Morgunblaðið - 15.06.1968, Page 23

Morgunblaðið - 15.06.1968, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JTTNI 1968 23 Jón Benediktsson prentari — Sjötugur Ég var víst á fermingaraldri, er ég eitt sinn sem oftar lagði leið mína til Akureyrar, sem var röskum unglingi meira en tveggja stunda ganga heiman frá mér. Þetta var 17. júní, og Ungmennafélag Akureyrar gekkst þá fyrir hátíðahöldum á gamla túninu fyrir ofan Menntaskólann, en keppni í í- þróttum skipaði heiðurssætið í dagskránni. Þá voru hvorki kúrekamyndir né bítlahljómsveitir til komnar, en helztu fyrirmyndir okkar drengjanna voru þá þeir, er af báru í aflraunum eða íþróttum. Síðan hefur mér verið einn lið ur hátíðahaldanna í fersku minni öðrum fremur. Það var 1000 metra hlaup. Ég man, hve þröng in var mikil við „snúruna“, er hlauparanna var beðið. Á undan rann maður allmikill á vöxt, bar hátt höfuðið og sleit snúruna. Þurfti enginn undir honum að ganga að loknu afreki. Mér var sagt, að sigurvegarinn væri Jón Benediktsson í Litla-Garði við Akureyri. Þessi vormaður kvað eiga sjö- tugsafmæli innan tíðar, eða nán- ar tiltekið 15. júní. Persónulega kynntist ég honum ekki fyrri en löngu eftir hlaupið, þegar ég endanlega settist að hér í bæn- um. En þau kynni hafa haldizt óslitin síðan og aldrei borið skugga á. Á þeim árum var Jón Ben. prentari, — eins og hann oftast er nefndur meðal kunnugra, — brennandi í andanum fyrir fram- gangi íþróttalífs í bænum, og þá fyrst og fremst fyrir byggingu íþróttahallar fyrir æskufólk Ak ureyrar. Hann réðist í útgáfu ritaflokks, er hann nefndi ÍÞRÓTTAMÁL, er m.a. fjölluðu um þær íþróttir, er hann taldi vænlegastar til að skapa heil- brigða sál í hraustum líkama, og var sundíþróttin þar á efsta bekk. Engan áróðursmeistara fyrir byggingu íþróttahúss og sundhallar áttum við þá fremri honum, og sjálfur gekk hann á undan við að aka íþróttabygg- KVEÐJA FRÁ SNJÓLAUGU Á 75 ÁRA AFMÆLINU. í dag sé ég þig standa, stóri bróðir við stýrisvöl á knerri þinnar ævi með augu skyggn og seglið hvítt við hún. Úr öllum áttum flögra fuglar góðir sem fylgdu þér á hinum víða sævi og lögðu þér við hjarta dýran dún, svo hlýtt og mjúkt þar yrði jafnan inni og athvarf búið henni systur þinni. ingunni áleiðis með því að gefa til hennar ágóðann af sölu rita sinna. En þótt Jón væri sjálfur lí- kamsræktarmaður og sóldýrk- andi og bæri djúpa virðingu fyr ir hreysti og líkamlegu atgervi, unni hann engu miður andleg- um íþróttum. Málsnjalla og vel ritfæra menn nefnir hann „í- þróttamenn íslenzkrar tungu". Lotning hans fyrir fögru máli kemur gleggst í ljós, er hann sjálfur grípur til pennans, sem oft vill til, og má þá einu gilda, hvort um rímað mál eða órímað er að ræða. Allt verður það að vera hnökralaust. Óþörf nostursemi, segjum við kunningjar hans. En þar má hvorki sjást blettur eða hrukka freniur en á verkum þeim, sem hann hefur nú unnið meira en hálfá öld í einni og sömu prent- smiðju við almenna viðurkenn- ingu. Hér skal svo stinga við fótum. Jóni prentara Benediktssyni óska ég heilla og langlífis um leið og ég þakka honum lengi rækta vináttu, — og eigi síð- ur það, hve hann er góður ís- lendingur. f fardögum 1968, Jakob Ó. Pétursson. Því átti nokkur systir betri bróður? Ég brosi við — og svara þarf eg eigi né leita að orðum til að þakka þér. En þess ég óska, að eins og þú varst góður, eins allt þér verði gott á þessum degi og sérhvern dag þíns lífs