Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1988 Þegar kóngurinn kallaði: STOPP p í Við steinsteypt hneinlegt atræt ið — Rorgarbrautina — undir þverhníptum klettunum, uppi á hverjum hin turnmjóa kirkja Borgnesinga gnæfir við heið- bláan himin vorsins stendur hvítt hús — ákaflega hvitt, svo að maður fær glýju í augun þeg- ar björt formiðdagssólin stafar • á það hvítum geislum sínum þennan vorkalda morgun. Hér er allt steypt — hreint og traust, og það má segja að sé táknrænt fyrir íbúa þess, Magnús Jónasson og hans góðu og gestrisnu konu, Onnu Agnars dóttur.— Guðmundur á Hvann eyri hefur verið svo vinsamleg- ur að koma undirrituðum á fram færi við þessa vini sína. Þau kynni ættu að geta orðið merki- leg til fróðleiks því að hér er um að ræða hreinan og beinan brautryjanda á félags- og fram- takssviði héraðsins í málum mál anna — í samgöngumálunum. Magnús var sem' sé sá fyrsti, sem kom með bíl til Borgarness og hóf akstur með hann í þágu almennings. Enginn, sem ekur í •fjaðramjúkum, gljáfægðum dross íunum eftir (að vísum misjöfn um) vegum þessa fagra búsæld- arlega héraðs — mun geta gert sér það í hugarlund hvert fram- G. Br. skrifor tak það var — já hvert afrek það var, á sínum tíma að útvega sér bíl og spana á þessu fjór- hjólaða, mótorknúna farartæki eftir hreinum vegleysum eða ó- glöggum, niðurgröfnum götu- troðningum, sem hestfæturnir höfðu verið að mynda í 1000 ár. — þá hefði nú víst stundum komið sér vel að hafa drif á öllum hjólum. — En þetta eina drif reyndist vel vegna þess að bílaútgerð Magnúsar Jónassonar var drifin af þeirri þreklund, þei-rri þrautsegju, þeirri íor- sjálni, þeirri trú á framtíðina, sem nauðsynleg er hverjum brautryðjanda til þess að fyrir- ætlan hans lánist og hann geti sýnt og sannað svo ótvírætt að enginn efist: Þetta er framtíðin, þetta er bylting — tímamót í samgöngumálum gamla Fróns. Borgfirðingur? Já, ég er fæddur hér í Borgar firði og hef alið hér svo að segja allan minn aldur. En for- eldrar mínir voru að vestan. Fað ir minn, Jónas Jónsson smiður var Dalamaður en móðir mín Ingibjörg Loftsdóttir, var frá Garpsdal. Þau bjuggu á Galtar- höfða í Sanddal, sem er vestan við og samhliða Norðurárdaln- um. Þar voru þrír bæir, Galtar- höfði og Sanddalstunga að sunn anverðu við ána — Sanddals- ána, en Gestastaðir að norðan- verðu. Enn í byggð? Já, Sanddalstunga, ekki veit ég annað, en hinir eru nú farn ir í eyði eins og svo mörg önnur býli í afdölum þessa héraðs svo sem raunar annarsstaðar á land inu. Ég fæddiist 2. maí 1894. Við vorum 7 systkinin. Faðir minn var leiguliði og þegar ég var 9 ára fluttumst við frá Galtar- höfða að Litla-Skarði í Stafholta tungum. Ég fór fljótt að heiman til að vinna fyrir mér eins og þá var títt um unglinga á barn- mörgum heimilum. Tvö ár var ég vinnumaður hjá Kristjáni á Steinum. Svo fór ég að stund_a smíðar. Eg kunni best við að verkið gengi sæmilega meðan ég var við vinnuna. Mér fannst líka afleitt að komast ekki sæmi lega hratt og greiðlega milli vinnustaðanna. Ekki gat égfeng ið af mér að pína lata hesta áfram með svipuhöggum. — Mér Kannst betra að fara garvgandi. Lengi í Borgarfiðinum eftir að þú komist upp? Ja, ég hef nú alltaf átt heima hér eins og ég sagði áðan, en ungur fór ég nú samt til Reykja- víkur. Ekki man ég nú hvaSa Ar það var, en það man ég, að þar hitti ég hinn kunna iþrótta frömuð Bennó — Benedikt Waage. Af honum keypti ég hjól — hjólhest, — sem var mjög algengt farartæki í þá daga. Hjólið varð góður vinur minn. Á því