Morgunblaðið - 26.05.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1966.
19
Hinir nýju farkostir Strætisvagna Reykjavíkur
Sagt frá breytingum á
nokkrum SVR-leiðum
1 GÆR fóru blaðamenn í öku-
för með einum af hinum nýju
Strætisvögnum Reykjavíkur, sem
teknir verða inn í umferðina á
morgun, en nýju vagnarnir eru
alls 30 talsins.
Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri,
skýrði við þetta tækifæri frá
þeim breytingum, sem nú verða
framkvæmdar á áætlunum
Strætisvagna Reykjavíkur. Á
þessum fundi var stjóm Stræt-
isvagnanna og H-nefndin.
Forstjóri strætisvagnanna
skýrði frá því, að til hefði stað-
ið að breyta áætlunum strætis-
vagnanna fyrir ári; en þá verið
horfið að því að friesta því til
H-dags. Breytingin fælist í því
að fækka ferðum, þegar minnst
not eru fyrir vagnana en fjölga
hins vegar ferðum, þegar mest
er þörf fyrir þær. Þetta væri
enn ekki hægt áð marki, þar
sem aðstöðu skorti enn fyrir
vagnana, sem áætlað væri að
kæmi við Hlemmtorg og norðan-
verða Lækjargötu. Kvaðst hann
vona að þessar aðgerðir leiddu
til sparnaðar.
Not Strætisvagna Reykjavíkur
hafa minnkað á síðustu tímum,
og taldi forstjórinn, að sjónvarp-
bezta
stærsta . . , .
útbreiddasta
fréttablaðið
UOIteUNBLAÐID
ið ætti þarna hlut áð. 1962 ferð-
uðust 18,1 milljón manna með
vögnunum, en 1967 ekki nema
14,2 milljónir. Þetta bæri á sinn
hátt vott um batnandi velgengni
borgarbúa. Þetta myndi hinsveg-
ar breytast aftur með fólks-
fjölgun.
Þá gat Eiríkur ýmissa nýjunga,
sem væru í hinum nýju vögn-
um og þakkaði samstarfsmönnum
sínum fyrir mikið og gott starf
við að koma þessari miklu
breytingu fram, sem felst í því
að taka 30 nýja vagna í notkun
og breyta öðrum hinum eldri.
Hann þakkaði sameinuðu bíla-
smiðjunni fyrir mikið afrek, sem
þar hefði verið unnfð á skömm-
um tíma með yfirbyggingu vagn-
anna, en nokkrir staðlaðir hlut-
ir höfðu verið fengnir í þá frá
Noregi. Aðrar nýjungar eru
árangur samnorrænnar nefndar
Nordbus, en ekki sérlega til
komnar hér á landi. Þá þakkaði
forstjórinn Volvo-umboðinu fyr-
ir vel unnin störf við afgreiðslu
vagnanna, forstjóra Innkaupa-
stofnunarinnar fyrir gott starf og
hægri nefndinni fyrir að vera
vökul í starfi.
Eiríkur Ásgeirsson gat þess, að
búið væri að samþykkja áð bjóða
út nýja verkstæðisbyggingu fyr-
ir S.R. og yrði þar um að ræða
stálgrindarhús, sem vonandi yrði
hægt að taka í notkun næsta
vetur.
Tap strætisvagnanna var á síð-
asta ári 12,2 milljónir.
Að lokum kvaðst forstjórinn
vænta þess að fólkið kynni að
meta hina nýju vagna og auk-
in þægindi sem þeim fylgdu.
Gefin hefir verið út leiðabók
um fer'ðir vagnanna og fæst hún
í biðskýli vagnanna við Kalk-
ofnsveg.
Breytingar þær, sem nú verða
gerðar á ferðum strætisvagn-
anna eru sem hér segir:
Frá og með H-deginum 26.
maí verður leiðakerfi S.V.R. lít-
illega breytt og tíðni ferða
minnkuð á þeim tímum dags,
sem vagnarnir eru minnst notað-
ir, en það er frá kl. 19:00 til
miðnættis öll kvöld vikunnar og
frá kl. 13:00 á laugardögum og
kl. 10:00—13:00 á sunnudögum.
Á leið no. 4 — Sundlaugar
Á leið no. 15 — Vogar
Á lefð no. 21 — Álfheimar
verða ferðir á þessum tímum á
30 mín. fresti í stað 1S mín.
fresti á annatímum.
