Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
Robert F. Kennedy liggur á gólfinu í Ambassador-hótelinu nokkrum sekúndum eftir
banatilræðið.
Tilræðismaðurinn arabískur, fæddur í Jerúsalem:
„Nauðsynlegt að myrða
Kennedy fyrir 5. jtíní“
— skrifaði hann í vasabók sína
Los Angeles, 5. júní. AP-NTB
0 Maðurinn, sem skaut
Kennedy var gripinn á staðn-
um. Tveimur þrekvöxnum
svertingjum, lífvörðum þing-
mannsins, tókst að ná af hon-
um byssunni, 22 cal. skamm-
byssu, og halda honum, unz
lögreglan kom á vettvang og
flutti hann hurt undir öflugri
lögreglufylgd.
0 Tilræðismaðurinn fékkst
ekki til að segja til nafns og
bar engin skilríki á sér. Seint
í gær var úr því skorið, að
hann væri Sirhan Sirhan, 24
ára að aldri. Var það byssan,
sem kom lögreglunni á spor-
ið en hún var þó ekki skráð
á hans nafn. Sömuleiðis hafði
lögreglan fingraför hans í
skrám sínum, síðan hann
sótti um atvinnu fyrir nokkru
og loks gaf bróðir hans sig
fram við lögregluna, þegar
birt hafði verið mynd af
honum.
0 Seint í gærkvöldi til-
kynnti borgarstjóri Los Ange-
les, Sam Yorty, að fundizt
hefði á heimili ódæðismanns-
ins vasabók, þar sem skrifað
Framh. á bls. 23
ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun í nótt, lá banda-
ríski öldungadeildarþingmaðurinn, Robert Kennedy,
milli heims og helju í sjúkrahúsi Miskunnsama Samverj-
ans í Los Angeles, eftir banatilræðið, sem honum var
sýnt í gærmorgun. í síðustu tilkynningu lækna hans,
sem birt var laust fyrir kl. 1 í nótt að íslenzkum tíma,
sagði, að þeir hefðu af því iniklar áhyggjur að hann *
hefði engin batamerki sýnt frá því skurðaðgerðin var
gerð á honum Blaðafullírúi Kennedys, Frank Mankie-
wicz, sagði fréttamönnum þá, að mjög væri ennbá tví-
sýnt um líf hans.
0 Læknar hafa lítið viljað
segja um lífs- og batamögu-
leika Kennedys, en vitað er,
að einn af læknum hans hef-
ur látið í ljós ótta um, að
hann muni ekki lifa þetta til-
ræði af og þótt hann lifi sé
hugsanlegt, að heilaskemmd-
ir hafi orðið það alvarlegar,
að hann kunni að bíða var-
anlegt tjón af, þó sennilega
ekki á greind og persónu-
leika. Taldi læknirinn, þrátt
fyrir allt, veika von um, að
hann næði bata.
0 Miklum óhug sló á
bandarísku þjóðina, svo og
fólk um allan heim, þegar
fréttin af tilræðinu barst út.
Lyndon B. Johnson, Banda-
ríkjaforseti, sagði, að engin
orð megnuðu að lýsa þessum
skelfilega harmleik og marg-
ir spurðu „hvað er að gerast
meðal vor.“ Johnson fyrir-
Framh. á bls. 10
Harmur móðurinnar, frú
Kennedy, leynir sér ekki er
hún gengur úr kirkju eftir
að hafa beðið fyrir syni sín-
um.
Ódæðismaðurinn var gripinn á staðnum. Hann heitir
Sirhan Sirhan, 24 ára. Hér leiða lögreglumenn hann á
brott frá Ambassador-hótelinu.