Morgunblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAf 106«.
Myndin er tekin skömmu áður en einn hópur Tenglanna lagði
sér Háteigssókn.
Tenglar heimsóttu um
2 þús. aldraða í gær
UM 200 ungmenni heimsóttu í
gær aldrað fólk víðs vegar um
borgina til að kynna umferðar-
breytinguna og leiðbeina því
hvernig ber að haga sér í hægri
umferð. Það er félagsskapurinn
Tenglar, sem hafa forgöngu um
þessa umferðarfræðslu aldraðra
og hafa fengið til liðs við sig
sjálfboðaliða úr æðri skólum.
Morgunblaðið ræddi í gær lítil-
lega við Helga Kristbjörnsson,
sem hefur með höndum fram-
kvæmd umferðarfræðslunnar.
— Við áætlum að heimsækja
1800-1900 manns — allt fólk, sem
er yfir 75 ára að aldri. Upphaf-
lega gerðum við ráð fyrir að
heimsækja um 2 þúsund aldraða,
en við sendum því bréf á undan
okkur, og gerðum fyrirspurn
hvort komu okkar væri æskt.
Báðum við þá, er ekki kærðu
sig um komu okkar, að hafa
samband við okkur, og hafa því
nokkrir skorizt úr leik.
Fólkinu, sem við heimsækjum
afhendum við bækling, semUm-
ferðarnefnd og lögreglan gefur
út, þar sem greint er frá því
hvernig öldruðu fólki beri að
haga sér í umferðinni. Við gerð-
um ráð fyrir að geta heimsótt
alla í dag á tímabilinu frá kl.
1.30 til 5. Hver Tengill tekur að
sér um 10 manns, og staldrar við
á heimili hvers einstaklings í
u.þ.b. tíu mínútur. Miðstöðvar
okkar eru í húsi Æskulýðsráðs
við Fríkirkjuveg, í Vogaskóla
og í Réttarholtsskóla.
Formaður Tengla er Sveinn
Hauksson, en hann stundar nám
í háskólanum. Hann tjáir okkur
að sjálfboðaliðarnir séu ein-
göngu ungt fólk — flestir séu úr
háskólanum en ennfremur úr
Menntaskólanum í Reykjavík og
úr Kennaraskólanum, enda
þótt Tenglar bindi sig ekki við
neina skóla.
Tenglar hafa starfað að mann-
úðarmálum í Reykjavík í undan
farin tvö til þrjú ár. „Þetta er
baráttuhreyfing ungs fólks í
þjóðfélagsmálum", segir Sveinn,
„og við höfum fram að þessu
einkum unnið að geðverndar-
málum. Er markmið okkar að
rjúfa þá félagslegu einangrun
sem geðsjúklingar hafa búið við
um langan aldur, og tengja þá
daglegu lífi“.
Hin mikla þátttaka unga fólks
ins í þeirri sjálfboðaliðsvinnu,
sem getið er um hér á undan, er
óneitanlega lofsverð — ekki
hvað sízt fyrir þá sök að hún
Nauðungaruppböð
Eftir kröfu Fiskveiðasjóðs fslands verður v.S". Far-
sæll SK-3 (áður Kristján Hálfdáns ÍS-3) þinglesin
eign Fiskiðju Sauðárkróks, selt á nauðungarupp-
boði, sem háð verður við skipið í Skipasmíðastöð
Njarðvíkur, þriðjudaginn 28. maí 1968, kl. 3.15 e.h.
Uppboð þetta var auglýst í 13., 15. og 17. tölu-
blaði Lögbirtingablaðsins 1968.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
íbúðir til sölu
Eins og tveggja herbergja íbúðir i steinhúsi neðar-
lega við Vesturgötu. Einnig skrifstofu- eða iðnaðar-
pláss á II. hæð við sömu götu, 95 ferm. að stærð.
Nánari upplýsingar gefur:
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar,
og Guðmundar Péturssonar,
Aðalstræti 6. Símar: 12002, 13202, 13602.
af stað, en hann átti að taka að
gerist á sama tíma og fréttir
berast af stöðugum óeirðum
stúdenta í fjölmörgum löndum
Evrópu.
Ætla að taka myndir
af flaki Andrea Doria
New York, 25. maí — AP:
FRÁ ÞVÍ hefur verið skýrt í
New York, að ítalskur kvikmynda
framleiðandi og kunnur neðan-
sjávarljósmyndari, Bruno Vail-
ati að nafni, sé að undirbúa leið
angur, sem fara eigi í júlí nk. í
því skyni að taka myndir af far-
þegaskijnnu Andrea Doria, þar
sem það liggur á hafsbotni. Fara
leiðangursmenn, sem verða fimm
auk Vailatis, með togara að staðn
um þar sem skipið liggur og er
áætlað, að leiðangurinn taki að
minnsta kosti hálfan mánuð.
Andrea Doria sökk í Atlants-
hafið í júlí 1956 eftir árekstur við
sænska farþegaskipið Stokkhólm.
Með Andrea Doria fórust 51 mað
ur.
Ætlunin er, að myndir Vailatis
og féHaga hans verði liður í
klukkustundar sjónvarpsdagsskrá
sem á að heita „Höfin sjö“.
Donskir lögreglumenn
yfirheyrn londn sinn hér
TVEER danskir rannsóknarlög-
reglumenm komu hingað til lands
3 af bílum Landleiða, tilbúnir fyrir H-umferð. (Ljósm. Kr. Ben.)
á fimmtudag til að yfirheyra
landa sinn, sem nú starfar Ihér.
