Morgunblaðið - 15.06.1968, Síða 28

Morgunblaðið - 15.06.1968, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1968 sveipaður allt of stóru teppi, gerði atvikið enn furðulegra en það hafði áður verið, og mið- aldra kona fór allt í einu að skellihlæja. Þetta hvella, ó- vænta hljóð skar loftið eins og sög. Þeir, sem í kring um stóðu litu reiðilega á hana, en þá hló hún bara enn hvellar, þangað til hláturinn var orðinn aðöskri. Hjúkrunarkonurnar flýtfcu sér að ná í hana og fara með hana inn í sjúkrastofu. Aðrar konur voru farnar að gráta, og sem snöggvast virtist allt ætla að komast í uppnám. Ekki varð þó úr því og hópurinn dreifðist smám saman. — Hvað haldið þér að verði um Halmy lækni, herra? spurði Janos, Nemetz. — Ekkert alvarlegt, vona ég, sagði Nemetz lágt. Hann hafði séð lækninn ganga gegn um hliðið, með tvo haus- breiða Rússa sinn til hvorrar handar, en nú var hann róleg- ur og næstum eins og sinnulaus. Ef hann missti lífslöngun sína, var það honum — Nemetz —að kenna. Tíu aðrir hefðu getað drepið Önnu Halmy. Og hún gat vel hafa orðið fyrir skoti úr fjarlægð. Og samt hafði hann elfc lækninn á röndum, rétt eins og hann væri rannsóknardóm- ari. — Einhver verður að segja ungfrú Mehely þetta, sagði frú Sehulz. — Hvar er hún? spurði Ne- metz. Þótt einkennilegt væri, hafði hann alveg gleymt að svip ast um eftir henni. — Það mætti segja mér, að hún væri hjá smábörnunum uppi á lofti svaraði frú Schulz. — Móðir hans Tordas læknis varð að fara heim en annars er það hún, sem gætir þeirra. Og svo bað hún ungfrú Mehely að líta eftir þeim, meðan hún væri í burfcu. Svo að ég er hrædd um að hún hafi enga hugmynd um það, sem hér hefur gerzt. Og einhver verður þó að segja henni það, sagði hún og leit á Janos. Burðarkarlinn rétti úr sér: — Nei, ekki ég systir, ekki ég. Sagði hann hás. Það er ekki mitt verk að tilkynna fólki svona lagað. Og auk þess, bætti hann við og hristi höfuðið hugsi ... — auk þess verð ég ekki hér mikið lengur. — Hvað eigið þér við með því. Hún leit á hann steinhissa. — Hvert farið þér þá? Janos stóð enn kyrr og hristi höfuðið. Hann leit út eins og krakki, sem er að þykjast vera standklukka. Svo sneri hann sér snöggt við og gekk niður stig- ann, áleiðis að hliðinu, sem fyr- ir skömmu hafði gleypt Halmy lækni og nítján sjúklinga hans. — Hvert ætlið þér? æpti frú Schulz á eftir honum. — Vestureftir, svaraði hann án þess að stanza. Og í hvíta sloppnum hvarf hann gegn um hliðið. Alexa Mehely var að líta eft- ir minnstu sjúklingunum í her- berginu, sem áður hafði verið skrifstofa Halmy læknis. Hún var fegin þessari átyllu, þó ekki væri nema stundarkorn til þess að losna úr rannsóknarstofunni þar sem hún gat ekki losnað við að ýta frá sér öllu þessu flóði mannlegrar eymdar, sem gekk yfir allt sjúkrahúsið. Henni þótti vænt um börn, einkum þó þau minnstu. En ann- ars var það nú ekkert frí hjá henni að líta eftir tuttugu og tveim þeirra samtímis. Það leið aldrei svo mínúta, að ekki eitt- hvert þeirra grenjaði fullum hálsi. Og einmitt þessi grátur hafði afstýrt því að Alexa heyrði Rússana koma inn í sjúkrahúsið. Fyrr um daginn hafði hún hvað eftir annað