenær byrjaðir þú á sjón
um?
— Ég byrjaði 12 ára, árið 1923
í Bolungavík.
— Á vélbátum?
— Já, það voru línubátar, 7—•
12 tonn og þeir voru oftast land-
settir, sérlega ef gerði vont veð-
ur. Annars voru legufæri í höfn-
inni.
— Finnst þér mikill munur á
aðstöðu sjómanna til sjávarins
nú miðað við fyrri ár?
— Það er nú sjómannsblóð í
flestum Vestfirðingum og það
var nú sagt að Vestfirðingar
fæddust með beitu í annarr’
hendi og krók í hinni. Þar hef-
ur yfirleitt allt byggzt á sjón-
um.
í gamla daga fóru strákar
strax að vinna við sjóinn 7—8
ára þó að þeir færu ekki til
sjós fyrr en 12—13 ára gamlir.
Einnig gengu strákar á fiskreiti,
eða stakstæðin, því að mest all-
ur fiskur var þá sólþurrkaður.
Einnig voru malarkambarnir
mikið mótaðir við saltfiskþurrk
un.
— Á hvernig skipum varst þú
svo síðar?
— Síðan var ég á togurum og
línuveiðurum. Ég var í mörg ár
á Fróða með Þorsteini Eyfirð-
ing, sem háseti, stýrimaður og
nótabassi. í stríðinu sigldi ég 36
ferðir yfir hafið, mest með Júpí-
ter. Ég var svona á ýmsum skip-
um, þar til ég hætti sjómennsku
1958.
— Nokkuð sérstakt minnis-
stætt?
— Það er nú margt minnis-
stætt á langri leið, en ég hef
sjómannanna er ekki nógu góð.
Þetta felst bæði í minnkandi
afla og svo hafa verðlækkanirn-
ar bitnað beint á útgerð og sjó-
mönnum. Þetta hefir verið öfug-
þróun síðustu hartnær tveggja
ára. Við vitum, að kauphækkan-
ir hafa orðið í landi á sama tíma
og sjómenn og útvegsmenn búa
við fallandi gengi. Ég tel, að
ekki sé ofsagt að tekjurýrnun
af þessum sökum nemi um 35%
á þessum tveimur árum og dæm
ið liti enn ver út ef það væri
allt reiknað eftir því sem verð-
lag er í dag.
Þetta er ástæðan til að við
missum sjómennina í land. Enda
þótt vinna sé takmörkuð í landi
er alltaf not fyrir dugandi sjó-
menn, því þeir eru færir til allr-
ar algengrar vinnu.
— Um sjómannadaginn Vil ég
segja það, að þegar á barns aldri
var hann mér mikill hátíðisdag-
ur. Því miður hefir allstaðar
orðið mikil breyting á honum og
aðstöðunnar til hátíðahalda og
þátttöku. Ég tel, að þessi breyt-
ing hafi ekki orðið til bóta. Dág-
urinn færði sjómennina saman
og þeir vöktu með deginum
meiri athygli á sér og gildi sjó-
mennskunnar fyrir íslenzkt þjóð
félag.
Mér finnst, að þjóðfé^agið taki
ekki i|ægilegt tillit til sjávarút-
vegsins, sem í dag á við meiri
erðileika að etja en aðrar grein-
ar atvinnulífsins og sjómennirn-
ir mættu með sínum eigin há-
tíðisdegi minna betur á sig og
vekja aðra þegna þjóðfélagsins
til umhugsunar um þetta mál,
sagði Guðmundur Ibsen.
ávallt verið heppinn, aldrei
misst mann eða lent í stórum
raunum, þrátt fyrir vond veð-
ur. Tekjurnar voru nú ekkí
miklar á þessum árum, en það
var rifizt um plássin á togurun-
Guðmundur Oddsson.
um, en oft vann maður í landi
yfir haustmánuðína.
— Hvað segir þú um stöðu
sjómannsins í dag?
