Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 19«!
Þessi mynd er tekin i bás Slysavarnaféiagsins á sýningunni íslendingar og hafið og sýnir hluta
þess er félagið sýnir. Fyrir miðju sést þyrla vera að bjarga mönnum í gúmbjörgunarbát og til
vinstri sést líkan af björgun úr strönduðum togara við brimaða strönd. Ýmsar myndir frá starfi
félagsins eru á veggjum.
„Íslendingar og hafið44
Dagur Slysavarnafélagsins í dag
— með flugeldasýningu og
skemmtidagskrá kl. 20,30
ívar Guðmundsson
iréttastjóri Útvarpsins
f DAG er dagur Slysavarnafé-
lags fslands á sýningunni „fslend
ingar og hafið.“ Bás Slysavama-
félagins er byggður upp á tækj-
um félagsins, ýmsum líkönum
og myndum úr starfi félagsins.
Mjög skemmtilega gerð líkön
eru í básnum af þyrlu, seem er
að bjarga mönnum úr gúmmi-
bát og er þyrlan í gangi og einn
ig er líkan af björgun úr strönd
uðum togara með öllum tilheyr-
andi útbúnaði. í bás félagsins
verða menn frá Slysavarnafélag
inu og munu þeir segja frá sýn-
ingarmunum.
Þá mun Slysavarnafélagið
sýna í Laugarásbíói kl. 3 í dag
kvikmyndirnar „Björgunin við
Látrabjarg“ og „Meðferð gúmmí
björgunarbáta", og er aðgangur
ókeypis.
Sérstök skemmti- og fræðslu-
dagskrá verður í Laugardalshöll
í kvöld og hefst hún kl. 20.30
með eftirfarandi atriðum: Gunn
ar Friðriksson, forseti S.V.F.Í.,
flytur ávarp, kynning á bás S.V.
F.f., björgunarbátur blásinn upp
með háþrýstiflösku, mönnum
bjargað í stól yfir sýningarsal-
inn upp á áhorfendapalla, Eygló
Viktorsdóttir syngur og Bíó trí-
ó syngur og leikur. Hannes Haf-
stein mun stjóma skemmtun
Slysavarnafélagsins.
KI. 22 verða sýnd reykblys,
svifblys, handblys og merkjaskot
fyrir utan Laugardalshöll. Ugg-
laust munu margir fylgjast með
dagskrá Slysavarnafélagsins og
flugeldasýningu.
Deildir Slysavarnafélagsins
voru 206 árið 1967, þar af 26
kvennadeildir, og heildarfélaga
tala var 30.157. Sæluhús og skips
brotsmannaskýli á vegum Slysa-
varnafélagsins voru þá 51, og
björgunartæki hefur félagið nú
handbær á samtals 149 stöðum
á landinu. Félagið á ennfrem-
ur, eða í aðild með öðrum, 4
björgunarskip, 3 minni mótor-
báta og 14 brimbáta, 3 sjúkra-
eða leitarflugvélar og eina þyrlu.
Á undanförnum 40 árum hefur
Slysavarnafélagið og aðrir aðil-
ar hér á landi bjargað samtals
Framhald á bls. 31
í FRÉTTATTKYNNINGU, sem
Mbl. barst í gær frá menntamála-
ráðuneytinu, segir á þessa leyð:
„Staða fréttastjóra Ríkisút-
varpsins var auglýst laus til um-
sóknar í Lögbirtingablaði nr.
18, 1968, og rann umsóknarfrest-
ur út hinn 15. apríl sl.
Listkynning
n Hnll-
veigarstöðum
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt fréttatilkynning frá Menn-
ingar- og friðarsamtökum ís-
lenzkra kvenna, þar sem þess er
getið, að samtökin ætli að efna
til listkynningar í tilefni af 17.
júní, þjóðhátíðardegi íslands.
Hefst kynningin í dag að Hall-
veigarstöðum og henni lýkur 17.
júní.
Eftirtaldir listamenn sýna
verk sín á kynningunni: Drífa
Viðar, listmálari, Eyborg Guð-
mundsdóttir listmálari, Guð-
munda Andrésdóttir, listmálari,
Hafsteinn Austmann, listmálari,
Sverrir Haraldsson, listmálari,
Valgerður Bergsdóttir, listmálari,
Ólöf Pálsdóttir, myndhöggvari
og listakonurnar Vigdís Kristjáns
dóttir og Ásgerður Búadóttir
sýna myndvefnað.