æfði ég mig mikið — lék á því margar kúnstir. Og á því ferðaðist ég víða um Borg arfjörð á sumrin. Hvað hugsaðurðu fyrir framtíð- inni? Það var nú ýmislegt. Og loks dreif ég mig til Reykjavíbur, á fund Jónatans Þorsteinssonar og bað hann að taka mig í vinnu. Það var haustið 1916. Jónatan var þá umsvifamikill kaupmað- ur og atvinnurekandi í höfuð- staðnum. Hann var til húsa á Laugavegi 31. Það þótti stór- hýsi þá — tvílyft, 33 álnir á lengd og 24 á breidd. Síðla dags, 26. júlí 1920 kom upp í því eldur og það brann til grunna á röskum 2 klukkutím- um. En það er nú önnur saga. Jónatan tók mig til náms í húsgagnasmíði. Hann framleiddi allskonar trésmíði — allt frá stórum kerrum til fínustumublu verka. Þar var fjöldi fólks í vinnu. Því er ég nú flestu bú- inn að gleyma nema tapetser- inn var Axel Meinholt. Svo var það að rennismiðurinn á tré- smíðaverkstæðinu dó um vetur- inn og þá vantaði mann að renni bekknum. En faðir minn hafði smíðað rennibebk þegar við bjuggum í Litla-Skarði — vitan lega stiginn. í honum renndi ég marga hluti. Og það varð úr að ég tók við rennibekknum á verk atæði Jónatans. Og mikill var nú munurinn að hafa rafknúinn rennibekk. En hvenær kemur bíllinn til sög unnar? Bíddu nú við. Hann kom nú eiginlega strax og ég réðst til Jónatans. Hann flutti inn bifreið ar — OverLand, sem all-algeng- ar voru hér á fyrstu bifreiða- árunum. Og við vorum oft að snúast í kringum þessa bíla, draga þá, ýta þeim til, koma þeim fyrir á geymsluplönunum. Þetta voru nú farartæki að mínu skapi, (það hýrnar yfir Magn- úsi þegar hann minnist þessara fyrstu kynna af vélknúnu farar tæki). Það er skemmst af sagt: um mánuði í 20-30 stiga frosti fyrir 150 krónur. Tókstu ekki próf? Próf! Vitanlega tók ég próf, fór með kennsluvottorðið til Jessens vélstjóra og hann próf aði mig 20. febrúar 1918 en sagði að ökuskírteinið ætti ég að fá hjá sýslumanninum hér í Borgarnesi. Það var þá Krist- ján Linnet, settur. Hann gaf mér svo skírteinið, þótt hann væri eðlilega óvanux slíkum em- bættisverkum því að þetta var M.B. nr. 1 — Því er ég nú bú- inn að týna, Það þótti mér leitt. Nú vantaði ekkert nema bíl- inn! Um nýjan bíl var ekki að ræða. Bæði voru fjárráðin lítil, aðeins 500 kr., sem ég fékk fyr- ir hest sem ég seldi. Svo voru engir bílar fluttir til landsins þetta ár. En það varð úr að ég keypti annan bílinn af Jóni Ól- afssyni á 2200 krónur. Það var gamall Ford, æði slitinn. Bn honum ók ég nú samt í eitt ár, hér um vegina, sem þá voru bíl- færir út frá Borgarnesi. Geturðu ekki sagt mér frá ein- hverju sérstöku? segja þeir stundum í útvarpinu. Það voru nú bara eðlilegur byrjunarferiðleikar: Öllu óvan- ur, á gömlum bíl af frumstæðri gerð, óbrúaðar ár, ófærir vegir sem maður sat fastur í hvað eft- ir annað, hestar, sem þutu fæld ir út í búskann þegar þeir sáu þetta „nývirki“ koma veltandi á fjórum hjólum með dunum og dynkjum. Samt tóku mennþessu af furðu miklum skilningi. Þeir hafa sjálfsagt fundið á sér, að hér var nýi tíminn að koma, óum flyjanlegur eins og dagurinn á morgun. Aðeins einu sinni var ég kærður fyrir að hafa fælt hesta. Þá krafðist maður skaða- bóta fyrir að hafa verið heila viku að leita að tveimur hest- um, sem bíllinn hafði fælt. Sýslu maður, Guðmundur Björnsson, sýndi manninum fram á hvað þetta væri óeðlileg krafa. Ég ræddi líka sjálfur við hinn ó- heppna hestaeiganda og gat gert honum greiða — þar með var því máli lokið- Hvert var ekið? Það var nú bara eftir þess- um vegarspottum hérna út frá Hús Magnúsar