Morgunblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1966.
23
Skipstjórinn af Þðrsnesi fær
afreksverðlaun sjómannadagsins
Afreks-björgunarverðlaun sjó-
mannadagsins verða að þessu
sinni afhent í Stykkishólmi. Þau
hlýtur Kristján O. Jónasson,
skipstjóri á ms. Þórsnesi. Hann
vann það afrek 26. marz í vetur
að bjarga stýrimanni bátsins,
sem féll útbyrðis á bafi úti í
slæmu veðri. Var stýrimaðurinn
ósyndur og var hann að sökkva
í þriðja sinn, er skipstjórinn
stakk sér útbyrðis, eftir að hafa
stöðvað bátinn og gefið sínar
Skipanir um borð. Mátti engu
muna, enda gaf skipstjórinn sér
ekki tíma til að varpa af sér
hlífðarfötunum, var m. a. í
þykkri gæruúlpu, og var svo
þungur orðinn af bleytunni, að
bátsverjar þurftu að setja á hann
band til að hala hann um borð
aftur. En honum tókst að bjarga
stýrimanni sínum og vekja hanin
til lífs.
AfreksbjörgunarVerðlaunin,
sem er veglegur silfurbikar, gef-
inn af Félagi ísl. botnvörpuskipa-
eigenda, verður afhentur við há-
tíðahöld sjómannadagsins í
Stykkishólmi.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á landspildu í Hvassahraunslandi
í Vatnsleysustrandarhreppi ásamt sumarbústað, sem
á spildunni stendur, fer fram á eigninni sjálfri mið-
vikudaginn 29. maí 1968, kl. 2.00 e.h.
Sýslumaöurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
— Sieira Leone
Framh. af bls. 16
ar ættflokkadeilur ríktu í
landinu svo og stjórnmála-
ókyrrð, til þess að unnt yrði
að vera án hinnar styrku
hendi NRC. Almenningur
brást hins vegar við þessu
af svo mikilli andúð, að banna
varð fundahöld og önnur
nefnd stofnuð til þess að gefa
ráðleggingar, á hvern hátt
völdin skyldu látin í hendur
borgarlegu stjórninni stig af
stigi.
J uxon-Smith hershöfðingi
gaf það skýrt til kynna, að
hann vildi almennar kosning-
ar, sem færu fram efíir vand-
legan undirbúning, sem myndi
taka mjög langan tíma. Nefnd
in komst samt að þeirri niður
stöðu, að engin þörf væri á
nýjum kosningum og gaf þá
ráðleggingu, að borgaralleg
stjórn yrði tekin upp aftur í
júní. Þessi ráðlegging nefnd-
arinnar var kunngerð vikuna
á undan, áður en byltingin
var gerð í landinu, og það var
greinilega tregða NRC, til
þess að framkvæma hana,
sem varð til þess, að þolin-
mæði fólks í Sierre Leone
þraut, en það hafði fengið
nóg af herstjórninni.
Spilling og misferli.
Herstjórnin hafði á engan
hátt reynzt betri stjórn SIPP
undir forystu Sir Alberts.
Þvert á móti hafði efnahags-
lífið staðnað meira en
nokkru sinni fyrr og at-
vinnuleysi, skattar og mennt
unarkostnaður fóru stöðugt
vaxandi. Það var þó eitt, sem
NRC gerði fyrir Sierre Leone;
þ.e. svipta hulunni af þeirrj
ótrúlegu spillingu, og mis-
ferli, sem átt höfðu sér stað á
stjórnartíma SLPP.
Unnt er að gera sér nokkra
grein fyrir spillingunni með
því að líta á það misferli, sem
játað var af fúsum og frjáls-
um vilja. Fjármálaráðherrann
fyrrverandi hefur t.d. játað
að hafa tekið við 43.000 ster-
lingspundum sem „pólitísk-
um gjöfum" á sex ára tíma-
bili. Fyrrverandi utanríkis-
ráðherra játaði, að það hefðu
átt sér stað mikil „hrossa-
kaup“ um flestar framkvæmd
ir á vegum stjórnarinnar, og
þegar Sir Albert Margai var
ásakaður um að hafa notað
penginga, sem ætlaðir voru
til endurbóta á hinum opin-
bera embættisbústað hans, í
sitt eigið hús, sagði hann:
„Ég get ekki neitað þessu“.