hringt í lögreglustöðina, en þar hafði Irene sagt henni, að Nem- etz hefði alls ekki komið í skrif- stofuna um morguninn. Hún þótt ist finna það á sér, að hann væri úti í hennar erindum, eða öllu heldur Halmys. Hún ætlaði að fara að skipta um bleyju á einum sjúklingnum, þegar Nemetz barði að dyrum. — Kom inn! sagði hún glað- lega, en varð samstundis hrædd og spennt er hún sá sorgarsvip- inn á honum. — Hvað er á seyði? spurði hún. — Að hverju hafa þeir komizt hjá yfirherstjórninni? Er Zoltan í einhverjum vandræð- um? Hann dró djúpt andann. — Já ég er hræddur um, að hann sé í alvarlegum vandræðum, sagði hann og svo sagði hann henni, eins stuttort og hann gat, það sem gerzt hafði. Hann vissi, að þetta mundi ríða henni að fullu, en fannst hinsvegar bezt að ljúka því af öllu í einu. Hann sá, hvernig allur litur hvarf úr andliti hennar, og er hún sem snöggvast lokaði aug- unum, rétti hann fram hendurn- ar til að grípa hana, ef hún skyldi falla í ómegin. En í þess stað opnaði hún augun aftur og hélt svo áfram að skipta um bleyjuna í snatri. Hún tók barnið varlega upp, kyssti það og lagði það svo í rúmið aftur. — Hversvegna senduð þér ekki eftir mér? spurði hún Ne- 79 metz. — Ég hefði getað ráðið við Zoltan . . . haldið aftur af honum. — Það var ekkert svigrúm til þess, og auk þess hefði enginn getað haldið aftur_ af honum, ekki einusinni þér. Ég vildi bara óska þess, að ég vissi, hver hef- ur kært hann. Það gæti ef til vill orðið okkur að gagni. Stam- bulov sagði, að það hefði verið einhver hér í sjúkrahúsinu. — Já, ég fer víst nærri um það, sagði hún alvarlega. Er hann spurði hana, hvern henni dytti í hug, hristi hún að- eins höfuðið en svaraði ekki. Nokkur barnanna tóku að grenja og hún tók þau upp, hvert af öðru til þess að vita, hvað gengi að þeim. — Hér er ekki gott að vera, fyrir karlmann, sagði hún um leið og hún færði krakkana úr. — Æ þessi litli sóði! Það eru ekki nema tíu mínútur síðan hann fékk hreina bleyju. Sjáið þér hann bara! Svona skítugur og ósjálfbjarga! Það er dálítið erfitt að hugsa sér, að hann verði kannski einhverntíma vís- indamaður eða læknir eða kenn- ari ... eða morðingi! Allt í einu æpti hún: — Fulltrúi! Hvað gera þeir við hann Zoltan? Þeir drepa hann vonandi ekki, eða hvað? — Vitanlega ekki, sagði hann og reyndi að halda röddinni eins rólegri og hann gat. En það varður eitthvað að gera og það fljótt. Þér verðið að útvega nöfn in og númerin og stigin á þess- um rússnesku hermönnum, sem voru lagðir hér inn, samtímis Milyukov ofursta. — Ég skal útvega þau jafn- skjótt, sem hún frú Torda kem- ur og losar mig héðan. — Reynið þér að tala við þá og fá að vita, hvað þeim finnst um Halmy lækni. Segið þeim, að þeir geti orðið kallaðir til vitnis hjá yfirherstjórninni. En þér verðið að vera viss um, að þeir bregðist okkur ekki. Þeir verða að standa okkar megin, annars höfum við ekkert gagn af þeim. Allt í einu leit hún upp og spurði, hvasst: — Hversvegna er uð þér nú að reyna að bjarga honum? Er það afþví að þér sé- uð loksins orðinn viss um, að hann hafi ekki drepið konuna sína? — Það er afþví að hann drap ekki ofurstann. — Hvernig vitið