— Hún er ekki góð. Það er
margt misreiknað í sambandi
við sjóinn. T.d. má nefna þegar
kraftblökkin kom til sögunnar,
en þá urðu straumhvörf hjá sjó-
manninum og á þeim uppgangs-
tímum ruku tekjur þeirra upp,
en þá fóru ýmsar stéttir í landi
að miða sín laun við sjómennina,
og auðvitað kemur þetta ekki
rétt út. Kauptryggingin átti að
vera trygging fyrir því, að sjó-
maðurinn gæti framfleytt fjöl-
skyldu þrátt fyrir aflatregðu. En
þenslan í þessum málum hefur
kippt grundvellinum undan þess
ari framkvæmd. Ég býst við að
rýrnunin á hlut sjómannsins
vegna þennslu fjármálanna sé
Guðmundur Oddsson, skipstjóri:
„Það er margt misreiknað
í sombandi við sjóinn"
um 30% og kauptryggingin er
alls engin trygging lengur. Verð
gildi islenzku peninganna ætti
að miðast við það, hvað aflast,
því að gjaldeyristekjurnar af
sjávarútvegi hafa verið 90% og
upp í 95%. Ef við lítum raun-
sætt á þetta í sambandi við
starfsgreinar þjóðarbúsins, þá er
ekki hægt að fá annað út en að
sjómaðurinn ætti að fá meiri
laun ,heldur en sá sem vinnur
í landi. Hann leggur mun meiri
vinnu og tíma á sig, er oft lang-
dvölum fjarri heimili sínu og í
sumum tilfellum aðeins' sem
gestur.
— Hvað er langt síðan farið
var að halda sjómannadaginn?
— í ár er 31. sjómannadagur-
inn, sem haldinn er í Reykjavík
og Hafnarfirði, en þessir staðir
voru fyrstir til þess að halda
sjómannadaginn .Síðan tók hver
verstöðin upp sjómannadaginn
eftir aðra og nú er svo komið að
allar' verstöðvar halda upp á dag
inn. Sjómannadagurinn hefur
alltaf verið haldinn 1. sunnudag
í júní, þangað til fyrir 2 árum
að hann var færður fram vegna
síldveiðanna við landið, en það
má búast við að framvegis verði
tekinn upp gamli tíminn.
Við upphaf Sjómannadagsins
hér í Reykjavlk var rætt um
'hvað skyldi vera markmið dags-
ins og var ákveðið að það skyldi
vera að byggja dvalarfheimiili fyr
ir aldraða sjómenn og sjómanns
konur. Þetta markmið hefur ver
ið haldið eins og sjiá má af bygg
ingum Sjómannadagsins að
Hrafnistu og þetta markmið verð
ur áffram í komandi framtíð.
Einnig hefur Sjómannadagur-
inn keypt landrýtmi austur í
Grímisnjesi og á næstunni verður
hafist handa við byggingu á sum
ardvalarheimili fyrir munaðar-
laus börn yfir sumartímann.
Nefnd heÆur verið kosin til þess
að leggja frumdrög að framtíð-
arskipulagi um þær framkvæmd
ir.
Sjómenn halda upp á Sjó-
mannadaginn til þess að koma
saman í vinahóp og gl.eðjast sam
an eftir vetrarveiðarnar og árs-
starfið.
Lottur Júlíusson, skipstjóri:
„Togararnir eru haldfestar
þjóðfélagsins"
Það er algjör tilviljun en
skemmtileg eigi að síður, að þrír
skipstjórnarmenn í röð, sem við
tókum tali í tilefni sjómanna-
dagsins, skyldu vera vélstjóra-
synir. Loftur Júlíusson er gamal-
reyndur togaraskipstjóri, starf-
ar að vísu nú orðið í landi, en
hefir verið í togarabransanum,
eins og hann orðar það, frá því
hann var 14 ára eða í hartnær
35 ár. Faðir hans var Júlíus
Ólafsson vélstjóri af ætt kunnra
sjósóknara ag bræður hans voru
einnig sjómenn. Spurningum okk
ar svaraði Loftur eitthvað á
þessa leið:
- Ég man vel eftir upphafi
sjómannadagsins, enda var ég
þátttakandi í stakkasundi og
björgunarsundi fyrstu árin. Það
var mikið og öflugt markmið sem
sjómannadagurinn setti sér í upp
hafi, stofnun dvalarheimilisins,
rekstur happdrættisins og allt
sem því hefir verið samferða.
