Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 19« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. FLUGVÖLLUR Á ÁLFTANESI? TVTokkrar umræður hafa orðið undanfarið um gerð nýs flugvallar á Álftanesi og hef- ur sitt sýnzt hverjum, eins og alltaf er, þegar ný mál eru á dagskrá. Morgunblaðið hefur áður fjallað um Álftanesflug- völl í forystugreinum sínum og skulu þau skrif ekki rifj- uð upp hér. Þess má þó geta, að blaðið hefur heldur hall- azt að þeirri skoðun, að nýta beri Reykjavíkur- og Kefla- víkurflugyelli eins og unnt er, því að flugvallargerð er dýrt fyrirtæki og margt ann að meira aðkallandi á íslandi en að hefja gerð nýs flug- vallar. Keflavíkurflugvöllur er án efa einn fullkomnasti flug- völlur, sem byggður hefur verið, enda hafa fjárframlög til hans numið þúsundum milljóna króna, ef rétt er það sem sérfræðingar halda fram. Ættum við auðvitað að kapp- kosta að nýta hann sem bezt, enda engin neyð nú þeg- ar mjög greiðfær vegur hefur verið lagður milli Reykjavík- ur og Keflavíkur. Sannast sagna tekur skemmri tíma að aka milli þessara tveggja staða heldur en milli flug- valla og miðborga í flestum öðrum löndum. Reykjavíkurflugvöllur hef- ur gegnt mikilvægu hlut- verki. Þegar hann var gerður, var það gert í trássi við borg- arstjórn Reykjavíkur, en hern aðarástand ríkti þá á íslandi og kom hernámsliðið vilja sínum fram. Það hefur sýnt sig að flugvöllurinn hefur reynzt notadrýgri en ráð var fyrir gert í upphafi og mjög hentugur fyrir innanlands- flug, því að skamman tíma tekur að aka út á flugvöll- inn úr miðborg Reykjavíkur. Vafalaust eru flestir þeirrar skoðunar að nota beri Reykja víkurflugvöll eins lengi og unnt er, enda þótt menn greini á um óþægindin af honum. Sumir vilja leggja höfuðkapp á að losna við flugvöllinn svo nærri borg- inni, benda t.d. á óþægindi sjúkrahúsa af honum, og hafa þeir menn vafalaust ýmislegt til síns máls. Hugmyndin um nýjan flug völl á Álftanesi er ekki ný af nálinni. Hún skaut upp koll- inum fyrir nokkrum árum. Auðvitað hefur menn greint á um, hvort nauðsyn beri til að hefja gerð flugvallar á Álftanesi, en hann mundi geta annað innanlandsflugi, auk utanlandsflugs til Ev- rópu, þó að stærstu flugvél- ar á Bandaríkjaleiðinni gætu ekki notað hann. Auðvitað ber okkar kyn- slóð að sjá langt fram í tím- ann og hugleiða, hvað væn- legast er til úrbóta, ekki sízt í flugvallamálum. En margt er ógert í þessu landi og þarf ekki annað en líta á vega- kerfið, sem á næstu árum mun krefjast þess, að fram- lög til vegagerðar nemi hundruð milljónum króna, ef vel á að vera. Auk þess eru ýmis önnur brýn óleyst verk- efni sem blasa við, svo sem bygging Alþingishúss. BÆTTUR AÐBÚNAÐUR Á ÞINGVÖLLUM /Áft hefur verið rætt og rit- að um nauðsyn þess að bæta aðbúnað ferðamanna á Þingvöllum. Þingvellir eru helgasti staður þjóðarinnar og nauðsynlegt, að þar sé sæmileg mannvirkjagerð, svo að ekki sé meira sagt. Und- anfarin ár hefur oft og tíð- um verið rætt um að reisa hótel á Þingvöllum, svo að reisn staðarins aukist frá því sem verið hefur. Reynt hefur verið undanfarin ár að reka hótel í gömlu Valhöll, en það mun ekki verða til frambúð- ar. Nú hefur Alþingi, ef rétt er skilið, óskað eftir því við nefnd þá, sem falið hefur ver- ið að gera tillögur um hátíða- höldin á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar, að hún beiti sér fyrir því, að komið verði á fót sæmilegum gististað á Þingvöllum. Ekki hefur enn heyrzt