Maður þessi starfaði áður hjá
dönsku fyTirtæki, sem rak mötu-
neyti í bandarísku herstöðinni 1
Thule á Grænlandi, en það
fyrirtæki mun hafa falsað mat-
arkvittianir til að auka sjóði
sína.
Dönsku rannsóknarlöigreglu-
mennirnir fara utan á mánudag.
Undirbúnlngur Landleiða undir
hægri umferð hefur gengiö vel
í FRÉTTATILKYNNINGU, sem
Mbl. hefur borizt frá Landleiðum
hf. vegna umferðabreytingarinn-
ar, segir m. a. að áherzla sé lögð
á að raska sem minnstu á leið-
inni Reykjavík — Hafnarfjörður.
I flestum tilfellum verður breyt-
ingin í því einu fólgin, að bið-
stöðvar flytjast yfir götuna. Auka
vagnar verða í umferð til að
halda réttum broottfarartímum
meðan umferðin er að ná jafn-
vægi.
Landleiðir hf. hafa fengið þrjá
nýja fólksflutningavagna, sem
teknir verða í notkun í dag. Eru
þetta 50 sæta vagnar af Scania-
Vabisgerð, tveir yfirbyggðir í
Svíþjóð, en einn í Noregi. Auk
þess eiga Landleiðir von á fjórða
vagninum eftir u.þ.b. mánuð. Er
sérstaklega til þessara vagna
vandað og lögð áherzla á að
byggja þá með sem flestum sæt-
um, þar sem um þetta langa lefð
er að ræða. Einnig er hitakerfi
fullkomið og til nýjungar má
telja, að allir þessir vagnar hafa
tvöfalt rúðugler. Gerir þetta það
að verkum, að aldrei myndast
hrím eða bleyta á rúðunum.
Að sjálfsögðu verða svo í notk
un þeir af eldri vögnum Land-
leiða, sem þegar hefur verið
breytt til hægri umfer'ðar, en sex
af tíu vögnum hefur þegar verið
fullbreytt og sá sjöundi verður
tilbúinn eftir nokkra daga. Að
því er forstjóri Landleiða Ágúst
Hafberg tjáði Mbl. í gær, hefur
undirbúningur Landleiða undir
hægri umferð gengið mjög vel.
í fréttatilkynningu Landleiða
segir á þessa leið:
Sama leið er ekin og áður, með
þeim einu undantekningum, að
einstefnuakstur á Strandgötu
breytist. Vagnamir aka því norð
ur Strandgötu og súður Fjarðar-
götu.
Allir viðkomustaðir verða ó-
breyttir, að öðru leyti en því að
stöðvað er á gagnstæðum vegar-
kanti. Þó skal bent á að nú færist
viðkomustaður við Norðurbraut
í Hafnarfirði vi'ð biðskýli norðan
við Frost hf. Sömuleiðis getur
orðið erfitt að stöðva vagna á
sama stað og áður við Engidal.
I Reykjavík flyzt endastöð
þvert yfir Lækjargötu að Búnað-
arfélagshúsinu.
Sérstök ástæða er til að benda
fólki á áð biðskýli á sumum
stærstu viðkomustöðum eru nú
öfugt staðsett við aðalumferðar-
þunga t.d. á Miklatorgi í Reykja
vík, við Álfafell í Hafnarfirði og
víðar. Er fólk því góðfúslega beú
ið að ætla sér nægan tima til að
komast yfir götuna á rétt stæðL
Megin breyting sem snýr a@ far-
þegum er sú, að utan endastöðva
fer fólk yfirleitt í vagnana þar
sem það áður fór úr þeim og
öfugi
Brottfarartímar eru áætlaðir
sömu og áður.. Þó er gert ráð
fyrir að vagnarnir verði lerAur
á leiðinni, en til að það valdi sem
minnstum óþægindum verða
aukavagnar, þannig að réttir
brottfarartímar haldist frá
Reykjavík. Ef brottfarartímar
raskast á öðrum stifðum á leið-
inni, er fólk beðið velvirðingar
á því.
Þórölfur og Ellert með
er KR mætir Middelsex Wand-
eres í Laugardal i kvöld
I KVÖLD kl. 8,30 hefst fyrsti
leikurinn í heimsókn Middelsex
Wanderers til KR. Og það verða
KR-ingar, sem mæta þeim í þe
KR-ingar, sem mæta þeim í þess
um fyrsta leik.
Þetta enska lið er ekki félags-
lið heldur úrvalslið áhugamanna
og má í rauninni skoða það lið
er Middlesex Wanderers tefla
fram hverju sinni sem áhuga-
mannalið Bretlandseyja — úrval
áhugamanna í fjórum löndum.
Slík lið keppa ekki heima fyrir
en úrvalslið MW hafa keppt í
öllum löndum heims og heimsæk
ir fsland nú í 3.sinn.
KR-ingar hafa skipað lið sitt
og verður það þannig skipað:
Guðmundur Pétursson, markv.
varnarmenn verða Ársæll Kjart-
ansson, Jón Ólason, Þórður Jóns
son og Ellert Schram. Tengiliðir
verða Halldór Björnsson og Þór
ólfur Beck og framherjar þeir
Theodór Guðmundsson, Eyleifur
Hafsteinsson, Ólafur Lárusson
og Gunnar Felixson.
• Það verða án efa margir sem
vilja sjá Þórólf Beck aftur með
sínu gamla liði og eflaust mun
það einnig gleðja marga að Ell
ert Schram skuli einnig vera
með.
Þetta er fyrsti „stórleikur**
sumarsins og vonandi verður
verður hann það einnig í raun.