Morgunblaðið - 15.06.1968, Síða 31

Morgunblaðið - 15.06.1968, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1968 31 10 landilótta Crikkir koma á vegum Æskulýðsfylkingarinnar Æskulýðsfylkingin, samtök ungkommúnista á íslandi, sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í gær: „Seinni'hluta næstu viku eru væntanlegir hingað til lands tíu landflótta Grikkir á veg- um Sænsku Grikklandsnefnd- arinnar. Grikkirnir munu dvelja hér í viku til tíu daga og hafa hug á að kynna Is- lendingum ástandið í heima- landi sínu. Einnig munu þeir ræða við stjórnmálamenn og félagasamtök hérlendis, sem hug hefðu á að veita grísku þjóðinni eitthvert lið í þeirri hai'ðvítugu baráttu sem hún nú heyr við innlend og erlend afturhaldsöfl. Æskulýðsfylkingin." Fjölsóttir fundir Gunnors Thoroddsens Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá stuðningsmönnum Gunnars Thor odidsens: „Stuðningsmenn Gunnars Thor oddsens hafa að undanförnu efnt til 9 kynningarfunda, víða um land. Hefur Gunnar Thor- oddsen og kona hans, Vala Thor oddsen komið á fundina og hef- ur þeim verið mjög vel fagnað af heimamönnum. Fundirnir hafa verið haldnir á Stykkishólmi, Hellissandi, Pat reksfirði, Blönduósi, Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, Húsavík og - FRAKKLAND Framhald af bls. 1 isráðuneytisins hófu í dag hreins unaraðgerðir í húsakynnum Svartaskóla. Mátti sjá fjölda manna á háskólasvæðinu klædda hvítum sloppum með gasgrímur og sótthreinsunartæki. Lögreglan gerði í dag húsleit I skrifstofum eUefu vinstri sam- taka, sem bannað hefur verið að halda upp starfsemi sinni, og lagði haald á skjöl þau er þar fundust. George Pompidou forsætisráð- herra Frakklands sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að hann teldi það góðs vita að stúd- entarnir hefðu yfirgefið Odeon leikhúsið mótspyrnulaust að kalla. Poanpidou sagðist fullviss um að skynsemi sú er stúdent- annir hefðu sýnt myndi sigra. — Hann sagði að stefna stjórnarinn ax væri byggð á þolinmæði og festu og að hún myndi leggja áherzlu á nauðsynlegar umbætur í háskólakerfi landsins. Varðandi ástandið í bílaiðnaði landsins sagði ráðherrann að svo virtist sem ekki væri langt í land með að verkfall 'bílaiðnaðarmanna leystist. Hann sa-gði einnig að franskur bílaiðnaður hefði beðið ófyrirsjáanlegt tjón í verkfalli þessu, sérstaklega þar sem hann ætti í harðri samkeppni við Þýzkaland og Ítalíu. Pomoidou sagði að ekki væri enn unnt að gera sér grein fyrir afleiðingum atburða sl. mánaðar á efnahagslif landsins, en sagði að víst væri að þær væru mjög víðtækar og alvarlegar. Hann hvatti til samstöðu allra Frakka og aukinna vinnuafkasta til þess ao reyna að bæta skaðann. Allt var með kyTr.um kjörum í Frakklandi í dag og virðast verkamenn og stúdentar ætla að virða bann ríkisstjórnarinnar við hópgöngum og útifundum þar til eftir k'osningarnar 30. júní n. k. Áreiðanlegar heimildir í Haag herma að Frakkland hafi ákveð- ið að taka 140 milljónir dollara úr alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Er þetta til viðbótar 745 milljónum dollara er þeir tóku í síðustu viku. Mun stjórnin nota féð til að greiða hallann á vöruskipta- jöfnuði landsins við útlönd, sem mun á þessu ári þegar nema um einum milljarði dollara. Franska innanríkisráðuneytið skýrði frá því í dag að franska stjórnin hefði vísað 148 útlend- ingum úr landi fyrir þátttöku í óeirðunum undanfarnar vikur. Var: fólk þetta af mörgum þjóð- ernum. Egilsstöðum. í gærkvöldi var svo haldinn fundur á Akranesi, en fyrirhug- uðum fundi á Höfn í Hornafirði sl. miðvikudag varð að fresta, sökum þess að ekki var flógið þangað þann dag. Allir fundirnir hafa verið mjög vel sóttir, og á sumum stöð unum hefur fólk orðið frá að hverfa sökum skorts á húsrými. Fjölsóttastur var fundurinn á Akureyri, en þangað munu hafa komið um 1000 manns, og urðu margir frá að hverfa. BRIDGE í 21. umferð á Olympíumótinu í bridge, sem fram fór í Frakk- landi tapaði íslenzka sveitin fyr- ir dönsku sveitinni 4-16. Er ís- lenzka sveitin þá í 8. sæti með 266 stig, en í efsta sæti er ítalska sveitin með 317 stig. í 22. umferff tapaffi Island fyrir Bandaríkjunum með 2:18 og Thailendingar unnn einnig íslenzku sveitina með 11 gegn 9. f efstu sætunum voru í gær kvöldi ftalía, Kanada, Banda- ríkin og Ástralía. ísland, sem sat yfir í 3. umferffinni í gær, mun vera í 10. sæti. Að 21 umferð lokinni er staða efstu sveitanna þessi: 1) Ítalía 317 stig 2) Kanada 311 — 3) U.S.A. 296 — 4) Holland 294 — 5) Ástralía 288 — 6) Sviss 278 — 7) Svíþjóð 267 — 8) ísland 266 — 9) Venezuela 259 — 10) Belgía 252 — ítalska sveitin er skipuð hin- um kuinnu heimsmeisturum, þeim Avarelli, D’alelio, Garozzo, Bella donna, Forquet og Pabis Ticci. í kvennaflokki er S-Afríka efst með 162 stig, Svíþjóð í 2. sæti með 162 stig og Ítalía með 147 stig. Á fundi Alþjóða bridgesam- bandsins var ákveðið, að heims- meistarakeppni árið 1970 skuli haldin í Stokkhólmi í júlímán- uði. Háskólamenntaðir kennarar á fundi. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Nýjar kennslubækur og aukning kennslustunda nauosynleg Frá ráðstefnu háskólamenntaðra kennara FÉLAG háskólamenntaffra kenn ara efndi til ráðstefnu aff Hótel Loftleiffum í gær og var tilgang- urinn að vekja umræffur og áhuga á því sem efst er á baugi í fræðslumálum. Rætt var um þau atriffi, er brýnast er að hreyfa viff og hverra breytinga sé þörf. Dr. Matthías Jónasson, prófess- or flutti framsöguerindi á ráð- stefnunni í gær. Ræddi hann um að nauðsyn bæri til að grisja hið hefðbundna námsefni, sem í mörgum atriðum væri orðið úr- elt. Fjallað var á ráðstefnunni um tvo meginþætti fræðslukerf- isins, þjóðfélagsfræði, og flutti Arnór Hannibalsson framsöguer- indi um það mál, og eðlis- og efnafræði, sem Sveinlbjörn Björnsson, eðlisfræðingur fjall- aði um, en á þessum tveimur sér stöku sviðum skortir mest á að námskröfum sé fullnægt. Sveinbjörn hefur átt sæti í nefnd sem hefur nýlokið starfi fyrir skólarannsóknirnar, sem Andri ísaksson veitir forstöðu og í máli hans kom fram, að þessar greinar eru mjög vanrækt ar og það sem kennt er hefur 'takmarkað gildi. Þetta var í rauninni niðurstaða beggja ræðumanna. Aðalorsök IMauthóls- víkin opnar NAUTHÓLSVÍK verður opin al- menningi til sjó og sólbaða frá 15. júní. Gæzlumaður verður á svæð- inu daglega frá kl. 13.00 — 19.00. Öll umferð báta innan hins girta svæðis er bönnuð, ennfrem urer bannað að aka bílum eða hjóla í fjörunni eða á grasflöt- unum. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis, en fólk er vinsamlegast beðið að ganga snyrtilega um staðinn og skilja ekki rusl eða pappír á grasflötunum. íþróttaráðs Reykj avíkur. töldu þeir vera úreltar kennslu- bækur eins og t. d. í félagsfræði, sem kennd er 13 ára unglingum, en þar er námsefni mijög utan við áhugamál unglinganna og erf itt að glæða áhuga þeirra á náms efninu. Námsgreim þessi er þó skyldunámsgrein. Ennfremur er félagsfræði kennd í . bekk gagn- fræðastigsins, en kennslubók sú er þar er kennd er mjög þurr og aðeins staðreyndir um Alþingi og skipan þess, kosningar o. s. frv., líkast úrdrætti úr lagasafni. í eðlis- og efnafræði er hinn vanrækti þáttur öllu meiri. Svein björn Björnsson gat þess að kennsluskylda t. d. í Sviþjóð og Noregi í þeim greinum væri hálf ur annar tólfti tími, vikulega fram til loka skyldunáms, en hér aðeins 2 til 5 tímar til loka 3ja bekkjar, mismunandi eftir deild- um. Sveinbjörn skýrði frá athug- un og tillögum nefndarinnar, sem eru að auka skyldustundir og færa námið niður í barnaskóla. Ennfremur lýsti hann tillögum nefndarinnar um bætta menntun kennara með sérstökum nám- skeiðum, í kennaraskóla og há- skóla. f áætlun nefndarinnar er gert ráð fyrir að breytingar þees ar verði um garð gegnar árið 1974, verði strax hafizt handa um þær. Að loknum umræðum var um stund orðið gefið frjálst, en því næst tók til máls