frá nefndinni um mál þetta, en væntanlega munu línur skýrast, áður en langt um líður. í umræðum um til- lögur nefndarinnar á Alþingi kom skýrt í ljós, að alþingis- menn ætlast til þess að Þing- vellir séu húsaðir á þann veg sem þjóðinni er til sóma. Til- laga um þjóðarhús á Alþingi virtist aftur á móti fá lítinn sem engan byr og er hún því úr sögunni eins og nú er hátt- að. En sæmilegur gististaður á Þingvöllum er aftur á móti brýnt verkefni, sem þjóðhá- tíðarnefnd verður að fjalla um og þá í samræmi við ósk- ir Alþingis. „Nú er ég fimmtán barna faðir" — segir Edward Kennedy, þegar hann er spurður um framtíðaráœt/anirnar — Kennedyfjölskyldan sögð vilja að hann komi hvergi nœrri stjórnmálum ÞÁ er kosningabaráttan í Bandaríkjunum hafin að nýju eftir nokkurra daga hlé vegna morðsins á Robert Kennedy, en búast má við, að skuggi morðsins hvíli yfir henni það, sem eftir er bar- áttutímans fram að flokks- þingunum, þar sem frambjóð endur flokkanna verða endan- lega útvaldir.. Stjórnmálafréttaritarar segj ast hvarvetan, bæði meðal frambjóðenda og stuðnings- manna þeirra, verða varir áhugaleysis og deyfðar, sem eigi rætur að rekja til þess áfalls, sem morðið hefur orðið þeim. Þar við bætist, að frambjóðendum hefur nú ver ið fengin öflug lögregluvernd og minnir það menn stöðugt á það, sem undan er gengið. Og það, sem menn nú ræða um, fyrst og fremst, er klofning- urinn í bandaríska þjóðfélag- inu og öryggisleysi um fram- tíðina. Fyrst eftir að Robert Kennedy var skotinn, komu fram þær raddir, að nú mundi Edward, bróðir hans, taka upp merki Kennedyanna og freista þess að bera hug- sjónakyndil þeirra fram til sigurs. Rifjuð voru upp þau ummæli, að þá einn bræðr- anna félli frá, tæki hinn næsti við. Margir töldu sennilegt, að Edward Kennedy yrði boð ið að fara fram sem varafor- setaefni demókrata. En ekkert bendir enn til þess að sú verði þróun málanna. Aðalstöðvar Roberts Kenne- dys virðast nú í upplausn og helztu forystumenn í þeim herbúðum sagðir helzt á því að hætta alveg afskiptum af stjórnmálum. Eitt bandarisku dagblaðanna lét svo ummælt, að sennilega þætti þeim nú nóg komið að hafa horft á tvo Kennedy-bræðranna skotna. Þeim, sem sáu og heyrðu Edward Kennedy halda minn ingarræðuna um bróður sinn í St. Patrecks kirkjunni sl. laugardag ,hefur orðið tíðrætt um þau djúpu áhrif, sem hann hafði. Orð hans voru í senn átakanleg og magn- þrungin og það duldist eng- um, að þar stóð maður, sem gæti haft mikið aðdráttarafl sem stjórnmálamaður og orð- ið þjóð sinni mikilhæfur for- ystumaður. En má Kennedy-fjölskyld- an við því að sjá á eftir Ed- ward Kennedy í baráttu stjórnmálanna? Sagt er, að Edward hafi svarað því sjálf- ur, er hann var spurður hvað hann hyggðist fyrir, að hann væri nú fimmtán barna faðir. Og víst er, að fjölskyldan stæði eftir sem höfuðlaus her, ef hans missti við. Enda hefur nákominn vinur fjölskyldunn ar, Hennan erkibiskup, látið uppi í viðtali, að innan fjöl- skyldunnar sé sú skoðun ríkj- andi, eins og stendur, að Ed- ward Kennedy eigi ekki að koma nærri stjórnmálum, a.m.k. ekki í bráð, svo mjög þurfi börnin öll, — þrjú börn hans sjálfs, tvö börn Johns, forseta, og tíu börn Roberts eða raunar ellefu, því Ethel Kennedy gengur með ellefta barnið — á föðurlegri um- sjón hans að halda. Hvert fer fylgið? Nú eru þeir aðeins tveir eftir, sem keppa um framboð fyrir demókrataflokkinn, Hu- bert Humphrey og Eugene Mc Carthy, og menn velta því fyrir