Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 11
1 i MORGÚNBLÁÐIÍ), LÁUGARDÁGUR 15. JÚNÍ 196« AÐ NORÐAN Bréf úr Þingeyjarsýslu ur vonandi eftir þvi. En undir hitt ætti sem minnst að taka, er stundum heyrist ymprað á, einkum sunnan jökla, að fjög- urra ára kuldakast eigi að vera búið að sýna svart á hvítu að ótili einn vofi yfir Norðurlandi og útreikningar á landsvísu sýni að Sauðanes og Svalbarð í Þistilfirði eigi þegar að ofur- seljast refum og villiminkum til ábúðar. Slíkt hið sama Val- þjófsstaðir, Skógar og Ærlækj- arsel, Víkingavatn og Mikligarð- ur, Héðinshöfði, Laxamýri, Bjartmar Guð'mundsson. Grenjaðarstaður, Múli, Rauða- skriða, Ljósavatn og Laufás og öll eða mest öll byggð þar á milli. Norðaustlendingar hafa oft bit- ið í beiskt áður og sagan sýnt að þessi höfuðból og aðliggjandi sveitir hafa borfð sitt barr engu miður en jafnvel góðsveitir Ár- nesþings, Rangárvellir og Borg- arfjörður. anlegt, að um leið og bændur verða nú að nota vel beiska og bitra reynslu og byggja á henni eftir föngum sínar framtíðar- áætlanir og athafnir, þurfa bún- aðaryfirvöldin að stórauka til- raunastarfsemi varðandi jarð- ræktina, svo þau geti orðið hfð leiðandi afi í nauðsynlegri leið- beiningastarfsemi miklu betur heldur en enn hefir tekizt. Örðugleikar líðandi stundar Yfir þá verða menn að kom- ast með einhverju móti. Þeir eru tvíþættir: Fyrst vil ég benda á að þann- ig lítur út nú, að svo geigvæn- legt sem kalið var í fyrra, þá sé það enn verra nú eftir þann hörku ísavetur', sem nú er af- staðinn. Ný svæði hafa enn eýðilagzt í bili, «n lítið lagast það sem verst fór í fyrra. Má þar nefna t.d. Þistilfjörð og Tjörnes og hluta úr byggðarlögum víða ann ars staðar. Klemenz Kristjánsson frá Sámsstöðum skrifaði fyrr í vor skynsamlega um þessi vandamál í Tímann eins og hans var von og vísa. Benti hann á sem úrræði til bráðabirgða ræktun einærra sáðgrasa, svo sem byggs og hafra og mætti með því ná tals- verðum heyfeng strax í haust. Þetta ráð tóku majfgir bændur í Þingeyjarsýslum í fyrra. Auk þess voru engjar nytja'ðar í miklum mæli, er áður var hætt að slá. En aðal bjargráiðð varð þó sl. haust fóðurmjölið. Þegar fram úr sér Annar þáttur örðugleika líð- andi stundar er fjárhagurinn. Samfara stórauknum fóðurkaup- um vegna lélegs heyskapar 3—4 ár hefur fjárhagur sumra bænda hallast svo að þeir fá ekki rönd við reist. Sem betur fer er þetta þó ekki mjög almennt. Bæði er að bændur sem aðrir eru mjög misjafnlega á vegi staddir fjár- hagslega og svo hefur eyðilegg- ing kaláranna gengið mjög mis- jafnt yfir. En þeir sem verst hafa orðið úti þurfa endilega stúðnings við í einhverri mynd. Bjargráðasjóður hljóp undir bagga í fyrra með hagkvæmum lánveitingum. Hallærisnefndin svokallaða stóð að þeirri aðstoð. Þá settu margir beinlínis á er- lent fóðurmjöl. Deila má um hvort sú leið var skynsamleg. Þá úrlausn skal ég þó ekki átelja. Langur vetur og harður hefur valdið því að fóðurkaupareikn- ingamir hafa orðið geigvænlega háir. Þrjátíu vikna él og ísavetur mikill eru nú afsta'ðin. Einmuna tíð hefur nú gefist Norðurlandi um þriggja vikna skeið að heita má. Allur fénaður er nú fram- genginn með þeim ágætum að „tvau höfuð eru nú á hverju kykvendi" svo viðhaft sé gamalt og gott orðtak. Hvergi fréttist um lambadauða né neinskonar afleiðingar vanfóðrunar. Þetta er ágæt bót á máli og sómi þeirrar stéttar, er oft hefur orðið sér til vanvidðu fjrrir glannalegan ásetning — sem n*i ætti, og þyrfti að vera úr sög- unni fyrir fullt og allt. Vegna hafísins í vetur og vor hefur skapazt mjög alvarlegt á- stand í atvinnumálum Raufar- hafnar og Þórshafnar. Bjartmar Guðmundsson. 