sem eftir er. — Og síðast verði segl þitt ljóma vafið, er sálarknörrinn ber þig yfir hafið . AFMÆLISKVEÐJA þessi birtist í blaðinu í gær ,á afmæli Egils, en þá misritaðist nafn hans í fyrirsögn og er kveðjan því birt aftur. Mbl. biður afsökunar á mistökum þessum. - FERÐAMAL Farmih, af bls. 19 fenglegasta hérað landsins í ó- lýsanlegri dýrð bjartrar, logn- kyrrar vornætur. Og svo kom flugferðin til Reykjavíkur um lágnættið. Allt þetta staðfesti enn betur ásetning okkar allra, að vinna af alefli og eindrægni að því, að laða útlenda gesti til Islands og búa svo í haginn, að bæði þeir og við sjálf getum ferðazt um það allt og notið feg urðar þess. — Alkoholisti Framh. af bls. 21 rúmin í öllum íslenzka sjúkra- húsflotanum sem ætluð eru að einhverju leyti þeim alkoholist- um sem að jafnaði vinna sinn fulla vinnudag í þjóðfélaginu, en detta á fyllirí, og má bjarga ef brugðið er skjótt við, en verða ella óvirkir um lengri eða skemmri tíma. Starfstilhögun þarna innfrá lofar góðu, og þótt deildin eigi sér ekki margra missera starf að baki er mér kunnugt um að hún hefir gert mjög mikið gagn. Vísir að sama starfi fyrir drykkjukonur fer fram við mjög erfiðar aðstæður á sama spítala, og þótt furðulegt megi teljast í ljósi þess aðbúnað- ar sem unnið er við hefir samt gætt árangurs af því starfi. Það virðist því þurfa meira en litla öfuguggatækni til að reka deild ir á sama spítala, í sama mark- miði, niðri á Sunnuhvolstúni, og halda henni jafn frábrugðinni í starfsanda og árangri og raun ber vitni. Hælin að Akurhóli á Rangár- völlum og Víðinesi á Kjalamesi eru að mestu leyti geymslur, eða nokkurs konar hringekjur fyrir alkoholista, sálsjúka drykkju- menn og atvinnudrykkjumenn, sem gefið hafa allt annað upp á bátinn. Liggja þau því utan seil- ingar hins virka þjóðfélags, og koma vinnandi stéttum ekki að notum. En sem líknarstofnanir eru þau allrar virðingar verð. Botnlaust væri allt hjal um of drykkjuhjálp í Reykjavík ef lög- reglunnar væri hvergi getið. Drykkjumaðurinn á engan betri vin. Tillitssemi lögreglu við drykkjumenn og aðstandendur er frábær. Og það þarf að mín- um dómi ekkert um að bæta, nema, já nema því sem öllu máli skiptir, en það er aðstaða lögreglunnar til að veita þá hjálp sem hún fúsust allra vill veita. Húsnæðiskostur lögregl- unnar leyfir ekki þetta líknar- starf. Síðumúla-stofnunin er oft rekin á persónulega ábyrgð um- sjónarmanna þegar þeir hlaupa undir bagga í stór vandræðum — jafnt að beiðni einstaklinga sem og sjálfra Ríkissjúkrahúsanna. Sennilega kunna þeir mörg rað þeir góðu herrar, bæði gömlu kj allaraverðirnir, tugthúsverðirn ir, og hinir, sem húsum ráða í „Síðumúla“. Það sem þarf að gera til að afmá sinnuleysisstimpilinn í of- drykkjuvörnum af kynslóðinni sem nú ræður, og koma hinum sjúku til hjálpar, er fyrst og fremst að hlú að öllu virku og hálfvirku félagslegu starfi í áfengis- og ofdrykkjuvarnarmál- um. Bæta þarf aðstöðu lækna og hjúkrunarliðs í þessari grein, og koma á samstarfi milli stofnana. Lágmarkskrafa til heilbrigðisyf- irvaldanna er sú, að öll sjúkra- hús landsins verði hvött til að kynna sér það starf sem nú er unnið á Kleppi við aðhlynningu drykkjusjúkra, og læra af því eftir því sem efni standa til, svo læknar þurfi ekki lengur að smygla drykkjusjúklingum sín- um inn á spítalana undir fölsku yfirskini. Tómlæti og skortur á fræðslu um áfengis og'ofdrykkjuvarnar- málin ,um alkoholisma