Þá voru sjómánnasamtökinmiklu
sterkari. Tíðarandinn var auk
þess allt annar. Þá þótti eftir-
sóknarvert að komast í skiprúm
og duglegir og athafnasamir menn
þóttust hafa öðlast hnossið með
því að komast til sjós. Ég man
sjómannadaginn því sem mjög
kraftmikla sameind. En tíðarand
inni í heild hefir breitzt og allt
með honum.
Um tagarana vil ég og verð
að segja það, að þeir eru, og
hafa frá fyrstu tíð sinnar til-
vistar í íslenzku atvinnulífi, ver-
ið haldfestar þjóðfélagsins bæði
þegar vel og illa hefir árað. Þeir
skapa mikla atvinnu í landi auk
þess að flytja á land margföld
verðmæti á við alla aðra far-
kosti. Við höfum dæmi nú frá
því í vetur að einn togari hefir
á rúmum fjórum mánuðum aflað
fyrir 14 milljónir króna._Og ann
ar togari hefir á rúmum mánuði
aflað rúmlega eitt þúsund tonn
og lagt á land hér heima. Þessi
dæmi læt ég nægja til sönnunar
fullyrðingu minni. En þrátt fyr-
ir þetta eru togararnir tæki, sem
ekki hafa hér á landi verið end-
urnýjaðir í átta ár, og flestir
eru orðnir um 20 ára. Þetta er
óhæfur seinagangur. Ég verð að
segja það, þótt sjálfur eigi ég
sæti í svonefndri skuttogaranefnd
að þar hefir ekkert verið gert.
Að vísu lögð fram ein teikning
og er þar með upptalið árs starf
nefndarinnar.
En það er fleira sem þarf að
koma til, en ný skip. Við höf-
um enga skóla á hinu verklega
sviði fyrir sjómennina okkar,
sjómennirnir verða að læra allt,
sem þeir kunna „the hard way“,
eins og enskurinn segir. Okkur
er brýn nauðsyn á hafrannsókn-
arskipi, skólaskipi og fiskileitar-
skipi. Skólamenn og vísindamenn
Loftur Júlíusson.
þurfa að taka höndum saman við
okkur, sem höfum starfsreynslu,
og þannig verður að byggja upp
menntunarkerfi fyrir okkar fram
tíðar sjómenn. Það er ófært að sí
og æ sé gengið framhjá mönn-
um, sem hlotið hafa dýrkeypta
reynslu við æfilangt strit. Tök-
um t.d. útfærzlu landhelginnar.
Það er ekki talað við einn ein-
asta togarasjómann um það mik-
ilsverða mál.
Ég skal játa það að ég er
mikill áróðursmaður fyrir nýjum
togurum, enda hef ég komizt í
kynni við þá. Ég var nokkur
ár á enskum verksmiðjutogur-
um og lærði þar öll verk frá
gtarfi háseta og þar til ég var
orðinn fiskiskipstjóri.
Mér finnst því sá hugsunar-
háttur vægt sagt stórfurðulegur
þegar norðlenzkur áhuga- og
áhrifamaður um togaraútgerð læt
ur hafa eftir sér á opinberum
vettvangi, að það sé betra að
halda við gamla togararuslið held
ur en komia upp nýjum. Þessir
menn vakna einn góðan veðurdag
við það, að þeir eru búnir að
missa af strætisvagninum. Þá ver
ur of seint að endurnýja og út-
gerðin hefir blátt áfram ekki
bolmagn til þess.
Ef við tökum tæknina í okk-