Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1968
Þeir glíma við lág-
mörk til OL-leikja
— auk baráttunnar um
Forsetabikarinn
í DAG hefst Þjóðhátíðarmót
frjálsíþróttamanna í Reykjavík
en mótinu lýkur á þjóðhátíðar-
daginn. Til keppni eru skráðir
61 keppandi frá 9 félögum og sam
böndum, flestir frá ÍR eða 17 og
11 frá KR.
í dag er keppt í 110 m. grinda-
hlaupi, þristökki, kringlukasti,
hástökki kvenna, spjótkasti, 800
ÍBV - ÍBK
FRAM - ÍBA
í DAG verður 1. deildarmót-
inu í knattspyrnu fram hald-
ið I Vestmannaeyjum. Eyja-
menn leika þá sinn þriðja leik
í mótinu og nú sækja Kefl-
víkingar þá heim.
Keflvíkingar eru stiglausir
eftir 2 leiki og reka lestina
og munu án efa berjast af
grimmd til að fá hlut sinn
bættan. En Vestmannaeying-
ar, sem voru vonsviknir eftir
leikinn við Fram, verða ekki
auðunnir.
Á þriðjudaginn leika evo í
Reykjavík Fram og Akureyr-
ingar. Það verður fjórði leik-
ur Fram í mótinu.
úrslita í langstökki og stangar-
stökki,
Meðal keppenda á mótinu má
nefna Guðmund Hermannsson,
sem þúsundir manna fá nú ef til
vill að sjá setja enn eitt metið,
Jón Þ. Ólafsson í hástökki og
síðast en ekki sízt Þorstein Þor-
steinsson hlaupara í KR sem kom
inn er heim frá Bandaríkjunum
og gerir nú ásamt hinum tilraun
til að tryggja sig til þátttöku í
Olympíuleikunum í Mexico.
Á þjóðhátíðarmótum frjáls-
íþróttamanna um land allt er
keppt um veglegan silfurbikar,
Forsetabikarmn, sem forseti ís-
lands herra Ásgeir Ásgeirsson gaf
á 10 ára afmæli fsl. lýðveldisins.
Hlýtur sá íþróttamaður bikarinn
sem hæsta stigatölu fær fyrir
afrek sitt samkvæmt stigatöflu
þeirri, sem í gildi er hverju
sinni. Guðmundur Hermannsson
KR hlaut Forsetabikarinn árið
1967 fyrir afrek sitt 17.17 í kúlu-
varpi, sem gefur 914 stig.
Tvíliðakeppni G.R.
Jon Þ. Olafsson
m hlaupi, 100 m hlaupi drengja,
langstökki, sleggjukasti, 3000
m hlaupi, 200 m hlaupi, 4x100
m boðhlaupi og undankeppi fer
fram í langstökki og stangar-
stökki — og úrslit 17. júní. At-
hygli skal vakin á því að keppni
í 110 m grindahlaupi og 100 m
hlaupi drengja var áður auglýst j|
17. júní en hefur verið flutt fram.
Á þjóðhátíðardaginn er svo
keppt í 400 m grindahlaupi,
kúluvarpi, hástökki, 400 m.
hlaupi sveina, 100 m hlaupi
kvenna, 100 m hlaupi karla, 1500
m hlaupi, 1000 m boðhlaupi auk
Þorsteinn Þorsteinsson
ÞRIÐJUDAGINN 4. júní fór fram
á Grafarholtsvelli keppni, sem
opin var öllum kylfingum innan
Golfsambands íslands. Fjórleik-
ur eða tvíliðaleikur fer þannig
fram, að keppendur keppa sam-
an tveir og tveir sem samherjar
en leika þó hvor sínum eigin
bolta. Lægri höggafjöldi samherj-
anna gildir fyrir hverja holu, sem
leikin er. Síðan eru gefnir punkt
ar fyrir árangur miðað við viss-
an höggafjölda á holu. Þeir
tveir, er flestum punktum safna
í umferðinni (að þessu sinni 12
holur) bera svo sigur úr býtum.