að Borgarbraut 7. Kirkjan í baksýn. Ég fékk það sem nú mundi köll- uð bíla-della og hana á háu stigi. Næsta sumar var ég í kaupavinnu á heimaslóðum, en ekki fór bíllinn úr huga mér. Mig dreymdi um að aka honum, já eignast hann. Hvílíkar skýja hallir. En þær áttu eftir að kom ast niður á jörðina. — Um ára- mótin 1917-18 fór ég til Reykja víkur og hitti Guðmund Benja- mínsson í Söluturninum. Hann er enn á lífi háaldraður á Grund í KolbeinsstaðahreppL Og hann sagði við mig: „Farðu til Jóras Ólafssonar. Hannkenn- ir þér að aka.“ Ég fór til Jóns. Hann átti þá heima uppi á Bók- hlöðustíg. Hann átti tvo bíla og stundaði leigubílaakstur og kenndi. Jón reyndist mér ágæt- lega, gerði mig ökuhæfan áein Borgarnesi. Lengst vestur að Dalsmynni 50 km., upp í Norður árdal, upp að Reykholti o.s.frv. Einu sinni man ég eftir að ég var að fara með tvo íarþega vestur í Eyjahrepp. Þetta var snemma vetrar, ekki mikill snjór en hann hafði dregið saman í skafla, sérstaklega þegar vest- ar dró. Ég reyndi að fara eins hratt í skaflana og mögulegt var til að drífa fram úr þeim. Lokis settist ég fastur — komst hvorki aftur á bak né áfram. Þegar ég var búinn að moka frá bálnum að framan gafst á að iíta: Allir pílárarnir í vinatra framhjólinu mölbrotnir. Ég tjakkaði nú bíln um upp, tók hjólið af, setíti felg- una og öll brotin úr pílárunum í poka, lagði á bak mér ogsneri nú fótgangandi til baka hing- að í Borgarnes. Það voru um 25 km. Ekki hafði ég lengi geng ið fyrr en maður náði mér, ríð- andi með kerruhest. Með honum fékk ég far. Þegar heim kom, fór ég rakleiðis til Jóns Helga- sonar. Hann var mér, eins og fleirum, hin mesta hj álparhella. Hann smíðaði pílára í hjólið. Og kvöldið eftir gat ég farið með hjólið og sótt bílinn og ekið hon um heilu og höldnu hingað heim. Það er ekki af því að Magn- ús sé orðinn þreyttur að tala stjórarnir ganga á móti þeim, heilsa svo vel og virðulega sem þeir kunna. Spurði konungur hvort bílarnir væru úr Reykja- vík enda mun honum ekki hafa verið kunnugt um bifreiðakost Borgnesinga. Konungsrítari Jón Sveinbjömsson hafði forustu af hálfu konungsliðsins. Hanin skip aði mönnum niður í bílana og var nú haldið af stað. Konungs- bílnum stýrði Friðrik Þórðarson. Fór hann næstur á eftir lífvörð- unum. Síðastur var Magnús Jónasson á vörubíl- Hann ætlaði að sjá um að enginn heltist úr lestinni. Var hann með þunga þanka út af því hvernig gengi að komast yfir Andakílsá, sem talsverður dráttur var í sökum Anna Agnarsdóttir og Magnús Jónsson. að hér er skipt um persónu I frásögninni og breytt yfir í ó- beina ræðu. Þessurn fyrsta „færleik" sin- um breytti Magnús í vörubíl. En þurfti nauðsynlega að eiga fólksbíl líka til að geta veitt fólkinu eðlilega þjónustu. Það tókst með drengilegri hjálp Sig- urðar Runólfssonar frá Norð- tungu. Það var líka Ford, keypt ur af P.Stefánssyni. Gekk rekst ur þeirra vel, enda hafði Magn ús aðra atvinnu með þegar lítið var að gera við aksturinn. Hann var bæði smiður, málari ogvegg fóðrari. — En þegar árin liðu, fór bílum fjölgandi í Borgarnesi samkeppni myndaðist, hver bauð niður fyrir öðrum. Þá vildi nú ágóðinn verða lítill af sumum túrunum. Og Magnús heldur áfram sögu sinni og bílferðanna úr Borgar- nesi. Arið 1926 varð Friðrik Þórðarson meðeigandi hans í bílarekstrinum. Hann var ágæt- ur og duglegur samstarfsmaður. Þeir stofnuðu Bifreiðastöð Borg arness — B.-S.