8. júní 1968, Hitt er svo engu síður áreið- Dönskukennsla í skólum BÆNDUR þessa lands hafa klof- ið þrítugan hamarinn vi'ð að rækta mikil túnflæmi á tiltölu- lega skömmum tíma. Og fátt er ánægjulegra en horfa yfir mik- inn töðuvöll, sem er eigið verk og vel frá genginn. í þeim spor- um stækkar bóndinn í eigin vit- und og annarra. En hamingja ræktunarmannsins getur snúizt upp í ömurleika, er stappar nærri örvæntingu, þegar völlurinn einn góðan veðurdag að vori sýnir sig með dauðalit, þegar hlýindi sum arsins ganga í garð. Þesskonar saga er búin að endurtaka sig um norðaustanvert landið nú í þrjú til fjögur ár á raunalegan hátt. Án efa hafa orðið stórstígari framkvæmdir í jarðrækt á landi hér síðastlfðin 6—8 ár en nokkru sinni áður á jafn löngum tíma. Á sama tíma hefur og meira verið byggt yfir menn og fénað, áhöld og fóðurforða en dæmi finnast til í sögunni. Þetta stafar af auknum stórhug og vaxandi getu. Þar að auki eru byggingar síðustu ára stórum betur úr garði gerðár en áður var, mikl- um mun varanlegri og útheimta minni vinnu á heimili og búi. Þetta er heildarmyndin áhrær andi hinar dreifðari byggðir, sveitirnar. Aldrei framar Aldrei framar mun heyskap- ur bregðast á þessu landi, sögðu menn fyrir einum áratug eða svo. Þetta sagði bóndi við bónda og kaupstaðarbúinn við sveita- manninn. Tilbúni áburðurinn sér um það, nýslétturnar, hlöðurnar, turnarnir og vélarnar. Með tilkomu verksmiðjuáburð arins hófst mikið grassprettu- tímabil. Það lofaði eða virtist lofa gjörbreyttum tíma og að tíu alda heyskaparleysi Islend- ingsins væri með öllu að baki. Þegar kólnaði í véðri um sprettutímann urðu viðbrögð manna þau að auka áburðar- skammtana. Og grasið kom. Þó kalt vor og sumar kæmi um norðanvert landið kom grasið með vaxandi áburðarskemmti. Það er að segja fyrst í stað. Ráðunautar í jai’ðrækt riðu um héruð og sögðu: Berið á, bænd- ur góðir. Svo ríflega ákulu þið bera á túnin ykkar að jörðin svelti ekki, það er að segja tún- grösin. Ekki að svelta grösin. Þeirra vöxtur og viðgangur er undirstaða búanna, búskaparins, sveitalífsins. Rétt er að bera & tvisvar á einu og sama sumri, jafnvel þrisvar, og stefna að þvi að fá tvo slætti gó'ða, helzt þrjá. Túnin eiga að skila flekkjagrasi að minnsta kosti tvisvar á sumri. Spurt var þá á einstaka bænda námskeiði hvort grasrótinni stæði engin hætta af svo stór- um áburðarskömmtum tvisvar, þrisvar á sumri. En þeir hinir sömu voru kallaðir afturhalds- samir og ekki með á nýjum nót- um og fengu strax svörin í haus- inn: Nei, nei, nei. Gæti ekki verið, mölduðu þeir enn í mó, að taðan verði lakari til fóðurs mjög hrað- sprottin upp af eintómum verk- smiðjuábur’ði. Svar: Nei, nei, nei. Rétt er að geta þess nú að nýj- asta kenning jarðræktarmanna er að hagkvæmast sé að bera hóflega á og slá túnin aðeins einu sinni á sumri og ekki seint. En það var hin kenningin, sem komst í ker fyrir tveimur ára- tugum og varir sá smekkur í hugum margra bænda enn þann dag í dag. Handlæknir norðurlanda. Nú um sinn hefur kólnað í veðri á landi hér og hefur það minnt okkur á að landið er al- veg á sama stað og árið 1880— 82. Um leið hefur komið áþreif- anlega í ljós að túnrænt okkar þolir alltof illa slíka raun. Eg minntist á ofnotkun gerviáburð- ar. Spyrja mætti líka: Er það ætterni túngrasanna, sem eru innflutt, og rekja rætur sínar til annarrar moldar í hlýrra lofts- lagi um þúsundir ára, sem veld- ur þessu? Ekki væri það ólík- legt. Er jarðvinnslan nógu vel af hendi leyst? Hvergi nærri alls- staðar. Stafa stórfelld áföll af því að lítt nothæft land hafi verið tekið til ræktunar? Vafa- laust má því um kenna á alltof mörgum stöðum. Framræstar mýrar