Metþátttaka var í þetta sinn. Alls
voru 44 kylfingar mættir til leiks
þar af 6 frá Golfklúbbi Suður-
nesja. Kylfingar höfðu valið sig
frjálst saman og leiknar voru 12
holur án forgjafar. Tveir kylfing
ar báru af og léku af miklu ör-
yggi. Báðir tveir eru nýliðar, sem
tekið hafa stórstígum framförum
og eru nú í röð beztu kylfinga
G.R. Þessir kylfingar, þ.e. Gunn-
ísfirðingar
unnu 5:1
ÍSFIRÐINGAR báru sigur úr být
um í hinni hörðu ba'á'.tu um
tilverurétt í 2. deild. Þeir sigr-
uðu Siglfirðinga með 5:1. í háif
leik var staðan 1:1.
Reykjanesmótið
FYRSTA umferð Reykjanesmóts
ins var leikin í síðustu viku.
Undanúrslit verða í þessari viku
og leikið er heima og heiman.
Úrslit leikja í 1. umferð voru
þessi:
5. flokkur:
Haukar — KFK 2:1 2:5
UMFK — UMFN 4:0 4:2
FH — Stjarnan 4:0 0:3
í undanúrslit komast: KFK
6:4, UMFK 8:2, FH 8:0 og Breiða
blik 3:2.
4. flokkur:
UMFN — FH 0:5 Gef.
UMFK — KFK 0:4 3:1
Grótta — Haukar 11:0 1:2
Breiðablik — Stjarnan 3:0 1:1
í undanúrslit komast: FH 5:0,
KFK 5:3, Grótta 12:2 og Breiða-
blik 4:1.
3. flokkur:
Breiðablik — UMFN 4:0
Stjarnan — Haukar 1:1 2:1
KFK — FH 0:4 0:3
Grótta — UMFK 0:2 Gef.
í undanúrslit komast: Breiða-
blik, Stjarnan 3:2, FH 7:0 og
UMFK 2:0.
Undanúrslitin verða leikin í
þessari viku, en lokaúrslitaleik-
irnir byrja n.k. laugardag. í und-
anúrslitunum leika saman í 5.
flokki KFK—Breiðablik og
UMFK--FH. í 4. flokki Breiða-
blik—FH og KFK—Grótta og í
3. flokki Breiðablik—UMFK og
Stjarnan—FH.
laugur Ragnarsson og Jón Þór
Ólafsson hlutu 21 punkt, sem er
mjög góður árangur, og urðu því
sigurvegarar í þessari keppni. 6
tvíliðar komu síðan næstir með
19 punkta. Þeir voru:
Hafsteinn Þorgeirsson og Jó-
hann Eyjólfsson.
Haukur Guðmundsson og
Sveinn Gíslason.
Arnkell B. Guðmundsson og
Ólafur Ágúst Ólafsson.
Hólmgeir Guðmundsson og Jón
Þorsteinsson frá G.S.
Hörður Guðmundsson og Jó-
hann Benediktsson einnig frá
G.S.
Þorvarður Árnason og Tómas
Árnason.
Þetta er nokkuð kátbrosleg I
mynd frá knattspyrnuleik, en
þar gerast oft atvik snögg-
lega, sem ljósmyndavélin ein
festir, en áhorfendur eygja
varla. Hér fór knötturinn í
mark Vals, en markið var ó-
löglegt þar sem dómarinn
taldi Gunnar Felixson hafa
stjakað við Sigurði markverði
— og það virðist hafa verið
svo um munar, ef myndin seg
ir rétta sögu. Liðin skildu jöfn
2-2 í þófkenndum leik.
Keppni þessi mæltist afar vel
fyrir enda er hún sú eina sinnar
tegundar á keppnisskrá GJt.