Felldur verður á sama tíma
niður akstur
A leið no. 19 — Hagar
Á leið no. 20 — Bústaðahverfi
Á leið no. 24 — Hagar-Seltj.n.
Akstur á tímabilinu kl. 24:00—
01:00 verður á 7 leiðum öll kvöld
vikunnar og kl. 7:00—10:00 á
sunnudögum.
Auk þessa verður akstri
Á leið no. 4 — Sundlaugar
Á leið no. 5 — Skerjafjörður
Á leið no. 10 Þóroddsstáðir
Á leið no. 21 — Alfheimar
Á leið no. 23 — Háaleiti
Á leið no. 25 — Safamýri
breytt þannig, að ekinn verður
öfugur hringur í viðkomandi
hverfum.
Glíma í sjónvarpinu
— Allir landsfjórðungar og þrjú
Reykjavíkurfélög taka þátt
SJÓNVARPIÐ gengst fyrir
sveitakeppni í íslenzkri glímu í
samráði við Glímusamband Is-
lands, og taka sjö 5 manna flokk
ar þátt í glímunni. Keppt verð-
ur um bikar, sem sjónvarpið hef-
ur gefið og sá flokkur hlýtur
til eignar, sem sigrar í þessari
keppni, sem verður með útslátt-
arfyrirkomulagi. Sjónvarpið vill
með þessu gera sitt til að auka
áhuga fyrir þjóðaríþróttinni, og
áður en sjó'nvarpið tók til starfa,
var þegar ákveðið að gangast
fyrir slíkri keppni.
Allir landsfjórðungarnir taka
þátt í keppninni, og auk þess
þrjú Reýkjavíkuriélög. Keppn-
inni venður sjónvarpað beint úr
sjónvarpssal og iglímustjóri verð-
ur Guðmundur Ágústsson, en
yfirdómari Þorsteinn Einarsson.
Képpnin hefst næstkomandi
þriðjudagskvöld, og hefur þegar
verið dregið um það hváða flokk
ar leiða saman hesta sína í um-
ferðunum, sem verða sex. í 1.
umferð, á þriðjudagskvöld,
keppa Ármann, Reykjavík og
Sunnlendingafjórðungur. I 2.
umferð Vestfirðingafjórðungur
og Austfirðingafjórðungur, í 3.
umferð K.R. og Víkverji, í 4. um
ferð sigurvegararnir í 1. og 2.
þætti, í 5. umfer'ð sigurvegarar
í 3. þætti og Norðlendingafjórð-
ungur. Úrslitakeppnin fer svo
fram í 6. þætti.
Umsjón með keppninni hefur
Sigurður Sigurðsson.
Stjórn Glímusambands Islands
hefur gert svohljóðandi sam-
þykkt:
Ákvæði 3. mgr. 13. gr. glímu-
laga um hvíld milli glímna skal
ekki gilda við sveitakeppni þá í
glímu, sem fram á að fara í sjón-
varpi og hefjast skal 28. þ. m.,
og er glímustjórn heimilt að
stytta hvíldartímann í 2 mínútur.
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 1Q*1DQ
tfarMarh utiit
I M IM I
IJ T I
BÍLSKLRS
ýhhí- & Vtikuríir H. Ö. VILHJÁLMSSON
RANARGPTU 12. SIMI 19669
IDNAÐARHUSNÆÐI
Til leigu er 300 fermetra iðnaðar- eða geymslu-
húsnœði á góðum stað í Kópavogi
Húsið er upphitað, og með stórum innkeyrsludyrum
Húsnœðið leigist frá 1. ágúst nœstkomandi
Nánari upplýsingar í síma 38540
DRÁTTARVELAR HF.
fl ^ 1 ■ | j : j—' 1 . * ' <*» *"* % 1 f KVÖLD KL. 8,30 |/n iiinni rrrv U/AMnCDCDQ
KK-mlUULtoLA WANUtKtKo (ÓLYMPÍULIÐ BRETLANDS)
" ' | Á LAUGARDALSVELLINUM
ÞÚRÚLFIIR BECK LEIKUR MEÐ
‘ 1 .> , 1 FORSALA aðgöngumiða við Útvegsbankann. KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR.