Morgunblaðið - 03.07.1968, Síða 22

Morgunblaðið - 03.07.1968, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1908 Klaufaskapur að Þjdðverjarnir unnu Urslitin 3:1 eftir 1:0 fyrir Island í fyrri hálfleik EF íslenzkt úrvalslið gat farið með sigurorð af viðskiptum við Schwartwald Essen, þá getum við í áhugamannalands- liðinu vart búizt við að sigra, sagði einn af þýzku landsliðs- mönnunum í gær. Og orð hans voru mælt af fullum sanni. Það var alger klaufaskapur að tapa landsleiknum í gær. — Lengst af hafði íslenzka liðið betur í viðureigninni — hafði forystu í leikhléi 1—0. En í síðari hálflcik tókst Þjóðverj- um að skora þrjú mörk, sem voru hvert öðru klaufalegra frá íslenzkum sjónarhól séð. Þannig urðu endalok þessa lands- leiks, sem byrjaði svo vel, á sömu leið og svo margra ann- ara á undanförnum árum. Enn einu sinni urðu ísl. áhorf- endur að halda heim með ósigur í huga. Það var þó sízt af öllu ástæða til þess nú. Isl, liðið hafði lengi framan af — meirihluta leiktímans — betur í viðureigninni en slys og klaufaskapur ollu hinu stóra tapi 1:3 um það er lauk. Hermann Gunnarsson skorar hér eina mark íslands í landsleiknum í gaerkvöldi. markvörðurinn horfir á eftir knettinum i markið, krjúpandi á vellinum. Allan fyrri hálfleikinn var ís- lenzka liðið strekara liðið á vell- inum. Hver sóknarlotan af ann- arri dundi á þýzka markinu. Að visu skorti alltaf á að endahnút- urinn yrði bundinn á annars vel uppbyggð og skipuleg upphlaup. En forysta íslenzka liðsins var ótvíræð og það var tímaspurs- mái hvenær hún yrði að veru- leika í mörkum séð. t>að var þó komið fram á síð- ustu mínútu hálfleiksins er fyrsta mark leiksins var skorað. Það gerði Hermann Gunnarsson eftir vel framkvæmda spyrnu Kára frá vinstri kanti fyrir mark ið. Með þessu marki náði ísl. lið- ið verðskuldaðri forystu. Allan tímann hafði liðið sýnt lipran leik og jákvæðan. Vörnin hafði staðið af sér með sóma allar til- raunir mótherjanna til sóknar og framherjarnir fengu hverja send inguna af annarri til að vinna úr, en tókst misjafnlega og þó að stundum skylli hurð nærri hælum þá varð ekkert úr neinu fyrr en á lokamínútu fyrri hálf- ieiks. Hraði leiksins hafði ekki verið mikill og leikaðferðir beggja liða svipaðar, en ísl. liðið komið skemmtilega á óvart með sam- leik og góðu spili. Reyndi á þessum tíma og í þeirri upp- byggingu mest á tengiliðina Þór- ólf og Guðna, sem báðir stóðu sig með ágætum og svo Eyleif í framlínunni. Fyrri hálfleikurinn var prýði- Jega leikinn af hálfu ísl. liðsins, enda hraðinn eins og bezt var á kosið og geta mótherjanna mátu- leg. En allar vonir breg'ðast. Það getum við knattspyrnufrétta- menn yfirleitt reitt okkur á. Það virðist auðvelt — séð úr stúk- unni — að halda í sigur í þess- um leik. Hættulegu færin sköp- uðust ekki og með forystu í mörkum frá fyrri hálfleik virtist máiið auðvelt viðureignar. En þýzka sóknin harðnaði og ísl. vörnin komst í æ krappari vanda. En þrátt fyrir það virtist sem að mörkin er þýzka liðið tók nú að skora væru fremur fyrir heppni fengin, en yfir- burðaleik. Er 28 mín. voru af síðari hálf- leik jafna Þjóðverjar eftir sókn hægra megin og mistök Antons Bjarnasonar miðvarðar. 