Sjaldan hefur keppnistímabil
G.R. hafizt með þvilíkum krafti
og í ár og vonandi heldur þessi
vænlega þróun áfram út sumar-
ið, sem nú fer í hönd.
Velheppnað víðavangs
hlaup þeirra yngstu
LAUGARDAGINN 25. maí sl.
fór fram á vegum ÍR all nýstár-
legt víðavangshlaup fyrir yngstu
meðlimi félagsins.
Keppnin fór fram í Vatns-
mýrinni í ágætis veðri og mættu
rúmlega 40 ungir og efnilegir
hlaupagarpar til keppni í hinum
ýmsu aldursflokkum.
Leið sú ,sem hlaupin var, var
lögð af þjálfara ÍR-inga Guð-
mundi Þórarinssyni, og var hún
all skemmtileg og var hægt að
fylgjast svo til alla leiðina með
hlaupurunum.
Hinn kunni hlaupari ÍR-inga
Þórarinn Arnórsson hafði mikið
að gera, en hann hljóp fyrir og
stjórnaði hraða hlaupsins fyrst í
hverri keppni. Þessi takmörkun
byrjunarhraðans tókst mjög vel
og allir, sem þátt tóku í hlaupun
um, komu í mark vel á sig komn-
ir og oft var feikna mikil bar-
átta og spenningur í hlaupun-
um og úrslit ekki ráðin fyrr en á
markalínunni.
Þetta var merk og þörf nýjung,
sem ÍR-ingar komu þarna með
fyrir yngstu meðlimi sína og
tókust hlaupin í alla staði mjög
vel, og var hinum mörgu þátt-
takendum og þeim fáu áhorfend
um, sem höfðu lagt leið sína í
Vatnsmýrina þennan laugardags
eftirmiðdag, til mikillar skemmt
unar. Óskum við þessu hlaupi
langlífis, helzt opnu fyrir alla.
Slík hlaup eiga fyllilega rétt
á sér og ættu að sjást af stórum
hóp áhorfenda. Slík keppnisgleði,
sem þar kemur fram, sést ekki
oft.
Úrslit urðu sem hér segir:
Drengir fæddir 1959 (ca 990 m)
1. Snorri Gissurarson5:09.0 mín.
2. Ólafur Ingvarsson
Drengir fæddir 1958 (ca 1000
m) 1. Friðrik Á. Ólafsson 5:12.5
mín. 2. Vörður Þórisson 5:13.0.
Drengir fæddir 1957 (ca 1100
m) 1. Elvar Ólafsson 5:10.5 min.
2. Jón F. Jóhannsson.
Drengir fæddir 1956 (ca 1200
m) 1. Birgir S. Jónsson 6:18.6 m.
2. Sigmundur Ásmundarson.
Drengir fæddir 1955 (ca. 1300
m.) 1. Friðrik Friðriksson 6:07.0
mín. 2. Kristinn Björnsson
6:08.2 mín.
Drengir fæddir 1954 (ca 1500
m) 1. Friðgeir Hólm 7:47.0 mín.
2. Þorsteinn Kristjánsson.
Drengir fæddir 1953 (ca. 1500
m.) 1. Sigurður A. Þórðarson
7:02.6 mín.
Stúlkur fæddar 1956 (ca 1200
m.) 1. Valgerður Skúladóttir
6:29.0 mín. 2. Ólöf Einarsdóttir.
Stúlkur fæddar 1955 (ca 1300
m) 1. Kristín Þorsteinsdóttir
7:15.0.
Stúlkur fæddar 1954 (ca 1300
m) 1. Katrín Hilmarsdóttir
6:53.6. min.
Að slík víðavangshlaup ungl-
inga og barna hafa sitt gildi sýn-
ir það, að ekki hálfri viku eftir
þessa keppni ÍR-inga fór fram
samskonar hlaup á Selfossi og
þar voru þátttakendur rúmlega
60 að tölu.