Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐŒÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1968 13 GAMAN AÐ LIFA >Að ER óneitanlega dálítið gam an að lifa þessa dagana í Reykja vík. Leiðinlegur vetur genginn veg allrar veraldar, farið að hlýna í veðri og sól komin hátt á loft. Gróðurinn er óðum að klæða landið og bjartsýnin, sem íslendingum er í blóð borin, ei aftur farin að lyfta huga og hönd til nýrra átaka. í Lista mannaskálanum hefur verið opn uð sýning á 26 málverkum eftir sjálfan Kjarval, og eru það í sjálfu sér mrkil tíðindi, því að það er ekki oft, sem fólki gefst tækifæri tíl að sjá afrek þessa aldna meistara, sem eru mjög dreifð og mörg lokuð inni á einkaheimilum um allt land. En þarna gefur að líta einkar merki legt safn af mörgum mestu verk um Kjarvals, það er þvi ekki of- sögum sagt, að hann bókstaf- lega brilleri í Listamannaskálan um, eins og stendur. Það er ó- þarfi fyrir mig að fara að skrifa hér langt mál um list Kjarvals, það hef ég gert hér nokkrum sinnum áður í þetta blað, en þessi fáu orð að þessu sinni eru aðeins til að vekja eftir- tekt á þeim tveimur merkilegu sýningum, sem eru á boðstólum fyrir borgarbúa þessa dagana. Það verður fjallað seinna um list Kjarvals hér í Morgunblað- inu. Því eru þessar línur, eins og áður segir ekki nema smá- vægileg ábending. Já, það er gaman að lifa, eins og eitt af mestu listaverkum Kjarvals heitir, sem nú er til sýnis í Listamannaskálanum. í nýbyggingu Menntaskólans hafa Hollendingar efnt til sýn- ingar á eftirprentunum á svart- list úr svartlistadeild Ríkissafns ins í Amsterdam. Hvorki meira né minna. Ég veit ekki, hvort allir gera sér ljóst, hve hér er merkilegur hlutur á ferð, og hve einstakt tækifæri er hér til að kynnast blómaskeiði í listasögu Hollands, því blómaskeiði, sem gert hefur þessa dvergþjóð að einu öflugasta andlega veldi ver aldar og hafið hana í æðra veldi. Við íslendingar þekkjum yfir- leitt ekki mikið til menningar Hollendinga, en við þekkjum þá sem harðgerða sjómenn og á- gæta bruggara, fyrirmyndar framleiðendur og verzlunarmenn en ég efa, að nokkur hollenzk Ust sé til í þessu landi. Ef svo er, er það svo teljandi lítið, að það tekur því ekki að minnast á það. Að vísu eru þetta eftirprent- anir, sem sýndar eru í Mennta- skólanum, en þær munu gerðar sérstaklega til að geta sýnt þær á slíkum sýningum og hér um ræðir, en eru ekki gerðar fyrir almennan markað. Þetta eitt sýn ir, hve verkið er vandað og ekki verður annað séð en að þessar eftirprentanir gefi fyllilega mýkt og styrk línunum í þeim teikningum, sem sýndar eru. Það er dálítið annað að skoða teikn- ingu en málverk. Það er því auðvitað er gert af færustu mönnum. Mér dettur ekki til hugar að fara að telja hér upp nöfn og númer á þessum listaverkum. Sjón er sögu ríkari, og þeir, sem unna góðri myndlist, verða ekki sviknir af að sjá þessi hollenzku listaverk, sem ekki láta mikið yfir sér, en eru þess merkilegri við náin kynni. Það er aðeins eitt, sem fór svo lítið í mínar fínu taugar, þarna sýningar, Kjarval og hollenzik- ir meistarar, eru miklir viðburð ir í