sér, hvorn þeirra stuðningsmenn Roberts Kennedys muni styðja, er til kemur. Úrslit skoðanakönn- unar, sem „New York Times“ lét gera um síðustu helgi, bentu til þess að Humphrey mætti teljast viss um sigur; Robert Kennedy hann gæti reiknað með- at- kvæðum 1600 fulltrúa á flokksþinginu , eða um 300 fleiri en hann þyrfti. Sama skoðanakönnun benti til þess, að aðeins 75 fulltrúar ,er stutt hefðu Kennedy, mundu styðja McCarthy. Hann sjálf- ur kveðst ekki trúa á þessa könnun og ætlar að halda baráttunni áfram óhikað. Nákominn vinur Kennedy- bræðranna, Arthur Schlesing- er, hefur harðlega gagnrýnt þá báða, Humphrey og Mc Carthy, og segir, að tryggum stuðningsmönnum Roberts Kennedys sé mikill vandi á höndum. Tvö helztu baráttu- mál Roberts Kennedys hafi verið styrjöldin í Vietnam og misréttið í þjóðfélaginu, ekki sízt ástandið meðal blökku- manna. MeCarthy hafi ágæt- ar skoðanir, að því er styrj- öldina varðar, en hann hafi aldrei sýnt neinn sérstakan áhuga á því að bæta kjör blökkumanna. Hubert Hump- hrey hafi hins vegar áður fyrr verið ötull talsmaður aukinna réttinda blökku- manna og annarra lítilsmeg- andi í þjóðfélaginu en áfram haldandi stuðningur hans við stefnu Johnsons í Vietnam geri hann lítt eftirsóknarverð an í augum manna Kennedys. NÁTTÚRU- FRÆÐIKENNSLA í HÁSKÓLANUM egar Kennaraskólanum var slitið í 60. sinn í fyrradag, skýrði menntamálaráðherra frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að næsta haust yrði hafin í Háskóla íslands kennsla til B.A.-prófs í nátt- úrufræðum, þ.e. í líffræði, landafræði og jarðfræði. Má fullyrða að hér hafi verið stigið hið merkasta spor í menntamálum. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, sagði, þegar Morgunblaðið ræddi mál þetta við hann í fyrradag, að skortur á kennurum í fram- haldsskólum hefði verið mik- ill, og því talið æskilegt að Háskóli íslands tæki mennt- un þeirra að sér. Sagði ráð- herrann að ríkisstjórnin hefði nýlega samþykkt að hefja framkvæmd þessa máls næsta haust, og er ánægjulegt til þess að vita að tilkynning um hina nýju deild við háskól- ann skyldi hafa verið flutt fyrsta hópi nýrra stúdenta frá Kenaraskóla íslands. Menntamálaráðherra sagði að lokum í samtali við Morg- unblaðið: „Nú, þegar ákveð- ið hefur verið að efna til há- skólakennslu í náttúrufræð- um tel ég, að athuga eigi að nýju hvort ekki sé skynsam- legt að sameina náttúrufræði stofnunina háskólanum, enda er nú komin reynsla á rekst- ur háskólastofnanna, eins og Raunvísindastofnunina. En náttúrufræðikennsla mun hefjast í háskólanum í haust.“ Morgunblaðið fagnar því að þetta spor hefur verið stig ið og ný deild í náttúrufræð- um stofnuð við Háskóla ís- lands. Væri betur að svo föstum tökum væri tekið á ýmsum öðrum þáttum í fræðslukerfi okkar. London. 11. júní AO f Bretlandi hafa stúdentar og námsmenn við tíu háskóla og framhaldsskóla hafið aðgerðir til áréttingar kröfum sínum um breytingar á skipan skólanna. Hafa aðgerðir þessar verið skipu legar og friðsamlegar til þessa, — og heldur fámennar sé miðað við það, sem annars staðar hef- ur gerzt. f Hull til dæmis voru það aðeins um 200 stúdentar, sem tóku sér bólfestu í háskólabygg ingunni og neituðu að hleypa inn vararektor skólans. Hafa þeir verið þarna í fjóra daga. í Brist boðuðu stúdentalei'ðtogar til fjöldafundar til að ræða kröfur stúdenta, en þar mættu aðeins hundrað af 2000 stúdentum í skólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.