10 mín. síðar nær vinstri út- herjinn forystu fyrir Vestur- Þýzkaland — eftir önnur mis- tök í vörn ísl. liðsins. 2 mín. fyrir leikslok varð svo sigurinn endanlega staðfestur með þriðja markinu, er vara- maður er inná kom skoraði. Allt fram að þeim tíma vox.u góðir möguleikar fyrir hendi fyrir ísl. liðið að vinna sigur í þessum leik, en samtökin brustu algjörlega í síðari hálfleik og liðið kom mjög illa frá þeim hluta leiksins — eiginlega jafn illa og það kom vel út í fyrri hálfleik. Fyrirliði liðsins, Þórólfur Beck, átti mjög góðan fyrri hálf- leik og lék þá liðsmenn sína vel upp ef svo má að orði komSst. En honum þvarr illilega úthald og það hafði sín afdrifaríku áhrif er á leikinn leið. Þá varð nánast um látlausa sókn að ræða af hálfu Þjóðverja — sókn, sem þó virtist sjaldan hættuleg, en skapaði þó þann yfirburðasigur er vannst. Þorbergur Atlason, nýiiðinn í markinu, stóð sig vel, lé'k með rósemi og yfirvegun sem marga miklu reyndari leikmenn skort- ir. Hann verður varf sakaður um ósigurinn. Guðni Kjartansson, framvörð- ur, átti mjög góðan leik og var i heild séð einna beztur af okk- ar liðsmönnum. Hann sameinaði vel vörn og var sá sem bezt byggði upp af okkar liðsmönn- um. Framlínumenn stóðu sig yfir- leitt lakar en vonir stóðu til. Þýzka liðið var létt leikandi og mjög ámóta að getu og okk- ar lið. Eftir á séð finnst okkur að það 'hafi verið alger klaufa- skapur ag tapa þessum leik. Það Moskvu, 1. júlí. — AP. ALEXEI N. Kosygin, forsætis- ráðherra Sovétrikjanna, ræddi í dag viff Le Thanh Nghi, varafor- sætisráffherra Norffur-Víetnams, um hernaffaraðstoff og annan stuffning Sovétríkjanna viff N- Víetnam. Le Thanih Nghi kom til Moskvu í síffustu viku og hef- ur setiff fund meff Vladimir N. Novikov, varaforsætisráffherra. f opinberri tilkynningu um fundinn í dag segir, að rætt hafi verið „í anda vináttu og gagn- kvæms skilnings um sameigin- leg hagsmunamál á sviði stjórn- mála, efnahagsmála og hermála". New York, 28. júní. NTB. RALPH Schoeman, fyrrv. einka- ritari Bertrand Russels, sem var vísða frá Bretlandi í gær, kom samdægurs til New York og Þýzki Myndir Mbl.: Kr. Ben. er eitthvað annað en raunveru- leg geta sem brestur þá er slík- ur ósigur verður að staðreynd. Dómarinn MoKee dæmdi lítið og hreinlega stofnaði til mögu- leika til deilna með því. En þama áttust við skapgóðir menn svo að mistök hans ollu ekki vandræðum. sagði þar, að hann væri nú fyrst að hefja baráttu gegn innflytj- endalögum í Bretlandi fyrir alvöru. Schoeman var búsettur í Eng- landi í tíu ár, unz vegabréf hans var tekið af honum fyrir ári. Bíl stolið BIFREIÐINNI R-16374, sem er gulhvítur Trabant-station árgerð 1964, var stolið af stæði við Höfðatún sl. föstudag. Allir þeir, sem kynnu að vita um ferðir bilsins síðan, eru vin- samlegast beðnir að hafa sam- band við rannsóknarlögregluna. Elmar Geirsson f. h. á í höggi viff einn Þjóffverjanna. Sláttur er nú víffa aff byrja hér sunnanlands, enda þótt norff- anlands neiti vetur aff víkja fyr ir sumri. Þessi mynd var tekin um helgina, er menn voru aff slá aff bænum Skálatúni, skammt frá Lágafelli í Mosfellssveit. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.