hafa fram undir þetta verfð taldar albezta landið að rækta. Þar áttu útdauðar jurtir að gefa nýju plöntunum lífs- næringuna. Reynslan er mjög slæm af slíkum túnum. Víða er frágangur á sléttum hroðvirknis legur. Sumsstaðar dregur til dælda og eru þær handvissar að verða kalinu að bráð. Sums staðar eru tún marflöt, svo vatn getur ekki út af þeim runnið. Þau eru í stórhættu í leysingum á vorin, þegar frost kemur upp á. Gömlu mennirnir, sem gerðu beðaslétturnar með spaðanum sínum töldu nauðsynlegt a'ð hafa á þeim hrygg. Slíkt var nú tal- ið úrelt. Og nútíminn kom með sín tætingstæki og jafnaði úr þessum gömlu handaverkum, sem kennd voru við búnaðar- frömuðinn Torfa í Ólafsdal. Kal- ið kom þegar þessar gömlu sléttur voru orðnar marflatar. Á margt fleira af þessu tagi mætti benda, er styður það að margra mistaka má minnast, þó veðurfar síðustu ára hafi óum deilanlega lagt til smiðshöggið. Stephan G. getur þess ein- hvers sta'ðar að túngrösin séu ,kynbætt við þúsund þrautir" og Einar Benediktsson í öðru lagi að „kuldinn sé handlæknir norður landa". „Allt sem krankt er og hímir á höm, hann hreinsar úr vegi og blæs á það dauðans anda". Sumum verður það fyrir að fara að hugleiða svona löguð spakmæli, þegar litið er yfir sum gamalræktuðu túnin við hliðina á nýræktunum, sem gró- fð hafa upp af fræblöndum, sem ræktaðar hafa verið handan ís- landsála. Ég bið menn að athuga, að þetta er sagt um okkar norður- byggðir en á sjálfsagt miklu síð- ur við sunnan jökla. Þar er veð- urfar líkara því sem gerist í nágrannalöndunum. Reynslunni rikari Þegar miðað er við veðurfar þriðja, fjór’ða, fimmta og sjötta áratugs þessarar aldar má með sanni segja að hér hafi verið óáran 1965, 1966, 1967 og fram yfir miðjan maí 1968. Þessi ár hafa verið með nokkursonar Ófeigshnefa á lofti og fært mönn um heim sanninn. Flestir munu nú skilja að það stoðar minna en ekkert að nota er til lengdar lætur í óhófi gervi efnaáburð, en vanmeta hinn náttúrlega búfjárskít. Fáir munu hér eftir flýta sér svo hratt við túnrækt að þeir gefi sér ekki tíma til að vinna landið vand- lega. Það hefur síast inn í flesta eða alla að vel þarf að vanda til lands sem til túnræktar er ætlað og að fræblöndur má með engu móti velja af handahófi. Fleirum og fleirum verður nú ljóst að norður við Dumbshaf verður ekki, hvernig sem árar, ræktaður gróður nema hann sé eittJhvað kynbættur af þeim þrautum, sem þar hljóta að mæta honum, þegar hadðnar í ári eins og t.d. nú á næstliðnum vetri. Af árekstrum höfum við þeg- ar lært nokkuð og högum okk- 1. EIN er sú námsgrein, sem er á hvað mestu undanhaldi í íslenzk um menntastofnunum, og það er danskan. Hvað veldur og hvaða úrbætur eru nauðsynleg- ar? Eigum við e.t.v. að láta eina norræna tungumálið, er við lær- um í skólunum (fyrir utan isl.) lönd og leið? Eru nú Norður- löndin orðin of smá fyrir íslend- inginn og því eigi nauðsynlegt að hafa vald yfir þeim tungu- málum, sem þar eru töluð? Ein var sú tíðin að Kaup- mannahöfn var aðalaðsetur ís- lenzkra námsmanna erlendis. Með bættum samgöngum og auknum viðs'kiptum okkar við fjarlæg lönd, hafa námsmenn smám saman týnt tölunni í þeirri „París" er við einu sinni áttum á Norðurlöndum. Þótt Kaupmanna höfn sé enn í dag sú borg, sem stærsti hópur íslenzkra náms- manna dvelst, fer þeim hlutfalls- lega fækkandi, er þangað leita. Oft er það svo, að viss lönd fá orð fyrir að útskrifa frábæra kandidata, t.d. Þýzkaland tann- lækna, Svíþjóð verkfræðinga o.s.frv. Það liggur í hlutarins eðli, að námsmenn leita til þeirra landa, er þeir telja sig fá bezta menntun i Danmörk hefur í dag menntastofnanir, sem jafnast á við það bezta, sem við finnum í öðrum löndum. Danmörk er það land, er veitir íslenzkum námsmönnum flesta styrki og Norðurlandabúar eru okkur lí'kastir í hugsun og útliti. Danska, norska og sænska eru þau tungumál ,sem íslenzkunni eru skyldust og því tiltölulega auðvelt fyrir íslendinginn að skilja þau tungumál, sem þar eru töluð. 