Banguar ofursti, formaður
millibilsnefndar þeirrar, sem
vék Juxon-Smith frá völdum,
heldur því fram, að spillingin
á stjórnartíma NRC hafi ver-
ið jafnvel verri en á stjórnar-
tíma Sir Alberts — ásökun,
sem virðist nær óhugsandi
með tilliti til nýjustu upp-
Ijóstrana, enda þótt fólk í
Sierra Leone viriðst ekki eiga
erfitt með að trúa því. (Þegar
Juxon-Smith tók við völdum
í fyrra, lýsti hann yfir, að
sérhver eyrir, sem landið
eignaðist, myndi verða notað-
ur í þágu þess. „Ég ágirnist
ekki peninga; ég vil ekki
spilla sál minni með auvirði-
legum gróða . . .
Siaka Stevens og Sir Henry
Lightfoot-Boston eru nú báðir
komnir aftur til Sierra Leone.
Stevens er fyrrverandi verka-
lýðsleiðtogi, sem var, áður en
landið varð sjálfstætt 1961,
andvígur varnarsamningi
þeim, sem tillögur komu fram
um, að gerður yrði milli
Sierra Leone og Bretlands.
Hann er fylgjandi hlutleysi.
Flokkur hans er sagður
vera róttækari en SLPP, en
hugmyndafræðilegur munur
þeirra skiptir litlu máli nú.
Það sem máli skiptir, er,
hvort Stevens muni verða
þess megnugur að koma á
heiðarlegri stjórn í landi sínu,
þegar hann tekur við völdum,
að öllum líkindum í júní.
Þetta er ástæðan fyrir því,
að fólk greiddi honum at-
kvæði í kosningunum í fyrra
og það er þetta, sem það
væntir af honum nú.
(Observer: Öll réttindi
áskilin).
Ambassodor
í Póllandi
hættir til að vinna
fyrir HumphreY
Varsjá 23. maí. AP. NTB.
SENDIHERRA Bandaríkjanna i
Póllandi, John A. Gronouski til-
kynnti í Varsjá á fimmtudag, að
hann mundi láta af sendiherra-
embætti nú um helgina og snúa
sér að kosningabaráttu Huberts
Humphreys, varaforseta.
Grounski studdi John F. Kenne
dy í kosningabaráttunni 1960 og
var póstmálaráðherra í stjórn
Kennedys og síðan Johnsons.
Grounski sagði, að Humprhey
bæri höfuð og herðar yfir aðra
keppinauta um forsetaútnefningu
og hann væri heiðarlegasti og
gáfaðasti máðurinn í bandarísk-
um stjórnmálum um þessar
mundir.
Hesteigandi í Kardimommubæ
hefur tapað brúnum hesti. Hesturinn er meðalstór
útigenginn og skeifulaus. Þeir sem geta gefið upp-
lýsingar um hestinn eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 51870 eða 19422.
Gísli Guðlaugsson.
BAHAMAEYJARNAR
EIGIN LÓÐ Á
HINNI FÖGRU ABACO
Útborgun s.kr. 135,- Á mán. s.kr.
135,- Heildarverð s.kr. 8.370,-
Lóðirnar, sem eru 900 ferm. liggja
nálægt fögrum strandstöðum. Á
hitabeltiseyjunni ABACO er sum-
ar allt árið, baðstaðir, vatnasport,
veiði og siglingar. Sendið þessa
úrklippu og þér fáið ókeypis bækl-
ing í litum, lóðakort og allar upp-
lýsingar um ABACO.
Bahama Property Development,
Rindögatan 28, S-115 35, Stockholm,
Sverige. Simi 67 57 20.
Nafn ....................................... Sími .........
Heimili ......................................... Mbl. 26/5.
(blokkletur). Upplýsingar á □ ensku, □ sænsku.
IMýkomnir
kvenskór,
sandalar
kven-, karlmanna-
og barna.
Ódýrir og góðir.
Léttir sumarskór
kven- og karlmanna.
SKÖVERZLUN
Wetwis /Jnd/iósso*uvi
Laugavegi 96.
■
Næstu viku seljum við með
20% AFSLÆTTI
gegn stuðgreilslu
svefnsófasett — 1 og 2ja manna svefnsófa —
svefnbekki — hjónarúm — dívana.
Þér getið ekki gert betri kuup
SVEFNBEKKJAIÐJAN
Laufásvegi 4 — Sími 13492.