og allt sem honum tilheyrir eru megin- orsakir hins þverlæga misskiln- ings sem girt hefir fyrir að al- menningur teldi sig þurfa að taka þessar varnir alvarlega. Til að ráða bót á þessu er reynandi að fylgja fordæmi hinna íslenzku slysavarna- og líknarfélaga, og samtakanna allra sem æðrulaust réðust gegn sjúkdómunum í stað þess að þola þá. Með beztu kveðju, Alkoholisti. - KARTÖFLUR Framh. af bls. 12 verzlunum almennt að hafa nægi lega kaldar geymslur eða skápa fyrir garðávexti. Og eftir að á- kveðið var að afgreiða kart- öflur innpakkaðar í 5 kg. pakn- ingar eða svokallaðar neytenda- pakningar, þá hefur komið í ljós Egill Jóhannsson fyrrv. skipstjóri 75 ára — að geymsluþol kartaflanna slakn ar á mjög skömmum tíma, sem er ekki nema eðlilegt, þar sem þær eru í langflestum tilfellum hafðar í 15 til 20 gr. hita á C, kannske 7 til 10 daga meðan dreifing þeirra á sér stað,- Kartöflur þurfa að geymast í 4 til 6 gr. hita, ekki meira, og þola ekki hitasveiflur, ef þær eiga að haldast óskemmdar og með eðlilegum bragðgæðum. Það er til dæmis ekki óal- gengt að vikuforði verzlana er hafður við miðstöð eða hitalögn í búðinni, settur nálægt glugga eða á annan þann stað, sem hiti og hitasveiflur eru allt of mikl- ar fyrir þessa vöru. Þá er þáttur húsmæðranna og mikilsverður, þegar um það er að ræða að fá góðar kartöflur á borð bornar. Heimageymslan þarf að vera loftgóð og köld, suða kartafl- anna getur einnig ráðið úrslit- um hvort við neytum í þessu efni aðgengilegs og góðs matar. Og íslenzkar húsmæður mættu gjarnan vera eins nákvæmar með réttan suðutíma á kartöflum sín um og þær eru, þegar þær sjóða eggin eða hafragrautinn fyrir vandlátan eiginmann sinn. Því ekki er síður vandi að sjóða kartöflur rétt með tilliti til stærðar, lögunar og þéttleika þeirra, svo eitthvað sé nefnt. En látum húsmæðrafræðsluna um þau vandamál, sagði E. B. Malmqvist að lokum. ARSHATIÐ Nemendasambands Menntaskólans að Laugarvatni verður haldin í Sigtúni sunnudaginn 16. þ.m. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Aðalfundur sambandsins hefst á sama stað kl. 19. Þeir félagar sem ekki hafa skírteini geta fengið þau við innganginn. STJÓRNIN. Stúdentar M. R. 1963 Miðar á STÚDENTAFAGNAÐINN verða seldir í dag laugardag kl. 16—18 í anddyri Súlnasalar Hótel Sögu. Fjölmennum í Bláa salinn kl. 18, sunnudaginn 16. júní. BEKKJARRÁÐ. Jarðeignir t i 1 s ö 1 u : Jörðin Ytri-Kárastaðir í Kirkjuhvammshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu er þegar til sölu. Ræktað land er um 20 hektarar og mikið og gott beitiland tilheyrir jörðinni. Jörðin Hreppsendaá í Ólafsfirði er þegar í stað til sölu. Upplýsingar varðandi jarðarsölur þessar veitir lög- mannsskrifstofa Stefáns Sigurðssonar, sími 1622, Akranesi. Vnrmórlaug Moslellssveit verður opin í sumar á eftirfarandi tímum: Sunnudaga kl. 10 — 10 og kl. 2 — 7. Mánudaga kl. 2 — 7 og kl. 8 — 10. Þriðjudaga kl. 2 — 7 og kl. 8 — 10. Fimmtudaga kl. 2 — 7 og kl. 8 — 10. (Sértími kvenna og gufubað). Föstudaga kl. 2 — 7 og kl. 8 — 10. Laugardaga kl. 2 — 7. Gufubað fyrir karla. Lokað á miðvikudögum. VARMÁRLAUG. Tilboð óskast um sölu efnis og vinnu við lagningu gufuveitu í Bjarnarflagi við Mývatn fyrir Jarð- varmaveitur ríkisins. Útboðsgögn afhendast á skrifstofu vorri gegn kr. 1.000.00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 2. júlí 1968. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.