2. Tíminn er dýrmætur. Sá náms maður, sem þarf að eyða 4—5 mánuðum til að skilja það mál, er kennslan fer fram á, er ólíkt verr settur fyrir próf en sá, sem fylgzt hefur með kennslunni frá byrjun. Hvernig er nú aðstaða íslenzka námsmannsins, er hann setzt á skólabekk í Danmörku, eftir að hafa lært „dönsku" í is- lenzkum skólum í 5—6 ár? Hún er góð að því sem viðkemur bókalestri, en 2—3 fyrstu mánuð irnir fara i það að skilja tal- málið og löngu síðar er sá mögu- leiki fyrir hendi, að geta talað málið. iHér er eitthvað að, eða var það e.t.v. ekki danska, sem lærð var í skólunum? Danskur lektor sagði mér, að eftir víðtæka rannsókn, sem gerð hefði verið meðal íslenzkra kennara, sem kenna dönsku á gagnfræðaskólastiginu, hefði 90% kennaranna verið ófærir að tala málið, þó að málfræðin hafi verið í lagi og ekkert að orða- forðanum. Þessi rannsókn fór fram á vegum danska mennta- Gi/ur Isleilur Helgason, kennari. málaráðuneytisins fyrir nokkr- um árum. 3. Hvernig fer dönskukennsla fram í íslenzkum skólum í dag? Miðað við 45 mínútna tíma, skiptist tíminn á eftirfarandi hátt hjá allflestum kennurum: 25 mín. lestur og þýðing, 10— 15 mín. stíll og það, sem þá er eftir, er notað til málfræði- kennslu, Það mætti ætla, að eina tak- markið með málakennslu í skól- um sé að gera nemendur færa um að lesa bækur á erlendum tungumálum, en að geta haldið uppi samræðum á viðkomandi tungumáli sé aukaatriði. í nágrannalöndum okkar fer helmingur kennslustundarinnar fram á því máli, sem verið er að kienna í það og það s*kiptið og nemendur eru tilneyddir að tjá sig. Segulbandsspólur og hljómplötur eru óspart notaðar og á réttan hátt. Það er ekki nóg, að kennarinn segi: „Nú skulum við hlusta á söguna um Eldfær- in, lesna upp á dönsku". Sáðan sezt hann á sinn stað og börnin hlusta á söguna frá upphafi til enda. Að því loknu er haldið áfram með kennsluna, eins og ekkert hafi í skorizt. Ef til vill er spjallað um söguna á íslenzku, og um mismuninn á málunum, en að nemendur fái tækifæri til að segja upp setningar úr sög- unni og líkja eftir sögumanni, er af og frá, enda er kennarinn í flestum tilfellum ófær til þess sjálfur, og hefur e.t.v. minnimátt arkennd varðandi eigin fram- burð. Segulbönd og plötuspilarar í kennslu eru ekki til þess ætl- uð, að börnin og kennarinn geti nú slappað reglulega af og nú verði gaman. Málakennsla með þessum tækjum á að fara fram á þann hátt, að kennarinn láti nem endurna endursegja stuttar setn- ingar upp úr því verki, sem not- að er í það og það skiptið, og líkja eftir þeim, sem les upp. Það er því tilgangslaust að spila lang an kafla í einu. Bezt er þó, að kennarinn sé sjálfur það lipur í málinu, að hann geti sjálfur lesið inn á segulbönd og látið nemendurna endurtaka setning- arnar inn á segulbandið. Þarna heyrist þá mismunurinn greini- lega og nemandinn reynir að eft- irlíkja framsögn kennarans. Hið umdeilda Landspróf met- ur ekki framburðinn meira en svo, að hann gildir ekki nema að 1/7 hluta prófsins. Nú á að breyta þessu og á framburður- inn framvegis að gilda að 1/10. Sem sagt: Meira málfræðistagl, meiri þýðingar, fleiri stílar, en enginn framburður. Hvar eru nú þau 10% stödd, er hafa vald yfir t.d. danska tungu- málinu og löngun hafa til að gera nemendurna færa um að Framhald á bls. 2ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.