menningu líðandi stundar. Það er því einstakt að geta sagt um Reykjavíkurborg í júní 1968: Þar sýna Kjarval og Rem- brandt samtímis. Það er því eins og ég sagði í upphafi þess* skrifs, Gaman að lifa. Valtýr Pétursson. Jóhannes Kjarval: Gaman lað lifa. miður ekki lögð sú rækt við svartlist og teikningar á þessu landi sem skyldi, og er það eitt af því óskiljanlegum og sérstæð- um fyrirbrigðum í þjóðlífi ís- lendinga. En hvað um það, þetta mun standa til bóta, og vonandi verður ekki langt, þar til við höfum eignast okkar svartlist, eins og aðrar þjóðir. En þar sem gróin myndlistamenning er fyrir hendi, er svartlist ekki sett skör neðar en önnur myndlist, og sannast það vel af þeirri sýn- ingu, sem Hollendingar hafa fært okkur að þessu sinni. Þessi sýning spannar tímabil, sem er nær fjórar aldir, og þar getur að líta verk eftir marga fremstu meistara Hollands í svartlist og málaralist, sem hald izt hafa að jafnaði í hendur. Rembrandt t.d., þessi meistari allra tíma í málverkinu, var einn ig með fremstu, ef ekki fremstur svartlistarmaður bæði fyrr og síðar. Hann á þarna nokkur verk, sem eru í einu orði sagt ævintýraleg. Þarna eru verk eft ir eins ólíka meistara og van Heemskerck og Avercamp, Jan van der Heyden og Jacob de Wit. Þeir, sem eitthvað þekkja til, sjá vel á þessu, að ekki vantar breidd í þetta val, sem í nýbyggingu Menntaskólans. Það var eins og vantaði ramma og betri aðhlynníngu að þessum listaverkum, og svo voru vegg- irnir þarna inni ósköp leiðin- lega kámaðir og óhreinir eftir skemmtanalíf vetrarins. Að lokum langar mig til að taka það fram, að þessar tvær Nóbelsslcáldið Salva- tore Quasimodo látinn Napólí, 14. júní. SALVATORE Quasimodo, bókmenntaverðlaunahafi Nób els árið 1959 lézt í Amalfi á Ítalíu í dag, 66 ára að aldri. Quasimodo var í Amalfi til að sitja bókmenntaráðstefnu þar, er hann veiktizt skyndilega og lézt á leiðinni í sjúkrahús. Quasimodo var eitt af fremstu ljóðskáldum og rithöfundum Ítalíu sinna tíma. Er skýrt hafði verið frá því í októberlok árið 1959, að Quasimodo hefði verið veitt Nóbelsverðlaunin sendi Morg- unblaðið skáldinu heilla- skeyti og bað það jafnframt að svara nokkrum spurning- um. Varð skáldið fúsalega við beiðni Mbl. og fara spurning- ar og svörin hér á eftir. „Hafið þér haft nokkur kynni af íslendingasögunum eða öðrum bókmenntum ís- lendingá?“ Svar. Því miður ’þekkjum við á Ítalíu ekki mikið til ís- lenzkra bókmennta og ljóða. Það væri þess vegna þörf á auknum menningarskiptum milli landanna. „Haldið þér að stefna yðar i 1 jóðlist, sem hefur átt svo erfitt uppráttar, muni verða sigursæl?" Salvatore Quasimodo. Svar: Ég trúi því að Ijóskáld nýju kynslóðarinnar muni tala skýrum rómi um vanda- mál samtíðarmannanna. „Hvað þarf skáldskapur til þess að hann verði sígildur?" Svar: Það er ekki hægt að kenna neinum að verða skáld. „Hvaða álit hafið þér á Krús jeff?