Á kynningunni koma auk þess
fram: Ásdís Þorsteinsdóttir og
Agnes Löve, sem leika samleik
á fiðlu og píanó. Helga Hjörvar
og Sólveig Hauksdóttir, leikkon-
ur, sem lesa upp. Auður Guð-
mundsdóttir, leikkona sér um
kvöldvöku. Edda Þórarinsdóttir,
leikkona, flytur íslenzka söngva
með undirleik Láru Rafnsdótt-
ur. Þær flytja 3 ljóð eftir Stein
Steinarr, lög eftir Jón Ingva
Ingvason og Atla Heimi Sveins-
son, eitt ljóð eftir Halldóru B.
Björnsson, lag eftir Jórunni Við-
ar. Þá les Guðrún Stephensen,
leikkona, kafla úr Pétri Gaut.
Tvær umsóknir bárust um stöð
una, frá ívari Guðmundssyni,
blaðafulltrúa og Margréti Indriða
dóttur, varafréttastjóra.
ívar Guðmundsson, blaðafull-
trúi, hefur í dag verið skipaður
fréttastjóri Ríkisútvarpsins frá 1.
janúar 1969 að telja“.
Ivar Guðmundsson
ívar Guðmundsson er fæddur
í Reykjavík 1912. Frá 1934 til
1951 var hann blaðamaður og
fréttaritstjóri við Morgunblaðið,
en tók síðan við blaðafulltrúa-
starfi hjá upplýsingadeild Sam-
einuðu þjóðanna í New York.
Frá 1955 til 1960 var hann vara-
forstjóri upplýsingaskrifstofu
SÞ fyrir Norðurlönd í Kaup-
mannahöfn og 1960-61 blaðafull-
trúi forseta Allsherjarþings SíÞ
í New York. 1961 tók hann við
forstjórastöðu við upplýsinga-
skrifstofu SÞ fyrir Pakistan í
Karachi, en tók síðan við for-
stjórastöðu við upplýsingaskrif-
stofu SÞ á Norðurlöndum. Að
undanförnu hefur ívar unnið hjá
SÞ í New York.
ívar Guðmundsson átti sæti í
stjórn Blaðamannafélags íslands
öðru hvoru á árunum 1935 til
1951 og var formaður þess um
skeið. Kona hans er Barbara,
dóttir Holly Hannah, frá Winni-
peg í Kanada.
Imre Nagys
Örlög
ÞEIR atburðir rsem í október
mánuffi 1956 gerffust í komm-
únistarík.jum Austur-Evrópu
munu eflaust seint líffa úr
minni þeirra, er meff þeim
fylgdust. Uppreisnirnar í Pól-
1 landi og Ungverjalandi skóku
kommúniska heimsveldið svo
rækilega, aff þaff hefur aldrei
beffiff þess bætur. Gerffar voru
uppreisnir gegn ríkjandi
stjómum ©g Moskvustjórnin,
meff Nikita Krúsjeff í broddi
fylkingar, varff aff sætta sig
viff, aff vinsælli menn tækju
viff stjórnartaumunum, a. m.
k. um sinn. f Póllandi tók viff
Wlagislaw Gomulka, í Ung-
verjalandi Imre Nagy. Gom-
ulka situr enn í dag í valda-
stóli og á þó í vök aff verjast.
f Ungverjalandi hins vegar
Iifffi stjóm Nagys affeins
skamma hriff — blófföxi
Rauffa hersins bjó honum
sömu örlög og byltinga þjóff-
arinnar.
Byltingin í Ungverjalandi
hófst hinn 23 október með
fjöldafundum og mótmæla-
göngum gegn ríkjandi stjórn-
arháttum og stjórnvöödum.
Þar var þess krafizt, að Ung-
verjar yrðu óháðari Rússum
og Jýðræði yrði komið á i
1 landinu. Krafizt var frjálsra
kosninga, ritfrelsis og prent-
frelsis. 3t_' rn landsins lýsti
aðgerðirnar ólöglegar en allt
kom fyrir ekki.
Áður en sólarhringur var
liðin, hafði komið til alvar-
legra átaka og nú bárust þær
fréttir, að Imre Nagy hefði
verið fenginn til að taka við
stjórnartaumunum. Hann
hafði áður verið rekin úr emb
aetti forsætisráðherra sökum
þess, að hann þótti of frjáls-
lyndur. Hann fór frá embætti
við skammir og svikabrigzl.
Þótt Nagy væri trúr komm-
únisti, var hann fyrst og
fremst ungverskur þjóðernis-
sinni og hafði setið í fangelsi
fyrir skoðanir sínar. Ljóst var
að hann var fenginn til að
taka við embættinu vegna
þess, að hann var vinsæll með
al fólksins — m. a. vegna bar-
áttu sinnar gegn ofbeldi
kommúnista — og þó talinn
nægilega tryggur kommún-
istaflokknum til að hann
missti ekki öll tök á þjóðinni.
