Morgunblaðið - 22.06.1968, Page 28

Morgunblaðið - 22.06.1968, Page 28
stodSngsmanNA 0SEN ‘Wfjssssk' SÍMI Byrfað að rífa gömlu laugarnar Yfir milljón gestir þar á s.l. 6 árum NÚ eru hafnar framkvæmdir við niðurrif gömlu lauganna Laugarnesi. — Reykjavíkurborg annast framkvæmdimar og verða laugamar rifnar niður og svæðið rutt og fulljafnað. Ef eitthvað nýtilegt er að finna verður það e.t.v. flutt upp í Ár bæ. Svæðið sem þarna myndast fer að mestu undir nýtt raffhús. Gömlu laugarnar voru fyrsta íþróttamannvirkið sem borgin réðst i að byggja og hafa þær verið samfellt í notkun frá árinu 1907. — Var eini sundstaður- inn í borginni allt fram til árs- ins 1937, að Sundhöllin var byggð. Ógjörningur er að áætla heild- araðsóknina að laugunum frá upphafi. En frá 1962 hefur að- sóknin að laugunum verið 180— 200 þúsund manns árlega, þannig að mannfjöldinn, sem sótt hefur laugarnar á síðustu sex árum, er nokkuð yfir milljón. Geta menn Svavar Pálsson. því rennt grun í, hver heildar- talan muni vera orðin á rúmlega 60 árum. Yfir 20.000 ALLS hafa nú yfir tuttugu' þúsund manns séff Kjarvals-1 sýninguna í Listamannaskál-1 anum og sýningarskrár hafa, selzt fyrir á f jórffa hundraff; þúsund krónur. Sýningin er opn frá klukk-í an 10:00 til 22:00 daglega og( verffur svo fram aff mánaða- mótum. Fél. menntaskóla- kennara úr BSRB AÐALFUNDUR Félags mennta skólakennara hófst í fyrradag og lauk síffari hluta dags í gær. — Gunnar Norland var kosinn for- maffur félagsins, en affrir í stjórn eru: Guffni Guðmundsson, Bjöm Bjarnason og Örnólfur Thorlacíus. t félaginu eru nú tæplega 80 kennarar úr mennta- skólunum fjórum. Eitt af aðalmálum fundarins var aðild Félags menntaskóla- kennara að Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja. Fyrir fund inum lá eftirfarandi tilaga um þetta efni: „Aðalfundur Félags mennta- skólakennara, haldinn í Mennta- skólanum í Reykjavík dagana 20.—21. júní, ályktar, að félagið skuli segja sig úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja‘‘. Var tillaga þessi samþykkt. Gunnar Norland, formaður fé- lagsins, sagði í viðtali í frétta- auka útvarpsins í gærkvöldi, að þróunin virtist vera sú núna, að háskólamenntaðir menn flykkt- ust æ mei-ra í Bandalag háskóla- menntaðra manna, og væri til- tölulega fámennur hópur eftir í BSRB. Gunnar sagði, að mjög á- kveðnar raddir hafi verið meðal menntaskólakennara um að fé- lagið gengi úr BSRB í BMH, og var tillagan nú samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Samningar tókust — við Flugvirkjafélagið SAMKOMULAG var undirritað milli yinnuveitenda og samninga nefndar Flugvirkjafélags íslands um kaup og kjör flugvirkja og flugvélastjóra kl. 3 í fyrrinótt. Flugvirkjafélag íslands hafðd Hrapaði við vinnu og beið bana — STARFSMAÐUR hjá Rafmagns- veitunni beið bana, er hann hrapaði sex metra, þar sem hann var aff vinna við hreinsun rofa í tengivirkinu við Rafstöðina hjá Elliðaám um helgina. Hinn látni maður, Svavar Pálsson, Efstasundi 95, 44 ára að aldri, vann við að þurrka af skálum í rofanum og hafði um sig öryggisbelti. Losaði hann það til að geta fært sig, en þá varð honum fótaskortur með fyrrgreindum afleiðingum. Svavar var fluttur í sjúkrahús, en komst aldrei til meðvitundar, og andáðist á miðvikudag sl. boðað til vinnustöðvunar frá 24. júní að telja, og hefði þá allt flug lagzt niður. Samkomulagið er háð samþykkt félagsfundar hjá flugvirkjum og flugvélstjór- um, og hjá framkvæmdanefnd Vinnuveitendasambandsins. FORSET AKOSNINGARNAR: Fjölmennir kynningar- fundir frambjóðenda Gunnar á hafirði og Kristján á Egilsstöðum í gœrkvöldi — STUÐNINGSMENN dr. Gunnars Thoroddsens efndu til mjög fjöl- menns kynningarfundar í AI- þýffuhúsinu á ísafirði í gær- kvöldi ,og var frambjóðandan- um og konu hans fagnað af fund argestum í lokin. Þá héldu stuffn- ingsmenn dr. Kristjáns Eldjárns einnig mjög fjölmennan kynn- ingarfund í Valaskjálf á Egils- stöðum og fögnuffu fundargestir honum og konu hans í fundar- lok. Hér fara á eftir frásagnir fréttaritara af fundunum: Egilsstöðum, 21. júní. STUÐNINGSMENN dr. Krist- jáns