þér það? — Hann sagði það sjálfur. — Já, en hann sagði líka, að hann hefði ekki drepið konuna sína. Nemetz dokaði við og hugsaði sig um andartak. — Nei, þegar ég hugsa mig betur um, þá hefur hann nú einmitt aldrei sagt það. — Vitanlega hefur hann sagt það, sagði Alexa í mótmæla skyni og var taugaóstyrk. — Kannski ekki með þeim orðum — kannski hefur það verið fyr ir neðan virðingu hans að verja sig gegn vitleysislegri ákæru. Því að annað var hún ekki .. eruð þér mér ekki sammála um það? Nú, eftir að þér hafið kynnzt honum betur? — Jú, ég er á yðar máli þar, sagði hann og leit undan. Það var ekki rétta stundin til að auka á áhyggjur hennar. Börnin tóku að ókyrrast. — Það er matartími hjá þeim, sagði Alexa og andvarpaði. — Ég vona bara, að við höfum nóg an mat handa þeim. Það er ann- ars farið að sneyðast hjá okk- ur um barnamat. Okkur skortir allt. Og við landamærin senda Rússarnir allar lestir með mat til baka, ef þær koma að vestan. Skömmu eftir að hann var far inn, kom frú Schulz með körfu fulla af barnapelum, og börnin .JEB2Z-24 1-30280-32262 UTAVER PLASTINO-KORK Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. STÚDENT ABLÚMIN SENDUM HEIM OPIÐ TIL KL. 6 / Ilótel Sögu — Sími 12013. Orðsending frá félagi blómaverzlana Pantið stúdentablómin sem fyrst. Opnar í dag til kl. 6 laugardag 15. júní. Félag blómaverzlana. 15. JÚNÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Reyndu að rugla ekki þvl, sem óunnizt hefur. Þegar þú hefur lokið daglegum störfum, skaltu reglulega njóta lífsins. Nautið 20. apríl — 20. maí. Hugurinn dregur hálfa leið. Reyndu að líta á hlutina í öðru ljósi. Reyndu að skemmta þér eitfchvað í kvöld. Tvíburamir 21. maí — 20. júní. Ferðalög eru ekki ólíkleg í dag. Hafðu mikla þolinmæði, ef þú mátt og kipptu þínurn málum í lag eftir beztu getu. Kvöldið verður skemmtilegt. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Vertu orðvar í dag, farðu vandlega yfir vinnu þlna. Farðu meðalveginn, Ljónið 23, júlí — 22. ágúst. Allt fer vel, ef þú gengur ekki of langt. Taktu lfka tillit til náungans, það er mikilvægara en þú heldur. Þú færð góðar fréttir seinni partinn. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Farðu vel með meltinguna í dag. Mundu að taugaspenna er undirrót vanheilsu. Reyndu að dreifa huganum og fá útrás. Vogin 23 sept. — 22. okt. Ys og þys kynnu að raska ró þinni, reyndu að vera einhvers- staðar í næði. Borðaðu lítið og gættu hófs. Sporðdrekinn 23. okt. —21.nóv. Hóf er bezt I hverjum hlut. Njóttu gamalla minninga með kunn ingjum Reyndu að lenda ekki í kappræðum. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21.des. Reyndu að fara smáferð með bita. Taktu kunningjana með Takið upp léttara hjal. Steingeitin 22. des — 19. jan. Þess gerist ekki þörf að eyða miklu fé í dag, þótt bvo kunni að virðast í upphafi. Gættu líka hóts í næringu. Vatnsberinn 20 jan. — 18. febr. Þú átt I einhverri óvissu. Þig langar að létta þér upp og það Skaltu þá gera. Gættu tungu þinnar. Fiskarnir 19. febr .— 20. marz. f dag skaltu fara varlega. Veitfcu hluttekningu, en fcalaðu varlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.