En skipan Nagys ein lægði
ekki öldurnar. Óánægjan var
orðin svo megn, að fólkið vildi
fá frekari tryggingar fyrir
breyttu stjórnarfari. Þegar
ekki linnti kröfum og átök-
um og Ijóst var, að jafnvel
ungverski herinn hafði snúizt
í lið með þjóðinmi, gripu stalín
istar til sinna ráða. Erno
Gero, formaður flokksins, gall
harður stalínisti ákvað í sam-
ráði við Nikita Krúsieff, að
kalla Rauða herinn til bar-
daga gegn ungversku þjóðinni
og her hennar. Gerði hann
þetta án vilja og vitundar
Imre Nagys. Þetta varð síð-
asta verk Gerös í embætti —
skömmu síðar var hann rek-
inn úr því og við tók Janos
Kadar, — sem átti eftir að
svíkja Imre Nagy og leiðtoga
byltingarmanna, Pal Maleter,
í hendur Rússum.
Hinn 25. október taldi ung-
versk alþýða sig hafa sigrað.
Skipt hafði verið um stjórn og
formann kommúnistaflokksins
og Kadar flutti faguryrt ávarp
þar sem hann lofaði því, að
jafnskjótt og eðlilegt ástand
hefði komizt á, yrðu teknir
upp sammingar við Sovétríkin
á jafnréttisgrundvelli og fund
in lausn allra vandamála. En
bardögum var haldið áfram
fram til mánaðamóta og var
ekki annað sýnna en Ungverj-
ar hefðu í fullu tré við að-
komuherinn rauða. 1. nóvem-
ber gekk Nagy á fund rúss-
neska sendiherrans í Búda-
pest og tilkynnti honum, að
samkvæmt kröfu þjóðarinnar
mundu Ungverjar ganga úr
Varsjárbandalaginu og þeir
krefðust þess, að Rússar köll-
uðu her sinn á brott úr land-
inu. Daginn áður hafði hann
lýst því yfir, að aðrir stjórn-
málaflokkar en kommúnista-
flokkurinn mundu fá frelsi til
að starfa og mynduð yrði þjóð
leg stjórn á breiðum grund-
velli. Og senn gat Nagy sagt
landsmönnum sínum þau tíð-
indi, að sóvésku yfirvöldin
hefðu fallizt á að kalla her
sinn heim og í kjölfarið
mundu fylgja aðrar vel þegn-
ar aðgerðir. Hætt yrði við
samyrkjubúskap og verkalýðs
félögin yrðu viðurkennd á
ný.
Næstu daga var Ungverja-
land sjálfstætt ríki. Rússneski
herinn hvarf úr borgum og
lífið í landinu virtist ætla að
taka á sig nýja og frjálsari
mynd.
En stund sjálfstæðisins var
ekki löng. Aðfararnótt 4, nóv.
streymdu rússneskar hersveit.
ir yfir landamærin og þús-
udum skriðdreka og orrustu-
flugvéla var beitt til að bæla
niður uppreisnina. Um morg-
uninn heyrðist síðast frá Imre
Nagy, er hann flutti útvarps-
ávarp og sagði: „Við dögun í
morgun réðust sovézkar her-
sveitir á höfuðborg okkar í
þeim augljósa tilgangi að
steypa hinni lögmætu ung-
versku ríkisstjórn. Hermenn
okkar eiga í bardögum. Ríkis-
stjórnin er á verði. Ég til-
kynni þjóðinni og umheimin-
um þessa staðreynd‘‘.
Þegar dagurinn var að
kvöldi liðinn var ljóst, að
Janos Kadar hafði tekið við
stjórnartaumunum og Imre
Nagy var flúinn í júgóslavn-
eska sendiráðið í Búdapest.
Daginn áður hafði PalMaleter,
leiðtogi byltingarmanna og
nýskipaður landvarnaráð-
herra verið handtekinn, er
hann sat að samningum við
sóvézk yfirvöld.
Nagy dvaldist í júgóslavn-
eska sendiráðinu til 21. nóv.
Þá fór hann þaðan eftir að
Janos Kadar og stjórn íians
höfðu heitið honum því, að
hann gæti farið frjáls ferða
sinna, honum yrði ekkert
rnein gert. En það loforð
reyndist haldlitið. Síðan hef-
ur ekki til Imre Nagys heyrzt.
Honum var rænt á leiðinni úr
sendiráðinu og hann færður
í hendur Rússum. Þeir fluttu
hann ásamt öðrum handtekn-
um forystumönnum uppreisn
armanna, m. a. Fal Maleter
til Rúmeníu og þar voru þeir
teknir af lífi eftir leyniteg
réttarhöld. >