Eldjárns efndu til almenns kynningarfundar í samkomuhús- inu Valaskjálf á Egilsstöðum. Mikið fjölmenni var á fundi þessum og voru menn víða að komnir. Fundarstjóri var Þor- kell Steinar Ellertsson, skóla- stjóri að Eiðum, og í upphafi fundar bauð hann dr. Kristján og konu hans Halldóru Ingólfs- dóttur velkomin. Ávörp á fundinum fluttu eftir- taldir menn: Sigurður Pálsson, skólastjóri, Borgarfirði eystra, Kjartan Ólafsson, læknir, Seyð- isfirði, Helgi Seljan, skólastjóri á Reyðarfirði og Sigurður Blön- dal, skógarvörður, Hallormsstað. í lok fundarins flutti dr. Kristján Eldjárn ávarp, og var honum vel fagnað af fundargest- um. — Hákon. ísafirði, 21. júní. í gærkvöldi efndu stuðnings- menn dr. Gunnars Thoroddsens til kynningarfundar í Alþýðu- húsinu á ísafirði. Auk ísfirðinga komu til fundarins menn frá Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Drengur fyrir bíl SJÖ ára drengur, Jón Ragn- ar Jónsson, Fálkagötu 13, varff fyrir bíl í gær og fótbrotnaði. Óhappið varð á veginum, sem liggur frá Flugfélagi íslands að Suðurgötu. Bíl var ekið vestur veginn, þegar drengurinn hjól- aði skyndilega í veg fyrir hann og kveðst ökumaðurinn ekki hafa séð drenginn fyrr en hann var kominn beint fyrir bílinn. Drengurinn kastaðist upp á vél arhiífina og valt af henni niður á götuna, en hjólið leniti undir bílnum. Bolungarvík, Hnífsdal, Súðavík og nokkrum öðrum byggðum ísa fjarðarsýslu Var Alþýðuhúsið fullt svo sem frekast mátti og auk þess stóð nokkur hópur ut- an dyra og hlýddi á mál fundar- manna í hátölurum Fundars'tjóri var Guðmundur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri á ísafirði, en fundarritari Einar Steindórsson, fyrrverandi oddviti í Hnífsdal, Ávörp fluttu: Einar Oddur Kristjánsson, full- trúi á Flateyri, Jóhann Einvarðs- son, bæjarstjóri, ísafirði, Bene- dikt Þ Benediktsson, rafveitu- stjóri, Bolungarvík, Arngrímur Jónsson, skólastjóri, Núpi í Dýra firði, og Sturla Jónsson, hrepp- stjóri, Suðureyri, Súgandafirði, Þessu næst flutti Gunnar Thor oddsen ávarp, en að því loknu voru bornar fram allmargar fyr- irspurnir, sem Gunnar Thorodd- sen svaraði, Fundinum lauk með því að fundarstjóri flutti ávarps- orð og fögnuðu fundargestir for- setaefninu og frú hans með lófa- taki. — Fréttaritari. Aðalfundi 818 lokið A'ðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga að Bifröst í Borg arfirði lauk í gær. Síðasta mál á dagskrá var kosning í sambands- stjórn. Sú breyting hafði verið gerð á lögum Sambandsins, að í stjórninni skyldu framvegis sitja níu menn í stað sjö. Ur stjórninni gengu að þessu sinni Eysteinn Jónsson og Guðmimd- ur Guðmundsson bóndi á Efri- Brú, og baðst hinn síðarnefndi undan endurkosningu. Eysteina Jónsson var endurkjörinn, en í stað Guðmundar var kjörinn Þórarinn Sigurjónsson á Lauga- dælum. í sæti hinna tveggja nýju manna í stjórninni voru kosnir Ragnar Ólafsson, Reykja- vík, og Ólafur E. Ólafsson, Króksfjarðamesi og Ingólfur Ólafsson, Reykjavík. Fyrir í stjórninni eru: Jakob Frímanns son, Akureyri, Finnur Kristjáns- son, Húsavík, Þór'ður Pálmason, Borgarnesi, Skúli Guðmundsson, Hvammstanga og Guðröður Jónsson, Neskaupstað. Endur- skoðendur voru kosnir Björn Stefánsson og Tómas Árnason. Sjá frétt á bls. 8. Vaka varar við óspektum við Háskólann ÚT ER komið Vaka, blað iýðræð issinnaðra stúdenta, þriðja tbl. 31. árg. Er blaðið helgað hús- næðismálum Háskólans og útlán um hans til ráðstefnuhalds. Á forsíðu er áskorun etjórnar Vöku til stúdenta um að taka höndum saman um að forða því, að stúdentar verði bendlaðir við boðaðar mótmælaaðgerðir við Háskólann, en þær muni einung is vanvirða Háskólann og rýra álit hans og þeirra er við hann starfa. Þá er grein eftir Reyni Tóm- as Geirsson stud. med. um NATO og húsnæði háskólans og áminningarbréf Stúdentaráðs til Stúdentafélagsins vegna óæski- legrar íhlutunar Stúdentafélags- ins á málefni Stúdentaráðs. Þá eru í blaðinu ályktanir stjórnar Vöku, og stjórnar stú- dentaráðs um húsnæðismál Há- skólans. (Frá Vöku, félagi lýðræðis- sinnaðra stúdenta)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.