-B. árið 1929. Þeg ar flest var, átti stöðin 6 bíla, 3 fólks- og 3 vörubíla. — Einu sinni sótti Magnús um „Sérleyfi“ til að stunda akstur á vissum leiðum út frá Borgarnesi. Það var löngu áður en hið almenna sérleyfaikerfi gekk í gildi með löggjöf frá Alþingi. Beiðni Magnúsar var lögð fyrir sýslu nefnd en fékk þar diaufar undir tektir. Lét einm nefndarmaður svo um mælt, að ekki væri meiri ástæða til að veita slíkt leyfi heldur en t.d. að gefa einhverj- um einstaklingi einkaleyfi á að nota gleraugu. Hina stóru stund í sinu ævi- starfi átti Magnús Jónasson á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Það var á sóllygnum sumardegi þjóðhátíðarárið 1930. Konuimgur inn sjálfur er að koma af Al- þingishátíðinni upp í Borg arfjörð til að renna fyrir lax í Norðurá. Magnús Jónsson hefur tekið að sér að gera bílfæran veg af þjóðveginum að Laxfoesi og flikka upp á veiðimannahús- in. Því er hvorutveggja lokið. En hann hefur líka tekist á hendur þann mikla vanda að flytja jöfurr, fylgdarlið hans og flarangur allan, sunnan af Hval- fjarðarströnd norður á veiðistað inn. Og nú er hann kominn með 6 fóliksbíla og 2 vörubíla. Hann snyrtir þá sem kostur er, skipar þeim í þegnlega röð og bíður þess að snekkja Hans Hátignar sigli inn fjörðinn. Þess er ekki langt að bíða. Innan stundar er konungsskipið lagst fram undan Saurbæ, báti er skotið út og hin ir tignu gestir stíga á land. Bil- rigninga undanfarið. Höfðu bíl- ar setið þar fastir. Magnús hafði þann viðbúnað helstan til glímunnar við ána, að hann hafði dráttarbíl á vestri bakk- anuim og lét taka viftureimarnar af til að forðast gusugang upp á vélina ef viftan kæmi í vatm. Öllum bílunum gekk klakklauat yfir ána nema þeim síðasta — vörubílnum. Hann fékk vatn inm á vélina og drap á sér. Var nú farið að draga hann, ekki af dráttarbifreiðinni, heldur hinu hjálpfúsa og handsterka fylgdar liði konungs, sem gripið hafði dráttartaugina, en konungur stóð og horfði á með velþókn- un. Allt í einu réttir hann upp hendina og hrópar: STOPP! Öll- um féllust hendur. Hvað hafði skeð? Slys? Nei, ekkert alvar- legt sem betur fór. Stuðarinn, sem dráttartaugin var fest í var að gefa sig. Þetta hafði konung- urinn séð og brá fljótt við til að forða frekari fordjörfun á farartækinu. Svona eiga kon- ungar að vera. — Það óhapp skeði þegar hald- ið var af stað frá Andakílsá að gleymst hafði að taka strigapoka af mótornum á einum bilnum, sem bílstjórinin hafði verið svo forsjáll að breiða yfir vélina til hlífðar í ánni. Tók nú að rjúka ískyggilega undan húddinu og þegár að var gætt voru skemmd- ir orðnar það miklar að bíllimn var ekki ökufær. Var hann skil- inn eftir en kom ekki að sök þvi að nógur var samt farkostur- inn. Fleira bar ekki til tíðinda, sem í frásögur verður fært úr þessari konungsför. Magnús fékk medalíu og Friðrik 100 kall danskan (sem skiptast skyldi milli bílstjóranna) fyrir öryggi í störfum og góða forsjá svo sem verðugt var, því ekki hefði þessi för greiðst svo vel sem raun varð á ef ekki hefði notið fyrirhyggju þeirra sem að henni stóðu og giftusamlegrar forustu. Frásögn af þessu konunglega ferðalagi hefur tekið mikið rúm í spjalli okkar Magnúsar. Hún sýnir að vel var hann vaximn þeim vanda, sem honum og þeim félögum var á hendur falinn, vegna þess að góð fyrirhyggja og kunnáttusemi var fyrir hendi. Þetta hefur einkennt allt hans starf — og því getur hann með ánægju litið yfir langan starfsdag og virt fyrir sér hinar miklu breytingar, sem átt hafia séð stað síðan bílaöldin hélt inn- reið sína með M.B. 1 í hið fiagra Borgarfj arðarhérað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.