“ Svar: Ég tel hann mesta vitring heimsins. - ÞING Framhald af bls. 20 liðnu ári og fæst við rannsókn- ir á maga og endaþarmi. Þar eru teknar litmyndir af innraborði magans hjá fólki, sem leitað hef ur A-stöðvarinnar og verið með sýrulausa maga, enda þykir á- stæða til að fylgjast sérstaklega með því. Þar er einnig framkvæmd lýs- ing upp í endaþarminn á öllum sem leita A-stöðvarinnar. Á því svæði, sem hægt er að rannsaka með þeirri skoðun, myndast 75- 80 allra krabbameina í þörm- um. Þetta er því þýðingarmikil rannsókn og aðgengilegt að finna meinin á þennan hátt, enda er árangurinn af slíkum fjöldarann sóknum á sumum stöðum allt að því eins mikill og af leit að leg- hálskrabbameininu. Cramwinkel skipherra (t.v. og Suurenbroek sjóliðsforingi virða fyrir sér ævisögu de Ruyters aðmíráls. Hollenzka beitiskipið de Ruyter í heimsókn Sjálfsmynd eftir Rembrandt. HOLLENDINGURINN de Ruyter, sem uppi var á 17. öld er talinn merkasti sjóliðs foringi hins gamla sjóveldis þess tíma. Sitt mesta afrek vann hann árið 1667, þegar hann sigldi upp Temsá, að Lundúnum eyðilagði mikinn hluta flota Englendinga, sem lá við festar, og hvarf á brott með flaggskip enska flotans. Hafa HoUendingar síðan geymt hluta af stefni flaggskipsins sem eitt sinna ástsælustu stríðsminnismerkja De Ruyter aðmíráll lézt í orrustu á Miðjarðarhafi við Sírakúsu tíu árum seinna og var jarðsettur í þeirri kirkju Hollendinga, sem geymirjarð neskar leifar stórmenna þjóð arinnar. Hollendingar hafa mjög haldið á loft minningu síns ástsæla aðmíráls og í gær kom til Reykjavíkur í kurt- iesisheimsókn hollenzkt beiti- skip, sem ber nafn hans. Er það tæpar 10 þús. lestir að stærð. Beitiskipið fer héðan 17. júní. Blaðamönnuim var boðið að skoða beitiskipið í gær. Sagði skipherra, O Cramwincel, að byrjað hefði verið á smíði skipsins fyrir stríð, en smíð- in stöðvaðist meðan á ófriðn- um stóð. Að vísu hefðu Þjóð- verjar reynt að ljúka smíð- inni, en hollenzku verkamenn irnir sáu til þess, að svo varð ekki. Eftir stríð var smíðimv haldið áfram og henni lokið 1953. Cramwincel sagði, að skipið væri mjög vandað að allri garð, bæði væri það af- bragðs sjóskip og eins væri gott stál í því, hann sagðist vera viss um, að vélarnar færu fyrr en skrokkurinn. Cramwincel sigldi de Ruyt er frá Hollandi 4. júní s.l. Hélt hann skipinu fyrst til æfinga, enda eru 60 miðskips menn á skipinu, en auk þeirra eru 60 liðsforingjar, 225 und irforingjar auk 400 sjóliða um borð. Þaðan var siglt til íslands og sagði skipherra, að þeir hefðu hreppt milklar þokur á leiðinni, svo að þeim hefði ekki þótt ráðlegt að sigla norður fyrir ísland eins og upphaflega var gert ráð fyr- ir vegna íss. Þó hefðu þeir siglt norður fyrir heimskauts baug, og samkvæmt holl enskri venju málaði yngsti miðskipsmaðurinn fnemsta hluta stefnisins bláan. Cramwincel skipherra kvaðst fagna því, að hafa haft tækifæri til þess aðheim sækja Revkjavík á skipi sínu og vonaðist til þess, að heim- sókn skipsins yrði til þess að efla betur kynni Hollands og íslands. Árni Kristjánsson ræðis- maður Hollendinga hefur und irbúið dagskrá heimsóknarinn ar. Mun áhöfnin fara í kynn isferðir um nágrenni Reykja- vikur. Auk þess eiga yfir- menn beitiskipsins óformleg- ar og formlsgar viðræður við ráðamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.