Ingólfúr A. Þorkelsson og flutti framsögu- erindi um kennaramenntun og Vasjukoff teflir fjöltefli RÚSSNESKI stórmeistarinn í Evgeny Vasjukoff teflir fjöl-i tefii í dag í Skákheimili Tafi- félags Reykjavíkur aff Grens- ‘ ásvegi 46. Fjöltefliff hefst kl. | 2 e. h.. Er öllum frjáls þátt-1 taka, en þátttökugjald er 125] krónur. Reynt að bjarga Notts County ísafirði, 14. júní. NORSKA björgunarskipiff Salva tor frá Oslo kom hingaff til fsa- fjarffar snemma í vikunni og á þaff aff gera tilraun til þess aff ná út brezka togaranum Notts County, sem strandaði undir Snæfjallaströnd í ísafjarðardjúpi i ofviðrinu mikla í febrúar sl. Það er norskt björgunarfélag, sem tekið hefur að sér að reyna að ná togaranum út og hefur Salvator þegar farið á strandstað inn og björgunarmenn undirbúið að draga togarann á flot. Telja þeir að nú sé búið að ganga þann ig frá, að ekki sé hætta á að sjór komizt aftur í lestar skipsins og munu þeir vinna að því næstu daga að þétta skipið, en talsvert stór göt munu hafa verið á botni þess. Salvator dró frá Noregi tvo stjóra geyma og er ætlunin að sökkva þeim sitt hvoru megin við skipið, tæma þá síðan og nota til þess að lyfta togaranum upp. Eru taldar góðar horfur á að tak- ast muni að bjarga togaranum. Umboðsmenn brezka trygg- ingafélagsins hafa verið hér á ferð og fylgjast með þessu starfi. — H.T. Umboðsmaður brezkra tog^ra- eigenda, Geir Zoéga, sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að ef tækist að ná skipinu út, yrði það vænt- anlega fyrst tekið í slipp hér í Reykjavík, en síðan farið með það til Englands til fullnaðarvið- gerðar. kennaraskort, með tilliti til þess að síðastliðið haust sótti enginn kennari um starf, sem lokið hafði námi í uppeldis- og kennslufræð um frá háskóla. Síðan lýsti Ing- ólfur stefnu Félags háskólamennt aðra kennara og ræddi nofckuð réttindi og menntun þeirra og lagði áherzlu á, að vel menintaðir kennarar væru undirstaða vel heppnaðaar breytingar á sfcóla- kerfinu. Þá talaði Hörður Bergmann, ritari félagsins um landspróf og leiðir til framhaldsnáms. Taldi hann að efcki yrði unnt að fella niður landsprófið að óbreyttu kerfi. Yrði það fellt niður myndu fleiri vandamál risa en nú væru í veginum. Hann lýsti fræðslu- kerfi, sem til mála kæmi að taka upp og lét í ljós það álit að æskilegur væri eins konar grunn skóli, sameiginlegt nám allra til 13 ára aldurs, en að því loknu tæki við nofckurs konar val- frelsi nemenda ,er gerði kennslu auðveldari og nemendunum yrði auðveldara að gera sér Ijósa hæfileika sína og áhugasvið. — Þessi skóli yrði fyrir nemendur til 16 ára aldurs, en að því loknu tæki við 3ja ára ólífcar menntabrautir. Myndi ein þeirra þá samsvara núverandi mennta- og kennaraskóla, önnur bókleg og verkleg hagnýt menntun í lík ingu við núverandi verzlunar- skólamenntun og hin þriðja er undirbyggi eiinkum iðn- og tækninám. Taldi hann að stefna bæri að á öllum þessum braut- um að nemendum væri opin leið til æðra náms, sem hæfist við 19 ára aldurstakmark. Islendingar og hafið Framhald af bls. 2 6.970 mönnum úr sjávarháska um áramót 1967 og 1968. Aðalstöðvar Slysavarnafé- lagsins eru í Slysavarnahúsinu við Grandagarð og starfsmenn þess voru 7 árið 1967. Stjórn Slysavarnafélags ís- lands er skipuð 11 mönnum með fulltrúum landsfjórðunga, fjór- um mönnum sem mæta þegar þeir geta komið því við. Núver- andi forseti Slysavarnafélags fs- lands er Gunnar Friðriksson, frá 1960. Aðrir í stjórn eru: Vara- forseti Gróa Pétursdóttir, gjaldk. Árni Árnason, ritari, Baldur Jónsson. Meðstjórnendur eru: Árni Sigurjónsson, Ingólfur Þórðarson, Hulda Sigurjónsdótt- ir, Sigríður Magnúsdóttir fyrir Sunnlendingafjórðung, Þórður Jónsson fyrir Vestfirðingafjórð- ung, Egill Júlíusson fyrir Norð- lendingafj órðung og Árni Vil- hjálmsson fyrir Austfirðingafjórð ung. MESSUR Kirkja Óháffa safnaffarins. Messa kl. 2 á sunnudaginn. Sr. Emil Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.